Fréttablaðið - 18.11.2005, Síða 73

Fréttablaðið - 18.11.2005, Síða 73
 18. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR48 MÁLIN REIFUÐ Birna Pálsdóttir deildarstjóri og Siggi Anton hönnuður. MEÐ BROS Á VÖR Kjartan Aðalbjörnsson sölumaður, Jón Hilmar Jónsson, Sigríður Karls- dóttir. ÁNÆGÐ MEÐ KYNNINGUNA Birna Pálsdóttir deildarstjóri, Valdimar Harðarson arkitekt, Walter Haberthur markaðsstjóri, Dóra Vilhjálmsdóttir innanhúsarkitekt, Lúðvík Bjarnason sölustjóri. Tímaritið Hús og híbýli og Hönn- unarvettvangur munu í samstarfi halda sýningu og fagstefnu, sem jafnframt verður fyrsta uppákom- an af þessu tagi í nýju Laugardals- höllinni. Tilgangurinn er að skapa vettvang til að kynna allar helstu nýjungarnar í tengslum við hönn- un og innréttingu heimila. Eins og nafn sýningarinnar ber með sér eru viðfangsefnin þau sömu og tímaritsins Húsa og híbýla, en það er eitt elsta og vinsælasta blað sinnar tegundar á Íslandi. Samhliða sýningunni kemur út 200. tölublað Húsa og híbýla. Júlía Margrét Alexandersdóttir og Ólöf Jakobína Ernudóttir eru ritstjórar Húsa og híbýla. Þær segja að það verði nóg um að vera á sýning- unni. ,,Hönnunarvettvangur verð- ur með sýningu á nýrri íslenskri hönnun, listabraut Iðnskólans verður með hönnunarkeppni, 12 jólatré verða skreytt af 12 hönn- uðum, kennsla í jólaskreytingum sem eru svolítið öðruvísi en fólk á að venjast, kennsla í brjóstsyk- ursgerð að danskri fyrirmynd. Einnig mun stjórnendur Innlits- Útlits sýna okkur hvernig þau sjá fyrir sér framtíðarstofuna og ætla að klippa þáttinn og vinna meðan á sýningunni stendur þan- nig að það verður gaman að fylgj- ast með því. Við getum haldið áfram endalaust,“ segja Júlía og Ólöf brosandi. Sumir segja að það sé verið að endurvekja gömlu heimilis- sýninguna. Er eitthvað til í því? ,,Já og nei. Heimilissýningin var barns síns tíma en þessi viðburð- ur er meira í takt við nútímann. Heimilissýning með áherslu á íslenska hönnun,“ segja þær. Hér á árum áður var hápunkt- urinn þegar Hólmfríður Karls- dóttir sýndi draumaíbúð sína á Heimilissýningunni. Það hefur ekki hvarflað að ykkur að sýna íbúð Gillzeneggers eða Unnar Birnu? ,,Nei, við ákváðum að sleppa því, allavega þetta árið. Þó að heimili Hólmfríðar hafi átt vel við á sýningu á 9. áratugnum er maður kannski ekki að spila sömu plötuna tuttugu árum síðar. Samt er aldrei að vita nema við prófum það næst, ætlum ekki að sverja það af okkur.“ Þær stöllur segja að sýningin sé sérlega glæsileg. ,,Loksins er komin sýning sem svo margir hafa beðið eftir. Við finnum það alveg hvað fólk er glatt og ánægt með þetta fram- tak og hvað margir hönnuðir eru þakklátir fyrir að fá loksins tæki- færi til að koma fram á sýningu sem þessari hér heima,“ segir Ólöf og Júlía bætir við: ,,Við hlökkum bara til að sjá ykkur í Höllinni. Við höfum fund- ið fyrir miklum meðbyr og eigum því ekki von á öðru en að þarna skapist gríðarlega góð stemning og þetta verði eftirminnilegt.“ Ólöf Jakobína Ernudóttir og Júlía Margrét Alexandersdóttir, ritstjórar Húsa og híbýla. Hipp og kúl hönnunarsýning SVÍÞJÓÐ Sænskir barnasálfræð- ingar vara for- eldra við því að leyfa börnum sínum að horfa á nýju Harry Potter-myndina þar sem mörg atriði geti vakið börnunum ótta. Myndin verður frumsýnd í Sví- þjóð á föstudag. B a r n a s á l - fræðingar í Bretlandi höfðu áður varað við því að myndin gæti valdið ungum börnum ótta en tugþúsund- ir barna um allan heim bíða spennt eftir að fá að sjá myndina. Þetta kom fram í vefútgáfu Aftonbladet í gær. ■ Nýja Harry Potter-myndin: Getur vakið börnum ótta VARAÐ VIÐ POTTER Rowling, höfundur Potter-bókanna, með nýjustu bókina. Svíar óttast áhrif myndarinnar á börn. Jón Atli Helgason, hárgreiðslumaður og forsprakki hljómsveitarinnar Hairdoctor, á sér sína draumahelgi. „Hún byrjar á því að ég fer í hljóðverið og bý til besta lag í heimi með Árna vini mínum. Fer síðan heim til foreldra minna á Hvols- velli með kærustunni minni og knúsa þau aðeins en við skötuhjúin förum eftir það að þeysast um á snjósleða. Næst liggur leiðin á skemmtistaðinn Sirkus þar sem ég sný skífum og slæ stólametið þegar meira en fimmtán manns standa uppi á stól og dansa,“ segir Jón Atli og bætir því við að sunnu- dagurinn fari í leti í Laugum og ljúki loks með góðri bíómynd. Jón Atli telur sig reyndar yfirleitt lifa sína fullkomnu helgi að undanskilinni snjó- sleðaferðinni. „Ég er yfirleitt plötusnúður um helgar og fyrir partítröll eins og mig er það draumastaðan. Að fá borgað fyrir að skemmta mér,“ útskýrir hann en bætir því við að þynnkan væri ekki þegar draumahelgin væri annars vegar. JÓN ATLI HELGASON Eyddi einu sinni helgi í að spila á elsta hórubar Kaup- mannahafnar, sem hefur verið breytt í stað fyrir lesbíur. HINN FULLKOMNA HELGI: JÓN ATLI ER PARTÍTRÖLL Sameinar vinnu & skemmtun Á laugardaginn var húsgagna- verslun Pennans með sérstaka hönnunardaga þar sem erlend- ir húsgagnahönnuðir voru sér- stakir gestir. Claudia Pikat og Roland Zwick frá Studio 7,5 sem hönnuðu Mirra-stól- inn fyrir Herman Miller héldu fyrirlestur, en stóllinn hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viður- kenninga fyrir framúrskarandi hönnun. Einnig var kynnt glæsi- leg hönnun frá Vitra design museum, og ný skrifstofuhús- gögn eftir Valdimar Harðarson, arkitekt. Gestir gæddu sér á léttum veitingum og virtu fyrir sér hönnunarverkin og aðrar nýjungar hjá Pennanum. Húsgagnakynning HÖNNUÐIRNIR Claudia Pukat, Jo Holmes og Roland Swick.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.