Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 39

Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 39
Sunnudagur 29. ágúst 1976 TÍMINN 39 flokksstarfið Orðsending til framsóknarmanna í Kjósarsýslu Framsóknarfélag Kjósarsýslu hefur nú náð hagstæðum samn- ingum við Samvinnuferðir, sem gefa félagsmönnum kost á ódýrum feröum til Kanarieyja i vetur, en feröirnar hefjast i október. Upplýsingar gefur Kristján B. Þórarinsson Arnartanga 42 Mosfellssveit simi 66406 á kvöldin. ísafjörður Framsóknarfélag tsfiröinga boðar til fundar á skrifstofu félags- ins Hafnarstræti 7, sunnudaginn 29. ágúst kl. 17. Fundarefni: Kosnir veröa fulltrúar á Kjördæmisþing. Stjórnin. r-------------—-------- Austurríki — Vínarborg Farið veröur i ferð til Vinarborgar. Akveðin hefur verið ferð til Vinarborgar dagana 5. til 12. september næstkomandi. Þeir, sem þegar hafa látið skrá sig i feröina, hafi samband við skrifstofu Framsóknarflokksins, Rauöarárstig 18, sem fyrst. Enn eru nokkur sæti laus. Skrifstof- an er opin til hádegis i dag, laugardag. Siminn er 24480. Yogastöðin-Heilsubót ER FYRIR ALLA Likamsþjálfun er lifsnauðsyn, að mýkja og styrkja likamann, auka jafnvægi og vellíðan. Morguntimar, dagtimar, kvöldtimar, fyr- ir konur og karla á öllum aldri. Innritun er hafin. Yogastöðin — Heilsubót Hátúni 6 A — Simi 2-77-10 AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Jakob Krögholt, skólastjóri Snoghoj lýð- háskólans i Danmörku heldur fyrirlestur um norræna lýðháskóla i Norræna húsinu mánudaginn 30. ágúst kl. 20,30. Allir velkomnir. NORRÆNA HÚSIÐ @ örlygur Enn fremur má nefna bók, sem við gefum út á ensku. Hún heitir The Hammer of the North, og er eftir Magnús Magnússon, hinn kunna útvarpsmann á Englandi, og fjallar um vikingaöldina, trúarbrögð vlkinganna og llfsaf- stöðu. Undirtitill bókarinnar er Myths and Heroes of the Viking Age. Hún er ákaflega vel skrifuð og I henni er fjöldi litmynda, yfir 120 talsins, sérstaklega teknar fýrir þessa bók af Werner For- man. Þá kemur i haust ný skáldsaga eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skáldalæk, en hún er nú einhver vinsælasti rithöfundur þjóðarinn- ar. Við munum einnig gefa út bók um stórpólitiskan atburð, sem varð hér á landi fyrir nokkrum áratugum. Það er nú verið að vinna að þessari bók, og ég vona að hún nái jólamarkaðinum. Höf- undar þessarar bókar eru tveir, og þeir hafa enn sem komið er bannaö mér aö segja frá henni opinberlega, og þann trúnaö brýt ég aö sjálfsögöu ekki, svo ég verð að láta þetta nægja að sinni. Haldið verður upp á afmælið með þvi að gefa fólki kost á góðum kjörum — Eruð þið svo ekki lika með bækur fyrir börn og unglinga? — Jú. Það er nú vfct venja að telja þær allar i einu og segja að maður sé meö svo og svo margar barnabækur. Segja má að visu, að það sé nokkuð fljótt yfir sögu far- ið, en ég get bætt þvi viö, að ef ég færi aö telja upp barnabækurnar, sem við gefum út I ár, þá yrði sá listi ekki skemmri en þessi upp- talning, sem hér er á undan farin. Við gefum núna út sigildar barna- sögur með litmyndum, þær Robinson Krúsó og Heiðu. Við er- um þarna að hefja útgáfu á lit- prentuðum bókaflokki, ogég vona að hann muni njóta vinsælda hjá hinni uppvaxandi kynslóö I land- inu. Dýrariki Islands telst aö sjálf- sögðu með bókum þessa hausts. Ég held ég verði að gera það upp- skátt hér, að við munum halda uppá tíu ára afmæli fyrirtækisins með þvlaö gefa almenningi kost á þvi að eignast þessa „dýrustu og fegurstu bók, sem gefin hefur verið út á Islandi”, svo ég noti annarra orö — við höfum ákveöið að gefa fólki kost á að eignast hana með mjög þægilegum greiðslukjörum. Við erum nú þegar búnir aö selja tæpan heiming upplagsins, án þess að hafa nokkurn tima auglýst bók- ina, — svo við þyrftum ekki aö gera þetta til þess að koma henni út, — en okkur langar til þess að minnast afmælisins með ein- hverjum hætti, og niöurstaðan varö sú að það skyldi gert með þessum hætti. Margir hafa sagt, aö Dýrariki tslands sé dýrari bók en svo, að almenningur eigi auð- velt með að kaupa hana, og satt er þaö að bókin er dýr, þótt hún sé raunar ódýr miöað við tilkostnað, og við vildum koma til móts við óskir fólks meö þvf að gefa þvi þetta tækiflri. Og við ætlum að láta tilboðiö standa þangað til 25. nóvember, á afmælisdegi fyrir- tækisins, en þann dag kom Landiö þitt út fyrir tiu árum. Ekki svartsýnni en hingað til — Nú ert þú, örlygur, formaður Félags Isienzkra bókaútgefenda. Það v æri kannski ekki úr vegi að spyrja þig, fyrst við erum að tala saman, hvernig þú teljir að Is- ienzk bókaútgáfa sé á vegi stödd? — Það er svo með bókaútgáfu, að þaöer auðveldara að ánetjast þeirri starfsemi en úr henni að komast. Bækur eiga sér langan aðdraganda, og menn eru meö þessar kökur i ofninum f mjög misjafnlega langan tima. Og eftir að fyrirtæki eru orðin álika stór og til dæmis þetta fyrirtæki okkar hér, þá er meira en að segja þaö að ætla að loka þeim á einum degi. Bókaútgáfa hér á tslandi býr við allt aðrar aðstæður en til dæmis viðast hvar erlendis. Ég þekki ekki þann bókaútgefanda á tslandi, sem ferheim til sln þegar klukkan er á slaginu fimm á hverjum degi. Liklegra væri að hægt væri að ná i hann á vinnu- stað sinum klukkan tiu eða ellefu að kveldi. Og ef hann safnaöi aö sér starfsliði I likingu við það sem geristerlendis, — ja þá held ég að ýmsum myndi ekki litast á bóka- verðið aö hausti. — Já, bókaverðiðogbókasalan: Ertu bjartsýnn, þegar þú horfir fram til þeirrar „vertiöar”, sem senn mun hefjast? — Égerekkertsvartsýnnien ég hef verið hingað til. — VS. ■ l'A I m! \ l.-’l rtt VLÍ' wD’ \ r-\ j'-i i • •• j * v Reykjavíkurhöfn vill ráða eftirfarandi starfsmenn: Tvo bryggjusmiði — Fjóra til fimm aðstoðarmenn við bryggjusmiði o.fl. — Járnsmið. Nánari upplýsingar gefur verkstjóri i sima 28211. S'v. Níí'1 1'r- k ¥ $. í*> v'.J'J Rey kj a vikurhöf n. ......................... $ MESTA ÚR VAL LANDSINS af reiðhjólum og þríhjólum Margra áratuga reynsla tryggir góða þjónustu Allt heimsþekkt merki Útsölustaðir víða um land FÁLKINN* Suðurlandsbraut 8 . Reykjavík . Simi 8 46 70

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.