Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 23
Sunnudagur 29. ágúst 1976
TÍMINN
23
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Orðabelgur Hannes
Gissurarsonsér um þáttinn.
20.00 Kammertónlist Trió i
Es-dúr op. 40 eftir Brahms.
Dennis Brain, Max Salpeter
og Cyril Preedy leika á
horn, fiðlu og pianó.
20.30 Dagsk rárstjóri i
klukkustund Helgi
Hallvarðsson skipherra
ræður dagskránni.
21.25 Lýrisk svita fyrir
hljómsveit eftir Pál ísólfs-
son Sinfóniuhljómsveit ts-
lands leikur. Páll P. Pálsson
stjórnar.
21.40 „Nýr maöur”, smásaga
eftir Böövar Guömundsson.
Höfundur les.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög
Sigvaldi Þorgilsson dans-
kennari velur lögin og kynn-
ir.
23.25 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Sunnudagur
29. ágúst
18.00 Bleiki pardusinn. Banda-
risk teiknimyndasyrpa.
Þýðandi Jón Skaptason.
18.10 Sagan af Hróa hetti. 5.
þáttur. Efni fjórða þáttar:
Útlagarnir ákveða að una
ekki ofriki launráðamanna
og taka toll af öllum, sem
fara um Skirisskóg. Leggja
þeir alþýðu manna lið og
eignast dygga stuðnings-
menn. Abótinn i Mari'u-
klaustri heitir launráða-
mönnurn aðstoð gegn þvi aö
þeir flytjisjóð i hans eigu til
Nottingham, svo að skatt-
heimtumenn konungs fái
ekki lagt á hann toll. Útlag-
arnir ráðast á lestina og ná
sjóðnum á sitt vald. Hrói
hjálpar Rikarði riddara frá
Engi til að g jalda ábótanum
skuld, og Rikarður launar
greiðann með þvi að gefa
útlögum kærkomin vopn.
Þýðandi Stefán Jökulsson.
II lé
20.00 Fréttir og veður.
20.45 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Halldór Laxness og
skáldsögur hans IV. Vé-
steinn Olason lektor ræðir
við skáldið um Gerplu.
Stjórn upptöku Sigurður
Sverrir Pálsson.
21.25 Jane Eyre Bresk fram-
haldsmynd gerð eftir sögu
Charlotte Bronte. 4. þáttur.
Efni þriðja þáttar: Rochest-
er býður tignu fólki til sam-
kvæmis. Meðal gesta er
ungfrú Blanche Ingram,
sem er að flestra áliti
væntanleg eiginkona Roch-
esters. Jane verður þó ljóst,
að hann elskar ekki
Blanche. Óvæntur gestur
kemurí samkvæmið, Mason
nokkur frá Jamaika. Ljóst
er. að hann er tengdur for-
tið. Rochesters. Um nóttina
bannað að ljóstra nokkru
upp. Jane fær boð frá frú
Reed, sem liggur gyrir
dauðanum. Þessi kona hafði
verið henni vond á bernsku-
árunum. og Jane kemst að
þvi að hún ber enn haturs-
hug til hennar. Þýðandi er
Oskar Ingimarsson.
22.15 Frá Listahátið’ 1976 1
eplagarði sveiflunnar. t
upphafi hljómleika Benny
Goodmans i Laugardalshöll
12. júni siðastliðinn léku
vi'brafónleikarinn Peter
Appleyard og kvartett jass.
Kvartettinn skipuðu Gene
Bertoncini, gitar, Mike
More, bassi, John Bunche,
pianó, og Connie Kay,
trommur. Stjórn upptöku
Tage Ammendrup.
22.50 Að kvöldi dags. Séra
Sigurður Haukur Guðjóns-
son, prestur I Langholts-
prestakalli i Reykjavik,
flytur hugvekju.
23.00 Ilagskrárlok.
ET í JÖTUNHEIMUM
FJALLANNA 54
andlitio. Hún varo aö sannfærast um það, að bróðir
hennar væri þarna Ijóslifandi. Svo hjúfraði hún sig upp
að honum og hló og grét til skiptis. Jónas var lifandi —
lifandi...
Birgitta hafði risið skjálfandi á fætur. En nú kom hún
líka og þreifaði á Jónasi.
— Þú ert lifandi stundi hún hásum rómi.
Pilturinn var of þreyttur til þess að gefa því verulegan
gaum, hve mikilli geðshræringu heimkoma hans olli.
Hann hlammaði sér á skemil og gretti sig, þegar hann
beygði vinstra hnéð. Enginn veitti því eftirtekt.
Spurningunum rigndi yfir hann. Hvar hafði hann verið?
Hvernig hafði hann bjargazt? Loks rann það upp fyrir
Jónasi, að það vær litið á hann sem dauðan mann sem
lifið hafði endurheimt.
Þegar nokkrar mínútur voru liðnar, áttaði Birgitta sig
á því, að sonur hennar myndi liklega vera matarþurfi
eftir alla þessa útilegu. Jónas aftraði henni frá því að
fara að amstra við mat. Hann var nýbúinn að matast og
var alls ekki svangur.
— Fórstu inn hjá Margreti og Ölafíu?
— Nei, ég hvíldi mig undir Suttung og borðaði þar!
Móðir hans virtist hvorki skilja upp né niður í þessu.
En þá opnaði Jónas malpoka sinn og tók upp það, sem
hann átti eftir af nestinu.
— Hvar fékkstu þetta? spurði Marta forviða.
Jónas sagði þeim nú af eiltingaleik sínum við jarfann
og dvöl sinni í Björk. Mæðgurnar hlustuðu agndofa á f rá
sögn hans, og Lars hafði ekki augun af syni sínum.
Jónas sagði, að víst væri gott fólk hinum megin
f jallanna. En hann innti ekki að því einu orði, að þar ætti
heima stúlka sem héti Stína. Hann var lika orðinn þreytt-
ur á þessu masi. Dagleiðin hefði verið löng og erfið og
meiðslið í hnénu verið honum til trafala. Faðir hans gat
þesstil, að hann vildi sjálfsagt komastsem fyrst í rúmið.
Hann nefndi ekki, hvað gerzt hafði í Marzhlíð, meðan
hann var fjarverandi. Það var nógur tími til að segja
honum það daginn eftir.
Jónas gat ekki farið á fætur morguninn eftir. Fóturinn
var stokkbólginn og Birgitta lét heita bakstra á hnéð.
Hver vissi, nema meiðslið hefði tekið svo hastarlega upp
að hann yrði með staurfót alla ævi. Jafnvel Lars var
mjög áhyggjufullur. Það gat verið hættulegt að ýfa al-
varleg meiðsli þegar þau voru að byrja að gróa. Jónas
hef ði átt að vera nokkrum dögum lengur í Björk.
Margrét og Ölafía komu til þess að heilsa syninum,
sem hafði verið týndur, en nú var aftur fundinn. Jónas
spurði um bræður sína.
— Þeir lögðu af stað til Ásahlés i gærmorgun.
Það dimmdi yf ir Jónasi, þegar honum var sagt, hvers
vegna þeir höfðu tekizt þessa löngu ferð á hendur. Nú.
Lapparnir voru þá ekki af baki dottnir. Turri var þá
undirförull óþokkit sem að réttu lagi ætti að taka ærlega
i karphúsið. Hann hafði þó svarið og sárt við lagt í haust,
að ekki amaðist hann við frumbýlingunum hérna upp
frá.
— Fór Hans með þeim?
Konurnar litu snöggt hvor á aðra. Þeim fannst það ó-
skiljanlegt að til væri nokkur sá, sem ekki vissi um þann
hræðilega atburð, sem gerzt hafði. Lars varð að koma
þeim til aðstoðar og segja Jónasi, hver orðið hefðu örlög
Grétu. Jónas kreppti hnefann. Hann langaði til þess að
hrópa — að þetta gæti ekki verið satt. En hann gat ekki
einu sinni hrærttunguna. Hugur hans leitaði langt í burtu
— yfir fjallahryggi og öræfahjarn. Ef hann fengi Stinu,
og þetta ætti eftir að koma fyrir þau....
Lars sá ekki svitadropana, sem mynduðust á enni son-
ar hans. Hann fór að tala um Lappana og taldi ekki rétt
aðtrúa orðróminum skilyrðislaust. Ef til vill voru þetta
getgátur einar.
Svo var samt ekki. Lapparnir höfðu hvað eftir annað
ráðið ráðum sínum á f undum og þingum síðustu mánuð-
ina og flestir þeirra höfðu einsett sér að koma frumbýl-
ingunum brott. Þessir fundir voru framhald af ráðstefn-
um þeim, sem þeir höfðu setið á veturinn áður. Þeir
höfðu aldrei ætlað sér að slaka til, og þeir ypptu bara öxl-
um yfir því, sem sýslumaðurinn í Vilhjálmsstað hafði
sagt um byggingabréfin, sem landshöfðinginn hafði á
sínum tíma undirriðað í umboði rikisstjórnarinnar.
Ekki réð hann því, hvort þau yrðu í gildi. Það var þingið i
Stokkhólmi, sem átti að útkljá það mál, alveg eins og
þegar byggðatakmörkin voru sett. í fyrra hafði þetta
mál aldrei komizt fyrir þingið, en nú var að komast
skriður á það. Ræningjar skyldu reknir brott.
Það voru þó til Lappar, sem ekki voru vissir um, að
það yrði neinn hagur að því, að frumbýlingar væru
Hvað
ertu að
Kenna
skjaldbök
unni minni/
Skjaldbökur geraj
engar kúnstirjy