Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 13
Sunnudagur 29. ágúst 1976 TÍMINN 13 sé á hinn bóginn ágætt og bragö- gott. Viö gefum sömu fóöurblöndur og Danir, og innlendar fóöur- blöndur, sem hér eru blandaöar eru eftir dönskum uppskriftum, en samt fáum við ekki eins gott kjöt. Þetta getur ekkibreytztnema leyfi fáist fyrir kynbótadýrum eöa sæöi. Kjötframleiðslan á Hamri 1500 grisir = 600 dilkar — Hafa svlnabændur meö sér samtök? — Nei, þaö hafa þeir ekki haft, en um þessar mundir er veriö aö stofna þau og hafa þau hlotiö nafniö Svinaræktunarfélag ts- lands, og veröur fjölmiölum sagt nánar frá þvi innan skamms, þegar formlegri stofnun þeirra er lokið að fullu. Þessi samtök munu reyna aö vinna aö þróun svínaræktar, og munu beita sér fyrir t.d. kynbóta- málinu þegar þar að kemur. Við höfum þó haft dálitla sam- vinnu, þótt ekki væri formlegt fé- lag. Menn reyna að skipta á dýr- um o.s.frv. en stofninn er svo skyldur, aö kynbótaárangur er dræmur. Ég tel nauðsynlegt aö hér séu stundaöar kerfisbundnar kynbæt- ur á svinum. Það er algjör for- senda þess aö árangur náist i sviharæktinni, og hún geti talizt viöunandi búgrein. — Hver er afurðin af svona svinabúi og hvaö þyrfti margt sauðfé tU þess að framleiða sama magn af kjöti? — Bú af þessari stærð, meö um 90 gyltur ætti aö gefa af sér um 1500 aligrisi, auk annars, en það ætti að vera svipað kjötmagn og fæst af um 6000 dilkum, en þaö svarar til allra dilkakjötsafuröa af um 20 sveitabýlum. Markaðsmál— fóður — Væri ef til vill þjóðhagslega rétt aö hverfa eitthvaö frá sauö- fjárrækt og fara meira i svína- ræktina? — Það er nú ekki þar með sagt. Auðvitaö geta menn velt fyrir sér ýmsum liðum i þessu dæmi. Þaö þarf kannski tvo traktora og alls konar innfluttar vélar á hvert af hinum 20 búunum til sauðfjárbú- skapar, miklar byggingar og margt fólk. út úr þessu má sjálf- sagt fá ýmsar tölur, en þaö þýöir þó ekki, aö leggja beri niöur sauð- fjárræktina i landinu. Fram- leiösla á svinakjöti er næg I bili. Viö veröum aö hafa nægjanlegt magn af svinak jöti til neyzlu og til kjötvinnslunnar, þvi þær upp- skriftir sem notaöar eru til þess aö nýta t.d. rollukjöt og visst stór- gripakjöt innihalda svinakjöt aö einum þriöja. Svinakjötiö er m.a. notaö til þess aö bæta þetta kjöt og án þess væri ekki unnt aö nýta þaö. — Hvar eru stærstu svinabúin á Suðurlandi? — Stærsta búið hefur Þorvald- ur Guðmundsson i Sild og fisk. Hann er með 130-150 gyltur. Stórt bú er llka á Asmundar^töðum i Holtum, og hygg ég að þaö sé svipaö og mitt bú aö höföatölu. — Hver er vélakosturinn á bú- inu? — Við erum með einn traktor, einn jeppa og eina haugsugu. Auk þess þrjár kerrur. Annaö er ekki hér. Fóörið er innflutt, þ.e.as. þess er ekki aflað innanlands. Þetta á þó aðeins viö um grisina. Gylt- urnar fá meö innlent fóöur. Græn- fóöur höfum viö ekki enn notað hér, en þaö kemur til álita aö fara inn á þau sviö (heyköggla fyrir gylturnar). f, Séö yfir aligrisahúsiö, sem er sjálfvirkt. Vélar moka flórinn og fóðrið kemur eftir rennunum, þar er skammturinn veginn fvrir hvern hón oe brynning er iika sjálfvirk. p B Ljós kviknar tveim minútum fyrir gjöf, en það kemur svinunum ekki á óvart, þvi þau hafa ótrúlegt timaskyn, þegar matur er annars vegar. Viöbótarfóörið er t.d. möluð kjötbein, matarúrgangur og kart- öflur. Þetta er allt soðið fyrir gylturnar og muliö I kvörn. — Hver er fóðurkostnaðurinn á ári: — Ég veit þaö ekki fyrir vlst, en um þessar mundir kaupum viö fóðurvörur fyrir um 1300-1500 þúsund krónur á mánuði. — Hvað er verðið á afuröun- um? — Sláturfélagiö greiöir núna 450krónur fyrir kjöt af aligrlsum, 1. flokk A og minna fyrir aöra flokka. T.d.greiöaþeir 180krónur fyrir kllóiö af gyltukjötinu. Svinið er merkileg skepna — Nú ert þú með atvinnurekst- ur, húsbyggingar. Er þetta ekki of umgangsmikið hobby? — Það má segja það, En ég vil þó láta þaö koma fram, að þaö er ákaflega gott að hafa eitthvað til skiptanna i lifinu. Gott aö hverfa frá hinni raunverulegu atvinnu- grein aö einhverju óskyldu. öll fjölskyldan hefur áhuga á svlna- búinu, t. d. konan min, ogsama er að segja um börnin. Þetta veitir þvi ánægju. Mérliöuraldrei betur en þegar ég er kominn I sviha- gallann. Varðandi framtiðina, þá er konan min hlynnt þvi aö ég haldi áfram, en svona rekstur verður þó ekki stundaður meö hálfum huga, heldur þarf að vaka yfir öllu. — En svinið. Hefur það breytzt i huga þér við kynnin. — Hvernig eru svin i raun og veru? — Mér falla þau vel, enda eru svin tahn I hópi 10 greindustu dýra jarðarinnar. Þetta hefur verið rannsakaö viö Cornell-há- skólann i Bandarikjunum. Fyrir þessu er lika reynsla hér. Til dæmis hið ótrúlega timaskyn dýranna. Þau finna á sér „vél- ræna” gjöf með tveggja minútna fyrirvara. Sagan af henni Rósalind — Svinin eru talin ganga næst manninum aö gáfum og þykir mér það lildegt. Ég get sagt þér margar sögur af þvi Til dæmis fékk frú ein i Reykjavik lánaðan hjá mér 5 vikna gamlan gris, og hún hélt hann á heimili sinu eins og t.d. hvolp. Hún haföi áöur haft á heimili sinu hvolpa, ketti, kiðl- inga og alls konar dýr, þvi að hún er dýravinur mikill. Þessi gris var hjá henni i fimm vikur. Hann hlaut nafniö Rósalind hjá konunni ogfjölskyldu hennar, og Rósalind lærði svo mikiö á þessum fimm vikum aö ótrúlegt má teljast. Þegar hana langaði i að drekka, þá nuddaöi hún sér alltaf utan i fótinn á frúnni. Hún var setti bað meö krökkunum, og skemmti sér konunglega eins og þau, og svo fékk hún á eftir aö sofa hjá þeim i rúmunum. Annars hafði hún sérstakt rúm fyrir sig, þar sem hún svaf, nema eftir baö- ið. Hún fór á ákveðinn stað i sand- kassann sinn til þess aö gera þarfir sinar og var i alla staöi til fyrirmyndar, hvaö hreinlæti snerti. Hún þekkti nafniö sitt og gegndi þvi, og þau fóru meö hana i gönguferöir um borgina i bandi og gekk það mjög vel, þvi hún hafði áhuga á skemmtigöngum. Þaö gefur auga leiö, að þaö var ekki hægt að hafa Rósalind lengi á heimilinu. Hún stækkaði ört. Frúin hafði lika miklar áhyggj- ur af afturhvarfinu, hvernig syst- kini hennarmyndu taka henni við heimkomuna eftir S vikur. Myndu þau þekkja hana, eöa gera aösúg aðhenni?jOg það skemmtilegasta var þegar Rósalind kom aftur heim. Ég var þá búinn aö taka systur hennar og bræður undan móðurinni og var búinn aö setja þau i sérstaka stiu eins og venju- legt er. Þaö merkilega skeöi svo þegar Rósalind kom aftur, þá varö svo mikil gleði og fögnuöur I syst- kinahópi hennar, aö þaö eina, sem ég veit hliöstætt, var þegar við systkinin heima vorum að koma úr farskólanum og barna- hópurinn fagnaði okkur heima. Já, þau glöddust viö aö fá hana Rósalind aftur i hópinn. Rósahnd gleymdi heldur ekki nafninu sinu. Lengi á eftir þurfti ekki annaö en að nefna þaö, þá kom hún og meira að segja þótt hún væri aö borða, þá yfirgaf hún matinn til aö gegna nafni og það þarf mikiö til, þvi aö þeim þykir gott að boröa, sagði Kristinn Sveinsson að lokum. JG TRABANT UMBOÐIÐ INGVAR HELGASON Vonarlondi v'Sogaveg — Símar 84510 og 8451 1 „Mér er mikið ánægjuefni að staðfesta að Trabant Station 1976 er ég keypti hefur kom- ið mér þægilega á óvart með hagkvæmni i rekstri. Billinn fer vel á vegi og er sérlega snarpur i akstri. Trabantinn fer meö benzin fyrir kr. 1.470 til 1.540 á 418 km vegalengd, sem ég ekoft, en þurfti áöur — meöan ég átti nýj- an lúxusbil — aö greiöa kr. 10.500 d sömu vegalengd. Aö lok- um: Stillingar og önnur þjónusta fyrirtækisins Ingvar Helga- sonh.f. hefur reynztmér bæöilipur og örugg. " Leifur Núpdal Karlsson Starhólma 2, Kópavogi (Y-1419). Vorum að fá sendingu af Trabant-bifreiðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.