Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 10
Grísaból Svínabú Kristins Sveinssonar, húsasmíðameistara ALDREI ÁNÆGÐARI EN ÞEGAR ÉG ER KOM- INN í SVÍNA GALLANN Hjónin Margrét Jörundsdóttir og Kristinn Sveinsson, húsasml&ameistari og svlnabóndi ásamt sonum slnum, Jóhannesi og Jörundi, og þau halda á nýfæddum grlsum, sem eru skemmtileg ungviöi. Aö baki sést nýja sjálfvirka aligrlsabúið. KRISTINN Sveinsson, húsa- smi&ameistari hefur mörg járn i eldinum. Hann er einn umsvifa- mesti iðna&arma&urinn I höfuð- borginni, og hann hefur árum saman stundað svinarækt — og alifuglarækt i tómstundum. Þó eru störf hans á tómstundasviö- inu það umfangsmikil, a& þau gætu tekið allan hans tima, ef þvi væri aö skipta, þvi þetta er stór- búskapur. Með hærri skatta en,, skattakóngurinn” Yfir þessu starfi hefur verið kyrrð og það er hljótt um nafn Kristins Sveinssonar, nema þá helzt þegar skattskráin, sú is- kalda staöreyndabók, sér dagsins ljós, en þar er Kristinn Sveinsson oftast með þeim hæstu, stundum hærri en sjálfur skattakóngurinn Rolf Johansen ef allt væri lagt samán, þvi að Kristinn borgar skatta I fleiru en einu skattum- dæmi vegna atvinnurekstrarins. Skattamál Kristins Sveinssonar eru þó ekki til umræðu hér i dag og ekki heldur byggingastarfsemi hans, heldur aukagreinin svina- ræktin, sem verður að teljast mjög athyglisverð starfsemi, þvi að það hefursýntsig að unnt er að reka svlnabú með ágætum ár- angri hér á landi, þótt innlent fóður sé af skornum skammti — ennþá. Við hittum Kristin á búi hans Rá&sma&urinn, GuOni Agústsson, meö fjóra aligrlsi Rætt við Kristin Sveinsson, svínabónda á Hamri við Úlvarsfell Hamri, sem er skammt frá höfuð- borginni, i suðurhliðum Úlfars- fells, en þar hefur hann reist ýms mannvirki, sem hýsa svinabúið. Alifuglabúið suður I Straumi við Hafnarfjörö, hefur hann leigt frá þvi um áramót og verður ekki fjallað um það hér. Fyrst spurðum við Kristin um ætt og uppruna — og um uppvaxt- arárin og hafði hann þetta að segja: Kristinn Sveinsson Dalamaður — Foreldrar minir byggðu ný- býlið Sveinsstaði i Klofnings- hreppi i' Dölum. Foreldrar minir voru Salóme Kristjánsdóttir og Sveinn Hallgrimsson. Faðir minn dó árið 1936, en móðir min fyrir tveim árum, en þau áttu lObörn, og var ég I miðj- unni, fimmti ofan frá. Ég var aðeins 12 ára gamall þegar faðir minn lézt, en móðir min hélt áfram búskapnum með börnum sinum, sem reyndu að hjálpa til eftir þvi sem unnt var. Ég fór að heiman I fyrsta sinn 16 ára gamall, og lenti þá á ágætu heimili, að Efra-Hvoli i Mosfells- sveit, hjá Vigmundi Pálssyni og Ingveldi Arnadóttur, en það er hérna skammt frá. Ég hafði alltaf áhuga á smiðum en gatnú ekkert átt við þaö fyrstu árin, þvi að ég varð að vera heima hjá móður minni á sumrin til að hjálpa við heyskapinn, þvi þá voru engir styrkir eða þess háttar til þess að gera hlutina mögulega, eins og núna er. Ég vann fyrir mér utan heimilis á veturna, en var svo heima á sumrin. Arið 1944 hóf ég siðan smiða- nám og lauk sveinsprófi um vorið 1948, enþá fór ég vesliir i Dali en ég tók að mér að endurbyggja húsmæðraskólann að Staðarfelli. Það tók tvö ár. Þaðan lá leiðin norður til Akur- eyrar, en konan min, Margrét Jörundsdóttir er úr Hrisey. Við bjuggum á Akureyri I fjögur og hálft ár, en fluttum svo til Reykjavikur árið 1955, og siðan hef ég rekið sjálfstæðar húsbygg- ingar hér i bænum, og byggt að mestu fyrir samborgarana, en einnig á stundum hef ég byggt hús og selt siöan á ýmsu byggingar- Haraldur Blöndal, „matreiðslumaöur” hrærir I nornakatli sinum, en þarna er soöiö fyrir gylturnar. Þær fá kássu úr mölu&um beinum og ýmsu öðru og auk þess kartöflur. Innan skamms fá þær svo aö reyna grænfóöur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.