Fréttablaðið - 18.11.2005, Page 65

Fréttablaðið - 18.11.2005, Page 65
 18. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR40 menning@frettabladid.is ! 8.30-17.30Hugvísindadeild og Hugvísinda- stofnun standa í dag fyrir Hugvís- indaþingi í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Dagskráin, sem verður í gangi frá klukkan 8.30-17.30, sam- anstendur af um 80 erindum sem flutt verða í 22 málstofum og þar má glögglega sjá hversu vítt svið hug- vísindin spanna. Dagskráin er birt á heimasíðu Hugvísindastofnunar www.hugvis.hi.is . AL-ANON samtökin voru stofnuð á Íslandi hinn 18. nóvember 1972 og fagna því 33 ára afmæli sínu í dag. AL-ANON er félagsskapur ættingja og vina alkóhólista og er sprottin upp úr AA- samtökunum. Félagar í AL- ANON telja að alkóhólismi sé fjölskyldusjúkdómur og að breytt viðhorf geti stuðlað að bata. AL-ANON samtökin hafa aðeins einn tilgang, að hjálpa aðstandendum alkóhólista. Samtökin halda opinn afmælis- og kynn- ingarfund klukkan 20.30 í Háteigskirkju í kvöld en þar munu tveir AL-ANON félagar og einn AL-ATEEN félagar segja sögu sína auk þess sem félagi í AA-samtökunum segir sögu sína. Félagar í AA-samtökunum og AL-ANON eiga það sameiginlegt að sam- hæfa reynslu sína, styrk og vonir til þess að hjálpa hver öðrum og því eru regluleg- ir fundir þungamiðja starfs hópanna þar sem fólk getur komið saman og deilt sögum sínum. Að loknum fundi tekur við kaffispjall. Nafnleyndar er gætt í AL- ANON og staðinn er vörður um nafnleynd allra AL-ANON, AL-ATEEN og AA-félaga og ekkert félagatal er haldið. AL-ANON er andlegur félags- skapur en ekki trúarlegur en allir eru velkomnir hvort sem þeir tilheyra einhverjum trúarhópi eða ekki. Engra félagsgjalda er krafist af félögum AL-ANON eða AL- ATEEN deildanna og kostnaði er mætt með frjálsum framlögum félaganna á fundum. Fjölskyldusjúkdómurinn alkóhólismi > Ekki missa af... ... 18. sjónþingi dr. Bjarna Þórarinsson- ar á Grand Rokk. Sjónþingið hófst á miðvikudaginn en Vísiakademía Bjarna er í forgrunni en hann kynnir ýmsar nýjungar sem sprottið hafa upp úr yfir- gripsmiklum rannsóknum hans. ... síðdegistónleikum ungrar söngkonu sem kallar sig Mr. Silla í Gellrí HUmar eða frægð. Þessi unga og efnilega tónlistarkona hefur verið að vekja á sér verðskuldaða athygli síðustu misseri. ... tónleikum Lúðrasveitar Hafnarfjarðar í Víðistaðakirkju laugardaginn 19. nóv- ember. Meðal annars eru á dagskrá tveir marsar eftir Árna Björnsson, tónskáld, en hann hefði orðið 100 ára á þessu ári. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 og er aðgangseyrir 500 krónur. Miðvikudaginn 16. nóvem- ber, á degi íslenskrar tungu, sendi Edda útgáfa frá sér Íslandsatlas sem er viða- mesta kortabók yfir Ísland sem hefur komið fyrir al- menningssjónir og markar ákveðin þáttaskil í íslenskri kortasögu. Landið allt, frá hæstu tindum til annesja og eyja, er sýnt á 132 kortum í mælikvarðanum 1:100 000. „Þið eruð stórfurðulegir Íslending- ar – ætliði nú líka að verða bestir í kortaútgáfu?“ Þetta sagði Andrew Heritage, fyrrum forkólfur hjá Times kortaútgáfunni, við Sigurð Svavarsson, útgáfustjóra hjá Eddu, þegar hann sá Íslandsatlas forlagsins á bókastefnunni í Frank- furt í síðasta mánuði. „Þá leið mér vel,“ sagði Sigurður í ávarpi sem hann flutti á Bessastöðum á mið- vikudaginn, þegar fyrstu eintök bókarinnar voru afhent forseta Íslands, Ólafi Ragnari Gríms- syni, og Sigríði Önnu Þórðardótt- ur umhverfisráðherra. Sigurður sagði að það hefði glatt sig ósegj- anlega að sjá hversu mikla athygli og aðdáun atlasinn vakti á sýning- unni. „Menn furðuðu sig á því að einstaklingur og einkafyrirtæki á jafn dvergvöxnum bókamarkaði og þeim íslenska gætu ráðist í gerð slíks stórvirkis – án stórkostlegs opinbers stuðnings.“ „Með stafrænni kortatækni eru svipbrigði landsins sýnd með ótrú- legri nákvæmni svo hvert manns- barn skynjar hæð fjalla, dýpt dala og víðáttur öræfanna líkt og flogið væri yfir“, segir í frétt Eddu um útgáfuna. Íslandsatlas Eddu er unninn í samstarfi við fyrirtækið Fixlanda sem er í eigu kortagerðarmanns- ins Hans H. Hansen. Byggt er á grunngögnum úr gagnabanka Landmælinga Íslands, en þau eru síðan unnin í sérstöku land- upplýsingakerfi með hjálp við- bótargagna úr ýmsum áttum. Í frétt frá Eddu segir að atlasinn brjóti blað í íslenskri útgáfusögu. Atlasinn, sem er í mælikvarðan- um 1: 100.000, sýni landið alger- lega í nýju ljósi. Aðeins einu sinni áður hafi verið unninn heilstæður atlas af landinu í þessum mæli- kvarða – það hafi Danir gert árið 1944 og hafi sú kortabók, Islands kortlægning, aðeins verið gefin út í 200 eintökum og selst upp fyrir lok stríðsins. Í Íslandsatlasinum eru ein- nig stórir inngangskaflar sem skýra og styðja kortahlutann. Örn Sigurðsson landfræðingur skrif- ar ágrip af kortasögu Íslands, Haukur Jóhannesson gerir jarð- sögu landsins skil, Oddur Sig- urðsson lýsir jöklum og jökla- breytingum og Eyþór Einarsson gróðurfarssögunni. Stórvirki í kortagerð ÍSLANDSATLAS AFHENTUR Á BESSASTÖÐUM Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra taka við fyrstu eintökum bókarinnar úr hönd- um Hans H. Hansen kortagerðarmanns og Arnar Sigurðssonar landfræðings. íslensk menning hefur verið kynnt í Serbíu frá því í júní undir heitinu Íslenskir menningardagar í Serbíu. Í tengslum við það hefur íslensk list og listamenn verið kynnt í þarlendum fjölmiðlum, jvikmyndahátíð og ljósmynda- sýningar verið haldnar, rithöfund- ar verið kynntir sem og íslensk matseld, tónlist, hönnun og fleira. Þá hefur Sjón verið boðið á bók- menntahátíðina í Belgrad ásamt Tatjönu Latinovic, sem þýddi bók hans Skugga-Baldur yfir á serb- nesku. Það er Bakankult stofnunin í Belgrad sen stendur að kynning- unni, en tveir fulltrúar hennar eru staddir hér á landi um þessar mundir því að ári stendur til að halda samskonar kynningu hér á Íslandi undir heitinu Serbneskir menningardagar á Íslandi. Serbía í brennidepli ÞÁTTTAKENDUR OG SKIPULEGGJENDUR Sjón, Tatjana Latinovic, þýðandi Skugga-Baldurs, Ana Krstic og Dimitrije Vujadinovic, fulltrúar Bakankult stofnunarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFAN 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.