Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 82
FÖSTUDAGUR 18. nóvember 2005 57
FÓTBOLTI Þýski knattspyrnudóm-
arinn Robert Hoyzer var í gær
dæmdur í tveggja og hálfs árs
fangelsi fyrir að dæma meðvitað
gegn öðru liðinu í nokkrum knatt-
spyrnuleikjum til þess að freista
þess að græða á veðmálum.
Hoyzer játaði brot sitt og sagðist
hafa verið að starfa með króatíska
glæpamanninum Ante Sapina,
sem borgaði Hoyzer og Dominik
Marks hátt í tvær milljónir evra
fyrir að hagræða úrslitunum.
Dómurinn sem Hoyzer fékk
þótti þungur, en Marks fékk
aðeins eins og hálfs árs bann fyrir
sinn þátt í málinu, sem þótti smá-
vægilegur.
Þetta hneyksli þykir það versta
sem knattspyrnuhreyfingin í
Þýskalandi hefur orðið fyrir í
meira en þrjátíu ár en rannsókn
þessa máls kostaði þýska ríkið
meira 500 milljónir króna þar
sem það var mun viðameira en
talið var í fyrstu. - mh
Dómari dæmdur fyrir svindl:
Hoyzer í tveggja
ára fangelsi
ROBERT HOYZER Hoyzer var dæmdur fyrir
mútuþægni.
FÓTBOLTI Þýski landsliðsfyrirliðinn
Michael Ballack hefur hug á því
að reyna sig hjá stóru félagi utan
Þýskalands en segir þó fá félög
koma til greina.
„Mér líður afskaplega vel í
München og Bayern er stórkost-
legt félag. Það er langt síðan
þýskur leikmaður lék síðast stórt
hlutverk með liði í fremstu röð.
Auðvitað hefði ég áhuga á því, en
það eru í raun bara tvö til þrjú
félög sem eru sambærileg við
Bayern München,“ sagði Ballack.
Talið er að valið hjá Ballack
standi nú fyrst og fremst á milli
spænsku félaganna Barcelona og
Real Madrid. Ballack hefur þó
ekki enn útilokað að hann leiki
áfram með Bayern þrátt fyrir að
samningaviðræðum við hann hefi
verið slitið. „Ég ætla mér bara að
skoða mína möguleika. Bayern
kemur til greina eins og önnur
stór og metnaðarfull félög.“
- mh
Ballack vill reyna sig erlendis:
Stóru félögin
eini kosturinn
MICHAEL BALLACK Ballack hefur verið besti
leikmaður Þýskalands undanfarin ár.
FÓTBOLTI „Það er alltaf gaman að
vinna og kannski ekki aðalatriðið
að síðustu tveir sigrar hafi verið
gegn mínum gömlu félögum,“
sagði Heimir Ríkarðsson eftir
tvo sigurleiki Vals á Fram, annar
í meistaraflokki og hinn í þriðja
flokki, en Heimir er aðalþjálfari
3. flokks og er Óskari Bjarna Ósk-
arssyni til aðstoðar í meistara-
flokknum.
Heimir telur marga unga leik-
menn í Valsliðinu eiga möguleika
á því að ná góðum árangri í fram-
tíðinni en liðið er að stórum hluta
skipað leikmönnum sem urðu
Íslandsmeistarar með 2. flokki
Vals í fyrra. „Ég er bjartsýnn
á að ungu strákarnir muni náð
góðum árangri í framtíðinni og
við ætlum okkur að búa til lið sem
getur keppt um titlana sem í boði
eru á næstu árum.“
Heimir var sérstaklega ánægð-
ur með framgöngu Fannars Frið-
geirssonar og Pálmars Pétusson-
ar, markvarðar Vals, í leiknum
gegn Fram og sagði þá vera mikil
efni. „Fannar átti frábæran leik
og einnig Pálmar, sem mér finnst
vera að stimpla sig inn sem einn
allra besti markvörður landsins.
Hann hefur átt jafna leiki og góða
í vetur og hefur bætt sig mikið.
Svo eru strákar eins og Ingvar
Guðmundsson, Elvar Friðriksson
og Kristján Karlsson líka bráð-
efnilegir og eiga eflaust eftir að
láta mikið að sér kveða í fram-
tíðinni. Ég bind miklar vonir við
efniviðinn sem nú er hjá Val og
er viss um að góður árangur geti
náðst ef allir sem að handboltan-
um koma eru tilbúnir að leggja
hart að sér.“
Heimir þjálfaði hjá Fram í
mörg ár áður en hann fór til Vals
og hann segir ágæta frammistöðu
Fram ekki hafa komið sér sér-
staklega á óvart. „Hópur Fram er
góður. Það eru reynslumiklir leik-
menn í bland við tvo af efnileg-
ustu leikmönnum landsins, Sigfús
Sigfússon og Jóhann Gunnar Ein-
arsson. Gengi Fram hefur verið
ágætt og það hefur ekki komið
mér neitt á óvart.“ - mh
Heimir Ríkarðsson var sínu gamla félagi óþægur ljár í þúfu í fyrradag:
Tveir sigrar gegn Fram sama kvöldið
HEIMIR RÍKARÐSSON Fór frá Fram til Vals
fyrir núverandi tímabil.