Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 29. ágúst 1976 í spegli tímans Hundar á dansleik A einni myndinni, sem hér fylg- ir, sjáið þið heilan hóp af púdel- hundum, sem allir eru klæddir i búninga, og eru þeir tilbúnir til þess að fara á áramótadansleik- inn, sem eigandi þeirra heldur þeim um hver áramót. Konan, sem á þessa skemmtilegu hers- ingu, heitir Erna Thygesen og á heima i Funder rétt hjá Silki- borg á Jótlandi. Hún ólst upp I litilli ibúð á österbro I Kaup- mannahöfn, og þar var algjör- lega bannað að hafa hunda. Erna þráði ekkert eins mikið og að eignast hunda, en þá ósk hennar var þó lengi vel ekki hægt að uppfylla. Skammt frá heimili hennar var starfrækt hundasnyrtistofa, og þangað fór litla telpan eins of t og hún gat þvi við komið. Hún fékk þó ekki að koma inn á snyrtistofuna, senda þá foreldrunum, sem enn eru i hundabúi Ernu, bréf og myndir, og eigendur þeirra segja sögur af þeim I bréfunum, og skýra af mikilli nákvæmni frá framförum þeirra og fram- gangi i lifinu. Hundarnir á búi Ernu lifa mjög rólegu lifi. Allt er gert til þess að þeim liði sem bezt. Þeir eru aldir upp m.a. i þeim tilgangi að eiga siðar eftir að taka þátt i hundasýningum og vinna verðlaun, enda eru þeir hreinræktaðir og sérstaklega fallegir allir saman. Einstak- lega vel er hugsað um þá. Feldur þeirra er hirtur og snyrt- ur eftir kúnstarinnar reglum, og mun það geta tekið allt að sex klukkustundum að snyrta hvern hund. Það þarf að klippa neglur þeirra, hreinsa tennurnar, og svo verður á minnst þriggja vikna fresti að klippa hvern hund smávegis, þótt ekki sé það gert nákvæmlega svo oft. Það er hægt að kenna hundum að leika alls konar listir. Hérna sjáið þið t.d. einn vera að draga vörubil, og annar situr aftan á, Svo geta hundarnir stokkið hæð sina, og gera það gjarnan, þegar þeir eru að leika við eiganda sinn. A einni myndinni heldur Erna Thygesen á nýfæddum púdel- hundi. Hann var svo smávax- inn, þegar hann fæddist, að hann fyllti varla út i lófa Ernu. Á jólunum setja hundarnir gjarnan upp jólasveinahúfur, sér og öðrum til ánægju, og svo er það dansleikurinn, sem við minntumst á i upphafi. Fyrir hann klæðast herrarnir kjól og hvitt og dömurnar eru I siöum samkvæmiskjólum. heldur varð hún aö láta sér nægja að kikja inn um gluggana, og sjá, þegar veriö var að snyrta hundana, sem þangað var komið með. Þegar svo Erna varð fullorðin rættust draumar hennar um að eignast hunda. Nú rekur hún hundabú á heimili sinu á Jótlandi. Hún á þar hvorki meira né minna en 19 púdel-hunda, sem reyndar eru alltaf að auka kyn sitt, og af- komendurnir eru nú viðs vegar um alla Danmörku. Á hverjum jólum stynja póstmennirnir I Silkiborg undan öllum þeim mikla fjölda bréfa og korta, sem hundum Ernu berst. Börnin með morgunkaffinu Ég er meö ofnæmi fyrir ofbeldi, ég fæ bæöi marbletti og skuröi af sliku. Veiztu hvaö vantar I eldhúsiö? Hana mömmu. DENNI DÆMALAUSI Ei' þetta væri á veitingahúsi myndum við setja þetta allt I poka fyrir hundinn, og ekkert vera aö þrasa út af þvi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.