Tíminn - 29.08.1976, Síða 19

Tíminn - 29.08.1976, Síða 19
Sunnudagur 29. ágúst 1976 TlMINN 19 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhús- inu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aftalstræti 7, simi 26500 — afgreiftslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verö I lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. „Sjávarpláss úti á landi" Sumir eru haldnir undarlegri dómgirni, sem allt eins getur komið þar niður, er sizt skyldi. Þetta kemur stundum fram i svokölluðum lesenda- bréfum i dagblöðunum. Þar geysast fram ein- hverjir náungar, sem eiga það til að kveða upp þvilika sleggjudóma, að furðu sætir. Sjaldnast er þessu gaumur gefinn, en svo ómak- leg geta þó ummælin verið, að varla er rétt að þegja við. Fyrir nokkru birtist i Visi eitt slikt bréf, þar sem veitzt var að einu byggðarlagi landsins, Bildudal, og jafnvel gengið svo langt, að nefna þann stað „ódugnaðarþorp”. Mun þó sennilega flest annað maklegra en kenna sjóþorpin, sjómennina og fólk þeirra við ódugnað. En einhverjum þótti ekki nóg að gert, þvi að litlu siðar birtist i Visi annað lesendabréf, þar sem til- vera sjávarþorpanna yfirleitt var talin þjóðinni myllusteinn um háls, hvorki meira né minna. Þar sagði: „Ekki veit ég, hvort Bilddælingar eru nokkuð verri né betri en annað fólk, en mér er næst að halda, að bærinn sé aðeins dæmigert sjávarpláss úti á landi. Ég held, að það sé einmitt tilvera staða eins og þess, sem bréfritari lýsti, sem gerir það að verkum, að lifskjör þjóðarinnar eru ekki betri en þau eru nú”. Þarna er það borið á borð, að „sjávarpláss úti á landi” séu dragbitar á afkomu landsmanna, þótt hver einasti maður, sem kominn er til vits og ára, ætti að vita, að einmitt i sjávarbæjunum er aflað meginhluta þess, sem þjóðin hefur handa á milli. Þar er fisksins aflað, og þar fer vinnslan fram, og þaðan streyma peningarnir um æðar þjóðfélags- ins. Margsinnis hefur verið sagt frá þvi, að einmitt i litlu sjávarþorpunum, stöðum eins og Súðavik og Breiðdalsvik, svo að nöfn séu nefnd, leggur hver einstaklingur tuttugu eða þrjátiu sinnum meira i þjóðarbúið að meðaltali en gerist i hinu mesta þéttbýli, og fullyrða má, að Bilddælir gætu einnig teflt fram tölum, sem ekki eru þeim til neinnar vansæmdar. Hugmyndir af þvi tagi, að sópa fólki utan af landsbyggðinni saman á fáa staði, eru fáránlegar af mörgum ástæðum. Það myndi leggja fjárhag landsins i rúst, af þvi að þá væri kippt á lifæðar framleiðslunnar, og jafnvel þótt halda ætti fólki að framleiðslustörfum á nýjum stað, þýddi það dýrari og lakari nýtingu lands og miða. Yfir hverja fjölsk. sem þannig flyttist eða yrði flutt, þyrfti að byggja á nýjum stað, en eftir stæðu draugaþorpin verðlaus eins og minnisvarði um mikla heimsku. Byggingarkostnaður á nýja staðn- um næmi mörgum milljónum á hvern einstakling að meðaltali. Þar koma ekki til ibúðarhús ein, heldur skólar, sjúkrahús, kirkjur, kirkjugarðar, vistheimili ýmis, gatnakerfi, simakerfi, raf- magnskerfi og ótal margt annað. Dæmi um geðræn áhrif slikra þjóðflutninga höfum við svo frá Grænlandi, þar sem Danir hugðust hrúga fólkinu saman á fáa staði, og hafa uppskorið óleysanlega flækju vandamála. „Aðeins dæmigert sjávarpláss úti á landi”, er sagt i fyrirlitningartón. Sá tónn er ekki réttmætur, ekki heillavænlegur, ekki skynsamlegur. Raunar ekki neinum manni samboðinn. Við stöndum öll i mikilli þakkarskuld við sjávar- plássin úti á landi, þessi dæmigerðu. —JH. Olíurannsókn á yfir- borði Atlantshafsins ískyggilegar fregnir frá rannsóknarmönnum Þegar hinn frægi maöur, Thor Heyerdahl, sigdi á fleka sinum, Ra, yfir úthafiö, bárust frá honum nýjar fregnir um iskyggi- lega mengun sjávar. A siglingu sinni gafst honum og félögum hans betra tækifæri til þess aö fylgjast meö þessu en öörum sæ- förum, sem siglalandaá milli á stórum skipum. Meöal ann- árs fundu þeir ógrynni af oliu- klumpum, sem hnoöazt höföu saman viö öldusláttinn, fljótandi á sjónum. Margir lögöu viö eyrun, er þessi fregn barzt um veröldina. Sjálfur hvatti Thor Heyerdahl mjög til visindalegrar rannsóknar á mengun sjávar, er hann kom úr leiöangri sinum, og meöal annars fyrir brýningar hans var stofnuö nefnd og efnt til fjölþjóöarann- sókna á Atlantshafinu. Þaö er einn þáttur i þeim rann- sóknum, aö norski flotinn geröi i sumar út freigátu sem látin var sigla yfir Atlantshafiö og taka sýnishorn I rannsóknarskyni. Til öflunar á þessum sýnum haföi veriö búin til sérstök þétt- riöin smávarpa og geymir festur viö botninn á henni. Meö þessum búnaöi voru sýni tekin á tólf stööum á Atlantshafinu. Var varpan dregin I sjólokunum I tólf minútur meö fimm hnúta hraöa, og samsvaraöi vidd opsins þvi, aö könnuö væri ein fersjómila á yfir- boröi sjávar. Meö þessum hætti er taliö kleift aö gera sér grein fyrir þvi, hversu mikil brögö eru aö mengun á hverjum fermetra á sjávarfletinum. Sýnin voru fryst, er þeim haföi veriö safnaö og siöan send haf- rannsóknastofnuninni I Björgvin til athugunar og úrvinnslu. Eru þetta sennilega fyrstu skipulögöu tilraunirnar, sem geröar hafa verið til þess aö kanna, hvaöa spjöllum yfirborð hafsins hefur orðið fyrir við mengun á þessum slóðum. Við þessar rannsóknir var hin Einn rannsóknarmannanna aö setja oliuleifar á plastflösku. norska freigáta ekki látin fylgja venjulegum leiöum kaupskipa. Siglingahraða var hagaö eins og bezt hentaði rannsókninni og ekkert rak a éftir eins og gerist i kaupsiglingum. Þannig fengust sýni af hafsvæöum, þar sem umferð er litil og menn þekkja þar af leiðandi miklu minna en aöalskipaleiöirnar. Norðmennirnir fengu i vörpu sina ókjörin öll af litlum svörtum oliuhnoðum, og I hverju einasta sýni, sem tekiö var, fannst olia. Verst var þetta á hafsvæöum i grennd við Azóreyjar. Ekki veröur þó um þaö dæmt, hversu mikil mengunin er, fyrr en Allur búnaftur, sem tilheyröi vörpunni, var vandlega þveginn i hvert skipti, svo aö sem réttust niðurstaöa fengist á hverjum staft. fullkominni rannsókn á sýnunum er lokið. Þá vita menn, hvar þeir standa, en fyrr ekki, þótt sitthvað megi gera sér i hugarlund. Hins dyljast rannsóknarmennirnir ekki, að það hafi vakið óhug að finna þessa oliumola i hverju einasta sýni. Þegar um það er fjallaö, hver sé uppruni þessarar oliu er þess aö geta, að vitaskuld á sér staö eitthvaö, sem kalla má ,,náttúr- lega mengun”. Olia siast upp i sjóinn á hafsbotni, þar sem olia i seti fær útrás. En meginhluti mengunarinnar er án alls efa af mannavöldum. Hún kemur frá skipum, sem farast — skipum, sem missa oliu i sjóinn og losa sig við úrgang og leifar i geymum sinum — borunum undir sjávar- fleti — rennsli i sjó úr landi. Og þannig mætti lengi telja. Hér leggjast á eitt slys, óvarkárni og hreint og beint skeytingarleysi um afleiðingar þess aö sleppa oliu i sjó. Þessi för mun innan tiöar leiða sitthvað i ljós um mengun hafs, er ekki var áöur vitaö. Að minnsta kosti geta menn glöggvað sig nokkru betur en áöur á vanda- málinu. En þetta er ekki nein fullnaöarrannsókn, heldur aöeins litiö spor. Þaö segir sig sjálft, að óviöa hefur verið borið niöur á hinu viöáttumikla hafi, og sums staðar getur veriö skár ástatt en þar, sem þeir félagar öfluðu sýna sinna, en annars staðar iika miklu verr. Svo er framtiöarverkefni að fylgjast með þvi, hvort mengunin á haffletinum eykst eða stendur i staö eða fer minnkandi. Þvi miður eru langmestar likur til þess, að mengunin aukist stöðugt. jafnvel hröðum skrefum. Og allir hljóta að sjá og skilja, hvern endi það fær, ef þvi fer lengi fram. „Hafið bláa hafið”. er sungið. Sú stund getur komið, að það verði svart, ef andvaraleysinu linnir ekki. Eitt af þvi, sem hugsandi mönnum stendur hvaö mest ógn af, er mengunin — mengun jaröar, lofts og lagar. Mengunar- málin eru sifellt til umræöu, nýjar og nýjar fregnir berast um mengun, sem komin er á það stig, aö hún er banvæn gróðri og lif- verum á landi og I legi og enda manninum sjálfum. Nýjar og nýjar rannsóknir eru geröar og hver skorar á annan aö veita viðnám. En samt sem áöur sigur sifellt á ógæfuhliö, þvi aö kapp- hlaupiö um lifsgæöi, gróöa og völd hefur óhjákvæmilega i för með sér aukna mengun.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.