Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 29. ágúst 1976 Séö yfir svlnabúgaröinn Hamar, en hann heitir eftir fjallinu fyrir ofan. Lengst til 'w. er nýtt ibúöarhús. Þá taka viö svínahúsin. Fyrst er þaö fæöingardeiidin, svo grislingahús, loks alisvfnahúsiö, sem er nýjast. Auk þess er þarna sláturhús, þvi aö nú þarf aö fara alla leiö austur aö Selfossi, til þess aö slátra svlnum. AAerkilegur gris, Rósalind aö heiman, þá setti ég mig aldrei úr færi aö skoða svin og svinabú, hvar sem þvi var viö komið. Ég hafði snemma hug á aö reyna svinarækt, en af þvi varð þó ekki fyrr en mörgum árum sið- ar, er ég frétti að til sölu væri hálft svinabú suður i Straumi, skammt sunnan við Hafnarfjörð. Hinn helminginn átti Bjarni Biomstenberg, kaupmaður i Hafnarfirði. Þetta var áriö 1959. Bjarni tók mér vel, þegar ég kom að skoða þetta og kvaðst nú ekki vilja eiga þetta með neinum og vildi hann selja sinn part lika. Tveimdögumsiðarræddum við saman. Ég hafði verið að reyna i millitiðinni að athuga hvort ég gæti keypt þetta. Þá bauðst hann til þess að lána mér peninga sjálf- ur, þvi að hann ætti dálitiö af aur- um, sem hann þyrfti ekki að nota i bili. Það fór þó svo að ég gat klof- iö þetta án hans aðstoðar, seldi m.a. nýjan bil sem ég átti, þann fyrsta, sem ég hafði eignazt nýj- an, og tók aftur að hjóla i vinn- una. Bjarna hafði snúizt hugur, og átti sinn part áfram og við rákum þetta saman i bróðerni i fjögur ár eða svo, en þá keypti Sigurjón Ragnarsson á Hressingarskálan- um af honum hans part í búinu. Við Sigurjón rákum þetta bú siðansaman i fjögur ár, eða svo, en þá seldum við búið að Þóru- stööum i ölfusi, nema ég héit eftir þrem gyltum og einum iítíum gris. Nýtt s vinabú að Hamri — Var þetta stórt bú? — Þaö var svona 300-400 dýr, eh dálitið misstórt þó. Nú, ég keypti hús hérna og hálfan hekt- ara lands, og þar kom ég dýrun- um fyrir og hirti þau sjálfur á- samt annarri vinnu I sex eða sjö mánúði, en þá haföi dýrunum fjölgað svo að þau voru orðin 110. Ég fór uppeftir fyrir allar aldir á morgnana til þess að gefa þeim og varð að vera kominn aftur i bæinn fyrir klukkan hálf sjö á morgnána, og svo varð ég að fara upp eftir aftur á kvöldin, og jafn- vel að vaka yfir þeim heilu næt- urnar, t.d. þegar komið var aö burði. Þessi staöur hét þá Friðarlund- ur. Ég fékk, sem áður sagði, háK- an hektara lands og siðar annan til viðbótar, og að lokum enn meira, svo landið sem ég hef nú hér er um 3 hektarar. Hér stóðu nokkrar gamlar úr sér gengnar byggingar, sem nú hafa verið rifnar, t.d. tvö litil ibúðarhús, en þetta hefur verið rifið til þess að rýma fyrir nýjum húsum, ráðsmannshúsi og viðbót við svinabúið. Hér var áður svinabú, sem rúmaði um 150 dýr. Núna er unnt að hafa hér 1100 dýr með góðu móti. 600 ferðir á sex mánuðum 1 ibúöarhúsinu er þriggja herbergja ibúð fýrir ráðsmann, ásamt tilheyrandi þvottahúsi og öðru. Ráðsmaðurinn heitir Guðni Ágústsson og heitir kona hans Margrét Hauksdóttir. -Þetta var árið 1968, sem ég byrjaði hérna og ég var einn. Það gat auðvitað ekki gengið til fram- búðar. Ég skráði ferðir minar hingað og mér reiknaðist til aðég hefði farið 600 ferðir hingaö upp eftir á sex mánúðum. Fyrst réði.ég einn mann, en svo kom auðvitaö að þvi að hann þurfti að fá fri, svo ég sá að ég þyrfti að hafa þetta svo stórt að það bæri tvo menn og það var gert, og hafa þvi verið hér tveir menn i sjö ár. Frá upphafi hafa verið hér þrir ráðsmenn. Einn var lærður svúiahirðir frá írlandi, en hinir með öllu óvanir svinum þegar þeir réðust hingað, þótt þeir væru á hinn bóginn vanir skepnuhirð- ingu, og það blessaðist vel. Þeim til aðstoðar er svo maður, og hefur tengdasonur minn verið að- stoðarmaður hér I þrjú ár, en hann stundar annars nám i há- skólanum á veturna. Hann heitir Haraldur Blöndal. Svin i ýmsum deildum — Fyrir tveim árum tókum við I notkun hér nýtt svinahús fyrir aligrisi. Það er 700 fermetra hús með sjálfvirkum fæðibúnað'i og vélmokuðum flór. Þetta hús tekur 600 aligrisi, en dýrin eru höfð i deildum eftir aldri, og hlutskipti. Fyrst er það fæðingardeildin, þar sem gylturnar fæða og eru með afkvæmin 5-8 vikur, en þá eru þau tekin og sett i sérstakt hús, þar sem þau eru um hrið unz þau fara i húsið fyrir aligrisina, þar sem sjálfvirka kerfið er. Sér- stakt rými er fyrir geltina og fyrir verðandi mæður, og svo erum við að ljúka við sláturhús og kæli- geymslu. Vélar eru komnar og þetta getur farið i gang á næst- unni. — Hvers vegna sláturhús? — Það er alveg bráðnauösyn- legt, þvi að það er ekki lengur neitt sláturhús i Reykjavik, eftir að sláturhús Sláturfélags Suður- lands brann og var lagt niður. Við verðum þvi að fara með dýrin austur á Selfoss til slátrun- ar, en það er alltof kostnaðar- samt, svo við munum eftirleiðis slátra hér á staðnum. Svinastofn i hættu? — Ef viö vikjum ögn aö sjálf- virka eldishúsinu. Hvaö kostar Rósalind og vinir hennar koma úr baöi. Þá fannst Rósalind gott aö fá pelann sinn áöur en gengiö var til náöa. Stolt móöir meö ungana slna svona hús? — Á sinum tima kostaði fóðr- unarkerfið 3,5 milljónir króna. Svona hús með öllum búnaði myndi kostanúnaum 20milljónir króna, að ég hygg. — Hver er bústofninn? — Það eru nákvæmlega 900 dýr á búinu núna, 94 gyltur, fjórir geltir, og hitt eru svo grisir á öll- um aldri. Þetta eru aligrisir og eru aldir til slátrunar, en það tekur um sex mánuði, fimm og hálfan, til sex og hálfað mánuð. Þetta virðist svipaður árangur og vaxtarhraði og tiðkast t.d. i Noregi og Danmörku, en á hinn bóginn er islenzki svinastofninn ekki nógu góður. Hann er of litill, og dýrin eru orðin of skyld af þeim sökum. Ekki hefur tekizt að fá flutt inn kynbótadýr, né heldur sæði. Það siðarnefnda er þó með öllu hættu- laust. Má til nefna að Danir flytja inn sæði frá Noregi i stórum stil og óhappalaust, enda frá dýrum sem eru á viðurkenndum búum og eru laus við sjúkdóma. Engar visindalegar kynbætur eru stundaðar á svinastofninum, nema hvað hver og einn gerir á eigin svínabúum, en örðugt er samt um vik vegna aðstæðna. Þetta veldur þvi, að holdafar er ekki eins ákjósanlegt á okkar svinum og t.d. er i Noregi á svin- um þar, þótt islenzka svinakjötið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.