Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 26

Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 26
TÍMINN 26 Sunnudagur 29. ágúst 1976 KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKM KVIKMYNDA- HORNIÐ U:—^narmaðor ___Halldór Valdimarsson lausa, jafnvel æskilega. Viö get- um horft á kvikmyndir sem skipta veröldinni og mannkyninu i hvita hluta og svarta — góöa hluta og slæma — án þess aö viö breytum heimsmynd okkar aö verulegu marki. En, barnið er með sina heimsmynd i frummót- um og mebtekur boðskapinn spurningalitið, jafnvel spurn- ingalaust. Hver voru — og eru enn — við- horf manna til þýzku þjóðarinnar og hvernig var þeim viðhaldið? bessum spurningum má svara i einni setningu. Viðbárum og börn okkar bera jafnvel enn neikvæð viðhorf gagnvart þessum þjóðum og kvikmyndin átti snaran þátt i þvi að móta og viðhalda þeim við- horfum. Áhrifavaldar — Persónu- mótun, hér og nú Nú væri, ef til vill, ekki úr vegi að taka ofurlitið til athugunar hvað það er sem borið er á borö fyrir börn i kvikmyndahúsum höfuðborgarinnar. Taka til at- ao s Til er hópur manna sem vegur og metur hvert þjóöfélag, fyrst og fremst miðaö við þaö hvernig bú- ið er að börnum i þvi. Innan þess hóps er ekki spurt hverja frama- möguleika fullorðnir eiga, ekki um tekjumöguleika og ekki um valdaskiptingu stjórnmálaflokka eða hagsmunahópa. Þar er aðeins spurt um eitt: — hvert er viðhorf þessa þjóðfélags til barna og hvernig er að börnum búið þar? Ef til vill má einskoröun þessi virðast öfgakennd, en ef grannt er skoöað má þó sjá vitræna hugsun og skilgreiningu að baki hennar. Börn eru jú þær mannverur sem hvert þjóöfélag hlýtur aö byggj- ast á, beint eða óbeint, að veru- legu leyti. Þau eru viðtakendur, framtiðin, sem framsýnt og „heilbrigt” þjóðfélag hlýtur að vera að byggja undir. Það er þvi alls ekki út I hött að spyrja fyrst og fremst um aðbún- að barna i þjóöfélaginu, þvi þar i gegn má spegla raunveruleg við- horf þjóðfélagsþegnanna — þaö er þeirra sem búnir eru að slita barnsskónum og eru virkir þátt- takendur i þeim þáttum þjóðfé- lagsins sem nefndur er „heimur hinna fullorðnu”. Það skiptir litlu hvort viö erum verkamenn, verkfræðingar eða forstjórar. bað skiptir engu hverjar tekjur okkar eru, hver störf við vinnum og hver staða okkar i þjóöfélaginu er yfirleitt. 011 erum við að byggja upp, reyna, á okkar hátt, að skapa og bæta. í það minnsta höfum við flest uppbyggingu aö yfirskini, jafnvel þótt tekjur okkar geri ekki betur en að fylla maga og skýla vömb. Þessi uppbygging tekur okkur oft alla ævina. Sjaldnast setur mann- skepnan sér i þvi tilliti mörk sem nást innan fárra ára og lætur síö- an staðar numið. Fyrst er þaö I- búðin, siöari billinn og þaðan af koll af kolli, af marki til marks, eftir þvi sem orka og aðstæöur heimila okkur. Þvi er það að við gripum til hins „rökrétta” yfirskins að viö byggjum fyrir börnin — fyrir framtiöina — en ekki einvörðungu fyrir okkar eigin skinn. Hitt vill svo aftur stundum gleymast, aö börnin, sem við er- um að þessu öllu fyrir, eru einnig mannverur, meö sinn vilja, sinar skoðanir og sinar þrár. Þau eiga að taka við af okkur og halda á- fram glimunni, en hitt er svo aft- ur annað mál hvernig þau eru undir það búin, hvernig þau veröa fær um að taka viö og halda á- fram uppbyggingu þjóðfélagsins. Við höfum komiö okkur upp fjölda stofnana, sem að yfirskini eiga að gegna hlutverki uppal- andans — eiga að búa börnin undir baráttuna sem fylgir hlut- verki uppalandans — eiga að búa börnin undir baráttuna sem fylgir fulloröinsárunum. Skólar gegna þarna veigamiklu hlutverki, svo og aörar stofnanir, svo sem leik- skólar, dagheimili, barnafélög bæði á kristilegum grundvelli og öðrum, sumarbúöir og fleira. An þess aö vilja varpa rýrð á neina einstaka af þessum stofn- unum og án þess að hafna tilveru þeirra sem heild, vil ég halda þvi fram að þær — að minnsta kosti að hluta til — gegni fyrst og fremst þvi hlutverki að leysa for- eldra undan ábyrgð sinni, að þær miðist fyrst og fremst við að for- eldrar fái „frið” til þess að sinna sinum hugöarmálum og sinni lifs- gæðabaráttu. Skólar eru aö visu nauðsynlegir og barnaheimili einnig, að vissu marki. En, engu að siður, við höfum i dag ákaflega sterka tilhneigingu til að varpa á- byrgð okkar á aðra aöila, sem eru nægilega fjarlægir (borgin, rikið, skólastjórnirnar) til þess að viö þurfum aldrei að standa augliti til auglitis við þá og komumst þvi hjá þvi að skammast okkar. Barna- afþreying Eitt atriði i þessari uppbygg- ingu „friðar” fyrir foreldra eru barnasýningar kvikmyndahús- anna hér i borg. Þær eru ef til vill einmitt skýrasta dæmið um þá eigingirni sem við sýnum gagn- vart börnum okkar, þvi þær end- urspegla, skýrt og greinilega, hversu almennt foreldrar eru á- hugalausir um börn sin, upplifun þeirra og athafnir. Hér á siðunni birtist um siðustu helgi bréf, þar sem val reyk- viskra kvikmyndahúsa á barna- kvikmyndum var gagnrýnt. Bréf þetta skrifaöi maður, sem sjálfur hafði, aö þvi er virtist, i fyrsta sinn farið I kvikmyndahús með syni sinum klukkan þrjú á sunnu- degi. Honum blöskraöi það sem borið var á borð fyrir börnin þar og honum blöskraði enn meir þegar hann komst að þvi, eftir sýninguna, aö þarna var ekki um einstakt tilvik aö ræða. Þessi kvikmynd, sem honum og syni hans var sýnd, var ekki undan- tekning, heldur reglan — normið. Það er út af fyrir sig góðra gjalda vert aö foreldrar séu já- kvæðir gagnvart afþreyingum barna sinna. Hverri mannveru er nauðsynlegt aö kynnast veröld- inni á nokkuö fjölbreyttan máta, sjá og heyra og upplifa þjóöfélag- ið á þann veg sem liklegur gæti verið til að byggja upp nokkuð raunhæfa mynd af þvi. En, svo er um börn sem annað fólk, að já- kvætt viðhorf til lagana þeirra og hugðarefna getur ekki falizt i þvi aö heimila þeim þátttöku, án þess að forvitnast um hvaö tekiö er fyrir — hverju er tekinn þáttur i. Sú er þó greinilega raunin hvaö varöar afþrey- ingu barna hér i dag. Það viröist nánast óhugsandi að foreldrar fylgist með þvi framboði sem hér er á barnakvikmyndum, eða leiði að þvi hugann hvert kvikmyndir þessar beina börnum þeirra. Kvikmynd — Áhrifavaldur Kvikmyndin er fyrir allnokkr- um áratugum búin að sanna gildi sitt sem áhrifavaldur. Hún er meöal þeirra afþreyingaforma sem almennast eru nýtt og hefur haft mikla þýðingu fyrir þróun þjóðfélaga þeirra sem i dag mynda heim okkar. Meö fullkomnun kvikmynda- tækninnar, undanfarin ár, hefur jafnvel tekizt að auka til muna á- hrif kvikmyndarinnar sem stefnumarkandi afls, bæði fyrir heiminn sem heild, hvert einstakt þjóðfél. og hverja þá mannveru sem hún nær til. Mörg dæmi má til telja, þessari fullyrðingu til stuönings, en hér nægir að telja eitt, sem ef til vill sýnir afl kvik- myndarinnar betur en flest önn- ur. Fyrir nokkru siðan gerðu sér- þjálfaöar víkingasveitir úr ís- raelska hernum strandhögg á Entebbe-flugvelli i Uganda, drápu þar hóp af skæru- liðum, frelsuðu gisla þeirra og drápu, i leiðinni, töluverðan fjölda manna úr Ugandaher. Að- gerðir þessar hafa mælzt vel fyrir i hinum vestrænu „lýöræðisþjóð- félögum” og viðar, einkum og sér i lagi þó i Israelsríki sjálfu, enda gislarnir flestir þegnar þess. Nú hefur verið ákveðið að bandariskt kvikmyndafyrirtæki gerikvikmynd um „aögerðirnar” og dreifi henni siðan um heiminn. Það sem varðar efni þessarar greinar og er jafnframt tengt kvikmyndinni væntanlegu, er tvennt. Annað er mönnum aug- ljóst i dag og er talandi dæmi um áhrif kvikmynda. Það er sú sann- færing að kvikmynd þessi muni tryggja þeim israelsku stjórn- málamönnum, sem tóku ákvörð- un um „aðgerðirnar” og fyrir- skipuðu þær, endurkjör i komandi kosningum i tsrael. Hitt atriðiö er duldara, enda viðkvæmara, en það eru likindin til þess aö kvik- mynd þessi muni endanlega fast- móta skoðanir heimsbyggðar- innar á atburðunum á Entebbe. Nú spyr ég: Ef ein kvikmynd getur haft slik áhrif á stjórnmála- viðhorf þroskaðra einstaklinga, hver eru þá áhrif kvikmynda á ó- mótuð og viðkvæm börn? Kvikmynd — Persónu- leikmótun Barn er einstaklingur sem er i mótun, bæði andlega og líkam- Það er, oftast nær, opið fyrir um- hverfi sinu, tekur áhrifum af þvi og mótast af þeim áhrifum. Kvikmyndin, sem er sterkur á- hrifavaldur, mótar þvi ekki ein- asta skoðanir þess I einstökum a þáttum eða málum, heldur lifs- viðhorf þess, mat þess á veröld sinni, skaphöfn þess og persónu- leika. Kvikmyndin getur átt stærri , þátt i mótun lifsferils, starfs, leiks, persónusambanda og forlaga barnsins en jafnvel það fólk sem er þvi nánast. Hún getur einnig átt töluverðan hlut að mót- un geðheilsu barnsins. Þvi er það ekki álitamál að val á kvikmyndum fyrir börn er vandasamt og til þess má ekki kasta höndum. Þessi afþreying er ekki léttvæg og það er ekki sama hvernig hún er að efni og inni- haldi. Þannig er það ekki léttvægt þegar börn leita afþreyingar sinnar yfir kvikmyndum sem miða að þvi að vekja hlátur yfir hrakförum náungans. Okkur kann að virðast þaö fyndið þegar maður hleypur um hvita tjaldiö, hljóðandi, með buxnarassinn log- andi. Okkur kann að virðast það fyndiö þegar sprautað er úr oliu- könnu framan i náungann, eða þegar kakan lekur niður kinnar hans. Við getum lika ef til vill komizt hjá þvi að kimnigáfa okk- ar mótist að verulegu leyti af lik- um „hvita-tjalds öfgum”, en barnið verður fyrir áhrifum af þeim, Kimnigáfa þess mótast af þvi sem látið er höfða til hennar. Viö getum ef til vill horft á kvikmynd sem setur fram óæski- lega þætti þjóðfélagsins sem hlut- Vid ættum KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMÝNDIR — KVIKM'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.