Fréttablaðið - 18.11.2005, Page 10

Fréttablaðið - 18.11.2005, Page 10
10 18. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR Hreinn Vilhjálmsson 30% afsláttur „HANN ÓÐ Í GEGNUM FJÓSHAUG MANNLÍFSINS“ Hreinn Vilhjálmsson er alþýðumaður sem sökk djúpt í drykkju og afbrot en náði landi um síðir. Hér lýsir hann á hispurslausan en þó broslegan hátt hvernig hann fer í hundana. Skálduð ævisaga sem er allt í senn - skuggaleg, fróðleg og grátbrosleg, en umfram allt heiðarleg. Einar Kárason edda.is LEIKSKÓLAR Nú er í fyrsta sinn bið- listi á leikskólana í Fljótsdalshér- aði. „Hann er reyndar pínulítill, en þetta er nú samt biðlisti,“ segir Helga Guðmundsdóttir, fræðslu- fulltrúi héraðsins. Vel gengur að manna leikskólana fimm á Fljótsdalshéraði, sem eru mjög vel sóttir af börnum héraðs- ins. „Við höfum búið svo geysivel að það hefur ekki verið vandamál að manna leikskólana hér, og hlutfall fagmenntaðra er hátt, um helming- ur starfsfólksins,“ segir Helga. Um 100 manns sjá um tæplega 200 börn á fimm leikskólum Fljóts- dalshéraðs, en margt starfsfólksins er í hlutastarfi. Þrír leikskólanna eru í þéttbýl- inu og tveir í dreifbýlinu. Allir hafa þeir mjög vel mótaða stefnu og er mikill munur þeirra á milli. - smk Á leikskólum í Fljótsdalshéraði eru tæplega 200 börn: Biðlisti á leikskóla í fyrsta sinn Í LEIT AÐ LAUFBLÖÐUM Krakkarnir á leikskólanum Hádegishöfða í Fljótsdalshéraði fóru í skógarferð og fundu sér margs konar lauf. PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði stendur fyrir próf- kjöri á morgun þar sem settur verður saman listi til bæjar- stjórnarkosninga í vor. Líkur eru á talsverðri baráttu milli þeir- ra Valgerðar Sigurðardóttur og Haraldar Þórs Ólasonar, en bæði sækjast þau eftir fyrsta sæti á listanum. Eins og sjá má á með- fylgjandi töflu sækjast fjórir einstaklingar eftir öðru sæti og þrír eftir þriðja sæti. „Ég stend fyrir velferðina, fjölskylduna og lífið í bænum,“ segir Valgerður Sigurðardótt- ir sem býður sig fram í fyrsta sætið. Valgerður hefur verið bæjarfulltrúi síðan 1994 og hefur því talsverða reynslu af bæjarpólitík. Hún vill leggja áherslu á uppbyggingu á íþrótta- og útivistarsvæðum, málefni eldri borgara og bætta þjónustu í bænum. „Það hefur verið óráðsía í fjár- málum bæjarins í mörg ár undir stjórn Samfylkingarinnar,“ segir Haraldur Þór Ólason, sem einnig býður sig fram í fyrsta sætið. Har- aldur leggur eindregna áherslu á að taka þurfi til í fjármálum bæj- arins og telur mikla möguleika vera fyrir hendi í þeim efnum. „Þetta er bara eins og hvert annað fyrirtæki sem halda þarf réttu megin við strikið,“ segir Haraldur. Hann kveðst bjart- sýnn og segir að núna sé lag að stilla upp sterkum lista þannig að fella megi meirihluta Sam- fylkingarinnar í vor. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafn- arfirði ákvað að leyfa frambjóð- endum að auglýsa í fjölmiðlum fyrir prófkjörið. Mikið hefur verið auglýst í bæjarblöðum í Hafnarfirði en svo virðist sem auglýsingaherferðir hafi ekki náð inn í fjölmiðla með dreifingu á landsvísu. Prófkjörið fer fram í Víð- istaðaskóla í Hafnarfirði á morg- un frá klukkan 10 til 22. Kosn- ingin er bindandi og er öllum fullgildum meðlimum sjálfstæð- isfélaganna í Hafnarfirði heimilt að taka þátt. saj@frettabladid.is Harður slagur í Hafnarfirði Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar verður haldið á morgun. Talsverður málefnamunur er hjá þeim frambjóðendum sem sækjast eftir fyrsta sæti á listanum. Áhersla er lögð á fjár- málin annars vegar og velferðarmálin hins vegar. Bæjarblöðin eru undirlögð af auglýsingum og greinum. VALGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR Valgerður sækist eftir fyrsta sæti og leggur höfuð- áherslu á velferðarmálin. Hún vill meðal annars tryggja leikskólavist barna. HARALDUR ÞÓR ÓLASON Haraldur sækist eftir fyrsta sæti. Hann vill taka til í fjár- málum bæjarins og segir óráðsíu ríkja í fjármálastjórn Samfylkingarinnar. ÖRYGGISMÁL Eitt hundrað börn duttu úr inkaupakerrum á síðasta ári og slösuðust sum þeirra illa. Þetta kom fram á kynningarfundi um öryggi barna í innkaupa- kerrum sem Slysavarnafélagið Landsbjörg og Lýðheilsustöð stóðu fyrir í gær. Á fundinum var meðal annars kynnt rétt notkun inkaupakerra og svaraði Hulda Brá Magna- dóttir spurningum um höfuð- áverka barna sem orðið hafa fyrir þessu. Rík áhersla er lögð á að barn skuli aldrei skilið eitt eftir í kerrunni og að stóllinn sé ávallt notaður. - saj Öryggi í innkaupakerrum: 100 börn duttu úr kerrunum GENF, AP Fiskistofnar heimsins eru í hættu vegna hækkandi hitastigs í höfum og vötnum. Þetta er fullyrt í niðurstöðum skýrslu sem alþjóð- legu náttúruverndarsamtökin WWF kynntu í gær. Samkvæmt skýrslunni, sem var unnin á vegum Gland-stofnun- arinnar sem hefur höfuðstöðvar í Genf í Sviss, veldur hlýnun lofts- lags af völdum gróðurhúsa áhrifa hækkandi hitastigi á vatni í ám, vötnum og höfum heimsins. Sumar fisktegundir sem eru viðkvæmar fyrir hitasveiflum, svo sem lax, gedda og styrja, geta alls ekki hrygnt ef vatnshitastigið á vetr- arstöðvum þeirra fer ekki niður fyrir ákveðin mörk. Hærra vatns- hitastig kemur líka að því leytinu illa við ferskvatnsfiska að minna súrefni leysist upp í hlýrra vatni og þeir ná þannig ekki að anda. Þá geta fiskistofnar reynt af flytja sig um set á slóðir þar sem vatnshita- stig er nær því sem þeir eru vanir og þannig valdið keðjuverkandi röskunaráhrifum á lífríkið. - aa Áhrif loftslagshlýnunar: Fiskistofnar sagðir í hættu MINNI AFLI? Ferskvatnsfiskar eru sagðir í sérlegri hættu vegna hækkandi vatnshita- stigs. NORDICPHOTOS/AFP FRAMBJÓÐENDUR Í PRÓFKJÖRI SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS Í HAFNARFIRÐI 1. sæti Haraldur Þór Ólason Valgerður Sigurðardóttir 1.-8. sæti Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir Sólveig Kristjánsdóttir 2. sæti Almar Grímsson María Kristín Gylfadóttir Rósa Guðbjartsdóttir Skarphéðinn Orri Björnsson 2.-8. sæti Magnús Sigurðsson 3. sæti Bergur Ólafsson Helga Stefánsdóttir 4. sæti Geir Jónsson Guðrún Jónsdóttir Hallur Helgason 4.-5. sæti Árni Þór Helgason 7.-8. sæti Halldóra Björk Jónsdóttir OLÍUMÁL Björn Bjarnason dóms- mála ráð herra segir hugsan lega máls höfðun á hendur olíu félög un- um vegna ólöglegs samráðs þeirra til athugunar á vegum ráðu neyt- isins í samstarfi við viðeigandi stofnanir, „það er Landhelgisgæslu og embætti Ríkislögreglustjóra. Ákvarð anir um málshöfðun verða tekn ar í samráði við ríkis lög mann og fjár mála ráðuneyti,“ segir hann. Georg Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, hefur upplýst að gagnaöflun vegna mögulegrar máls- höfðunar sé lokið hjá Gæslunni. „Af okkar hálfu er allt tilbúið,“ sagði Georg í viðtali við blaðið og bjóst við að mál yrði höfðað innan tíðar. Í fjármálaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að hvorki mál Landhelgisgæslunnar né annarra stofnana dómsmálaráðuneytisins vegna skaðabótakröfu á hendur olíufélögunum hefðu ratað þar inn á borð enn sem komið væri og mál væru því á frumstigi. Dómsmála- ráðherra gat í svari sínu til blaðs- ins ekki til um hvenær ákvörðunar kynni að vera að vænta um hvort höfðað yrði mál vegna samráðs olíufélaganna, eða hvað liði saman- tekt vegna málsins hjá Ríkislög- reglustjóra. Ekki náðist í Skarphéðin Þórisson ríkislögmann vegna málsins. - óká DÓMSMÁLARÁÐHERRA Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir samráð verða haft við bæði fjármálaráðuneyti og ríkislög- mann áður en ákveðið verði hvort bætur verði sóttar vegna olíusamráðs. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hugsanlegt skaðabótamál gegn olíufélögunum: Dómsmálaráðherra segir málið í skoðun UNNUR BIRNA Í KÍNA Stúlkurnar sem keppa í Ungfrú heimur keppninni stilltu sér upp fyrir myndatöku í Sanya á eyjunni Hainan við Kína. Keppnin er 10. desember. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.