Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 65
 18. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR40 menning@frettabladid.is ! 8.30-17.30Hugvísindadeild og Hugvísinda- stofnun standa í dag fyrir Hugvís- indaþingi í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Dagskráin, sem verður í gangi frá klukkan 8.30-17.30, sam- anstendur af um 80 erindum sem flutt verða í 22 málstofum og þar má glögglega sjá hversu vítt svið hug- vísindin spanna. Dagskráin er birt á heimasíðu Hugvísindastofnunar www.hugvis.hi.is . AL-ANON samtökin voru stofnuð á Íslandi hinn 18. nóvember 1972 og fagna því 33 ára afmæli sínu í dag. AL-ANON er félagsskapur ættingja og vina alkóhólista og er sprottin upp úr AA- samtökunum. Félagar í AL- ANON telja að alkóhólismi sé fjölskyldusjúkdómur og að breytt viðhorf geti stuðlað að bata. AL-ANON samtökin hafa aðeins einn tilgang, að hjálpa aðstandendum alkóhólista. Samtökin halda opinn afmælis- og kynn- ingarfund klukkan 20.30 í Háteigskirkju í kvöld en þar munu tveir AL-ANON félagar og einn AL-ATEEN félagar segja sögu sína auk þess sem félagi í AA-samtökunum segir sögu sína. Félagar í AA-samtökunum og AL-ANON eiga það sameiginlegt að sam- hæfa reynslu sína, styrk og vonir til þess að hjálpa hver öðrum og því eru regluleg- ir fundir þungamiðja starfs hópanna þar sem fólk getur komið saman og deilt sögum sínum. Að loknum fundi tekur við kaffispjall. Nafnleyndar er gætt í AL- ANON og staðinn er vörður um nafnleynd allra AL-ANON, AL-ATEEN og AA-félaga og ekkert félagatal er haldið. AL-ANON er andlegur félags- skapur en ekki trúarlegur en allir eru velkomnir hvort sem þeir tilheyra einhverjum trúarhópi eða ekki. Engra félagsgjalda er krafist af félögum AL-ANON eða AL- ATEEN deildanna og kostnaði er mætt með frjálsum framlögum félaganna á fundum. Fjölskyldusjúkdómurinn alkóhólismi > Ekki missa af... ... 18. sjónþingi dr. Bjarna Þórarinsson- ar á Grand Rokk. Sjónþingið hófst á miðvikudaginn en Vísiakademía Bjarna er í forgrunni en hann kynnir ýmsar nýjungar sem sprottið hafa upp úr yfir- gripsmiklum rannsóknum hans. ... síðdegistónleikum ungrar söngkonu sem kallar sig Mr. Silla í Gellrí HUmar eða frægð. Þessi unga og efnilega tónlistarkona hefur verið að vekja á sér verðskuldaða athygli síðustu misseri. ... tónleikum Lúðrasveitar Hafnarfjarðar í Víðistaðakirkju laugardaginn 19. nóv- ember. Meðal annars eru á dagskrá tveir marsar eftir Árna Björnsson, tónskáld, en hann hefði orðið 100 ára á þessu ári. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 og er aðgangseyrir 500 krónur. Miðvikudaginn 16. nóvem- ber, á degi íslenskrar tungu, sendi Edda útgáfa frá sér Íslandsatlas sem er viða- mesta kortabók yfir Ísland sem hefur komið fyrir al- menningssjónir og markar ákveðin þáttaskil í íslenskri kortasögu. Landið allt, frá hæstu tindum til annesja og eyja, er sýnt á 132 kortum í mælikvarðanum 1:100 000. „Þið eruð stórfurðulegir Íslending- ar – ætliði nú líka að verða bestir í kortaútgáfu?“ Þetta sagði Andrew Heritage, fyrrum forkólfur hjá Times kortaútgáfunni, við Sigurð Svavarsson, útgáfustjóra hjá Eddu, þegar hann sá Íslandsatlas forlagsins á bókastefnunni í Frank- furt í síðasta mánuði. „Þá leið mér vel,“ sagði Sigurður í ávarpi sem hann flutti á Bessastöðum á mið- vikudaginn, þegar fyrstu eintök bókarinnar voru afhent forseta Íslands, Ólafi Ragnari Gríms- syni, og Sigríði Önnu Þórðardótt- ur umhverfisráðherra. Sigurður sagði að það hefði glatt sig ósegj- anlega að sjá hversu mikla athygli og aðdáun atlasinn vakti á sýning- unni. „Menn furðuðu sig á því að einstaklingur og einkafyrirtæki á jafn dvergvöxnum bókamarkaði og þeim íslenska gætu ráðist í gerð slíks stórvirkis – án stórkostlegs opinbers stuðnings.“ „Með stafrænni kortatækni eru svipbrigði landsins sýnd með ótrú- legri nákvæmni svo hvert manns- barn skynjar hæð fjalla, dýpt dala og víðáttur öræfanna líkt og flogið væri yfir“, segir í frétt Eddu um útgáfuna. Íslandsatlas Eddu er unninn í samstarfi við fyrirtækið Fixlanda sem er í eigu kortagerðarmanns- ins Hans H. Hansen. Byggt er á grunngögnum úr gagnabanka Landmælinga Íslands, en þau eru síðan unnin í sérstöku land- upplýsingakerfi með hjálp við- bótargagna úr ýmsum áttum. Í frétt frá Eddu segir að atlasinn brjóti blað í íslenskri útgáfusögu. Atlasinn, sem er í mælikvarðan- um 1: 100.000, sýni landið alger- lega í nýju ljósi. Aðeins einu sinni áður hafi verið unninn heilstæður atlas af landinu í þessum mæli- kvarða – það hafi Danir gert árið 1944 og hafi sú kortabók, Islands kortlægning, aðeins verið gefin út í 200 eintökum og selst upp fyrir lok stríðsins. Í Íslandsatlasinum eru ein- nig stórir inngangskaflar sem skýra og styðja kortahlutann. Örn Sigurðsson landfræðingur skrif- ar ágrip af kortasögu Íslands, Haukur Jóhannesson gerir jarð- sögu landsins skil, Oddur Sig- urðsson lýsir jöklum og jökla- breytingum og Eyþór Einarsson gróðurfarssögunni. Stórvirki í kortagerð ÍSLANDSATLAS AFHENTUR Á BESSASTÖÐUM Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra taka við fyrstu eintökum bókarinnar úr hönd- um Hans H. Hansen kortagerðarmanns og Arnar Sigurðssonar landfræðings. íslensk menning hefur verið kynnt í Serbíu frá því í júní undir heitinu Íslenskir menningardagar í Serbíu. Í tengslum við það hefur íslensk list og listamenn verið kynnt í þarlendum fjölmiðlum, jvikmyndahátíð og ljósmynda- sýningar verið haldnar, rithöfund- ar verið kynntir sem og íslensk matseld, tónlist, hönnun og fleira. Þá hefur Sjón verið boðið á bók- menntahátíðina í Belgrad ásamt Tatjönu Latinovic, sem þýddi bók hans Skugga-Baldur yfir á serb- nesku. Það er Bakankult stofnunin í Belgrad sen stendur að kynning- unni, en tveir fulltrúar hennar eru staddir hér á landi um þessar mundir því að ári stendur til að halda samskonar kynningu hér á Íslandi undir heitinu Serbneskir menningardagar á Íslandi. Serbía í brennidepli ÞÁTTTAKENDUR OG SKIPULEGGJENDUR Sjón, Tatjana Latinovic, þýðandi Skugga-Baldurs, Ana Krstic og Dimitrije Vujadinovic, fulltrúar Bakankult stofnunarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFAN 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.