Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 29. ágúst 1976 1 130. þætti þann 11. júli var birt mynd af „leiksystrum” sitjandi á steinriði landshöfð- ingjahússins i Reykjavik, Skál- holtsstig 7. Nú eru nöfnin komin til skila, svo myndin er birt aft- ur: Fremst til vinstri situr Þór- unn Hafstein og þá systir henn- ar Sigríður Hafstein — dætur Hannesar Hafsteins ráðherra og skálds. Lengst til hægri, ljósklædd, situr Sigriður Stephensen (Magnúsar lands- höfðingja) og bak viö hana Anna Klemensdóttir, sýslumanns og siðar landritara. Efst til vinstri stendur Asa Kristjánsdóttir (háyfirdómara) og sitjandi til hægri, ljósklædd, Elin Stephen- sen, systir Sigriðar Stephensen. Nú ganga Menningarsjóðsmenn og Þjóðvinafélags um riðið. Hugsum oss stadda austur á Seyðisfirði og lita þar á sundfólk árið 1910. Baðfötin voru öll önn- ur þá en nú, sem sjá má. Stúlk- urnar eru þessar: Efri röð — frá vinstri talið: Anna Wathne, Þórunn Þórarinsdóttir, Svan- hvit Jóhannsdóttir, Jónina Stefánsdóttir, Ragnheiður Magnúsdóttir, Jóhanna Jóns- dóttir og Margrét Lárusdóttir. Neðri röð frá vinstri taliö: Aldný Magnúsdóttir, Anna Johannesdóttir, Lára Hafstein, Laufey Jóhannsdóttir og Sigrlð- ur Arnadóttir. Hverjar skipa nú rúm þeirra i sundlauginni á Seyðisfirði? Margir leggja leið sina að tjarnarhorninu við enda Tjarnargötu i Reykjavik. A vor- in skartar þar vænn heggur hvitu blómskrúði, og lerkið við hliðina á honum er lika vorfag- urt, nýútsprungið. Og nú blasir hvitur úðamökkur gosbrunnsins við og ber yfir tjarnarbrúna, lifg andi umhverfið,sibreytilegur eftir veðri. Haustrok mikið fyrir fáum árum hallaði heggnum upp að skrifstofuhúsi borgar- innar. Þyrfti að styrkja tréð. Þarna rétt hjá eru börn oft að gefa öndum og svönum, sem sjá má á myndinni, en hún var tekin fyrir 10 árum. Margir rosknir og ráðsettir sitja á grjótgerðinu og láta sig dreyma. Bak við eru gróskulegir runnar, þ.e. gull- blómguð „fölsk jasmin” (Phila- delpius) og þyrnirós. Timbur- húsin i bakgrunni eru liklega „aldamótahús”, eða þvi sem næst og búa yfir gömlum þokka. Stærra og nýlegra er hið hvita steinhús Oddfellowa (I.O.O.F.) t.h. Vestur á horni Bræðraborgar- stigs og Vesturgötu og þar i grennd, bera allmörg hús forn- legan ^vip, háu, mjóu múr- steinsreykháfarnir eru ekki reistir lengur, og flestöll hús gerö úr steini. Vikjum inn á Grensásveg og litum á „Þrætustöðvarnar miklu” uppi á hæöinni, með viðri útsýn til tveggja átta. Þar er „Armannsfell” byrjað að grafa fyrir grunni t.h. við litla húsið og „dverghúsið” á mynd- inni. Þau verða að engu þegar „róstuhöllin” ris. En laglega þrikvistaða steinhúsið t.v. (við Bakkagerði) heldur sinu, og ekki lokast sýn til háhýsanna handan Sogamýrar. Við Tjörnina, álftir með unga 25. júli 1966 Sundkonur á Seyöislirði 1910. Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið 137 í gamla daga Leiksystur á steinriði iands höföingjahússins. Nú eru nöfn þeirra fengin og birt hér i greininni A horni Bræðraborgarstigs og Vesturgötu 4/6 1975 Við Bakkagerði og Grensásveg 5/9 1975

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.