Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 10
10 18. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR Hreinn Vilhjálmsson 30% afsláttur „HANN ÓÐ Í GEGNUM FJÓSHAUG MANNLÍFSINS“ Hreinn Vilhjálmsson er alþýðumaður sem sökk djúpt í drykkju og afbrot en náði landi um síðir. Hér lýsir hann á hispurslausan en þó broslegan hátt hvernig hann fer í hundana. Skálduð ævisaga sem er allt í senn - skuggaleg, fróðleg og grátbrosleg, en umfram allt heiðarleg. Einar Kárason edda.is LEIKSKÓLAR Nú er í fyrsta sinn bið- listi á leikskólana í Fljótsdalshér- aði. „Hann er reyndar pínulítill, en þetta er nú samt biðlisti,“ segir Helga Guðmundsdóttir, fræðslu- fulltrúi héraðsins. Vel gengur að manna leikskólana fimm á Fljótsdalshéraði, sem eru mjög vel sóttir af börnum héraðs- ins. „Við höfum búið svo geysivel að það hefur ekki verið vandamál að manna leikskólana hér, og hlutfall fagmenntaðra er hátt, um helming- ur starfsfólksins,“ segir Helga. Um 100 manns sjá um tæplega 200 börn á fimm leikskólum Fljóts- dalshéraðs, en margt starfsfólksins er í hlutastarfi. Þrír leikskólanna eru í þéttbýl- inu og tveir í dreifbýlinu. Allir hafa þeir mjög vel mótaða stefnu og er mikill munur þeirra á milli. - smk Á leikskólum í Fljótsdalshéraði eru tæplega 200 börn: Biðlisti á leikskóla í fyrsta sinn Í LEIT AÐ LAUFBLÖÐUM Krakkarnir á leikskólanum Hádegishöfða í Fljótsdalshéraði fóru í skógarferð og fundu sér margs konar lauf. PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði stendur fyrir próf- kjöri á morgun þar sem settur verður saman listi til bæjar- stjórnarkosninga í vor. Líkur eru á talsverðri baráttu milli þeir- ra Valgerðar Sigurðardóttur og Haraldar Þórs Ólasonar, en bæði sækjast þau eftir fyrsta sæti á listanum. Eins og sjá má á með- fylgjandi töflu sækjast fjórir einstaklingar eftir öðru sæti og þrír eftir þriðja sæti. „Ég stend fyrir velferðina, fjölskylduna og lífið í bænum,“ segir Valgerður Sigurðardótt- ir sem býður sig fram í fyrsta sætið. Valgerður hefur verið bæjarfulltrúi síðan 1994 og hefur því talsverða reynslu af bæjarpólitík. Hún vill leggja áherslu á uppbyggingu á íþrótta- og útivistarsvæðum, málefni eldri borgara og bætta þjónustu í bænum. „Það hefur verið óráðsía í fjár- málum bæjarins í mörg ár undir stjórn Samfylkingarinnar,“ segir Haraldur Þór Ólason, sem einnig býður sig fram í fyrsta sætið. Har- aldur leggur eindregna áherslu á að taka þurfi til í fjármálum bæj- arins og telur mikla möguleika vera fyrir hendi í þeim efnum. „Þetta er bara eins og hvert annað fyrirtæki sem halda þarf réttu megin við strikið,“ segir Haraldur. Hann kveðst bjart- sýnn og segir að núna sé lag að stilla upp sterkum lista þannig að fella megi meirihluta Sam- fylkingarinnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafn- arfirði ákvað að leyfa frambjóð- endum að auglýsa í fjölmiðlum fyrir prófkjörið. Mikið hefur verið auglýst í bæjarblöðum í Hafnarfirði en svo virðist sem auglýsingaherferðir hafi ekki náð inn í fjölmiðla með dreifingu á landsvísu. Prófkjörið fer fram í Víð- istaðaskóla í Hafnarfirði á morg- un frá klukkan 10 til 22. Kosn- ingin er bindandi og er öllum fullgildum meðlimum sjálfstæð- isfélaganna í Hafnarfirði heimilt að taka þátt. saj@frettabladid.is Harður slagur í Hafnarfirði Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar verður haldið á morgun. Talsverður málefnamunur er hjá þeim frambjóðendum sem sækjast eftir fyrsta sæti á listanum. Áhersla er lögð á fjár- málin annars vegar og velferðarmálin hins vegar. Bæjarblöðin eru undirlögð af auglýsingum og greinum. VALGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR Valgerður sækist eftir fyrsta sæti og leggur höfuð- áherslu á velferðarmálin. Hún vill meðal annars tryggja leikskólavist barna. HARALDUR ÞÓR ÓLASON Haraldur sækist eftir fyrsta sæti. Hann vill taka til í fjár- málum bæjarins og segir óráðsíu ríkja í fjármálastjórn Samfylkingarinnar. ÖRYGGISMÁL Eitt hundrað börn duttu úr inkaupakerrum á síðasta ári og slösuðust sum þeirra illa. Þetta kom fram á kynningarfundi um öryggi barna í innkaupa- kerrum sem Slysavarnafélagið Landsbjörg og Lýðheilsustöð stóðu fyrir í gær. Á fundinum var meðal annars kynnt rétt notkun inkaupakerra og svaraði Hulda Brá Magna- dóttir spurningum um höfuð- áverka barna sem orðið hafa fyrir þessu. Rík áhersla er lögð á að barn skuli aldrei skilið eitt eftir í kerrunni og að stóllinn sé ávallt notaður. - saj Öryggi í innkaupakerrum: 100 börn duttu úr kerrunum GENF, AP Fiskistofnar heimsins eru í hættu vegna hækkandi hitastigs í höfum og vötnum. Þetta er fullyrt í niðurstöðum skýrslu sem alþjóð- legu náttúruverndarsamtökin WWF kynntu í gær. Samkvæmt skýrslunni, sem var unnin á vegum Gland-stofnun- arinnar sem hefur höfuðstöðvar í Genf í Sviss, veldur hlýnun lofts- lags af völdum gróðurhúsa áhrifa hækkandi hitastigi á vatni í ám, vötnum og höfum heimsins. Sumar fisktegundir sem eru viðkvæmar fyrir hitasveiflum, svo sem lax, gedda og styrja, geta alls ekki hrygnt ef vatnshitastigið á vetr- arstöðvum þeirra fer ekki niður fyrir ákveðin mörk. Hærra vatns- hitastig kemur líka að því leytinu illa við ferskvatnsfiska að minna súrefni leysist upp í hlýrra vatni og þeir ná þannig ekki að anda. Þá geta fiskistofnar reynt af flytja sig um set á slóðir þar sem vatnshita- stig er nær því sem þeir eru vanir og þannig valdið keðjuverkandi röskunaráhrifum á lífríkið. - aa Áhrif loftslagshlýnunar: Fiskistofnar sagðir í hættu MINNI AFLI? Ferskvatnsfiskar eru sagðir í sérlegri hættu vegna hækkandi vatnshita- stigs. NORDICPHOTOS/AFP FRAMBJÓÐENDUR Í PRÓFKJÖRI SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS Í HAFNARFIRÐI 1. sæti Haraldur Þór Ólason Valgerður Sigurðardóttir 1.-8. sæti Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir Sólveig Kristjánsdóttir 2. sæti Almar Grímsson María Kristín Gylfadóttir Rósa Guðbjartsdóttir Skarphéðinn Orri Björnsson 2.-8. sæti Magnús Sigurðsson 3. sæti Bergur Ólafsson Helga Stefánsdóttir 4. sæti Geir Jónsson Guðrún Jónsdóttir Hallur Helgason 4.-5. sæti Árni Þór Helgason 7.-8. sæti Halldóra Björk Jónsdóttir OLÍUMÁL Björn Bjarnason dóms- mála ráð herra segir hugsan lega máls höfðun á hendur olíu félög un- um vegna ólöglegs samráðs þeirra til athugunar á vegum ráðu neyt- isins í samstarfi við viðeigandi stofnanir, „það er Landhelgisgæslu og embætti Ríkislögreglustjóra. Ákvarð anir um málshöfðun verða tekn ar í samráði við ríkis lög mann og fjár mála ráðuneyti,“ segir hann. Georg Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, hefur upplýst að gagnaöflun vegna mögulegrar máls- höfðunar sé lokið hjá Gæslunni. „Af okkar hálfu er allt tilbúið,“ sagði Georg í viðtali við blaðið og bjóst við að mál yrði höfðað innan tíðar. Í fjármálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að hvorki mál Landhelgisgæslunnar né annarra stofnana dómsmálaráðuneytisins vegna skaðabótakröfu á hendur olíufélögunum hefðu ratað þar inn á borð enn sem komið væri og mál væru því á frumstigi. Dómsmála- ráðherra gat í svari sínu til blaðs- ins ekki til um hvenær ákvörðunar kynni að vera að vænta um hvort höfðað yrði mál vegna samráðs olíufélaganna, eða hvað liði saman- tekt vegna málsins hjá Ríkislög- reglustjóra. Ekki náðist í Skarphéðin Þórisson ríkislögmann vegna málsins. - óká DÓMSMÁLARÁÐHERRA Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir samráð verða haft við bæði fjármálaráðuneyti og ríkislög- mann áður en ákveðið verði hvort bætur verði sóttar vegna olíusamráðs. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hugsanlegt skaðabótamál gegn olíufélögunum: Dómsmálaráðherra segir málið í skoðun UNNUR BIRNA Í KÍNA Stúlkurnar sem keppa í Ungfrú heimur keppninni stilltu sér upp fyrir myndatöku í Sanya á eyjunni Hainan við Kína. Keppnin er 10. desember. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.