Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 81
56 18. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR Víns‡ningin 2005 ver›ur haldin í Vetrargar›inum í Smáralind, 19.-20. nóvember. Markmiðið með sýningunni er að veita gestum betri innsýn í heim vínsins og verður hún stórglæsileg í hvívetna. Meðal þátttakenda eru allir helstu vínbirgjar landsins sem kynna meðal annars vín sem henta með hátíðarmatnum. Að auki verður gestum boðið að bragða dýrindis mat með vínunum. Opi› frá kl. 13.00 til 18.00 Mi›aver› 1.000 kr. 20 ára aldurstakmark 19.-20. nóv. VÍN S†NINGIN 2005 í Smáralind ALLT SEM fiÚ VILT VITA UM LÉTTVÍN Þrátt fyrir að aldrei hafi verið eins dýrt fyrir stórfyrirtæki að gera samstarfssamninga við knattspyrnufélög í úrvalsdeild- um Evrópu standa þau í röðum og slást um félögin. Evrópska knattspyrnan hefur aldrei verið vinsælli og talið að velta hennar sé hátt í 1000 milljarðar íslenskra króna á ári, samkvæmt samantekt endurskoðendafyrirtækja undan- farin ár. Heildartekjur félaganna í fimm stærstu deildum Evrópu; þeirri ensku, spænsku, ítölsku, þýsku og frönsku, námu um 500 milljörðum króna á síðasta ári, sem var tveggja prósenta aukning frá árinu áður samkvæmt úttekt Deloitte. Enska úrvalsdeildin er langstærst með 156 milljarða. Ítalska deildin var í 2. sæti með 91 milljarð en spænska deildin í 3. sæti með 75 milljarða, sem var þrettán prósenta aukning frá leiktíðinni á undan. Rekstur íslenskra félaga tekið stakkaskiptum Meðalrekstur á knattspyrnudeild í Landsbankadeildinni virðist vera í kringum fimmtíu milljónir króna en teygir sig allt frá þrjátíu millj- ónum og upp í hundrað þar sem fjármagnið er mest, eftir því sem næst verður komist. Formenn og framkvæmda- stjórar knattspyrnuliða á Íslandi sem haft var samband við segja rekstur félaganna hér hafa tekið stakkaskiptum undanfarin fimmt- án ár. Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, tekur undir það. „Áhugamennskan réði ríkjum að stærstum hluta fyrir fimmtán árum á Íslandi. Í dag fyrirfinn- ast leikmenn sem hafa lifibrauð sitt af stórum hluta af að spila knattspyrnu. Rekstur félaganna er miklu faglegri enda gerðar strangari kröfur af hálfu KSÍ. Ég fullyrði að jafnvægið í rekstri félaganna er betra og ég vænti þess að kollsteypum fari fækk- andi,“ segir Geir. Formaður í félagi í Lands- bankadeildinni, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að því miður sé ennþá eitthvað um svartar greiðslur í fótboltanum, sérstak- lega til útlendinga sem helst vilja fá greitt í evrum eða dollurum. Langstærsti hluti bókhaldsins hjá félögunum sé uppi á borði en til séu félög sem séu með allt sitt á hreinu. Í dag er skilyrt af hálfu KSÍ að til þess að félög fái keppn- isleyfi í Landsbankadeild þurfi ársreikningur að vera samþykkt- ur af löggiltum endurskoðanda. „Þróunin er sú að reksturinn hjá flestum er í járnum. Félög- in eru ekki að græða peninga, umfangið hefur margfaldast en samt ekki þessi skuldasöfnun sem vissulega var,“ segir Geir. Carlsberg og Wimbledon Stór hluti tekna hjá öllum knatt- spyrnufélögum er í gegnum sam- starfssamninga við fyrirtæki. En hvers vegna leggja fyrirtæki svona mikið upp úr því að auglýsa sig í gegnum knattspyrnuna? Árið 1988 var sölustjóri dans- ka bjórfyrirtækisins Carlsberg á heimleið úr vinnunni þegar fulltrúi Wimbledon hringdi í hann. Wimb- ledon komst þá um vorið mjög óvænt í úrslitaleik ensku bikar- keppninnar þar sem andstæðing- urinn var stórlið Liverpool. Spurt var: Er Carlsberg tilbúið að greiða 15.000 pund (1.700 þúsund krónur) fyrir að setja merki fyrirtækisins framan á búninginn í bikarúrslita- leiknum? „Þetta er líklega besta fjár- festingin okkar,“ segir Keld Stru- dahl, markaðsstjóri Carlsberg, við sænska blaðið GP. Leikurinn vakti mikla athygli, ekki síst fyrir þær sakir að Wimbledon vann Liver- pool afar óvænt og varð bikar- meistari. Yfirmenn Carlsberg sáu einfaldlega á sölutölum hve gríð- arlega góð auglýsing þessi leikur var fyrir fyrirtækið og síðan þá hefur það að mestu leyti einbeitt sér að markaðssetningu í tengsl- um við knattspyrnu en einnig aðrar íþróttir. Í dag er Carlsberg helsti styrktaraðili Liverpool og auglýsir framan á búningnum líkt og undanfarin þrettán ár. Carls- berg greiðir hálfan milljarð á ári fyrir það. Carlsberg hefur verið einn af aðalstyrktaraðilum Evrópumóts- ins í knattspyrnu síðan 1988. Á EM í Portúgal 2004 þurfti fyrirtækið að greiða 1.200 milljónir króna fyrir EM-pakkann. Carlsberg var með eigin „stúku“ á vellinum til þess að þjónusta gesti sína. Carlsberg var með hvorki fleiri né færri en 300 manns í vinnu í tengslum við EM 2004. Þá hefur Carlsberg keypt úrslitaleikinn í Evrópukeppni félagsliða. „Stórviðburðir í fótbolta eru úrvals tækifæri til þess að bjóða bæði okkar stærstu viðskiptavin- um og lykilpersónum víða að því þeir vilja allir sjá fótbolta,“ segir Strudahl, markaðsstjóri Carls- berg, sem hefur úr rétt tæpum fimm milljörðum króna úr að spila í markaðssetningu á ári. Flestir hefðu haldið að stóru klúbbarnir í Evrópu biðu með rauða dregla fyrir markaðsstjóra Carlsberg en þeir eru einfaldlega ekki einir um hituna. „Áður fyrr komu félögin í röðum til okkar. Í dag hefur þró- unin snúist við. Við þurfum alltaf að vera á staðnum til að hitta réttu persónurnar,“ segir Strudahl og bendir á að Meistaradeildin hafi langmesta aðdráttaraflið. Danir og Rosenborg til fyrir- myndar Uppgangur fótboltans á síðasta áratug síðustu aldar var ævintýra- legur. Peningastreymið í íþróttina virtist engan endi ætla að taka með sjónvarpspeningum og sam- starfssamningum, sérstaklega árin 1994-2000. Norðurlöndin fóru ekki varhluta af þessari þróun. Sænska liðið IFK Gautaborg velti 800 milljónum metárið 1994 en þar af voru tekjur vegna Meistara- deildarinnar 630 milljónir! Á tíu árum þrefölduðust tekjur sænskra félaga, frá tveimur milljörðum í sex, aðallega vegna þátttöku í Evr- ópukeppnum og sölu á leikmönn- um. Á þremur árum tvöfölduðust laun í sænsku úrvaldeildinni og sömu sögu er að segja af Noregi en Danir hafa verið í fararbroddi hvað varðar tekjuöflum. Tekjubomba varð einnig í íslenskum fótbolta og þrjú félög stofnuðu hlutafélag. Bæði norsk og sænsk félög líta til Danmerkur sem fyrirmyndar í að auka tekjur, sérstaklega á leikdegi. Þá eiga dönsk félög leikvangana og hafa hannað þá í þeim tilgangi að leigja út til að drýgja tekjurnar. FC Kaupmannahöfn datt í lukkupott- inn með byggingu Parken. Félagið malar gull með útleigu og á þeirri þjónustustarfsemi sem fram fer í húsinu. Þrátt fyrir það gengur dan- ska stórfélaginu ekki að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Það hefur hins vegar norska liðið Rosenborg gert ár eftir ár og spil- að skynsamlega úr fjármununum. Í bankanum á félagið mörg hundruð milljónir króna og hefur selt ófáa leikmenn í gegnum tíðina. Eftir þrettán meistaratitla í röð kom bak- slag í ár en flestir eru á því að nor- sku kóngarnir verði á meðal þeirra bestu á næsta ári. Ítalska deildin á hausnum Á síðustu leiktíð voru ensk og þýsk félagslið mörg hver rekin með hagnaði á meðan ítölsk og frönsk lið berjast í bökkum fjárhagslega. Fjármálasérfræðingar segja að verði ekkert að gert stefni ítalska úrvalsdeildin í gjaldþrot en upp- safnað tap ítölsku liðanna frá árinu 1995 er um 120 milljarðar króna. Hlutfall launa og tekna skiptir öllu máli í rekstri knattspyrnu- félaganna. Flest reyna þau að halda launakostnaði undir fimm- tíu prósentum af veltu en fari launakostnaður yfir sjötíu prósent er hætta á ferðum. Ekki kemur á óvart að Chelsea greiddi hæstu launin í fyrra, um þrettán milljarða. Um áttatíu prósent af tekjunum fara í launakostnað. Í mörg hafa hafa sérfræðingar haldið að veltan í Evrópuboltan- um hefði náð hámarki. Á hverju ári slær hún öll met og enn sér ekki fyrir endann á peningalegum vexti knattspyrnunnar. Fótboltaiðnaðurinn: 1000 milljarða virði Evrópska knattspyrnan hefur aldrei verið vinsælli þar sem Meistaradeild Evr- ópu dregur vagninn. Stórfyrirtæki bíða í röðum og slást um að gera samstarfs- samninga við stærstu félögin. ÍTALIR Á HAUSNUM Lazio er eitt þeirra liða á Ítalíu sem hafa glímt við mikla fjárhagsörðug- leika á undanförnum árum. Félagið hefur farið óhefðbundnar leiðir hvað varðar auglýsingar á keppnisbúningum sínum og meðal annars auglýst vörur sem eingöngu voru ætlaðar fyrir markað í Suður-Ameríku. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES ÁRANGURSRÍK SAMVINNA Carlsberg- auglýsingin er orðin órjúfanlegur hluti af Liverpool-búningnum. BESTA AUGLÝSINGIN Danski bjórframleiðandinn Carlsberg tók áhættuna fyrir bikarúrslita- leikinn 1988 þegar þeir gerðu samning við Wimbledon sem mætti Liverpool í úrslitum. Sá samningur átti heldur betur eftir að borga sig. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES ÍÞRÓTTIR ÞORSTEINN GUNNARSSON Knattspyrna í nýju ljósi – 2. hluti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.