Fréttablaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 21
22. janúar 2006 SUNNUDAGUR
myndavélarinnar, en ekki uppi
á sviði. Ég sagði eitt sinn að mér
fyndist best ef enginn tæki eftir
umgjörð og búningum myndarinn-
ar, því þegar áhorfandi tekur ekki
eftir þessum atriðum og leyfir
myndinni að renna áreynslulaust
og þægilega fyrir augum, er það
merki um vel unnið verk. Þá trufl-
ar ýkt umgjörð ekki söguþráðinn,
þótt vissulega sé gaman að vera
með krydd hér og þar. En þegar
útkoman er pínu ósýnileg verður
hún oftast sú besta.
Hvort finnst þér meiri áskorun að
fást við endursköpun fortíðar eða
nútímann?
Nútíminn er meiri áskorun því
tímabilið stendur fólkinu nær. Það
er sérstaklega gaman að glíma
við einn anga nútímans án þess að
verða tískulegur og ná þeim áhrif-
um að ekki sjáist að myndin gerist
akkúrat í dag, heldur allt eins fyrir
nokkrum mánuðum eða einhverja
mánuði fram í tímann. Maður
þarf sífellt að staðsetja fólk í tíma
og mengi, svo áhorfendur skilji
persónuna betur.
Skapa fötin manninn?
Alls ekki, en þau setja hann í
mengi. Dæmi er fjármálahverfið í
Lundúnum þar sem allir eru eins
klæddir og engu líkara en sölu-
maður hafi komið og selt öllum
sömu fötin. Þar klæðast allir því
sama til að skera sig ekki úr og
setja sig í viðurkennt mengi. Hins
vegar má lýsa persónum með fata-
vali og það meðal get ég notað og
nýtt mér, því flestir lesa það sama
úr klæðnaði fólks.
Lendirðu í vandræðum með sjálfs-
mynd leikara og átt í skoðana-
skiptum við þá um þann klæðnað
sem þú velur þeim að klæðast?
Það er fáheyrt, en hefur kannski
komið fyrir þrisvar á sautján árum.
Ég neyði engan til að klæðast því
sem hann hafnar, enda eðlilegt að
fólk sé viðkvæmt fyrir sjálfu sér
þegar það stendur frammi fyrir
stórum áhorfendahóp. Leikarar
eru mismunandi viðkvæmir fyrir
sjálfum sér, en þeir frægustu hafa
ekki áhyggjur af neinu og treysta
manni til fullnustu.
Hvað með nektaratriði? Eru þau
flókin þegar kemur að fatnaði og
fylgihlutum?
Nei, nei, ekkert flókin, nema að
því leyti að maður er með slopp-
inn og hin ósýnilegu nærföt fyrir
augum (hlæjandi).
Þú sást um búningana í „A Little
Trip to Heaven“. Hefur það opnað
dyr að bíómyndum erlendis?
Öll góð verk hefja mann upp og
opna fleiri dyr. Ég hef síðan séð
um búninga í bandarísku hroll-
vekjunni „Last Winter“ sem enn
er ófullgerð ytra og svo réði ég
mig sem umsjónarmann búninga
í mynd Clints Eastwood, „Flags
of our fathers“, en þá þótti gott að
hafa reynsluna úr „A Little Trip to
Heaven“.
Hvað verður um búningana þegar
verkunum lýkur?
Þeir lenda á hinum ýmsu söfnum
og stundum fæ ég gefnar heilu
bíómyndirnar sem ég get leitað
fanga í aftur og notað á ný.
Skrítnasti búningurinn til þessa?
Ætli það sé ekki gamall félagi sem
ég rakst á uppi á efstu slá í leik-
húsinu um daginn og var búin að
gleyma, en það var slidemynda-
vesti sem ég hannaði fyrir löngu.
LITTLE TRIP TO HEAVEN Forest Whitaker og
Julia Stiles í hlutverkum sínum í kvikmynd
Baltasar Kormáks. Helga sá um alla bún-
inga myndarinnar.