Fréttablaðið - 18.11.2005, Side 42

Fréttablaðið - 18.11.2005, Side 42
4 ■■■ { Austurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Bæjarstjórnin á Fljótsdalshéraði hefur opnað aðsetur á annarri hæð við hlið bæjarstjórnarskrifstofanna á Egilsstöðum þar sem hinir ýmsu listamenn á Héraði geta fengið að- stöðu til þess að sinna listum sín- um. Meðal annars fara þar fram listsýningar og tónleikar, hljóm- sveitir geta æft, fólk getur fengið aðstöðu til að mála og búa til önn- ur listaverk, og hægt er að halda myndlistarnámskeið í Kompunni. „Aðstaðan er lánuð endur- gjaldslaust, en fólk þarf að hafa samband áður en það fær inni,“ segir Karen Erla Erlingsdóttir, menningar- og frístundarfulltrúi Fljótsdalshéraðs. Eins sinna eldri borgarar bók- bandi í Kompunni, leirlistakona hefur aðsetur þar og til stendur að vefari setji upp vefstól sinn þar. Listamenn fá inni í Kompunni Bætt aðstaða fyrir listamenn á Héraði. Leirlistakonan Anne Kampp hefur aðsetur í Kompunni. Leiklistin er þeirra líf og sál Leikfélag Fljótsdalshéraðs er kraftmikið leikfélag með vel yfir 100 meðlimi, og hefur fé- lagið svo sannarlega ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur í uppfærslum sínum. „Við erum svo heppin að vera með fagfólk í flestum geirum sem koma að leiksýningum, sviðsmynd, lýs- ingu, förðun og svo framvegis. Þetta er ekki fólk sem við höfum pantað, heldur er þetta fólk sem hefur flutt hingað, hefur unnið til dæmis í Borgarleikhúsinu, og heldur áfram í leiklistinni hér svo við njótum góðs af,“ segir Þráinn Sigvaldason, for- maður leikfélagsins. Sautján manns stofnuðuð leikfé- lagið í ágúst 1966, og nú, tæpum 40 árum síðar, er það enn ein af aðal lífæðum Egilsstaða og ná- grennis. Áhugi á leiklist á Héraði á sér þó enn lengri sögu, en það var tilkoma héraðsheimilisins Vala- skjálfs árið 1966 sem olli straum- hvörfum. Sviðið í Valaskjálf varð aðalvettvangur sýninga félagsins og margir stigu þar sín fyrstu spor á leiksviði, en félagið hefur innan sinna vébanda stóran hóp fólks með mikla reynslu og þekkingu, auk kraftmikillar unglingadeildar. „Þrátt fyrir sjónvarps-, mynd- banda- og tölvuvæðingu, er starf- semin nú öflugri en nokkru sinni fyrr og ekki útlit fyrir annað en að félagið muni hér eftir sem hingað til skipa stóran sess í menningarlífi Héraðsbúa,“ segir Þráinn, og bætir við að næstu tvö árin verði afar skemmtileg, því haldið verður upp á 40 ára afmæli félagsins með pompi og prakt og, að sjálfsögðu, ýmiss konar leiksýningum og uppá- komum. Félagið hefur sýnt rúmlega 50 leikrit, fyrir utan ýmiss konar skemmtanir sem það hefur staðið fyrir og tekið þátt í, svo sem árviss jólaverkefni, barna- og unglinga- skemmtanir, skáldakynningar og 17. júní hátíðarhöld. Auk þess held- ur það margskonar námskeið á ári hverju. Meðal þeirra leikrita sem félagið hefur sýnt eru Valtýr á grænni treyju, Þorlákur þreytti, Gullna hliðið, Piltur og stúlka, Karíus og Baktus, Fiðlarinn á þakinu, Ævin- týrariddarinn Don Kíkóti, Dagbók Önnu Frank, Draumur á Jóns- messunótt, og My Fair Lady, ásamt fjölmörgum fleiri erlendum og ís- lenskum verkum. Um þessar mundir sýnir leikfé- lagið Sex í sveit eftir Marc Camolett, í leikstjórn Odds Bjarna Þorkelsonar. Sýningin er haldin í félagsheimilinu að Iðavöllum, sem leikfélagið hefur gert upp á afar smekklegan hátt. Jódís Skúladóttir og Friðjón Magnússon í hlutverkum sínum sem afbrýðisöm eiginkona og viðhald hennar í leikritinu Sex í sveit. Uppákomur fyrir Austurland á Eiðum Eiðastóll hefur nýverið ráðið starfskraft. Ég hef verið að skipuleggja uppá- komur sem eru meira ætlaðar fyrir þá sem búa á Austurlandi,“ segir Lára Vilbergsdóttir, nýráðinn starfs- maður Eiðastóls, en Eiðar eru 12 kílómetrum norðan við Egilsstaði. Á dagskránni eru dansnámskeið, fyrirlestrar og þögul listsýning á aðventu sem ætlað er að hjálpa fólki að slaka á í jólastressinu. Fyrir fjórum árum keyptu Sigurður Gísli Pálmason og Sigur- jón Sighvatsson eignir Alþýðu- skólans að Eiðum með það í huga að setja á fót alþjóðlega mennta- og menningarmiðstöð. Síðan þá hafa stakar uppákomur verið haldnar að Eiðum aðallega á sumrin, en nú er hafin vinna við að gera framtíðarsýn Eiða að veruleika. Fleira starfsfólk verður ráðið um áramótin. Lára Vilbergsdóttir var nýverið ráðin starfs- maður Eiðastóls. Strikið á Íslandi Þjónustugata á Egilsstöðum ber kunnuglegt nafn. Í sumar samþykkti bæjarráð Fljóts- dalshéraðs tillögu skipulags- og byggingarnefndar þess efnis að verslunar- og þjónustugata sem fyrirhugað er að liggi um nýjan miðbæ Egilsstaða muni heita Strik- ið. Gatan verður mjög áberandi í nýja miðbænum en hún verður bæði hellulögð og malbikuð. Rauðleitum náttúrulegum steinefnum verður blandað saman við malbikið og því mun gatan liggja sem rauðbrúnt strik frá ráðhúsi bæjarins, sem ætl- unin er að reisa við enda Striksins, og í gegnum allan miðbæinn. Við annan enda þess verður reist veglegt menningar- og stjórnsýslu- hús, en eins mun íbúðarhús aldr- aðra rísa við götuna. Sveitarfélagið er þessa dagana að kaupa land af einkaaðilum, því ólíkt flestum bæjum landsins á Fljótsdalshérað afar lítið land sjálft. Strikið fyrirhugaða á Egilsstöðum. Viðskiptafræðingur á Egilsstöðum Á skrifstofu KPMG á Egilsstöðum vantar viðskiptafræðing til starfa. Starfsmenn KPMG vinna einkum við endurskoðun og reikningsskil fyrir viðskiptavini sína sem eru annars vegar fyrirtæki á almennum markaði og hins vegar fyrirtæki og stofnanir í opinberri þjónustu. Við leitum að metnaðarfullum og framsýnum einstaklingi sem hefur áhuga á starfsþróun og spennandi vinnuumhverfi í félagsskap fagfólks. Við metum mikils sjálfstæði í vinnubrögðum, sveigjanleika, frumkvæði og aðlögunarhæfni. Hæfileiki til að vinna með öðrum er mikilvægur því mikið er unnið í hópum innan félagsins og með viðskiptavinum. Menntunar- og hæfniskröfur  Háskólanám í viðskiptafræðum  Viðskiptatengd starfsreynsla  Mjög góð þekking á bókhaldi og reikningsskilum  Gott vald á íslensku og ensku  Mjög góð þekking á Excel Ef þú telur að eiginleikar þínir og þekking fari saman við óskir okkar hvetjum við þig til að senda okkur umsókn. Nánari upplýsingar veita Andrés Guðmundsson, starfsmannastjóri KPMG, agudmundsson@kpmg.is, sími 545 6077 og Hlynur Sigurðsson, forstöðumaður KPMG á Egilsstöðum, hlynursigurdsson@kpmg.is, sími 545 6061. Fyllsta trúnaðar verður gætt varðandi allar umsóknir, fyrirspurnir og persónulegar upplýsingar. Umsókn ásamt ítarlegri ferilsskrá sendist í tölvupósti. Umsóknarfrestur er til 1. desember næstkomandi. © 2005 KPMG Endurskoðun hf., íslenski aðilinn að KPMG International, svissnesku samvinnufélagi. 04-05 lesið 17.11.2005 15:12 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.