Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 40

Tíminn - 29.08.1976, Blaðsíða 40
 ■ Sunnudagur 29. ágúst 1976 - kFk fóðurvörur; þekktar UM LAND ALLT' fyrir gæði Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun Siöumúla 22' Simar 85694 & 85295 Auglýsingasími Tímans er 1X950 ■> i /•ALLAR TEGUNDIR" FÆRIBANDAREIMA 'andi Einnig: Færibandareimar úr rslu ryófriu og galvanileruöu stáli Arni ólafsson & co. 40088 a* 40098 — Fólksfjölgun talsvert yfir landsmeðaðtali Heilsugæzlustöð 1 sumar hefur verið unnið að byggingu heilsugæzlustöðvar fyrir Dalvíkurlæknishérað , en til þess teljast Dalvlk, Svarfaðar- dalshreppur, Arskögshreppur og Hriseyjarhreppur. Veröur bygg- ingin gerð' fokheld i haust, en um framhald framkvæmda fer að verulegu leyti eftir næstu fjár- veitingu rikisins, þvi að það greiðir 85% af kostnaði slikra heilsugæzlustöðva, á móti 15% frá bæjarfélögunum. Byggingin veröur samtals 720 fermetrar á einni hæð og þar verður aðstaða fyrir 2 lækna og aðstoðarfölk og auk þess 1-2 tannlækna. Stjórnsýslumiðstöð Á siðasta ári var hafizt handa við byggingu skrifstofuhúsnæðis, svokallaðrar stjörnsýslumið- stöðvar, þar sem gert er ráð fyrir að hirarýmsu stofnanir, sem slika aðstöðu þurfa, sameinist um hús- næði og ýmsa aðra þætti, sem sameiginlegir geta verið. Fram- kvæmdum var haldið áfram i sumar, en hægar hefur gengið en áætlað hafði veriö, þvi að ekkert lánsfjármagn hefur fengizt, nema frá þeim aðilum sem að þessu standa. I stjórnsýslumiðstööinni verða bæjarskrifstofurnar til húsa, Sparisjóður Svarfdæla, sem er eina lánastofnunin á staönum, og liklega skrifstofur bæjarfó- geta, en ekkert fjármagn hefur enn verið lagt fram af hinu opin- bera. Auk þess er gert ráð fyrir ýmiss konar þjónustu og skrif- stofum, en ekki er ennþá alveg ljóst hverjir vilja fá þarna inni. Gatnagerð Unnið hefur veriö að undirbún- ingi gatna fyrir slitlag og er stefnt að þvi að hefja lagningu þess að einhverju leyti á þessu ári, en ennþá er ekki ljóst hversu mikiö það verður. Lagning varanlegs slitlags er orðin aðkallandi verkefni, þvi aö sifellt eru geröar meiri kröfur til slikra umhverfisbóta, og tiltölu- lega litill hluti gatnakerfis Dal- DALV í K Viðtal: Hermann Sveinbjörnsson Fiskvinnsla og fiskveiöar eru meginuppistaöa. atvinnulifsins á Dalvik. Hér er veriö að landa rækju. Atvinnulif Atvinnulifiö á Dalvik snýst að verulegu leyti i kringum fisk- veiðar og fiskvinnslu. Kaupfélag Eyfirðinga rekur frystihús á staðnum en auk þess er ein salt- fiskverkunarstöð og talsvert er um þaö að smærri útgerðarmenn verki sjálfir sinn afla, einkum I salt og skrið. Kaupfélagið var salt og skreið. Kaupfélagiö var með stækkun frystihússins á döf- inni, en nú mun vera horfiö frá þvi a.m.k. um sinn, þvi það hefur keypt hús til fiskverkunar. Dalvik, aflar tæpast nægjanlegs hráefnis fyrir frystihúsið, og var þá farið út i það að kaupa nýjan togara, svo sem áður hefur verið sagt frá. Sá nýi mun bera nafnið Björgúlfur, en sá sem fyrir er heitir Björgvin, byggður i Noregi og hefur reynzt mjög vel. — að sögn bæjarstjórans á Dalvík, Valdimars Bragasonar HS 'Rvik. — Við hér á Dalvik höfum stundum veriö svolitið montnir af þvi, að ibúafjölgun hefur frá 1973 veri talsvert yfir landsmeöaltaii, eða rúmlega 3% , og allt útlit er fyrir að áframhald verði á þvi, þvi að byggingafram- kvæmdir hafa verið mjög miklar á undanförnum árum, sagði Valdimar Bragason, bæjarstjóri á Dalvik I viðtali við Timann. — A þessu ári hefur við byrjað á 10 einbýlishúsum, en auk þess eru allmörg ófullgerð og ennþá i smlöum. Arið 1973 var talsvert byggt af raðhúsum, en þrátt fyrir þessar miklu framkvæmdir á undanförnum árum er nokkur húsnæðisskortur hér, eins og viöast hvar annars staðar, og erfitt að fá leigt, sagði Valdimar. — Alltaf er talsverð eftirspurn eftir húsnæði frá fólki, sem vill flytjast til Dalvikur, en hefur ekki bolmagn til að hefja sjálft bygg- ingaframkvæmdir strax og vill þá gjarnan leígja tíi a& byrja með, sagöi bæjarstjórinn enníremur, en bætti þvi við, að ennþá hefði ekki fengizt heimild til að byggja nema eina leiguibúö af þeim 15, sem Dalvík ætti aö fá samkvæmt áætlun þar að lútandi um 1000 leiguibúðir i dreifbýlinu. Hér fara á eftir upplýsingar Valdimars um helztu fram- kvæmdir á Dalvik þessa stundina og var hann fyrst spurður um framkvæmdir á vegum bæjarfé'- lagsins. Dvalarheimili aldraðra Dvalaheimili fyrir aldrað fólk hefur lengi verið á döfinni og voru framkvæmdir hafnar I sumar. Ráðgert er að byggja húsiö i 3 áföngum og verður hluti þess fyrsta væntanlega fokheldur i haust, þannig að hægt verður að vinna við innréttingar i vetur. 1 fyrsta áfanganum verða löúOir fyrir 41 vistmann, ýmist ein- Valdimar Bragason, bæjarstjóri. staklings- eða hjónaibúðir, og verður rekstrarfyrirkomulagið með þeim hætti, að þeir sem vilja og getu hafa til að sjá um sig sjálfir hafa aðstöðu til þess, en ennfremur veröur þjónusta til reiðu fyrir þá, sem hana þurfa eða vilja. Ásamt Dalvikurbæ stendur Svarfaðardalshreppur að þessum byggingaframkvæmdum og væntanlegum rekstri. vikur er með bundnu slitlagi, eða aðeins hluti þjóðvegarins, sem liggur i gegnum bæinn. Hafnargerð og útgerðin Engin hafnargerð verður i sumar, en undanfarið hefur verið unnið að deiliskipulagi og skipu- lagningu hafnarsvæöisins. 1 tengslum við það verkefni hafa verið gerðar nokkuö viöamiklar rannsóknir á vegum Vita- og hafnamálaskrifstofunnar. Reikn- að er meö að framkvæmdir geti hafizt á næsta ári, en meðal endurbóta má nefna viðlegukanta og lengingu á varnargörðum. Nú er gerður út einn skuttogari frá Dalvik, en annar er i smiðum hjá Slippstöðinni á Akureyri, en skrokkurinn kom frá Noregi. Togararnir eru I eigu Útgerðarfé- lags Dalvikinga h.f., en aðilar að þvi eru bæjarfélagiö, Kaupfélag. Eyfirðinga og einn einstaklingur. Ennfremur er Loftur Baldvins- son gerður út frá Dalvik, auk tugs báta af stærðinni 10-70 tonn og tveggja báta yfir 100 tonn. veitan var lögð hafa verið fram- kvæmdar allmargar boranir án I umtalsverðs árangurs. 011 i- búðarhús á þéttbýlissvæðinu njóta nú hitaveitunnar en vatnið er nú að mestu fullnýtt. Vonir manna um að hægt verði að afla meiri jarðhita hafa nú , aukizt verulega, vegna góðs ár- angurs hjá ölafsfiröingum, og er nú fyrirhugað að bora mun dýpra niður en áður hefur verið gert, eða allt niður á 1500-1800 metra. Er þetta verkefni á skrá hjá Jarð- borunum rikisins fyrir yfirstand- andi ár, en framkvæmdir hafa ennþá ekki hafizt. Skólahúsnæöi A siðastliönum vetri var tekin i notkun heimavist fyrir gagn- fræðaskólann, en hún hafði verið I byggingu siðan árið 1973. 1 fram- haldi var siðan áætlað að hefjast handa viö hönnun nýs kennslu- húsnæðis, en skortur hefur verið á þvi og er þörfin orðin mjög brýn. Væntanlega verður hafizt handa við það verkefni strax á næsta ári. Hitaveita Hitaveita var tengd á Dalvik árið 1970 en nú eru fyrirhugaðar frekari framkvæmdir. Siðan hita- Vegagerð Frá Dalvik til Akureyrar er ekki nema um hálftima akstur, en unnið hefur verið aö þvi á undan- förnum árum að byggja veginn upp. Þvi verki er enn ekki lokið og er nyrzti hluti vegarins eftir. Oft er mjög snjóþungt i nágrenni Dal- víkur á vetrpm og verður veg- urinn þá oft ófær. Það hefur þó lagazt mjög mikið við upphækk- unina, sem þegar er komin, en þegar upphækkuninni er lokið gera menn ráð fyrir að mun greiðfærara veröi til Akureyrar, en þar er sá flugvöllur, sem Dal- vikingar nota.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.