Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 59
 18. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR34 Umsjón: nánar á visir.is Írska verðbréfafyrirtækið Merr- ion Capital, sem Landsbankinn er að kaupa, hefur verið valið til að vera stjórnendum írska flugfé- lagsins Aer Lingus til ráðgjafar um sölu á hlut ríkisins í félaginu. Starfsmenn flugfélagsins eiga sjálfir tæp 15 prósent. Merrion mun starfa með breska fjárfestingabankanum Goldman Sachs að þessu verkefni með það að markmiði að hámarka verð fyrir eigendur. John Conroy, forstjóri Merr- ion, segir í samtali við Frétta- blaðið að framundan sé vinna við að ákveða hvort selja eigi flugfé- lagið til stórra fjárfesta eða fara í almennt útboð. Rekstur Aer Lin- gus hafi gengið vel og hagnaður verið góður. Ákvörðun um sölu- fyrirkomulag muni á endanum verða tekin af írskum stjórnvöld- um. Merrion hefur tekið þátt í mörgum stórum viðskiptum á írska markaðnum að því er fram kom í kynningu á fyrirtækinu hjá Sigurjóni Árnasyni, bankastjóra Landsbankans, á þriðjudag. Sam- anlagt verðmæti þeirra nemi yfir tólf milljörðum evra. ■ KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.000 +0,28% Fjöldi viðskipta 532 Velta: 22.447 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 46,20 +2,00% ... Bakkavör 45,80 +0,90% ... FL Group 15,20 +0,70% ... Flaga 4,26 +0,20% ... HB Grandi 9,30 -0,50% ... Íslandsbanki 16,30 +2,52% ... Jarðboranir 23,00 +0,40% ... KB banki 640,00 -1,50% ... Kögun 55,60 +0,70% ... Landsbank- inn 24,20 +0,80% ... Marel 64,40 +0,60% ... SÍF 4,17 -1,20% ... Straumur-Burðarás 15,60 +0,70% ... Össur 103,50 +2,50% MESTA HÆKKUN Íslandsbanki +2,52% Actavis +1,99% Össur +1,98% MESTA LÆKKUN KB banki -1,54% SÍF -1,19% Mosaic Fashions -1,16% 60% Þú nærð til rúmlega helmingi fleiri Íslendinga á aldrinum 20–40 ára með því að auglýsa í atvinnublaði Fréttablaðsins frekar en atvinnublaði Morgunblaðsins. AUGLÝSTU EFTIR STARFSFÓLKI Á RÉTTUM STAÐ Lestur sunnudaga* 37% *20–40 ára Íslendingar. Gallup júní 2005. Á sunnudögum fylgja bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu sérblöð inni í aðalblöðunum sem fjalla um atvinnumál. Rúmlega 60% 20–40 ára Íslendinga fletta ekki sunnudags- blaði Morgunblaðsins. Láttu ekki fyrirtæki þitt verða af góðum starfsmanni með því að auglýsa á röngum stað. Bankastjórar í startholum „Við erum bara rétt að byrja,“ sagði Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, þegar hann kynnti kaupin á Merrion Capital fyrir starfsfólki íslenskra fjármálafyrirtækja á mið- vikudaginn. Bankastjórar Landsbankans eru greinilega rétt í startholunum þegar kemur að auknum umsvifum bankans á erlendri grund. Sigurjón sagði þá aðeins komna sjö prósent af leiðinni sem þeir ætluðu. En þar sem Sigurjón er þekktur fyrir að vera fljótur að reikna leiðrétti hann sig stuttu síðar og sagði þá aðeins komna fimm prósent af leiðinni. Svo þegar menn væru komnir upp í hundrað langaði þá alltaf að fara í þúsund. Millistór fyrirtæki Sigurjón sagði að sóknarfæri Landsbankans fælist í því að nota sterkan efnahagsreikning bankans til að styrkja erlendu verðbréfafyrirtækin og bæta við þjónustu þeirra. Í mörgum verkefnum fengju fyrirtækin engar aðrar tekjur en þóknun fyrir ráðgjöf. Reyndar væri það svo að mörg smærri fjármálafyrirtæki ytra byðu frekar sérhæfða þjónustu. Stærri bankarnir byðu alhliða þjónustu og einbeittu sér að stóru fyrirtækjunum á markaðnum. Þarna lægi tækifæri fyrir Landsbank- ann, að snúa sér að meðalstórum fyrirtækjum, sem stóru bank- arnir sinntu lítið, með alhliða þjónustu. Peningaskápurinn Stjórn KB banka hefur ákveðið að veita öllum 2.300 starfsmönnum bankans rétt til að kaupa hluta- bréf í bankanum á genginu 600. Geta þeir þá keypt hlutabréfin á þessu verði þótt markaðsverðið sé hærra. Að meðaltali mun hver starfs- maður geta keypt um 1.200 hluti. Verður þeim heimilt að nýta sér þriðjung kaupréttarins á hverju ári í þrjú ár, fyrst í janúar 2007. Gengið í KB banka hækkaði mikið í gær og endaði í 650. Stjórnin hefur einnig veitt 250 starfsmönnum rétt til að kaupa samtals 8,5 milljónir hluta þessu til viðbótar. Sama fyrirkomulag er á þeim rétti nema hvað samn- ingsgengið hækkar á hverju ári. Árið 2007 geta þeir keypt þriðj- ung á genginu 600, annan þriðjung árið 2008 á genginu 630 og síðasta skammtinn 2009 á genginu 660. Starfsmenn fréttu fyrst af kaupréttinum þegar hann var til- kynnur í Kauphöll Íslands síðdegis í gær. ■ Allir starfsmenn KB banka fá kauprétt STARFSMENN KB BANKA fá allir að kaupa hlutabréf á ákveðnu gengi í Bankanum til ársins 2009 án tillits til markaðsverðs á þeim tíma. Ólafur Jóhann Ólafsson, kaup- sýslumaður í New York, segir að framundan séu áhugaverðir tímar í íslenskri fjölmiðlun og Morgunblaðið leiki þar veiga- mikið hlutverk. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ólafi Jóhanni sem hann sendi fjölmiðl- um á miðvikudag í kjölfar þess að Forsíða ehf., félag í eigu Ólafs Jóhanns, hefur nú fest kaup á 16,7 prósenta hlut í Árvakri hf. Auk þess hefur Straumur-Burða- ráss keypt jafn stóran hlut. Ólafur Jóhann er aðstoðarfor- stjóri Time-Warner fjölmiðla- samsteypunnar í Bandaríkjun- um. „Undanfarna áratugi hef ég verið þátttakandi í margvísleg- um breytingum á alþjóðlegu fjöl- miðlaumhverfi. Mig hefur lengi langað til að nýta þá reynslu á heimaslóðum og hef því þegið boð um að gerast hluthafi í Árvakri, útgáfufélagi Morgun- blaðsins,“ segir Ólafur Jóhann í tilkynningunni, en hann hyggst sjálfur ekki setjast í stjórn fyrirtækisins. Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums, segir fjár- festinguna spennandi umbreyt- ingarverkefni. Fjárfestingin sé hugsuð til tveggja til þriggja ára, en Straumur hyggist ekki eiga í fyrirtækinu til langframa. - hb Hyggur ekki á sæti í stjórn Árvakurs JOHN CONROY Forstjóri og einn stofnenda Merrion Capital. Merrion vinnur að sölu Aer Lingus Matvara lækkar á Íslandi en síma- og póstgjöld hækka síðastliðna tólf mánuði sam- kvæmt vísitölu neysluverðs sem hefur verið samræmd milli landa. Matur og drykkjarvörur hafa lækkað á Íslandi um 1,7 prósent síðastliðna tólf mánuði en hækkað um eitt prósent í ríkjum Evrópu- sambandsins samkvæmt vísitölu með mælir neysluverð og hefur verið samræmd milli landa. Sama mæling sýnir að liður sem fell- ur undir gjöld fyrir póst og síma hefur hækkað um 4,9 prósent hér á landi en lækkað um 2,4 prósent í ríkjum ESB. Frá október 2004 til október 2005 var verðbólga 2,4 prósent að meðaltali í ríkjum EES, 2,5 pró- sent á evrusvæðinu og 1,5 prósent á Íslandi. Verðbólgan er mæld með breytingu á vísitölu neysluverðs sem er samræmd milli landa. Kemur þetta fram í frétt frá Hag- stofu Íslands. Sé einungis horft til október- mánaðar hækkaði samræmd vísi- tala neysluverðs um 0,3 prósent í EES-ríkjum frá mánuðinum á undan. Á sama tíma í fyrra hækk- aði þessi vísitala um 0,5 prósent. Mesta verðbólgan á Evrópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var 7,7 prósent í Lettlandi, 5 prósent í Lúxemborg og 4,5 prósent í Eistlandi. Minnst var verðbólgan 0,8 prósent í Finn- landi, 0,9% í Svíþjóð og 1,5% á Íslandi og í Hollandi. Sé horft á einstaka liði vísitöl- unnar og breytingar þeirra síðast- liðna tólf mánuði sést að liðurinn menntun hefur hækkað mest á Íslandi, um tólf prósent. Í ríkjum Evrópusambandsins hefur þessi liður hækkað um 3,2 prósent. - bg Símagjöld hækka á Íslandi en lækka í ESB SÍMA- OG PÓSTGJÖLD hafa hækkað á Íslandi um 4,9 prósent síðastliðna tólf mánuði en lækkað í ríkjum ESB samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. MARKAÐSPUNKTAR Hlutabréf Jarðborana hf. hafa verið færð á athugunarlista, vegna yfirtöku- skyldu sem myndast hefur í félaginu. Yfirtökutilboð þarf að leggja fram til annarra hluthafa félagsins innan fjögurra vikna eftir að yfirtakan átti sér stað. Verðmæti Íslandsbanka nemur 215 milljörðum króna samkvæmt nýju verðmati sem greiningardeild KB banka gaf út í gær. Miðað við það er verðmats- gengið 16,8 en í upphafi viðskiptadags í gær var gengi bankans í Kauphöll Íslands 15,9. Koparverð sló met á málmmarkaði í London vegna getgáta um að Kínverjar nái ekki að standa undir söluskuldbind- ingum sínum. Kopar til afhendingar eftir þrjá mánuði var á 4.185 dali á tonnið sem er ellefu dölum meira en fyrra met.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.