Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 32

Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 22. ágúst 1976 barnatíminn Anton Mohr: Árni og Berit Ævintýmför um Afriku an tóku þeir borðplötuna og sökktu henni i vatn. Þá leystist upp lim- kenndur safi úr jurtinni og allt limdist saman. Siðan var þetta pressað og þurrkað og þá var örkin tilbúin. Um mörg hundruð ár var pappirs- örkin eina efnið, sem þekktist til að skrifa á, og var þetta þvi mikil útflutningsvara, sem Forn-Egyptar græddu mikið á. En litlu eftir að Kristur fæddist, fann maður i Pergamon i Litlu-Asiu, aðferð til að verka skinn á sérstakan hátt, til að skrifa á það. Þar með missti papirus- jurtin gildi sitt til út- flutnings.” „Er jurtin þá einskis nýt nú á dögum? spurði Árni. ,,Nei. Hún hefur jafn- an nokkurt gildi fyrir þá, sem hér eru búsettir. Þeir éta merginn eins og forfeður þeirra gerðu fyrir mörgum öldum og þúsundum ára. Lika þurrka þeir stöngulinn til eldiviðar, og úr hon- um vinna þeir efni i kaðla, segl, skófatnað o.fl.” Og enn hélt ofurstinn áfram að fræða Áma og sagði: „Annars býst ég við, að þetta landsvæði eigi fyrir sér mikla framtið, þótt það verði ekki beint i sambandi við þessa jurt. í skólanum hefur þú liklega lært það, að leirinn, sem Nil flytur með sér, þegar hún flæð- ir yfir Nilardalinn, sé undirstaða að frjósemi landsins, en sá leir kemur ekki frá Hvitu-Nil, heldur Bláu-Nil. Hér er landið svo flatt og fljótið svo straumlaust, að leir og gróðurefni, sem Hvita-Nil flytur með sér ofan úr fjöllunum, fer ekki lengra. Hér hefur þvi á þúsundum ára myndazt mikið land, sem aðeins biður eftir þvi að það sé tekið til ræktunar. En hér vantar vinnuaflið. Hvitir menn þola ekki að vinna i þessu heita, raka lofti, og á negrana er ekki að treysta i slikri vinnu. Þeir eru ekki fjölmennir á þessum slóðum og þeim er illa við svona vinnu. Og svo þarf mikla peninga i slika ræktun. Eins og flestir vita, þá er láglendið umhverfis Nil ýmist flæðandi i vatni eða þurrt eins og eyði- mörk. Nú hefur verið gerð áætlun um að gera skurð frá Hvitu-Nil i norðvestur, i ána Sobat, sem fellur i Nil. Þegar þetta mannvirki er full- gert, verður hægtað láta vatnið vökva landið hæfilega allt Arið. Þá breytist þetta land i bómullarakra, liklega þá stærstu i heimi. En þetta tekur mörg ár eða áratugi og kostar mikið fé, svo að liklega lifi ég það ekki að sjá þessa breytingu.” Þannig endaði ofurst- inn þessa löngu ræðu. En svo bætti hann við: ,,En þú lifir þetta á- reiðanlega, Árni. Þessi öld er öld vélanna og af- köstum þeirra er næst- um engin takmörk sett.” Árni leit hugsandi út yfir endalausar slétt- urnar, þar sem blöð papirusjurtarinnar bylgjuðust i hægri gol- unni. Gat það skeð, að þetta ónumda land ætti eftir að breytast i bóm- ullarakra? 3. Gufubáturinn Ramses hélt áfram ferð sinni i gegnum foræðin og allt- af varð loftið rakara. Ferðafólkinu leið hræði- lega illa. Það var eins og það væri allan daginn i gufubaði. En þessu heita, raka lofti fylgdi hin ægilegasta flugna- mergð. Og þótt netin héldu enn, þá svignuðu þau fyrir þunga þessara milljóna. Berit hugsaði með hryllingi til þess, hvernig farið hefði, ef þau hefðu ekki haft net- in. Þau hefðu þá verið bókstaflega étin upp af - þessum skordýrum. Ferðin gekk hægt. Alltaf urðu þeir að stanza öðru, hvoru og ryðja burt vatnagróðri, sem hafði slitnað frá og lokaði siglingaleiðinni. Oftvoru þessar „torfur” svo þykkar, að dagurinn fór i það að tæta þær i sundur og ryðja bátnum braut. Þegar ferðafólkið var þannig nauðbeygt til að stanza, notaði það tím- ann til að fara á veiðar. Ganga á land til að veiða ætti liklega að segja, en þó er eiginlega gengið á vatni. Eins langt og aug- að eygir er óslitín röð „sudd-eyja”, sem er eins konar landskán mynduð af sterkum vatnagróðri. Á einstöku stað sjást mauraþúfur, eins til tveggja metra háar úti á þessari óend- anlegu sléttu. Það var einkennilegt að sullast um þessar floteyjar og gat verið stórhættulegt gangandi mönnum. Vatnið var álika heitt og venjulegt baðvatn og loftið mettað raka. í þessum mikla hita gufar upp feikn af vatni. Talið er, að um tveir þriðju af upphaflegu vatnsmagni Hvitu-Nilar gufi upp i þessum fenjum. Ef áin Sobat flytti ekki óhemju vatn inn i farveg Hvitu-Nilar, þá væri hún næstum vatnslaus niður undir Khartum, en þar falla þær saman, Hvita-Nil og Bláa-Nil. En hér var lika fall- egt. Berit undraðist feg- urð vatnaliljanna, sem þöktu stór svæði, þar sem raklendið var mest. Þarna var lótusblómið (Nymphea Lotus), sem Egyptar töldu heilagt blóm. Og svo var fugla- mergðin. 1 hvaða átt sem litið var, iðaði allt af fuglalifi. Hér stikluðu háfættir, svartir og hvit- ir storkar með rauðar fætur. Hvitir og ljós- rauðir flamingoar, spegluðu sig i vatninu og trönurnar stóðu á öðrum fæíi og litu spekingslega i kringum sig. Svanir, endur og gæsir ösluðu i bleytunni, og hegrar, vepjur og margs konar farfuglar sem systkinin þekktu heiman frá Nor- egi, stikluðu þama á mosanum ásamt fjölda fugla, sem þau ekki þekktu. Ef skothvellur rauf þögnina á þessum óend- anlegu sléttum, þá lyfti allur fuglaskarinn sér til flugs á sömu stundu. Milljónir milljóna spyrntu við fótum og hófu sig til flugs með miklum vængjaþyt, skrækjum og gargi, flugu i stórum boga út yfir sléttuna, en komu svo svifandi .aftur með virðuleik og fegurð i fluginu og settust aftur á sama stað, eins og ekk- erthefði i skorizt, og allt var eins og áður. Þeir skutu býsn af öndum og gæsum og Árni var svo heppinn að skjóta einn af hinum sjaldgæfu „marabús- storkum” (leti-storkur). Þann sama dag sá hann geysistóran hóp ibis- fugla (Nilhegra). Árni starði hugfanginn á þessa heilögu fugla Forn-Egypta. Egyptamir álitu, að þessi fugl væri heilagur, af þvi að hann kom alltaf til Egyptalands á sama tima og flóðin i Nil höfðu náð þangað. Þeir settu komu fuglsins i sam- band við frjósemi lands- ins og lif þjóðarinnar. í sumum piramidum finnast þúsundir af „ibis-múmium”. En það vom ekki ein- göngu friðsöm, mein- laus dýr, sem lifðu i þessum fenjum. Hér var lika mikið af hættuleg- um skriðdýrum, einkum slöngum og krókódilum. Árni varð ægilega skelk- aður einn daginn, er hann ætlaði að setjast niður og hvila sig á trjá- stofni, sem hann hélt að lægi þarna, en komst þá að raun um, að þetta var lifandi krókódill, sem hann sat á. Hann átti fótum sinum fjör að launa, er krókódfllinn glennti upp ægilegt ginið og ætlaði að gleypa hann með húð og hári. Þótt þessi hættulegu skriðdýr væru þarna ekki, þá eru foræðin sjálf hættuleg lifi manna. Það fékk Mary að reyna einn daginn. Hún hafði vikið örlitið frá hinu fólkinu, þar sem það var á gangi á einni „flotaeyjunni”, skammt frá bátnum. Hún hafði séð svo ljómandi falleg lótusblóm útí i mýrinni rétt utan við slóðina, sem þau gengu. Enginn tók eftir þvi, er hún beygði út af leið. En Karl Stuart, sem gekk siðastur af hinu fólkinu, heyrði eitthvert hljóð að baki sér. Fyrst áttaði hann sig ekki á þessu, og hélt að það hefði verið i hegra, sem sat þar rétt hjá. En er hann heyrði kallað aftur, hrökk hann við og gekk á hljóðið. Hann ýtti frá sér stór- vöxnum gróðrinum og framundan sér sá hann mosavaxna sléttu. Hún var þakin lotusblómum, en úti á þessari sléttu, nokkra metra frá hon- um, sá hann i kollinn á Mary. Hún hafði sokkið i fenið, sem sýndist eins 14 fÖSTBRÆ-ÐUR Nýjasta STEREO — hljómplatan og kasettan er komin Söngtextablað fylgir og aukaeintök eru fáanleg. Nýjasta hljómplatan og sú fjölbreyttasta kemur öllum í sólskinsskap - einnig löndum okkar erlendis. Kammm s ■ < r/d' FÁLKINN H/F annast dreifingu plötunnar og hinnar fyrri. (FF-001) FF-hljómplötur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.