Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 29. ágúst 1976 Heimsókn Odvars Nordlis Odvar Nordli forsætisráöherra Noregs ræddi i gærmorgun viö Kristján Eldjárn forseta Islands á Bessastööum, og ræddu þeir saman f rúma hálfa klukkustund. Timamynd: Gunnar Eftir viöræöur forseta tsiands og Odvars Nordii áttu fslenzkir og norskir ráöamenn viöræöur I skrifstofu forsætisráöherra i Stjórnarráöinu. Timamynd: Gunnar Magnús Ólafsson formaöur SUF flytur skýrslu stjórnar. Timamyndir. -hs- SUF-þing -hs-Laugarvatni — Um klukkan átta á föstudagskvöld hófst 16. þing SUF aö Laugarvatni meö þvi aö Magnús Ólafsson, formaöur SUF setti þingiö. Aö loknu kjöri starfsmanna þingsins flutti for- maöur skýrslu stjórnar, Sveinn Jónsson gjaldkeri lagöi fram reikninga, en aö loknu kvöldkaffi hófust umræður um flokksstarfiö og stjórnmálaviöhorfin. Fram- sögumaöur var Steingrfinur Her- mannsson. 1 skýrslu stjórnar SUF kom eftirfarandi m.a. fram: Sú nýbreytni var tekin upp viö kjör síðustu stjórnar SUF á 15. Steingrimur Hermannsson ritari Framsóknarflokksins haföi fram- sögu um flokksstarfið og stjióirn- máiaviöhorfin. á Laugarvatni þingi Sambandsins á Húsavik aö stjórnarmenn voru kjörnir víös vegar aö af landinu. Var þetta gert til þess aö framfylgja byggöastefnu Framsóknarflokks- ins og fá sjónarmiö sem víöast aö fram i stjórninni. Milli stjórnarfunda hefur fram- kvæmdanefnd SUF fariö meö málefni þausem upp hafa komið. tframkvæmdanefndinnieiga sæti formaöur, varaformaöur, ritari og gjaldkeri. Fundir þeirra hafa veriö svo oft.sem þurft hefur, auk þess, sem framkvæmdanefndar- menn hafa oft rætt saman óform- lega. Formaöur eöa varaformaöur hafa jafnan setiö fundi i þing- flokki Framsóknarflokksins, en á siöasta þingi flokksins var sú breyting gerð á lögum, aö for- maöur SUF á sæti á fundum þing- flokksins og hefur hann þar mál- frelsi og tillögurétt. Meö þessu hefur stjórn SUF veriö tengd þingflokknum nánari böndum en áöur og ungt fólk fengiö betri möguleika á að fylgj- ast með hvaö er aö gerast á alþingi. Jafnframt gefst ungu fólki meira tækifæri á aö koma málefnum þeim, sem þaö hefur sérstakan áhuga á,á framfæri. Formaður hefur mætt á fundum hjá ungum framsóknar- mönnum í Árnessýslu, Akranesi, Austur-Húnavatnssýslu og i Skagafiröi. Einnig var honum boöið á kjördæmisþing framsókn- armanna á Norðurlandi eystra. Auk þess hafa ungir menn flutt ræður á árshátiöum og öörum mannfögnuöum viöa um land. Gestur Kristinsson úr Hafiiar- firöi var ráöinn erindreki hjá Sambandinu I mai siöastliönum og hefur starfaö á skrifstofunni hálfan daginn síðan. Sambandiö gekkst fyrir félags- málanámskeiöum á fjórum stöö- um á Vestfjöröum. Þessi nám- skeiö voru haldin í samvinnu viö Framsóknarflokkinn og viökom- andi flokksfélög á Vestfjöröum. Þá gekkst stjórn Sambandsins fyrir opnum fundum i hádeginu á þriðjudögum um tima s.l. vetur. Þessir fundir voru haldnir á Hótel Hofi og voru þar ýmis mál til umræðu. Samband ungra Framsóknar- manna gekkst fyrir ráöstefnu um skipan kjördæma- og kosninga- laga á Islandi i febrúar s.l. Var ráðstefnan vel sótt og þótti takast mjög vel. I samvinnu viö verkalýðsmála- nefnd Framsóknarflokksins gekkst SUF fyrir ráöstefnu um verkalýðsmál i nóvember s.l. Þar voru flutt fjögur framsöguerindi og fram fóru miklar umræöur um verkalýösmál. Aö lokum var samþykkt ályktun. S.U.F. hóf siöan reglulega út- komu i Timanum á siðasta hausti á nýjan leik og hefur komiö út sið- an.Stefna stjórnarinnarvarsú aö þar birtust að jafnaöi viöhorf sem flestra ungra manna, til þeirra málefna, sem efst væru á baugi hverju sinni, jafnframt þvi sem ungtfólk sem viöast um land væri kynnt svo og þess áhugamál. Erlend samskipti Samkvæmt ákvöröun siöasta þings SUF geröist sambandiö fullgildur aöili aö NCF, em eru samtök miöflokka á Noröurlönd- um. Þetta varö til þess aö erlend samskipti SUF jukust verulega og siöan siöasta þing var haldiö hafa milli 30 og 40 einstaklingar fariðtil annarra landa á fundi og ráöstefnur á vegum SUF. A þessum ráöstefnum hafa m.a. veriö rædd umhverfismál, menntamál, mannréttindamál, skipulagsmál og orkumál. Dagskráin á SUF-þinginu i gær, laugardag var á þá leiö, aö kl. 9 var skipt i umræöuhópa og siöan unnu umræöuhópar og nefndir fram til hádegis. Aö lokn- um hádegisveröi ávarpaöi fulltrúi NCF þingiö, en aö þvi búnu héldu umræöuhópar og nefndir áfram störfum. Kl. 16.30 hófst af- greiðsla mála og þinginu lauk á laugardag meö þvi að gestir voru ávarpaöir og kvöldveröur snædd- ur. Dagskrá þingsins i dag er þann- ig, aö kl. 10 hefst afgreiösla mála og kl. 12 var snæddur hádegis- veröur. Kl. 13 hófst afgreiðsla mála og kosningar, þar sem kosiö veröur i framkvæmdastjóm miö- stjórn og um endurskoöendur. K1.20 i kvöid lýkur þinginu meö ávarpi formanns. FYRSTA SÍLDAR- SÖLTUN Gsal-Rvik — I f d var saltað I 240 sildartunnurá Höfn I Hornafirði og er þaö fyrstá sildin sem söltuö er á þessari vertiö. Aður hefur öll sildin fariö i frystingu. Bókhald Tek að mér bókhald fyrir minni fyrirtæki. Sími 3-63-55.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.