Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 29. ágúst 1976 TÍMINN 3 AAikil gróska í bílaiðnaðinum MIKIL gróska virðist nú aftur vera komin i bllaiðnað vestan hafs og austan, ef marka má ummæli bflablaða um þau mál. Ef ég man rétt þá voru mörg framleiðslumet slegin hjá bandariskum bilaverksmiðjum á fyrrihluta ársins. 1 Vestur-Þýzkalandi hafa líka verið slegin mörg framleiðslu- met. Þar voru framleiddir fleiri bilar á þessum tima en nokkru sinni áður. Alls voru seldir á þessu timabili 1,3 milljónir bif- reiða, og var sölumetið frá 1973 þar með slegið, en það var 1,2 millj. bifreiða. Salan i ár er 4,4 prósent meiri en nokkru sinni áður á sama tíma. Astæðan fyrir þessari miklu framleiðslu- og söluaukningu austan hafs og vestan er eflaust sú, að nú er áhrifa oliukreppunnar hætt að gæta i eins rikum mæli og undanfarin ár. Þá dróst fram- leiðsla bifreiða töluvert saman, og afleiðingin er auðvitað sú, að svo jafnvægi náist á bilasölu- markaðnum, verður að fram- leiða og selja mun fleiri bila nú en á oliukreppuárunum. Þetta er sama sagan og hefur verið hér á landi. Vegna efnahags- ástands eða ráðstafana stjórn- valda hefur bilainnflutningur dregiztmjög saman sum ár, en afleiðingin er svo sú, að næstu áreykst bilainnflutningur mikið og setur allt gjaldeyriskerfið úr skoiðum. Nú eru islendingar I lægð hvað þetta snertir, og af- leiðingin verður sjálfsagt sú, að á næstu árum verður óeðlilega mikill innflutningur. Æskiíegast væri aö innflutningur væri sem jafnastur frá ári til árs, — það er bezt fyrir bileigendur, inn- flytjendur og rikiskassann. En það var bilaframleiöslan og salan i Vestur-Þýzkalandi. Aðalkeppinautarnir þar Opel og Volkswagen heyja harða sam- keppni. Opel hefur vinninginn það sem af er þessu ári með rúmlega 281 þúsund seld öku- tæki. Það er21,3prósent af allri sölu vestur-þýzkra bila þar I landi. Volkswagen er með 21 prósent af markaðnum, — svo parna er hart barizt. Ef bætt er við dótturfyrirtæki VW, sem er Audi-NSU, er öll sú samsteypa með 28.3 prósent af markaðn- um. Mest seldi billinn I Vestur-Þýzkalandi I júli var VW Golf — tæplega 17 þúsund biiar — og mest söluaukning varð I Opel Manta bilum. Jókst salan á þessum bilum um hvorki meira né minna en meira en yfir 500 prósentmiðað viðsama mánuð I fýrra, eða úr 1100 bilum i rúm- lega sjö þúsund, segir I þýzku bilablaði. BMW 525 og Merciedes 250 Iblaðinu er einnig greint frá samanburði á fimm evrópskum sexstrokica bilum,sem allir eru nokkuö likir að mörgu leyti. 1 tveimur blöðum hefur reynslu- lið blaðsins greint frá kostum og Hér eru bfiarnir fimm, sem Þjóðverjarnir reynsluóku og gáfu einkunn. Efst er BMW 525, þá Mercedes 250, siðan Peugeot 604, Renault 30 TS og neðst er Volvo 264 DL. Myndirnar voru teknar i reynsluakstrinum og reynir greinilega mikið á þá i þessum akstri. göllum þessara bila, sem eru BMW 525, Mercedes 250, sem mun vera nýr á markaðnum, Peugeot 604, Renault 30 TS og Volvo 264 DL. Liklegast er nú Volvoinn þekktastur þessara bila hér á landi, en lokaeinkunnin, sem bilarnir fengu eru, að þýzku bil- arnir BMW og Mercedes fengu 476 punkta hvor og urðu I fyrsta sæti. BMW billinn var talinn „sportlegastur” og Bensinn vandaðastur. 1 öðru sæti varð Peugeot 604 með 441 punkt og var billinn talinn þægilegastur þessara bila. 1 þriðja sæti varð Renault 30 TS. Var hann talinn frumlegastur bilanna. I fjórða sæti varð Volvo 264 DL með 413 punkta og jafnframt var hann dýrastur þessara bila i Þýzka- landi. K.J. Frá Njarðvíkurskóla Kennarafundur verður miðvikudaginn 1. september kl. 14. Nemendur komi til innritunar föstudaginn 3. september sem hér segir: Nemendur 10 ára og eldri komi kl. 10. Nemendur 6 ára komi kl. 10. Nemendur 7-9 ára komi kl. 11. Skóiastjóri. r HEFST A MORGUN í 4 verzlunum samtímis Allt nýjar og nýlegar vörur LÁTIÐ EKKI HAPP ÚR HENDI SLEPPA Herraföt m/vesti St. jakkar Terylene & ullarbuxur búnar til beint á útsölu Denim buxur Flauelisbuxur Denim mussur Skyrtur Blússur Herrapeysur Dömupeysur Dömukúpur Herrafrakkar Kjólar Dömudragtir Bindi omfl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.