Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 27

Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 27
Sunnudagur 29. ágúst 1976 TÍMINN 27 IVNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — , KVIKMYNDIR kammast okkar hugunar hverjir áhrifavaldarnir eru i lifi barna hér, eftir hverju þau mótast. Hér fer á eftir stutt úttekt á þvi sem kvikmyndahúsin hafa boðið upp á siðustu fjóra sunnudaga. Fyrst er þar að telja að sunnu- daginn 1. ágúst auglýsti Gamla- Bió barnasýningu á teiknimynda- safni, sem að nafni til byggir á myndum um Tom og Jerry. Sýn- ing þessi virðist saklaus á að lita, en þó má ekki að fullu treysta þvi, þar sem teiknimyndir byggja oft á hrakförum einstaklinga. Sak- lausara en margt annað þó. A sama tima hafði Tónabió að bjóða Tarzan á flótta i frumskóg- unum. Allir kannast við Tarzan og vafalitið eru þeir foreldrarnir margir sem, ef þeir ihuguðu mál- ið, ekki myndu fella sig við þá heimsmynd sem „karlmennsku- ævintýri” hans gætu skapað. Þar má lil dæmis nefna virðingarleysi fyrir lifi og fleira. Háskólabió hafði þennan dag barnasýningu á kvikmyndinni Hrói Höttur. Ævintýramynd með hæfilegum skammti af likams- meiðingum, þar sem barninu er innrætt að æskilegt sé að ræna fjármunum frá ákveðnum hópum manna og stofnunum. Barniö öðl- ast ekki skilning á þvi að mis- skipting auðs sé óréttlát, heldur hinu, að ef þú rænir frá réttum aðilum og gefur hluta ránsfengs- ins þeim sem eru vinir þinir, þá er ránið orðið æskilegt. Austurbæjarbió sýndi þennan dag kvikmyndina Loginn og örin, sem mér er ekki kunnugt um efni eða uppbyggingu i. Af nafni henn- ar má þó draga þá ályktun að hún byggi á ofbeldi, manndrápum og öðru þvi sem i dag er talið meðal neikvæðari þátta mannlifsins. Nýja Bió bauð upp á aðra Hróa Hattar kvikmynd, sem ekki þarf að fjalla nánar um. Laugarásbió sýnir þennan sunnudag teiknimynd, sem upp- runnin er frá Hanna og Barbera, höfundum Steinaldarmannanna og fleiri teiknimynda og teikni- myndaflokka. Sú mynd er. að minu mati, nokkuð góð til sins brúks, þýð og skaðlaus. Hún fjall- ar um lif dýra á búgarði og hefur þann kost til að bera að i henni er lögð áherzla á gildi hins góða i fari lifandi vera. Stjörnubió lagði sitt i hattinn með kvikmynd um Bakkabræður, Bakkabræður i hnattferð. Sem og aðrar kvikmyndir þremenning- anna byggir þessi á þvi að höfða til kimnigáfu áhorfandans með hrakförum náungans. Varla upp- byggjandi. Loks er svo Hafnarbió með kvikmynd svipað eðlis, það er Flækingarnir, með þeim Abott og Costello. Næsta sunnudag, þann 8. ágúst bjóða fjögur kvikmyndahúsanna upp á óbreytta dagskrá. Það eru Gamla Bió, Tónabió. Nýja Bió og Hafnarbió. Háskólabió hel'ur þá tekið til barnasýningar brezka grinmynd, Drottinn blcssi heimilið. sem varla tekur þvi að fara mörgum orðum um. Austurbæjarbió fetar i fótspor Gamla Biós og býður upp á teiknimyndasaln. Laugarásbió hefur upp á lletju Vestursins að bjóða - grinmvnd með ofbeldisivafi. Stjörnubió hefur dregið fram kvikmynd sem her heitið Dalur Drekanna og sem mér, persónu- lega, þykir engan veginn hæf barnamynd. Hún byggir elni sitt á náttúruhaml'örum sem færa tvo menn milli pláneta og varpa þeim i hringiðu lifs steinaldarmanns- ins. með tilheyrandi forynjum og fvrirgangi. Mórall mvndarinnar er þó sá að æskilegra sé að jafna ágreiningimeö friðsamlegu móti, ef mögulegt er Jafnframt þvi kemur þó nokkuð greinilega fram það viðhorf að karlmenn þurfi ekki að bitast og slást. ef þeir geta aðeins komið sér saman um skiptingu á kvenþjóðinni sin á milli. Indælt viðhorf. Næsla helgidag þar á eftir var dagskrá kvikmyndahúsanna að mestu óbrevtt. þvi þá skiptir Austurbæjarbió eitt um og býður upp á kvikmyndina h'imm og njósnararnir. sem raunar er framleidd sem barnakvikmynd. h'jórða sunnudaginn tekur Há- skólabió til syningar myndina Skvtturnar. sem byggir á sögu Alexander Dumas. Vist má telja þá kvikmynd spennandi. en þó getur hún varla talizt við barna ha>fi. þar sem ofbeldi — æskilegt ofbeldi — er efniviðurinn. Stjörnubió tekur þá upp Dular- lullu eyjuna, sem byggir á sögu Jules Verne. Hverjum þeim sem telur að i þeirri kvikmynd geti ekki falizt neitt það sem neikvætt er fyrir barnssálina, er ráðlegt að neyta færis að sjá hana. næst þeg- ar það gefst. Hafnarbió hefur einnig skipt og tekið upp grinmvnd sem nelnist Mjólkurpósturinn. en til þeirra myndar þekki ég ekki. önnur kvikmyndahús hafa óbreytta dagskrá. Svo er nú það Ef tekinn er einföld flokkun á kvikmyndum þessum, þá kemur i ljós að af sextán kvikmyndum eru tvær, sem framleiddar eru bein- linis sem barnakvikmyndir (önn- ur raunar undir flokkuninni fjöl- skyldukvikmynd), tvær eru mið- aðar að nokkru við börn (teikni- myndasöfn), sex byggja á of- beldi, ránum og meiðingum og setja þá þætti mannlifsins fram sem æskilega, ein til viðbótar (Loginn og örin) fellur liklega i sama flokk, fjórar byggja á þvi að höfða til kimnigáfu áhcrfandans með hrakförum náungans og ein kvikmyndanna sextán (Dalur drekanna) byggir að nokkru á of- beldi, en þó einkum af öðrum or- sökun: óhæf fyrir börn. 1 einni af þessum kvikmyndum er góðmennskan sett fram fyrir börnin sem æskileg, sem sigrandi afl. Þegar þessu sleppir má svo huga ofurlitið að þeim þjóðfélags- viðhorfum sem sett eru fram i kvikmyndum þessum, en mörg þeirra eru nánast fáranleg i dag. Frekari umræða um slikt fer þó ekki fram aö sinni, þvi þar myndi einum þykja rétt og gott, það sem öðrum þætti óhæft. Fullnýting Kitt er kvikmvndunum sextán flestum sameiginlegt. Þær eru. með nokkrum undantekningum. gamlar myndir. sem eitt sinn voru ætlaðar fullorðnum og voru metnar sem slikar Sumar þeirra eru jafnvel farn ar að gulna af clli Þar komum við einmitt að or- siik þess. Irá hendi kvikmvnda- hússeigenda. að úrval harna- mynda er jafn fáfengilegt og raun ber vitni. Þeir eru að lullnýta kvikmyndir þær sem eitt sinn drógu að sér lullorðna. Barna- kvikmyndir eru til framleiddar fyrir l>örn. leiknar af börnum og jafnvel. i stöku tilvikum. gerðar eftir hugmyndum barna og kvikmyndahúsaeigendur vita al' þeim Það er ekki vegna fálræði og. þegar allt kemur til alls, ekki heldur vegna þess að kvikmvnda- húsaeigendur beri hag barna minna lyrir brjósti en aðrir. að þeir kaupa ekki til sýninga raun- verulegar barnamyndir. Það er einvörðungu vegna þess aö vonin um aukinn fjárhagslegan ávinn- ing er sterkari en umhvggjan fvr- ir yngri borgurum þjóðfélagsins. Bera ekki ábyrgð Kn. við getum ekki varpað ábyrgðinni á herðar kvikmynda- húsaeigendum Abyrgðin er okk- ar sjálfra. Þeir. likt og aðrir sem reka lyrirtæki. fara það sem þeir komast og selja dýrt jafn _ ódýra vöru og þeim 1 fðst. Þaðerum við, foreldrarnir sem hleypum börnum okkar á barna- sýníngar kvikmy ndahúsanna. sem herum ábyrgð á því að þar hljóta þau. i flestum tilvikum. mótun sem er gagnstæð þvi sem við teljum heilbrigt og æskilegt Það erum við sem berum ábyrgð á þvi að börnin missa virðingu lyrir mannslifum. skilja þjófnaði og rán sem æskileg i ákveðnum tih ikum og rnota kimnigálu sina af hrakförum náungans \ ið sinnum þvi ekki að lylgjast með þvi hvað horið er á borð fyrir börn okkar. hugum ekki að þvi hverjum áhrilum þau verða fyrir og hvað er haft fyrir þeim. Við viljum hara ta frið á sunnudögum milli klukkan hálf þrjú og hall sex. Val kvikmvnda i kvikmynda- húsum hér kemur ekki til með að breytasl til batnaðar. fyrr en foreldrar taka höndum saman og þvinga kvikmyndahúseigendur til að breyta vali sinu. Það er kominn timi til að við látum okkur ekki nægja að njota unaðshrollsins sem samlara er lestri frétta af þ\ i að bandariskir unglingar hafi horft á fimmtán þúsund morð i sjónvarpi þegar þau útskrifast úr gagnlræða- skóla. Morðum og öðru ofbeldi er einnigda'lt ylir okkar börn og þótt það sér ef til vill nokkuð orðum aukið að fullvrða að þaö skaði þau öll til muna. þá hefur ekkert þeirra gott af. Kyrir þá. sem ekki kæra sig um það, hvað börn þrirra sja og hevra. má benda a það, að lok- um. að kvikmvndahusaeigendur eru. i raun og veru að svikja fé ut úr þeim með syningum á kvik- mvndum þessum Þeir taka vöru. sem ekki er lengur söluhæf selja hana dýrum dómum og græða jafnframt vel á sa-lgætissölu Næst þegar þu reuir barninu þinu fimm hundruð krónur a sunnudegi. ihugaðu þá hvað fyrir þá peninga:æsi 'NDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVI.KMYNDIR — KVIKMYNDIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.