Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 79
54 18. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Deila knattspyrnumannsins Grétars Sig- finns Sigurðssonar og Víkings er langt frá því að vera til lykta leidd. Grétar lifir enn í þeirri von að geta leikið með Val á næstu leiktíð en hann neitar að æfa með Víkingum þótt hann sé samnings- bundinn félag- inu. Hann braut síðan samning- inn á þriðju- dag þegar hann mætti á æfingu hjá Val án leyfis frá Víkingi. Það reyndist ekki skynsöm ákvörðun hjá Grétari því hann var gripinn í bólinu. „Ég fékk veður af því að hann væri að æfa með Val uppi í Egilshöll og ákvað að sjá það með eigin augum þar sem ég trúði því ekki. Svo þegar ég kom í Egils- höllina sá ég að þetta var satt því Grétar var á æfingunni,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari Víkings, í gær en hann fundaði með Grétari vegna málsins á miðvikudag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hélt Magnús því fram að hann hefði tekið myndir af Grétari á æfingunni og ætti því sönnunargögn fyrir samningsbrotinu. Því neitaði Magnús í gær. „Ég sé ágætlega og þurfti ekki að taka neinar myndir til að sjá að hann var á æfingunni.“ Grétar vildi lítið tjá sig um málið í gær en hann hélt utan til London seinni- partinn. Meðan hann hvílir sig á deilunni munu máls- aðilar funda. V í k i n g a r hafa sýnt mikla stað- festu í m á l i n u en sumir þ e i r r a eru búnir að fá um það bil nóg og því er enn vel í myndinni að Víkingur selji hann til Vals eins og Grétar hefur óskað eftir. GRÉTAR SIGFINNUR SIGURÐSSON: GRIPINN GLÓÐVOLGUR AF MAGNÚSI GYLFASYNI Í EGILSHÖLLINNI Stóð Grétar að verki en tók engar myndir > Við furðum okkur á... ... vinnubrögðum Viggós Sigurðsson- ar, landsliðsþjálfara i handbolta, og landsliðsvali hans en hann valdi fjóra markverði og fjóra örvhenta leikmenn í sextán manna hóp sinn í gær. Samt var ekkert pláss fyrir hinn stórefni- lega örvhenta leikmann Ásgeir Örn Hallgrímsson. Viggó hefur ekki borið sig eftir upplýsingum um hvernig ástandi hann sé í og það ekki í fyrsta skipti. Stutt er síðan upp komst um slæleg vinnubrögð þjálfarans þegar hann sagði Roland Eradze meiddan á meðan hann var í fullu fjöri með Stjörnunni. Þá aflaði Viggó sér heldur engra upplýsinga og uppákoman vægast sagt neyðarleg. HANDBOLTI Landsliðshópurinn sem mætir Norðmönnum í þrem vin- áttulandsleikjum um næstu helgi var tilkynntur í gær. Miklar breyt- ingar eru á hópnum en Markús Máni Michaelsson er meiddur og Ólafur Stefánsson og Sigfús Sig- urðsson eiga ekki heimangengt. Fylkismennirnir Hlynur Mort- hens og Heimir Örn Árnason koma óvænt inn og Einar Örn Jónsson snýr aftur. Ekkert pláss er aftur á móti fyrir Ásgeir Örn Hallgríms- son. Handboltalandsliðið: Miklar breytingar � � LEIKIR � 19.15 KA og Afturelding mætast í DHL-deild karla í handbolta á Akureyri. � 19.15 Fjölnir og KR mætast í Powerade-bikar karla í körfubolta í Laugardalshöll. � 20.30 Keflavík og Njarðvík mætast í Powerade-bikar karla í körfubolta í Laugardalshöll. � � LEIKIR � 07.00 Olíssport á Sýn. Sýnt fjórum sinnum til 09.00 og svo aftur kl. 18.00. � 18.30 NFL-tilþrif á Sýn. � 19.00 Gilette-sportpakkinn á Sýn. � 20.00 Motorworld á Sýn. � 20.00 Meistaradeildin á Sýn. Fréttaþáttur um þessa stærstu deild í heimi. � 22.00 Sýn 10 ára á Sýn. Skemmtiþáttur í tilefni af 10 ára afmæli sjónvarpsstöðvarinnar. Endursýning frá því í gær. � 23.15 NBA á Sýn. Sýndur verður leikur Boston og Chicago frá 1986 þar sem 21 árs gamall Micheal Jordan skoraði 63 stig. � 02.40 Hnefaleikar á Sýn. Útsending frá einvígi Castillo og Corrales frá því í maí á þessu ári. � 05.55 A1 Grand Prix á Sýn. Bein útsending frá heimsbikarnum í kappakstri. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 15 16 17 18 19 20 21 Föstudagur NÓVEMBER � 19.15 Fylkir og Selfoss mætast í DHL-deild karla í handbolta í Árbænum. � 19.15 FH og ÍR mætast í DHL-deild karla karla í handbolta í Hafnarfirði. Sjónvarp@megin � 07.00 Olíssport á Sýn. Sýnt fjórum sinnum til 09.00 og svo aftur kl. 18.30. � 19.00 Gilette-sportpakkinn á Sýn. � 19.30 Íþróttahetjur á Sýn. Þáttur um ólíkar íþróttagreinar. � 20.00 Motorworld á Sýn. � 20.30 Meistaradeildin á Sýn. Fréttaþáttur. � 21.00 Íslandsmótið í Galaxy Fitness á Sýn. � 00.40 NFL-tilþrif á Sýn. � 01:10 NBA á Sýn. Bein útsending frá leik Philadelphia og LA Lakers. � 19.15 KA og Afturelding mætast í DHL- deild karla í handbolta á Akureyri. � 19.15 Fjölnir og KR mætast í Powerade- bikar karla í körfubolta í Laugardalshöll. � 20.30 Keflavík og Njarðvík mætast í Powerade-bikar karla í körfubolta í Laugardalshöll. Sjónvarp@megin � 07.00 Olíssport á Sýn. Sýnt fjórum sinnum til 09.00 og svo aftur kl. 18.00. � 18.30 NFL-tilþrif á Sýn. � 19.00 Gilette-sportpakkinn á Sýn. � 20.00 Motorworld á Sýn. � 20.00 Meistaradeildin á Sýn. Fréttaþáttur um þessa stærstu deild í heimi. � 22.00 Sýn 10 ára á Sýn. Skemmtiþáttur í tilefni af 10 ára afmæli sjónvarpsstöðvarinnar. Endursýning frá því í gær. � 23.15 NBA á Sýn. Sýndur verður leikur Boston og Chicago frá 1986 þar sem 21 árs gamall Micheal Jordan skoraði 63 stig. � 02.40 Hnefaleikar á Sýn. Útsending frá einvígi Castillo og Corrales frá því í maí á þessu ári. � 05.55 A1 Grand Prix á Sýn. Bein útsending frá heimsbikarnum í kappakstri. 52-53 (28-29) Sport 17.11.2005 17:27 Page 2 LANDSLIÐSHÓPURINN: BIRKIR ÍVAR GUÐMUNDSSON HAUKAR GÍSLI GUÐMUNDSSON ÍR HLYNUR MORTHENS FYLKIR HREIÐAR GUÐMUNDSSON KA BALDVIN ÞORSTEINSSON VALUR ALEXANDER PETERSON GROSSWALLSTADT EINAR HÓLMGEIRSSON GROSSWALLSTADT EINAR ÖRN JÓNSSON TORREVIEJA GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON GUMMERSBACH HEIMIR ÖRN ÁRNASON FYLKIR JALIESKY GARCIA PADRON GÖPPINGEN RÓBERT GUNNARSSON GUMMERSBACH SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON MINDEN VIGNIR SVAVARSSON SKJERN VILHJÁLMUR HALLDÓRSSON SKJERN ÞÓRIR ÓLAFSSON LUBBECKE FÓTBOLTI Þrátt fyrir að hafa misst fjölda leikmanna í vetur eru Fylk- ismenn ekki af baki dottnir, þeir hugsa stórt og jafnvel stærra en önnur íslensk félög þegar kemur að leikmannamálum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru Fylkismenn í samningaviðræðum við fyrrum stjörnu enska stór- liðsins Manchester United, David May. May, sem lék með Manchester United á Ian Rush-mótinu í Egils- höll á dögunum, hefur verið í við- ræðum við Fylki í nokkurn tíma og samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur hann tekið vel í þá hugmynd að koma hingað og leika knattspyrnu næsta sumar. Það sem helst gæti staðið í v gi fyrir því að May komi hingað er að hann er nýbúinn að stofna fyrir- tæki sem gæti tekið mikið af hans tíma. Stjórnarmenn í Fylki vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en heimildir Frétta- blaðsins herma að May muni gefa Fylki svar í janúar. Fari svo að May komi verður hann annar fyrrum leikmaður Manchester United sem kemur hingað til lands en ekki er langt síðan Lee Sharpe lék nokkra leiki með Grindavík. May var í frægu liði Man. Utd. sem vann þrennuna árið 1999 og hann vann einnig fjölda meistara- titla með enska félaginu. May er uppalinn hjá Blackburn en var keyptur til United árið 1994 fyrir eina milljón punda. Hann fann strax fyrir velgengni hjá sínu nýja félagi því United varð meist- ari 1995. May var keyptur til liðsins sem arftaki Steve Bruce við hlið Gary Pallister í miðri vörn Unit- ed. Tækifæri Mays voru af skorn- um skammti til að byrja með en hann fékk almennilegt tækifæri leiktíðina 1996-97 þegar Bruce var hættur. Hann tók það báðum höndum, lék mjög vel og vann sér fast sæti í byrjunarliðinu. Hann var valinn í enska lands- liðið hjá Glenn Hoddle 1997 en þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Samkeppnin leik- tíðina á eftir var hörð með tilkomu Ronny Johnsen og Henning Berg. May var stöðugt meiddur og fljót- lega kom í ljós að hann var ekki hugsaður sem framtíðarmaður. Það varð síðan klárt þegar Sir Alex Ferguson, stjóri United, pung- aði út rúmum tíu milljónum punda fyrir Hollendinginn Jaap Stam. Engu að síður var May mikilvæg varaskeifa og sem slík upplifði hann einstakt tímabil hjá Man. Utd. árið 1999 þar sem hann átti reyndar ágæta spretti á köflum. May er 35 ára gamall og lagði skóna á hilluna fyrir einu og hálfu ári síðan. Hann yrði eflaust ekki lengi að koma sér í form kysi hann svo og sem slíkur yrði hann Fylki vafalaust gríðarlegur liðsstyrkur. henry@frettabladid.is David M y á leið til Fylkis? Fyrrum varnarmaður Manchester United, David May, er í viðræðum við Fylki um að spila með félaginu í Landsbankadeildinni næsta sumar. Hann mun í janúar svara Árbæingum, sem er vongóðir um að landa stjörnunni. MARGFALDUR MEISTARI David May sést hér lyfta Englandsbikarnum en hann vann marga sæta sigra með United, þar á meðal Meistaradeildina árið 1999. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES GOLF Ragnhildur Sigurðardótt- ir mun ekki taka þátt í Evrópu- mótaröð kvenna í golfi en hún féll úr leik á úrtökumótinu á Spáni í gær. Hún lék fyrsta hringinn á 80 höggum og í gær kom hún í hús á 84 höggum, ellefu yfir pari. Það nægði engan veginn en aðeins 44 þáttakendur af 118 komust áfram á annað stig móts- ins sem hefst í dag. Þá hefur Ólöf María Jónsdóttir keppni og von- andi gengur henni betur en Ragn- hildi. - hbg Ragnhildur Sigurðardóttir: Úr leik á Spáni RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR Mistókst í þriðja sinn á úrtökumótinu fyrir Evrópu- mótaröðina. HANDBOLTI Þýska handknattleiks- félagið Dusseldorf og íslenska landsliðið í handknattleik varð fyrir miklu áfalli á miðvikudag þegar Markús Máni Michaelsson meiddist í leik gegn Lemgo, Markús lenti illa með þeim a f l e i ð - ingum að h néskel i n færðist úr stað. Lækni Lemgo tókst að setja hana aftur á sinn stað. Meiðslin gætu verið mjög leiðinleg og jafnvel haldið Markúsi frá keppni svo vikum skiptir, Ef það verður niðurstað- an missir hann af EM í Sviss sem fram fer í lok janúar. Markús Máni Michaelsson: Gæti misst af EM MARKÚS MÁNI Lenti í skelfilegu óhappi. Sölvi Geir meiddur Varnarmaðurinn Sölvi Geir Ottesen er með slitið krossband og verður frá í 7-8 mánuði. Þetta er mikið áfall fyrir Sölva Geir, sem var nýbúinn að festa sig í sessi í íslenska landslið- inu en um leið lán í óláni þar sem keppni í sænsku úrvalsdeildinni er nýlokið og ætti Sölvi því að geta leik- ið með þegar líður á næstu leiktíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.