Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 29. ágúst 1976 TÍMINN 7 HELCARSPJALL Gunnlaugur Finnsson alþingismaður: Hvert horfir um þróun íslenzkra stjórnmóla Oft getur aö lita i auglýsing- um um opinbera stjórnmála- fundi aö stjórnmálaforingjar eöa réttir og sléttir stjórnmála- menn ræöi stjórnmálaviöhorfiö. Oftast er þá fjallaö um kröfurnar i þjóöarbúskapnum, þjóöartekjur og greiöslujöfnun og ef til vill velt vöngum yfir hræringum og breytingum á fylgi flokka fram yfir næsta kjördag. Sjaldan er reynt aö lita til lengri framtiðar enda erfitt aö gera sér grein fyrir þvi hvert viðhorf þeirra verður sem „landið erfa”, hvert þjóöfélag uppvaxandi kynslóö skapar þegar hún kemst til áhrifa og valda. Ekki veröur hér aö þvi getum leitt. Hitt þykir mér rétt aö menn hugi aö veörabrigöum og vafasamt aö þegjá þunnu hljóöi viö starfsemi þeirra afla til hægri og vinstri sem purkunarlaust grafa undan lýö- ræðislegu þjóöfélagi á Islandi. Það fer vart á milli mála aö pólitisk umræða er nú með nokkuð öörum blæ en veriö hefur um langan tima. Enda þótt við stöndum ekki mitt i stormsveipi heumsstjórnmál- anna leikur um okkur straumur þeirra átaka sem þar eiga sér stað. Vaxandi ofbeldis- og ein- ræðishneigö hlýtur aö valda lýðræöissinnuöum mönnum áhyggjum, en stórveldin eiga þar öll sina sök. Linurnar hafa skýrzt. Afhjúpun á starfshátt- um bandarisku leyniþjón- ustunnar og ihlutun Bandarikj- anna i innanrikismál annarra þjóöa hefur leitt til endurmats og breytts viðhorfs gagnvart Bandarikjunum einkum manna sem trúöu þvi að þar væri rekin heiðarleg og nánast óskeikul utanrikispólitik. Ihlutun Rússa hefur legið ljós- ar fyrir einkum eftir átök- in i Ungverjalandi og Tékkóslóvakiu. Þó hefur engin opinber úttekt farið fram á starfsháttum þeirra leyniþjón- ustu svo heimsbyggöin viti. Engum manni sem heyrir og sér, dylst heldur hlutur Kina i vaxandi spennu, enda þótt það land sé nú fyrirheitna landiö og fyrirmynd róttækustu aflanna i okkar þjóöfélagi sem stendur. Hér er drepið á atriöi sem meðal annars er undirrót að breyttri pólitiskri umræöu, hér sem og I öðrum löndum. Goö voru sett á stall sumum aftur velt af stalli önnur standa enn, nýrra leitað og löngu horfnir foringjar dýrkaðir sem hin eina sanna fyrirmynd. Umræðurnar á tslandi eru ekki ólikar þvi sem gerist i öðrum nálægum lýö- ræðisrikjum. Vinstri kanturinn Sagt er að i Bandarikjunum einum sé hátt á þriöja hundrað sértrúarsöfnuöir, þar sem hver og einn telji sig hinn eina og rétta túlkanda á kristinni trú. Ekki skal þvi haldiö fram aö sértrúaöir söfnuðir sósialiskrar kenningarséu svo fjölskruöugir, hitt er vist að þar rikir ekki bræðralag andans. I heild má þó segja að eitt sé þeim sameigin- legt, það aö brjóta niður rikj- andi þjóðskipulag meö hnefann á lofti eru þeir sameinaðir „gegn kerfinu”. Það skal brotið niöur. Við á að taka „alræöi öreiganna”. Ekki liggur ljóst fyrir hvernig það skuli fram- kvæmt. Oðrum þræöi má skilja að þar skuli enginn tróna öörum hærra, þó er persónudýrkun ekki óþekkt fyrirbrigöi. Mao hinn kinverski er nú hin eina sanna fyrirmynd og Castro á Kúbu nokkru minni spámaður. Bættur hagur almennings kem- ur meö þjóðnýtingu allra at- vinnutækja. Þá minnkar vinnu- álag og streitan hverfur. Að visu stenzt þetta þvi aðeins að markaöskerfi heimsbyggðar- innar verði brotiö niður. Þetta kerfi er kerfi kapitalistanna. Allir eru kapitalistar sem ekki aðhyllast hugmyndafræöi öfga- aflanna. Nýtt sósialiskt markaðskerfi taki viö. Þar á vist hvorki að rikja samkeppni né spenna og allt að vera I anda bróðurkærleikans landa á milli. Hugurinn litið leiddur aö þvi hvort fagrar hugmyndir fá staðizt eöur ei. Þaö hefur gleymzt hvernig fór fyrir söfnuöum frumkristninnar þar skorti hvorki fagrar hugsjónir eða trú. Mannlegur breyskleiki er samur við sig enn i dag. I þessum herbúðum eru meir en aldargamlir „frasar” tuggnir sem nýmeti, frasar sem urðu til i þjóðfélögum sem enn voru mótuð af lénsskipulagi miðald- anna. Gunnlaugur Finnsson. Þó verður ekki sagt að ekki örli á nýrri hugsun. Nú er Rúss- land komið aftur i flokkk kapitaliskra rikja á þeirri for- sendu, að það er heimsvalda- sinnað, tekur þátt i kapp- hlaupinu um markaðina viö hina kapitalistanna og sópar fólki i verksmiðjur og er meira að segja svo ósvifið að grund- valla framleiðsluna aö ein- hverju leyti á bónuskerfi. Eins og áður sagði er eitt sameigin- legt þessum mönnum, hvort heldur þeir kalla sig Marx- Leninista Maoista, Trotskys- inna eða eitthvað annað það að brjóta niður núverandi kerfi, skapa eitthvað nýtt og breyting- in skal fara fram nieð valda- ráni. byltingu. Bylting kann að vera eina leiðin þar sem valdrán hefur áður fariö fram og lýðræði fórnað. En það er fjarri vitund þjóða sem búa við lýðræðislega stjórnarhætti. Þessi öfgaöfl eiga ekki á tslandi neina samleið- með neinum starfandi stjórnmálaflokki nema þá helzt Alþýðubandalag- inu vegna þess að það heldur opnum austurglugga þótt hon- um sé annan veg farið en vesturglugga Péturs mikla forðum. I stefnuskrá Alþýöubanda- lagsins mun að finna ákvæði sem ekki útiloka valdrán eða byltingu eftir þvi hvað viö vilj- um nefna það. Hægri kanturinn Ohætt er að segja að jafn- framt þvi sem umsvif Marx- Leninista, Trotskysinna og fleiri hafa. aukizt i Vestur-Evrópu hefur öðrum öfgasamtökum vaxið fiskur um hrygg, á ég hér við samtök fasista sem teygja arma sina nú um Norðurhöf. Hér á landi munu þau að finna og.fróðlegt væri að vita hvort rétt sé, að skipulagiðir flokkár séu i stærstu kaupstööum lands- ins. Hér gefur að finna sömu einkunnarorðin „gegn kerfinu” gegn islenzkri þjóðfélags- skipan. Osagt skal látið um, hve fjölmennan hóp manna hér er um að ræða en hitt er staðreynd að hér á Islandi er gefinn út blaðsnepill einn með undirtitli i yfirskrift „gegn lýðræði með stjórnræði”. Hvað skyldi stjórn- ræði hér tákna? Alþingi er miskunnarlaust rægt og þing- mönnum undantekningarlaust gefið sameiginlegt, tæpitungu- laust heitið „rakkarapakk”. Sama viðhorf er gagnvart verkalýðs-foringjum og stétt. óháð blaðamennska Hin svokölluðu óháðu dagblöð taka svo þetta upp. Þar virðast allir hæfari til forystu en þeir sem til þess eru kjörnir. Þótt undantekningu megi finna ber litið á þvi að stjórnmálamenn gera tilraun til að bera hönd fyrir höfuð sér, telja það ef til vill neðan sinni virðingu, enda er umræðan oft á harla „lágu plani”. Ég tei það varhugavert. Oháð blaðamennska er engin heilög kýr sem ekki má blaka við, jafnvel þótt einhverjum þóknist að taka það sem árás á tjáningarfrelsið. Viðhorf unga fólksins Það ber tiltölulega minna á þvi, aö ungt fólk taki opinbera afstöðu „meö kerfinu” að sjálf- sögðu með þeim fyrirvara að sifellt sé þörf aðlögunar að breyttum þjóðfélagsháttum. Undanfari jákvæðrar breyting- ar er rökstudd gagnrýni. Órök- studd gagnrýni, sleggjudómar og niðskrif þjóna aðeins nei- kvæðum tilgangi. Við búum hvorki við þjóðfélagsform Adams Smiths eða Karls Marx. Hömlulaus samkeppni er villu- kenning sem á sér enga for- sendu i islenzku samfélagi. Þjóðnýting er mjög takmörkuð á Islandi. Sósialisk hugsun hefur verið sterkt afl við mótun þjóðfélagsins og skilað okkur á þann veg áleiðis, að það er gott að búa á tslandi. Ég veit að róttækir menn leggja aðra merkingu i hugtakið sósialisk hugsun en ég. Ég hef notað þetta erlenda orð af ásettu ráði, hér er raunar ekki um annaö að ræða, en það sem táknað er með islenzka orðinu félagshyggja. Ég efast raunar ekki um, að ungt fólk vill slá skjaldborg um þá þjóðfélags- gerð sem hér rikir og hafna öfgunum sem leiða til ófrelsis og aukinnar stéttaskiptingar. Það verður aö horfast i augu við þann vanda sem þvi fylgir að framkvæma lýðræðið. Allt frelsi á sér takmörk. Auðgunarafbrot og aðrir verri glæpir undan- farinna ára hafa veriö notaðir til árása á stjórnmálaflokka og i framhaldi af þvi á stjórnkerfið i heild. Það er mál fyrir sig að brjóta til mergjar hve orsökin sé fyrir vaxandi afbrotahneigð. Er það stjórnarfarsleg mein- semd eða er orsökina að finna i brenglaðri siðgæðisvitund þjóöarinnar? Og ef svo er, hvers vegna hefur þá siðgæðisvitund- inni hnignað. Hér er ef til vill um vaxtarverki nýrikrar bióðar að ræða, eöa hefur hinni yngri sem eldri kynslóð ekki lærzt að leggja raunsætt mat á andleg sem veraldleg verðmæti? Það er ekkert undarlegt, þótt ungu ábyrgu fólki þyki það ekki taka við þvi þjóðfélagi sem það vildi erfa. Vandamál okkar innbyrðis eru mikil og ekki eru þau minni i skiptum okkar við margræðan og viðsjárverðan heim. Fram- tiðin framtiðarheill og gifta þjóðarinnar fer eftir þvi hvort öfgaöflin ná i framtiðinni undir- tökunum eöa hvort aö félags hyggjusinnað fólk fær til þess tilstyrk að þróa þá arfleifð sem það tekur við til þess að færa þjóöina til réttlátari tekju- skiptingar og færa hana til auðugra menningarlifs og jafn- framt einfaldara lifs i takt við gildismat á lifsverðmætum. Frímerk\osatnaror„a lC'udóiU P étursson • Hagaskóla. , UlsöIuúkeppnisstaMHag • umslögin^ atakroarkað- VJppIag ReyVcjavi Tafltélag ^KMOTlÐ-AtÞlOÐASKAKMOT^ ^ ^ pt. 1976. Jfr. 497 Auglýsið í Tímanum Nýkomnir varahlutir í: BILA- PARTA- SALAN auglýsir Singer Vouge 68/70 Toyota 64 Taunus I7M 65 og 69 Benz 219 Peugeot 404 Saab 64 Dodge sendiferðabill Willys 55 Austin Gipsy Mercedes Benz 50/65 Opel Cadett 67 Plymouth Belvedera 66 Moskvitch 71 BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10. Simi 1-13-97. Sendum um allt land.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.