Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 33

Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 33
Sunnudagur 29. ágúst 1976 TÍMINN 33 og mosavaxin slétta, og brauzt nú um af öllum kröftum. En hver hreyf- ing varð til þess, að hún sökk enn dýpra. Hún var komin upp undir hendur ofan i fenið, en hún hafði þó gát á þvi að kalla til Karls: „1 guðs nafni komdu ekki nær. Fenið heldur þér ekki uppi. Þú sekkur bara i það eins og ég.” Hér var úr vöndu að ráða. Hitt fólkið var allt langt i burtu, og Karl hafði engin tæki til björgunar. í flýti snar- aði hann sér úr jakka og ytri buxum og breiddi fram undan sér á mos- ann. Siðan lagðist hann flatur á magann og reyndi þannig að þoka sér út á fenið. Hann varð að fara mjög gætilega, þvi að mosaskánin var þunn og hélt honum varla uppi, þótt hann væri flatur. Að lokum var hann korhinn svo langt, að hann gat náð i vinstri hönd Mary. En þar sem hann lá þarna marflatur og kviksyndið hélt honum varla uppi, var engin leið til þess, að hann gæti dregið Mary upp úr. Hann gerði að- eins tilraun til þess, en þá rifnaði mosaskánin undir honum. En hann gat aðeins þokað sér til hliðar og lenti ekki ofan i foræðið. Hann sleppti þó ekki taki á Mary og þok- aðist hún þvi dálitið nær, og efri hluti likamans hallaðist upp á mosa- skánina, en fætur henn- ar voru enn i kafi upp að mitti. Þetta leit ekki vel út fyrir þeim, og liklega hefði það endað með þvi, að þau hefðu bæði farizt þama i feninu, ef þeim hefði ekki borizt hjálp. En þau héldu stöðugt á- fram að kalla á hjálp, og að lokum var það Berit, með sina skörpu heyrn, sem heyrði óm af neyð- arópum og gerði fólkinu viðvart. Og það mátti ekki seinna koma. Mary var alveg að gefast upp og Karl gat varla halchð sér uppi. Nú lögðust þeir flatir á mosann, Árni og ofurstinn, og toguðu af alefli i fætur Karls, en hann hélt heljartaki um vinstri úlnlið Mary. Hægt og hægt tókst þeim þannig að þoka þeim nær og nær, og að lokum losnaði Mary alveg upp úr feninu og þá var ekki lengi verið að tosa þeim á fastara land. En Mary var mjög illa haldin. Hræðslan og öll áreynsl- an hafði orðið henni um megn og hún var nær þvi meðvitundarlaus. Ofurstinn dreypti á hana vini, og þá færðist ofur- litill roði i kinnar hennar og hún opnaði augun. Hún náði sér svo fljót- lega, en i hálfan mánuð varð hún að bera hend- ina i fatla, þvi að hand- leggurinn hafði tognað i átökunum. Karl hafði ekki dregið af sér. 4. Inni i þessum fenjum á ,,sudd”-sléttunum býr allmargt fólk. Það er á- kaflega hlédrægt og hrætt við aðkomumenn. Á þessum árum hafði það nær ekkert kynnzt menningarþjóðum eða háttum þeirra. Þetta fólk tilheyrir sérstökum ættstofni, sem nefnist „dinkar”. Þeir eru grammvaxnir og mjúkir og léttir á sér og mjög dökkir á hörund. Þeir hafa mjög sérkennilega kveðjusiði, og likist kveðjan þvi, að þeir spýti hver framan i ann- an. Likleea hafa þeir fljóttorðiðþess varir, að ókunnugum geðjaðist ekki þessi kveðja og hafa þvi lagt hana niður, að minnsta kosti gagn- vart ókunnugum. Þeir haga þvi kveðju sinni þannig, að þeir rétta hægri handlegginn fram og upp með útréttri hendi. Mun það eiga að sýna, að þeir séu vin- veittir komumönnum og beri ekki vopn i hendi. Það má næstum þvi segja, að þessi þjóð- flokkur lifi meira i vatni en á landi. Þeir virtust engin húsdýr hafa, en stórar hjarðir af villi- nautum sáust þó svamla um þessi foræði. Á bak- inu á nautunum sitja oft margir hegrar og tina af þeim alls konar skor- kvikindi, sem sækja mjög á villinautin. Einu sinni taldi Árni niu hegra á hryggnum á einu nautinu. Það var ekki að sjá, að villinaut- ið kynni neitt illa við fuglana. Það litur miklu fremur svo út, sem þess-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.