Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 18
18. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR18
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Hafðu ekki áhyggjur
– þú gerir það
„Ég vona bara að ég verð-
skuldi þetta.“
Guðrún Helgadóttir rithöfundur um
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem
hún hlaut á miðvikudag. Fréttablaðið.
Erfitt
„Síðustu ár ævi minnar hafa
ekki verið eintóm velgengni.
Þátturinn er kominn af dag-
skrá og síðasta bókin mín
fékk einróma lélega dóma.“
Guðmundur Steingrímsson fjölmiðla-
maður í Fréttablaðinu.
„Við finnum mikinn áhuga og
meðbyr,“ segir Páll Halldórs-
son, bókbindari og fyrrverandi
flugstjóri hjá Landhelgisgæsl-
unni, en hann er í svonefndum
JAM-bókbindarahópi sem sýnir
verk sín í Þjóðmenningarhúsinu
þessa dagana. Þar má líta fjölda
innbundinna bóka sem ýmist
eru unnar með gamla laginu,
líkt og Guðbrandsbiblía forðum,
eða nútíma handbandi.
Páll segir bókbindara hittast
reglulega og ráða ráðum sínum
og greinilegt sé að bókbandið sé
í mikilli sókn. „Á tímabili var
mjög dauft yfir þessu en nú er
einhver vakning. Við handbók-
bindarar erum handvissir um
að þetta á eftir að aukast áfram
og verða mjög vinsælt,“ segir
Páll.
Sjálfur hefur hann haft ríkan
áhuga á bókbandi síðan hann
var unglingur. „Ég hef alltaf
lesið mikið og finnst gaman að
hafa bækurnar mínar í góðu
bandi.“ Hann lærði iðnina í Iðn-
skólanum samhliða flugnáminu
og hefur bundið inn bækur í
hundraðavís um ævina.
„Þetta er gjörólíkt flugstörf-
unum,“ segir Páll en hann var
hjá Landhelgisgæslunni í ára-
tugi. „Bókbandið kallar á þolin-
mæði og nostur enda tekur um
tíu til tuttugu klukkustundir að
binda inn eina bók.“
PÁLL HALLDÓRSSON BÓKBINDARI Bókbandið kallar á þolinmæði og nostur.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Páll Halldórsson og fleiri bókbindarar sýna verk sín í Þjóðmenningarhúsinu:
Bókbandið er í mikilli sókn
OG TYLLT Á VÖRUBÍLSPALLHANN HÍFÐUR NIÐUR TURNINUM LYFT UPP AF KIRKJUNNI
Vegna fúa í timbri hefur
turn Bíldudalskirkju verið
tekinn niður og er unnið að
endursmíði hans.
Reglulega eru gömul hús endur-
bætt enda þörf á viðhaldi þegar
árin segja til sín. Á það við um
kirkjur líkt og önnur hús. Sjald-
gæft er þó að heilu turnarnir séu
teknir af kirkjum þegar ráðist er
í viðgerðir en Bíldudalskirkja má
una við það að vera turnlaus næstu
vikurnar.
Á næsta ári er liðin öld frá
smíði kirkjunnar og verður turn-
inn kominn á sinn stað og kirkjan
öll orðin fín og flott þegar afmæl-
isins verður minnst.
BÍLDUDALSKIRKJA Heldur hefur dregið úr reisn kirkjunnar eftir að turninn var tekinn
niður en hún verður glæsileg sem aldrei fyrr þegar viðgerðum er lokið og turninn
kominn á sinn stað. MYND/PÁLL ÁGÚSTSSON
Kirkjuturninn hífður af
GÓÐGLAÐIR VÍNGERÐARMENN Gleði ríkir jafnan meðal franskra víngerðar- og vínáhuga-
manna þriðja fimmtudag í nóvembermánuði ár hvert en þá hefst sala, og um leið drykkja,
á Beaujolais Noveau rauðvíninu. Myndin var tekin í Lyon í Frakklandi í fyrrinótt.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
Mest lesna vi›skiptabla›i›
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
G
al
lu
p
k
ö
n
n
u
n
f
yr
ir
3
6
5
p
re
n
tm
i›
la
m
aí
2
0
0
5
.
„Það er allt gott að frétta héðan,“ segir
Ragnheiður Hákonardóttir, bæjarfulltrúi
og svæðisleiðsögumaður í Ísafjarðarbæ.
Hún segir að það hafi haustað snemma
fyrir vestan og veturinn hefur líka gert vart
við sig. „Svo gruna ég fólk um að vera
komið töluvert í jólahugleiðingar,“ bætir
hún við, „hér er að minnsta kosti mikið að
gerast í menningarlífinu, kórar að syngja
og alls kyns sýningar standa yfir. Síðan
er fólk farið að sækja jólahlaðborðin og
taka þátt í aðdraganda jólanna. Það er svo
margt skemmtilegt að gerast á þessum
tíma,“ segir Ragnheiður. Og vetrinum fylgir
skíðavertíð og hún segir skíðamenn komna
á kreik. „Já, gönguskíðamenn eru farnir að
ganga og það er komið skíðafæri fyrir aðra.
En þeir eru ekki farnir að sinna því að ráði,
það verður ekki fyrr en eftir áramót.“ Sjálf
gengur Ragnheiður ekki á skíðum, lætur börnin um
að sinna þeirri íþrótt. „Mér finnst snjórinn alltaf bestur
uppi í fjöllunum,“ segir hún og hlær.
Auk þess að vera bæjarfulltrúi er Ragnheiður líka titluð
svæðisleiðsögumaður og segir það þýða að hún eigi
að hafa aðeins meiri og sérhæfðari þekkingu á sínu
svæði en venjulegur leiðsögumaður. „Við eigum að
geta farið betur ofan í ýmsa þætti í sögu svæðisins,“
segir hún og neitar því að leiðsögn sé eingöngu sum-
artengd vinna. „Það eru dæmi um að útskriftarhópar
úr skólum hérna komi í heimsókn að vetrarlagi og fái
leiðsögumenn með sér, enda margt breyst síðan þetta
fólk var hér. Það er alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt
að gera,“ segir Ragnheiður Hákonardóttir á jákvæðu
nótunum.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? RAGNHEIÐUR HÁKONARDÓTTIR
Snjórinn alltaf bestur uppi í fjöllum
Ragnheiður Hákonardóttir
Ég get
fyrirgefið
honum
ekki
Vagnstjórinn sem missti
fæturna finnur ekki frið
Örlagavaldurinn
í lífi hans lýsir
yfir sakleysi
DV2x15 - lesið 17.11.2005 20:46 Page 1