Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 1
Áætlunarstaðir: Blönduós — Siglufjörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkishólm- ur— Rif Súgandafj. Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 192. tölublað — Sunnudagur 29. ágúst—60. árgangur. Stjórnlokar Olíudælur Olíudrif ■BS33SIS333HI Síðumúla 21 Sími 8-44-43 Morðinginn ófundinn NÆR 3 ÞÚSUND KENNARAR OG 46 ÞUSUND NEMENDUR Gsal-Reykjavik — Rannsókn á moröinu, sem framið var í húsinu númer 26 við Miklubraut á fimmtudag, hefur enn ekki leitt til þess að morðinginn hafi fundizt. Ýmsir menn hafa verið teknir til yfirheyrsiu vegna morðsins og athugað um þeirra ferðir umræddan dag, en þegar Timinn hafði siðast tal af rannsóknarlög- reglunni i gær, hafði enginn verið úrskurðaður f gæziuvarðhald. Rannsóknarlögreglunni sem öðrum er enn hulin ráögáta hvers vegna morðið var framið. Ollum J>eim, sem eitthvað þekktu til Lovisu Kristjánsdóttur ber saman um það að óhugsandi sé að hún hafi átt nokkra óvildarmenn. Svo virðist sem ekki hafi verið hróflaö við neinu i ibúðinni, þar sem morðið var framið, þótt ekki sé hægt aö segja til um það með algjörri vissu, þar eð húsráðend- ur voru ókomnir til landsins i gær, en þeirra var von i gærkvöldi. Eins og greint hefur veriö frá i fféttum var Lovisa heitin beðin um að vökva blóm i ibúöinni i í dag r Islenzk fyrirtæki Grísaból sf. Bókaútgófan Örn og Örlygur m-------► 0 Styrkjum vinóttuböndin opnan Erlendir skókmenn fjarveru mæögnanna, sem brugðu sér i skemmtiferð til Bret- lands. Þá er ennfremur útilokað að um ránsmorð hafi verið að ræða, þvi peningar fundust á lik- inu. Allt tiltækt starfslið rann- sóknarlögreglunnar vinnur nú að rannsókn málsins dag og nótt. Við leit lögreglumanna á Miklatúni á föstudagsmorgun vegna morösins i húsinu við Miklubraut, fundust m.a. frakki og jakki, hengdir upp á trjágrein unn i runna. Rannsóknarlögregl- an óskar eftir þvi að allir þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um þessar flikur hafi samband við lögreglu. Frakkinn er hálfsið- ur, brúndrapplitaður með brúnu gervifóöri. Jakkinn er köflóttur, blágrár með dökkbláum og rauð- um teinum. Jakkinn er hreinleg- ur, en frakkinn hins vegar skitug-' ur. Gunnar ljósmyndari Timans tók myndina hér til hliðar af fötunum O.Ó. Rvik. Starfsár skólanna hefst nú senn, og fylgir þvibreyt- ing á daglegu vafstri tugþúsunda manna. Annatimi tekur við af sumarleikjum barnanna, ung- menni hverfa úr atvinnulifinu og setjast við lestur, og kennarar standa upp af skólabekkjum námskeiðanna, þar sem þeirhafa væntanlega lært nýjar starfsað- ferðir viö kennslu gamalla og ný- uppfundinna námsgreina, ogtaka sér stöðu við púltið og snúa nú baki við töflunni. Tkninn hefurreyntað afla sér upplýsinga um hve margir nemendur og kennarar muni starfa i skólum landsins á kom- andi vetri. Þær liggja ekki fýrir'. En nokkurt mark má taka af tölum siðasta árs varöandi þá sem stunda munu nám og kenna i grunnskólum i vetur. Munu nú hefja störf 2350 fastir kennarar við grunnskólastigið og um 550 stundakennarar. Alls munu um 46 þúsund nemendur stunda nám igrunnskólunum, þar af nær 16 þúsund i Reykjavik. Enn þokast lítið í áttina á Hafréttarráðstefnunni Bandaríkin leggja fram varhugaverða tillögu umverksvið dómstólsins O.Ó.-Rvk. — Nær ekkert hefur þokazt til samkomulags um helztu ágreiningsef nin, og spurningin, sem nú er á vörum flestra fulltrúanna er sú, hvort sá árangur náist á þeim vik- um sem eftir eru að hægt verði að halda ráðstefnunni áfram á næsta ári, eða hvort henni veröur frestað i enn lengri tima. Sennilega fæst ekki skoriö úr þessu fyrr en siðustu daga ráöstef nunnar. Helzta von þeirra bjartsýnustu er sú, að samkomulag náist um það, að forseta hennar og nefndarfor- mönnum verði faUð að semja einn samræmdan texta I stað þess að textinn er nú f fjórum aðskildum textum, eða köflum, þar sem viða er um óþarfa endurtekningar að ræða. Þetta sagði Þórarinn Þórarinsson, alþingismaður, i viötali við Timann, en hann situr nú haf- réttarráðstefnu SÞ i New York. Þessi fimmti fundur haf- réttarráðstefnunnar.sem hófst I New York 2. ágúst s.l. er nú hálfnaöur. Fjórar vikur af starfstima fundarins eru liðnar, en fjórar eru eftir. — Það yrði svo fyrsta verk- efni næsta fundar ráðstefn- unnar, sagði Þórarinn, að ræða um hvort samræmdi textinn yrði notaður áfram sem samningsgrundvöllur, eða hvort hann yrði viöurkenndur, sem formlegt frumvarp, sem hægt væri að byggja atkvæða- greiðslur á. Yrði hiö fýrra cfan á væri vonlaust að ráðstefnunni lyki á næsta fundi. Athygli islenzku fulltrúanna siðustu dagana hefur beinzt mest aö óformlegum eða lokuöum fundum ráö- stefnunnar, þar sem rætt hefur verið um hinn svokallaða fjórða texta, sem fjallar um lausn deilumála og stoftiun sérstaks hafréttardómstóls. Siöustu dagana hafa umræðurnar snúizt um 18. grein þessa kafla, sem er veigamesta grein hans. Hún fjallar um hvaða deiluefnum eigi aö skjóta til sáttagjörðar og úrskurðar dómstóls og hverjum ekki. Eins og ákvæöum 18. greinar er háttað nú er ekki alveg nógu ljóst, hvort auðlindalögsagan fellur undir úrskurð dóm- stólsins eða ekki. Af háifu strandrikjahópsins var þvi lýst yfir iumræöunum, aðhann væri mótfallinn þvi, að auölindalög- sagan, eða yfirráð auðlinda, félli undir úrskurð dómstólsins, þar sem hún tilheyröi strandrik- inu einu. Af hálfu Efnahags- bandalagsins flutti Hoiland til- lögu, sem gekk i gagnstæða átt. 1 upphafi umræðnanna um 18. greinina flutti Hans G. And- ersen sendiherra ræöu, þar sem hann gerði grein fyrir því, að Island gæti ekki fallizt á 18. greinina, nema að það væri ótvirætt, að þau ákvæði hennar, sem eru óákveðin um fiskveiði- lögsöguna,féllu alveg niður, eöa bætt yrði inn i greinina, aö hún næöi ekki til þeirra ákvæöa strandrikisins, sem væru sam- kvæmt 55. og 51. grein texta númer 2., en þær greinar fjalla um rétt strandrikja til aö ákveöa hámárksafla og veiði- getu sina. FluttiHans tillögu i samræmi við þetta. Af hálfu Bandarikjanna kom þá fram óbein gagntillaga þess efnis, aö það félli undir úrskurðarvald dómstólsins, ef strandriki væri talið brjóta gegn ákvæðum sáttmálans vegna ofnýtingar eða vannýtingar á fiskstofnum. 1 framkvæmd. muni þetta leggja fiskveiði- lögsöguna undir úrskurðarvald dómstólsins. Tillaga Banda- rikjanna fékk eindreginn stuðning Sovétrikjanna, og nýtur þvi stuðnings kommúnistarikjanna, Efna- hagsbandalagsrikjanna og margra annarra, sem hafa enga eða litla fiskveiðilögsögu. Liklega mun þó andstaða strandrikjahópsins hindra framgang hennar, en samt má ekki vanmeta þá hættu, sem stafar af tillögunni. Gert er ráð fyrir, aö þegar umræðunum um 18. greinina lýkur veröi settur á laggirnar fámennur rikjahópur til að ræöa um efni hennar nánara og athuga, hvort hægt sé að ná samkomulagi um hana, en um ýmis önnur atriöi hennar er verulegur ágreiningur. Sérstak- lega það, hve mörg mál eigi aö undanþiggja úrskuröarvaldi dómstólsins. I einstökum nefndum ráðstefnunnar hefur h'tið eða ekkert þokazt áleiðis undan- farna daga en það getur breytzt á siðustu dögum ráðstefnunnar. Færi svo, að samkomulag næðist um tvö til þrjú atriði i fyrstu nefnd, gæti það orðiö til að greiða fyrir lausn annarra deiluatriða. Málin viröast vera komin á það stig að náist samkomulag um lausn tveggja eða þriggja stórra deiluefna, þá gætu önnur leystst fljótlega á eftir. En eins og er, þá bendir ekkert til að þetta gerist á ráðstefnunni nú, þótt maöur þori ekki að útiloka neitt, sagði Þórarinn að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.