Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 24
 18. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR24 fólkið í landinu Íslenskt JÁ TAKK SMS LEIKUR TONLIST.ISD3 SONY W800 + allar flessar geislaplötur +3.mána›ar áskrift á Tónlist.is A›alvinningur 1. Jónsi 2. Írafár 3. Nylon 4. Hei›a 5. Heitar Lummur 6. Jólaskraut Sendu SMS skeyti› BTC STB á númeri› 1900 Svara›u einni spurningu og flú gætir unni›. Fullt af aukavinningum: Jónsi Írafár Nylon-Gó›ir hlutir Hei›a-Hluti af mér Heitar Lummur Jólaskraut 3.mána›ar áskrift á Tónlist.is Tónfrelsi frá Tónlist.is Mána›aráskrift á tónlist.is Kippur af Coca Cola Vinningar ver›a afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Me› flví a› taka flátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeyti›. A›alvinningur er dregin úr öllum innsendum SMS skeytum 9. hver vinnur. STAÐURINN TÖLUR OG STAÐREYNDIR Íbúafjöldi 1. desember 2004: 173 Íbúafjöldi 1. desember 2000: 208 Íbúafjöldi 1. desember 1988: 288 Sveitarfélag: Skagafjörður Sveitarstjóri: Ársæll Guðmundsson Helstu atvinnufyrirtæki: Vesturfarasetrið Málmiðjan Stuðlaberg Bifreiðaverkstæðið Pardus Íslenska fánasaumastofan Sjóskip ehf. KB banki Kaupfélag Skagfirðinga Skólar: Grunnskólinn Hofsósi Leikskólinn Barnaborg Vegalengd frá Reykjavík: 345 kílómetrar ef farið er um Hvalfjarðargöng Hofsós Bifreiðaverkstæðið Pardus er einn af föstum punktum tilverunnar á Hofs- ósi. Þar ræður Páll Magnússon ríkjum eða Palli í Pardus eins og hann er kallaður. Hann er fæddur og uppalinn á bænum Brekkukoti skammt frá Hofsósi en byrjaði bílaviðgerðir í litlum bílskúr á Hofsósi 1974. Nafnið komið frá Skóda Fyrir utan verkstæðishúsið og innandyra sömuleiðis lúra bílar og traktorar á ýmsum stigum tilverunnar. Það er fátt sem minnir á rándýrið fráa pardusinn. Páll brosir breitt spurður um nafngiftina. „Hún er þannig til komin að þegar ég var að byrja voru bílar af gerðinni Skoda Pardus nokkuð algengir hérna og þaðan er nafnið komið.“ Hann skenkir bleksterkt kaffi og skellir upp úr þegar spurt er hvort Skódaverk- smiðjurnar hafi nokkuð gert athugasemdir við nafnið. Verkstæðið til sölu Verkstæðisrekstur á Hofsósi er hálfgerður barningur núorðið að sögn Páls. Þar valda mestu breyttir búskaparhættir, fækkun bújarða og ekki síður breyttir tímar í bílaviðgerðum. „Þetta er allt orðið svo sérhæft og tölvuvætt að það er varla hægt að gera við bíla lengur upp á gamla mát- ann“, segir hann alvarlegur í bragði. Hann prófaði að auglýsa verkstæðið til sölu í fyrra, svona til að kanna landslagið. „Það kom ekki eitt einasta tilboð,“ segir hann skellihlæjandi. Þannig fór það. Fiskur og ferðamenn En Páll er með fleiri járn í eld- inum og á sumrin gerir hann út á fisk og ferðamenn; á svolítinn kvóta og fer meðfram með ferðamenn út í Málmey en hann er umsjónarmaður eyjarinnar. „Ætli útgerðin sé ekki aðaltekjulindin,“ segir hann hugsi og dreypir á kaffinu. Stúlkur að striplast Eins og á flestum betri bílaverk- stæðum eru veggir kaffistofunnar skreyttir dagatölum sem skarta stúlkum að striplast innan um bíla og vara- hluti. „Við fáum af og til einhverjar athugasemdir út af þessu ... aðallega frá konunum,“ segir Páll og hlær prakkaralega. ATVINNUREKANDINN: PÁLL MAGNÚSSON Í PARDUS Skódaverksmiðjurnar sögðu ekki orð Skín við sólu Skagafjörður, sagði skáldið. Þessu er að vísu ekki alveg að heilsa þegar Sigurður Þór Salvars- son og Gunnar V. Andrés- son aka niður Vatnsskarðið í frosthægu veðri í byrjun vikunnar og Skagafjörður- inn blasir við. Hann er hrímgrár yfir að líta, dumbungur í lofti; úti á firðinum þar sem grillir í Drangey og Þórð- arhöfða gengur á með éljum. Við hafsbrún lyftir þó örlítið undir skýjahuluna og glittir í heið- an himinn. Birtan er allt að því draugaleg. Ferðinni er heitið á Hofsós á Höfðaströnd. Veitingahúsið Sigtún Þorpið birtist á vinstri hönd út úr móskunni; lætur lítið yfir sér þar sem það kúrir á bökkum Hofsár við ósinn sem bærinn dregur nafn sitt af. Það dimmir yfir í þann mund sem við beygjum niður afleggjarann og himinn og jörð renna saman í eitt um stund. Við ökum norður Suðurbraut, framhjá bílaverkstæðinu Pardusi og málmiðjunni Stuðlabergi þar sem framleiddir eru hljóðkútar af ýmsum stærðum og gerðum; iðnaður sem Fjólmundur heitinn Karlsson setti á fót á sinni tíð. Þarna eru líka KB banki og kaup- félagið að ógleymdri íslensku fánasaumastofunni. Og tvílyft timburhús sem ber hið volduga nafn Veitingahúsið Sigtún. Saltkjöt og baunir Innandyra er matarlykt og veit- ingakonan Dagmar Þorvaldsdóttir tekur á móti okkur. Hún býður upp á saltkjöt og baunir. Við langborð sem snýr út að götunni sitja vörpulegir menn, þeirra á meðal Valgeir Þorvalds- son, forstöðumaður Vesturfaraset- ursins sem er stóriðja Hofsóss nú um stundir. Við spyrjum einsog fávísir kaupstaðarbúar: Og hvað segja bændur? Fáum þau svör að þeir viti það ekki þar sem þeir hafi ekki hitt neina það sem af er degi. Það var og. Hækkandi meðalaldur Valgeir segir kankvís að menn á Hofsósi uni sæmilega við sitt. Vissulega fækkar fólki jafnt og þétt og meðalaldurinn hækkar að sama skapi. Unga fólkið vill mennta sig; kemur ekki aftur, enda lítið við að vera. Útgerðin hefur líka dregist saman. Góðu fréttirnar eru þær að heitt vatn hefur fundist í nágrenni bæj- arins og það gefur góðar vonir um betri hag. „Þá fáum við sundlaug og hitaveitu ... svo ekki sé minnst á heita potta,“ segir hann kímileitur. Náttúruaukandi heilsukaffi Dagmar veitingakona býður okkur heilsukaffi á eftir saltkjötinu og baununum. „Þetta er sérstakt kaffi sem ég flyt inn frá Malasíu,“ segir hún ögn sposk á svip. „Ginsengkaffi sem sagt er vera sérlega heilsubæt- andi og auk þess náttúruaukandi,“ bætir hún við og brosir leyndar- dómsfullu brosi. Við látum slíkar trakteringar ekki framhjá okkur fara. Í anddyri Sigtúns rekur Dagmar litla vídeóleigu. Eflaust minnstu vídeóleigu landsins, tuttugu spól- ur eða svo. Og það er lítið að gera. „Þetta er mest fullorðið fólk sem býr hér, og það horfir bara á sitt sjónvarp,“ segir hún. Ýmislegt í pípunum Við göngum út með Valgeiri. Það marrar notalega í snjónum og hópur grátittlinga þýtur hjá. Börn á leikskólanum Barnaborg handan götunnar fylgist með ferðum komu- manna. Af kambinum ofan við höfnina blasa hús Vesturfaraset- ursins við; gömul hús að sjá en vel- flest byggð á undanförnum árum í stíl við gamla pakkhúsið frá dögum einokunarverslunar Dana. Komum ferðamanna í safnið fækkaði eilítið í sumar frá fyrri árum. „Tíðin var ekki nógu góð og þá fækkar Íslendingunum,“ segir Valgeir og strýkur skeggið hugsi. En hann er fjarri því svartsýnn á framhaldið. „Það er ýmislegt í pípunum,“ segir hann íbygginn og gerir sig kláran fyrir myndatöku. ■ Náttúruaukandi ginsengkaffi HOFSÓS Það var óneitanlega jólaleg stemmning á Hofsósi þegar Fréttablaðsmenn voru þar á ferð í byrjun vikunnar. LEIKSKÓLINN BARNABORG Börnin horfðu forvitnilegum augum á komumenn. VALGEIR ÞORVALDSSON Hefur lyft grettistaki í uppbyggingu Vesturfarasetursins á Hofsósi, sem sést í baksýn. DAGMAR ÞORVALDSDÓTTIR Kaffið góða frá Malasíu sem sagt er að hressi bæti og kæti á alla lund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.