Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 37

Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 37
Sunnudagur 29. ágúst 1976 TÍMINN 37 Styrkjum vináttuböndin 0 var hérna. — Eldri börnin okkar hika dálitiö viö aö tala Islenzku, þegar viö hjónin erum nálægt, en viö höfum heyrt þau tala saman á máli forfeöra sinna, þegar þau halda aö viö heyrum ekki til! 1 fyrra gistu hjá okkur hjón frá Isa- firöi. Sonur okkar var þá llka staddur hjá okkur, og þá sagöi þessi kunningi minn frá Isafiröi viö mig: „Hann sonur þinn talar ágæta fslenzku.” Mér þótti vænt um aö heyra þetta, þvi ég vissi aö það var af einlægni mælt. — Stundum geri ég þaö aö gamni mlnu að tala Islenzku viö Bergvin son minn. Ég veit á svörum hans, að hann skilur hvert orö sem ég segi, en hann svarar mér alltaf á ensku. Búskapur og félagsmálastörf — Svo viö snúum aftur aö sjálf- um þér: Hefur þú eingöngu helg- aö þig búskapnum, eftir aö þú fluttist út i sveit? — Hvaö atvinnu snerti, var ég fyrstogfremst bóndi, enauk þess hef ég mikiö fengizt viö héraös- og skólamál. Ekki hefurþaö þó veriö mikil tekjulind, þvi aö lengst af hefur sáralitiö fengizt greitt fyrir þá vinnu, og framan af árum alls ekki neitt. Ég var lengi svo kallaöur skóla- skrifari, en það er maður sem heldur skólareikninga, greiðir kennurum og öörum starfemönn- um skólans laun, o.sírv. Jafn- framt þessu átti ég sæti i skóla- nefnd. Ariö 1959var áttatiu skóla- héruöum steypt saman I eitt og kosin fimm manna skólanefnd yf- ir allt saman. Ég var kosinn I þessa nefnd og sat þar, þangaö til ég baðst lausnar 1973. A þessum tima var ég formaður nefndar- innar I sjö ár. Sveitastjórnarmál eru meö öör- um hætti I Ameriku en á Islandi. Viö segjum alltaf „sveitamál”, þegar þessa hluti ber á góma þar, en i rauninni eru þaö héraösmál, þvi aö hjá okkur eru margar sveitir I hverju héraði. Upphaf- lega mynduöust sveitirnar i kringum skólana. Þeim var kom- iö fyrir sem næst miösvæöis á hverjum staö, svo aö börnin ættu öll álika langt aö sækja, og gætu gengiö til og frá skólanum, þvi aö vegir voru engir komnir þá. Síöan varö skólahúsiö nokkurs konar miöstöö sveitarinnar og I kring varö byggöin þéttari en annars staöar.l skólahúsunum voru allt- af haldnar samkomur áöur fyrr, en nú, á öld blla og góös vega- kerfis, fara flestir inn i borgirnar til þess aö skemmta sér, og jafn- framt er félagslifiö i sveitunum aö leggjast niöur. I héraöinu okkar eru fimm sveitir, þar voru upphaflega sjö skólar. Fólksfjöldi I ölluhéraðinu er núna rétt um tvö þúsund. 1 Ar- borgeru um þúsund manns. Hún hefur nú fengiö sjálfsstjórn, — þaö myndu llklega vera kölluö kaupstaöarréttindi á íslandi. Riverton haföi fengiö sjálfsstjórn nokkru fyrr, en Mikley hefur aft- ur á móti ekki fengiö sllk réttindi, þaö var heppilegra fyrir þá þar að vera undir forsjá rikisins, þvl aö meö þvl móti fengu þeir miklu meira fé til framkvæmda. Afskipti mln af héraösmálum hófust meö þeim hætti, aö áriö 1938 dó gamall maöur, sem haföi átt sæti i héraösstjórninni, og þá var ég skipaöur I hans staö. Um haustiö þetta sama ár, átti aö kjósa mann I starfið, og tveir sóttu um, ég og annar maður til. Ég hlaut kosningu, og sat I stjórn- inni tvö næstu árin. Þaösótti eng- inn um starfiö á móti mér I tvö skipti, en þá sagöi ég af mér, þvi aö börn min voru lítil og ég haföi meira en nóg aö gera heima. Ariö 1949 dó formaöur héraös- stjórnarinnar. Þá var komiö til mln og ég beöinn aö taka starf hansaömér. Églét undan og sótti um starfið, en annar maöur sótti á móti mér, einnig I þaö skipti, eins og foröum. Ég vann þó kosn- inguna, og þaö er ekki aö orö- lengja, aö ég hef veriö formaöur þessarar héraösstjórnar slöan. Þaö eru þvl aö öllu saman lögöu rösklega þrjátiu ár, sem ég hef setið I héraösstjórninni, og mest- an hluta þess tlma sem formaöur. — Istjórninnierufimm menn auk mln, og svo aö sjálfsögöu skrií- stofufólk, sem aö visu er ekki margt. Opinberar stofnanir eru fluttar úr borgum út i sveitir, fólkinu til hagræðis — Þú hefur alltaf sinnt búskap af fullum krafti, þrátt fyrir þessi opinberu störf? — Já, það hef ég alltaf gert. Fundir eru alltaf haldnir einu sinnii mánuöi, annan miövikudag hvers mánaðar. Ef einhver sér- stök mál eru á döfinni, sem nauð- synlegt er aö taka ákvöröun um strax, eru haldnir aukafundir, og þá gjarna á kvöldin. Svo er llka alltaf dálitiö um sendiferöir — erindisrekstur viö stjórnarvöldin I Winnipeg. Þaö er svo sem ekki mjög langt aö fara, viö erum svona hálfan annan klukkutlma að aka þaö á bil, alveg inn I miö- borg Winnipeg. — Héraösmenn eru auðvitaö ekki allir af islenzkum ættum? — Nei, viö teljum, aö rétt um helmingur sé fólk af islenzkum ættum, en hinn helmingurinn annarra þjóöa menn. Lengi var þar margt af Pólverjum og Úkrainumönnum, en á slöari ár- um hefur þetta blandazt meira. Nú eru llka komnar stjórnarskrif- stofur, sem ekki voru áöur, en sú stefna er mjög ofarlega á baugi hjá okkur aö færa opinber emb- ætti út I byggðirnar. Hjá okkur er komin stór vegamálaskrifstofa, sem hefur veriö flutt frá Winni- peg, og er nú I Arborg. Nú munu vera fimm opinberar skrifstofur vlös vegar I Manitoba. Þetta er gert fyrir fólkiö, svo aö menn þurfi ekki aö fara langar leiöir til þess aö reka erindi sin og ná tali af ráöandi mönnum. Winnipeg er svo aö segja úti I horni á fylkinu, og þeir sem lengst áttu aö sækja, þurftu aö aka I heilan dag, áður en þeir komust til borgarinnar. Svo þurfti auövitaö að gista i borginni og daginn eftir fór mest- ur tlminn i aö ná tali af þeim ráöamanni sem um var aö ræöa hverju sinni, þótt sjálft erindið viö hann tæki ekki nema fimmtán eöa tuttugu minútur. Þá var oröiö of seint aö leggja af staö heim, og næstu nótt var aftur gist I borg- inni. Næsti dagur fór svo allur i heimferðina. Þannig gat þaö iöu- lega tekiö menn þrjá daga aö reka erindi, sem I rauninni var ekki nema nokkurra minútna verk. — Fyrir nú utan erfiöiö og bensineyösluna. Menn sáu auö- vitaö að þetta var lltil bú- mennska, enda held ég aö menn séu yfirleitt mjög ánægöir meö hið nýja fyrirkomulag, og þaö er ekkert þvi til fyrirstööu aö starf- rækja stjórnarskrifstofu meö tuttugu eða þrjátiu manna starfs- liöi í smábæ, sem telur þúsund Ibúa, eöa jafnvel enn færri. Þeim fer fjölgandi sem hafa áhuga á islenzkum málefnum — Næst langar mig aö tala um þjóöernismál við þig: Hittist þiö, lslendingarnir, ekki stundum, einungis tii þess aö tala Islenzku? — Því miöur er lltiö um sllkt. Hins vegar hefur fólk af Islenzk- um ættum, sem býr I borgunum, myndaö meö sér félagsskap eöa samtök. Þessi félög halda síöan fundi, og þótt þar sé alltaf töluö enska, þá er talaö um Island og tslenzka menningu. Til þess eru fengnir menn, sem hafa góöa þekkingu á tslandi og Islenzkum málefnum. — Ég held, aö þess háttar félagsstarfsemi hafi á slö- ari árum risiö upp I flestum eöa öllum borgum I Kanada, jafnvel þar sem ekki eru nema tlu eöa tólf fjölskyldur af íslenzkum ættum. — Er ekki orðiö fátt um Is- lenzkumælandi fólk meöal Vest- ur-islandinga? — Jú, og þvl fer alltaf fækkandi. Hins vegar fer þeim fjölgandi, sem hafa áhuga á islenzkum mál- efnum ogislenzkrimenningu. Viö þurfum ekki annaö en aö llta á hina stóru hópa Vestur-ís- lendinga, sem hafa komiö hingað til „gamla landsins” á undan förnum árum, til þess aö sann- færast um þetta. Jafnvel fólk, sem ekki skilur orö I Islenzku, hefur brennandi áhuga á þvl aö koma á stöðvarforfeöra sinna hér á tslandi og aö vita sem mest, bæöi um sögu þjóöarinnar og lff hennar á liöandi stund. Enginn vafi er á þvi, aö áhugi Vestur-tslendinga á Islenzkri tungu óx aö miklum mun, eftir aö stofnað haföi veriö kennaraemb- æ'tti I islenzkum fræöum viö Manitobaháskóla 1951,ogþeir dr. Finnbogi Guðmundsson og Har- aldur Bessason prófessor eiga þar ósmáan hlut. Nú gerist þaö æ oftar, aö ungt menntafólk af is- lenzkum ættum leggi stund á is- lenzka tungu sem sérgrein. Þaö er vitaskuld mikiö gleöiefiii, en hins ber aö gæta, aö þessir ein- staklingar eru tiltölulega fáir, og mér býöur i grun, aö þrátt fyrir þetta muni islenzk tunga i Amerlku deyja út sem lifandi mál. En þótt viö, „eldri kynslóö- in”, teljum aö Islenzkan muni deyja meö okkur, sem lifandi mál, eins og ég komst aö oröi, þá skulum við núsamt minnast þess, aö hún hefur þraukaö lengur þar vestra en menn Imynduöu sér um siöustu aldamót. Þá sögöu ýmsir, aö máliö yröi dautt aö tlu árum liðnum, en nú eru liönir sjö ára- tugir, og meira þó, og enn er til Is- lenzkt fólk I Kanada, sem talar samaná islenzku. „Þaölifir lengi i gömlum glæöum.” Ljóð Guðmundar Friðjónssonar kveikti þann eld, sem enn logar skært — Það kom fram snemma I spjaUi okkar, að þú heföir veriö kominn yfir tvitugt, þegar áhugi þinn á islenzkri tungu vaknaöi. Var nokkur sérstök ástæöa til þeirra sinnaskipta, önnur en þetta sem viö blasir, aö þú ert af islenzku bergi brotinn? — Þaö var gott aö þú spuröir svona, þvl aö satt að segja langar mig til þess aö segja frá þessu, þótt ég viti varla, hvort mér tekst aö gera fólki svo skiljanlegt þaö sem fyrir mér vakir, að þaö eigi auövelt meö að setja sig I min spor. Eftir aöég komsttil vits og ára, varð mér tiöhugsaö til gamla fólksins, eins og til dæmis hennar ömmuminnar,sem fluttist vestur um haf frá Islandi, eftir aö þaö var komið fram á miöjan aldur eða meira, og læröi aldrei stakt orö I ensku. — Amma min var oröin sextug, þegar hún fluttist til Amerlku, og fósturforeldrar mln- ir, sem auðvitaö voru einni kyn- slóö yngri, lærðu aldrei neina ensku, aö heitiö gæti. — Hugur þessa fólks var allur á Islandi, en þvi datt ekki i hug., aö þaö ætti nokkru sinni eftir aðstiga þar fæti á jörö, enda varö þaö auövitaö _ ekki. Þaö festi ekki rætur I hinum _ nýju heimkynnum, en liföi öllu sinu andlega lifi bókstaflega i öörum heimi, — I landi, sem þaö vissi, að þaö myndi aldrei sjá né heyra framar. Og nú fór ég aö hugsa um, aö þetta fólk ætti I raun og veru ekki neitt föðurland. Þaö haföi glataö æskustöövum slnum, en ekki fengiö neitt I staöinn, — enga and- lega eöa tilfinningalega fótfestu. Svo geröist þaö einn góðan veöurdag — ég hef vlst veriö kominn á milli tvttugs og þrítugs — aö ég rakst á kvæöi Guömund- ar Friöjónssonar, Ertu á förum, elsku vinur, / út I heiminn, vestur i bláinn? — Þótt ég væri ekki sterkur i Islenzkunni, gat ég þó stautaö mig fram úr kvæðinu. Ég læröi þaö strax, og hef kunnaö þaö síöan. Ég á ekki auövelt meö að lýsa tilfinningum minum, þeg- ar ég haföi lesiö þetta afbragös- kvæöi, en þaö haföi áreiöanlega dýpri áhrif á mig en allt annaö sem ég las um þaö leyti. Einkum snart þaö mig djúpt, þegar Guö- mundur spyr vin sinn I kvæöinu: „Ætlaröu aö ... kasta I enskinn börnum þinum?” Ég gleymi ekki þessari reynslu á meöan ég lifi, — og nú fór ég aö lesa islenzku af kappi. Ég las allt, sem ég náöi I, en eins og ég gat um hér aö fram- an, voru þaö helzt Islendingasög- ur, sem ég átti kost á til lestrar, einkum fyrst i staö. Svo fór ég aö viða aö mér islenzkum bókum, ég eignaöist Andvökur Stephans G„ ég las þær og læröi þær aö veru- legu leyti. Þær uröu mér ómetan- legur skóli. — Og svo hefur þú auövitaö eignazt verk Guðmundar á Sandi, þess skálds, sem foröum kveikti i þér þann eld, sem hefur ekki kulnað siöan? — Nei, þvi er nú verr. Þótt ég eigi talsvert mikiö af islenzkum bókum, þá hef ég ekki eignazt rit Guðmundar Friöjónssonar. Ég get varla sagt, aö ég kunni annaö eftirhann en kvæöið, sem viö vor- um að tala um, og svo smásöguna Gamla heyiö. Mikiö ljómandi er hún góð! Hef ekki gaman af að ferðast neitt — nema hingað — En svo viö snúum okkur aö liðandi stund: Ertu ánægöur meö þessa Islandsferö, sem nú er senn á enda? — Já, harðánægður, enda ekki annaö hægt. Ég byrjaöi á þvi aö fara austur I Hornafjörö, á ættar- slóöir móöur minnar. Þaöan fór ég noröur i Vopnafjörö, en siöan hefur leiöin legiö vlös vegar um landiö. Viö höfum fariö út i Vest- mannaeyjar, vestur til Isafjarö- ar, Brjánslækjar, Stykkishólms, og þaöan að ölkeldu, þar sem viö stönzuöum I sumarbústaö Þóröar Kárasonar, lögreglumánns, en viö h jónin höfum mjög notiö gest- risni Þóröar og konu hans þennan tlma. Einn daginn tók Asmundur Sigurösson, fyrrverandi alþingis- maöur, okkur meö sér austur i Hverageröi og sýndi okkur Garö- rykjuskólann þar. Þaö var ákaf- lega gaman, og merkilegt aö sjá alla ræktunina I Hverageröi. —- Allan þennan tlma hefur veöriö leikið viö okkur. Þaö mátti heita að sólskiniö fylgdi okkur, hvar sem viö fórum, þangaö til viö komum aö Olkeldul gærkvöld. Þá byrjaöi aö rigna, og slöan hefur veriö þungviöri, — en nú er feröin lika bráöum á enda. — Þetta er ekki fyrsta ferö þln til Islands? — Nei, viö hjónin höfum komiö hér fjórum sinnum áöur. — Og þú ætlar auövitaö aö koma aftur? — Þaö veit ég nú ekki. Ég er oröinn of gamall til þess aö gera áætlanir og spá fram I timann. Hinu neita ég ekki, aö mér myndi þykja ákaflega gaman aö koma héroftar, ef tækifæribyðist. — Ég er búinn að koma talsvert vlöa um dagana, oghef til dæmis ferö- azt um Ameriku þvera og endi- langa. Nú er ég llka búinn aö sjá svo mikið af Islandi, aö þaö freistar mln ekki beinllnis aö feröast meira um landiö, þótt alltaf sé gaman aö koma hingaö. Hins vegar hef ég mikla löngun til þess aö kynnast þjóðinni betur. Mig langar að styrkja þau vina- kynni.semskapazthafa á feröum minum hingaö, og stofna til nýrra. Núoröiö hef ég eiginlega ekki gaman af að feröast neitt — nema hingaö til Islands. —VS. HUS byggjendur hugsið um stofnkostnað, rekstrarkostnað og velliðan i rétt upphituðu húsi HDHXit, býður allt þetta 3\° 6í° Mjög hagkvæmt verð Hárnákvæmt hitastil. ADAX ofnarnir þurrka ekki loft. Yfir 20 mismunandi gerðir. isl. leiðarvisir fylgir Samþykktir af raffangaprófun. Rafmagnsv. rikisins ------------------------ e: , Til Einar Farestveit & Co hf Bergstaðastræti 10A Reykjavík Ég undirritaður óska eftir bæklingum yfir ADAX rafhitun Nafn Heimilisfang. BarnaskóliGarðabæjar tekur til starfa miðvikudaginn 1. septem- ber. Nemendur mæti sem hér segir: 6. bekkur kl. 9 f.h. 3. bekkur kl. 13 e.h. 5. bekkurkl. lOf.h. 2. og 1. bekkurkl. 14e.h. 4. bekkur kl. 11 f.h. 6ára kl. lOf.h. Nýir nemendur hafi með sér skilriki frá öðrum skólum. Skólastjóri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.