Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 18.11.2005, Blaðsíða 88
 18. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR62 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Vinur minn kom að tali við mig um daginn og spurði mig mjög fyndinnar spurningar. Hún var þessi: er ég hrikalega „sjalló“ ef mér finnst útlitið vera allt? Spurning- in kom mér í sjálfu sér ekki á óvart þar sem þessi vinur minn er mjög grunnhygginn og heldur að þeir sem eru ófríðir séu leiðinlegir og vitlausir. Hann er þó vinur minn vegna þess að hann er hrikalega skemmtilegur og gefur mikið af sér þrátt fyrir þennan stóra vankant sinn. Málið var það að hann var hrifinn af stelpu sem honum fannst svakalega skemmtileg og góð manneskja og laðaðist að henni vegna þeirra kosta. Hann var þó sannfærður um það að fólki þætti hún ekki sérlega fríð. Þrátt fyrir að hann gæti svosum vel hugsað sér að horfa á hana daglega fannst honum erfiðara að hugsa sér að fara með hana út á meðal fólks þar sem hún væri til sýnis sem kærastan hans. Hann viðurkenndi það fúslega að það sem stæði í vegi fyrir því að hann léti reyna á þetta væri álit annarra. Hvað heldur fólk um mig þegar það sér mig með hana undir arminum? Er hann alveg búinn að missa það eða er hann bara orðinn svona „desperate“ að ganga út? Ég varð, eins og ég sagði áðan, ekki sérlega hissa á þessari yfirlýsingu hans en hugsaði þó með mér: hversu grunnhygginn getur einn maður verið, er þetta yfir höfuð hollt og getur þetta talist eðlilegt? Það verður þó að viðurkennast að það er afskaplega gaman að eiga kall sem er glæsilegur og maður getur verið montinn af en getur maður í raun og veru verið montinn þegar maður er ekki hamingjusamur undir niðri? Þá veit maður betur og fólk sér í gegnum mann. Litla skeifan á munninum getur ekki endalaust verið í öfuga átt þegar manni líður ekki vel. Ég verð líka að segja það að ég hef verið með karlmanni sem var afar myndarlegur maður og mér þótti gaman að sjást með en svo þegar við vorum ein var hann drepleið- inlegur og gat ómögulega fengið mig til að hlæja. Í það skipti dugði fegurðin skammt, ég fékk leið og lét mig hverfa. Ég hef líka átt vini sem mér fannst frábærir að vera með og létu mér líða vel. Þeir karlmenn verða fallegir þegar maður kynnist þeim og með tímanum fer maður að sjá þá í öðru ljósi. Eins og einhver vitur maður sagði þá verður fólk fallegt ef það er fallegt að innan. Með þessar minningar ofarlega í huga sagði ég honum að hrista af sér þessar kjánalegu hugsanir, láta ekki álit annarra fá á sig og eyða tíma með konunni sem honum þætti svona mikið til koma. Það væri þá loksins að hann fyndi sér almennilega konu og gengi út! Með þessar pælingar í farteskinu myndi hann að sjálfsögðu pipra! REYKJAVÍKURNÆTUR HÖRPU PÉTURSDÓTTUR FINNST ÚTLITIÐ EKKI VERA ALLT Er útlitið allt? 1 dálkur 9.9.2005 15:20 Page 7 Það verður kvennaáramótaskaup í ár hjá RÚV. Allir okkar fremstu kvenhandritshöfundar koma að skrifum fyrir það en meðal þeirra eru þær Hlín Agnarsdótt- ir og Helga Braga Jónsdóttir en upptökustjóri verður Krist- ín Pálsdóttir. Leikstjóri verður hins vegar engin önnur en Edda Björgvins en hún snýr aftur eftir fimm ára hlé frá skaupinu. „Ég ákvað að koma aldrei að þessu aftur fyrr en ég fengi að ráða öllu,“ segir Edda og hefur nú fengið því framgengt. Þá segir hún að þetta verði í fyrsta skipti sem konur verði í meirihluta í áramótaskaupinu síðan 1984. „Það var reyndar besta skaupið sem hefur verið gert,“ lýsir hún yfir og hlær. „Þá var gert grín að Rás 2 og konur máluðu með brjóstunum,“ bætir hún við. Þetta er í fyrsta skipti sem Edda leikstýrir skaupi þó fáar konur hafi eflaust komið jafn oft fram í þessum árvissa spé- spegli og hún. Edda segir að það sé eiginlega vandræði með efni því hafsjór sé af möguleikum. „Þjóðfélagið okkar er eiginlega orðið hálfgert skaup,“ útskýrir hún og skellir upp úr. „Við vitum eiginlega ekki hvernig eigi að toppa fréttatímana í dag,“ bætir hún við. Upptökur á Skaupinu eru nú hálfnaðar og segir Edda að hún hafi yfir miklum reynsluboltum að ráða sem aðstoði hana mikið. „Leikhópnum má skipta í tvennt. Annars vegar hef ég bestu grín- leikara landsins og hins vegar leikara sem aldrei áður hafa komið í skaupið,“ segir hún en vill ekkert gefa upp hverjir það eru. „Annars er ég náttúrlega bara logandi hrædd við að vera hengd upp á afturlappirnar ef þjóðin hlær ekki á gamlárskvöld,“ segir hún. „En þetta er hlutur sem allir ganga í gegnum.“ - fgg EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR Ætlar að endur- taka leikinn frá 1984 þegar konur voru í meirihluta leikara. Edda segir það vera besta skaupið sem nokkurn tímann hafi verið gert. Ræð öllu sem ég vil ráða HRÓSIÐ ...fær Jóhanna Vigdís Arnardóttir fyrir frábæran geisladisk. LÁRÉTT 2 sett 6 austurland 8 örn 9 tjara 11 frá 12 framrás 14 helmings 16 tveir eins 17 struns 18 stúlka 20 tveir eins 21 svara. LÓÐRÉTT 1 bannhelgi 3 samtök 4 grasútsæði 5 ganghljóð í klukku 7 land 10 knæpa 13 spíra 15 mjög bjartur 16 tunna 19 þys. LAUSN LÁRÉTT: 2 lagt, 6 al, 8 ari, 9 bik, 11 af, 12 útrás, 14 hálfs, 16 áá, 17 ark, 18 mey, 20 ææ, 21 ansa. LÓÐRÉTT: 1 tabú, 3 aa, 4 grasfræ, 5 tif, 7 lithá- en, 10 krá, 13 ála, 15 skær, 16 áma, 19 ys. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók á móti Quentin Tar- antino og Eli Roth ásamt föruneyti þeirra á Bessastöðum. Ólafur var reyndar nýkominn heim frá útlöndum og hafði því ekki gefist tími til að sjá Hostel, myndina sem þeir voru að kynna. „Ég sagði það nú reyndar við þá,“ útskýrir for- setinn en sjálfur segist hann ekki vera mikill hryllingsmyndakarl þó auðvitað fari það mikið eftir efni þeirra. Það fór vel á með kvikmynda- leikstjóranum og forsetanum og sagði Ólafur Ragnar að þetta hefði verið mjög ánægjulegur og fróð- legur fundur. „Við ræddum saman um land og þjóð sem hann hefur hrifist mikið af, sem og kvik- myndalistina,“ útskýrir hann og bætir við að Tarantino hafi sagst ætla að efna til kvikmyndahátíð- ar hér á landi innan skamms þar sem hann ætlaði að sýna kvik- myndir sínar. „Hann hefur safnað mörgum myndum, bæði löngum og stuttum, og þetta ætti að verða skemmtileg viðbót,“ sagði Ólafur Ragnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Tarantino hug á að halda hér tveggja daga Kung Fu- og hryllingsmynda- hátíð um eða eftir áramót og svo sérstaka QT-hátíð en slíkri hátíð hefur hann staðið fyrir í Austin. Ólafur segist reyna að fylgj- ast vel með því sem sé að gerast í kvikmyndaiðnaðinum og hann hafi mikinn áhuga á verkum Tar- antino. „Mér finnst hann sýna í hnotskurni breytingarnar og umrótið sem hafa átt sér stað í þjóðfélaginu,“ segir Ólafur og telur jafnframt kvikmyndalistina vera stundum skarpari en aðrar listgreinar í þeirri rýni. „Tarant- ino er meðal áhrifamestu manna í þessum geira og það er augljóst að hann á margt eftir,“ segir Ólafur og bætir við að þeir Tarantino og Eli séu miklar orkuboltar. „Tar- antino sagðist skynja vel orkuna í landinu.“ Ísleifur B. Þórhallsson, fram- kvæmdastjóri Októberbíófest, var hægri hönd kvikmyndaleik- stjóranna og segir þá hafa verið í skýjunum eftir heimsóknina á Bessastaði. „Þeir lofuðu forsetann í hástert og sögðust ekkert skilja í því hvernig 260 milljóna manna þjóð eins og Bandaríkin gæti kosið George W. Bush en 300 hundruð þúsund manna þjóð ætti jafn gáf- aðan forseta og Ólaf,“ segir Ísleifur og bætir við að þeir hafi enn frem- ur verið mjög hrifnir af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra. „Hápunkturinn hjá mér var hins vegar þegar Tarant- ino dró mig og Eli Roth afsíðis og las fyrir okkur kafla úr sinni nýj- ustu mynd, Grindhouse. Mér skilst að hann hafi nánast klárað það í Lounge-herberginu á Nordica og á Pizza Hut.“ freyrgigja@frettabladid.is ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON: TARANTINO ER MIKILL ORKUBOLTI Ræddi við leikstjórann um land og þjóð og kvikmyndalistina ÓLAFUR RAGNAR OG TARANTINO Ólafur Ragnar hefur fylgst vel með verkum Tarantino og telur hann einn af áhrifamestu kvikmyndagerð- armönnum heims. HÓPURINN HLUSTAR AF ATHYGLI Þeir gátu nú varla fengið betri leiðsögumann en forseta Íslands til að leiða sig í gegnum sögu Bessastaða. Bæði Eli Roth og Tarantino voru yfir sig hrifnir af forsetanum. [ VEISTU SVARIÐ ] 1 4.986 stig. 2 Þóra Ákadóttir. 3 Jordan Bratman. Eiríkur H. Kjerúlf í Hæstarétti í gær Þrjú ár í fangelsi fyrir nauðgun þrátt fyrir lögregluklúður DV2x10 lesið 17.11.2005 20:45 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.