Fréttablaðið - 22.01.2006, Qupperneq 26
[ ]
Nýlega var gerður samningur
um atvinnutengt nám fyrir
grunnskólanema sem Mennta-
svið, Umhverfissvið fyrir hönd
Vinnuskólans og Þjónustu- og
rekstrarsvið Reykjavíkur-
borgar fyrir hönd þjónustu-
miðstöðva í Reykjavík, gerðu
með sér til eins árs.
Atvinnutengt nám er fyrir nem-
endur sem eiga við mikla náms-
erfiðleika að stríða og þá sem
kljást við námsleiða. Dofri Örn
Guðlaugsson hefur verið verk-
efnisstjóri atvinnutengds náms
undanfarin tvö ár og segir hann
markmið verkefnisins að gefa
nemendum þekkingu á vinnu-
markaði til viðbótar við hefðbund-
ið skólanám. „Margir ungling-
ar upplifa sína skólagöngu sem
kvöð. Margir hafa gefist upp á
námi annaðhvort vegna lesblindu
eða annarra námsörðugleika, eða
standa illa í námi vegna annarra
ástæðna,“ segir Dofri. „Þessir
nemendur eru oft með brotna
sjálfsmynd en í þessari vinnu sýna
þeir á sér nýjar hliðar og metnað
og geta byggt upp sjálfsmyndina
aftur.“
Þeir nemendur sem uppfylla
ákveðin skilyrði fá tækifæri til að
taka þátt í verkefninu. Viðkomandi
unglingur þarf að sýna viðleitni
og vilja til að standa sig áður en
atvinnutengda námið hefst. „Við
setjumst niður með unglingnum
og áttum okkur á hans þörfum,“
segir Dofri. „Við spyrjum út í
áhugasvið nemandans, komumst
að styrkleikum hvers og eins og
reynum að virkja þá styrkleika.
Undantekningalaust fá nemend-
urnir að vinna við það sem áhugi
þeirra er mestur fyrir.“
Dofri segir viðbrögðin frá
atvinnuveitendum hafa verið
mjög góð. Nú eru um á fimmta
hundrað fyrirtæki sem hafa tekið
þátt í verkefninu síðastliðin fimm
ár. Misjafnt er hversu mikið ungl-
ingarnir vinna með náminu, ýmist
einn eða tvo vinnudaga í viku, en
haldið er í kjarnafögin í stunda-
skránni og þau fög sem nemand-
inn hefur skarað fram úr í og sýnt
áhuga á.
Meginmarkmið verkefnisins er
búa nemendurna undir þátttöku
í atvinnulífi að loknum grunn-
skóla, vinna með umhverfislæsi
nemenda, aðstoða nemendur við
náms- og starfsval út frá eigin
styrk og efla lífsleikni nemenda
með áherslu á jákvæða sjálfs-
mynd og sjálfsstyrkingu.
„Helsti hvatinn fyrir þessa
unglinga er að fá að starfa á því
sviði sem þeir hafa áhuga á. Þar af
leiðandi fá þeir meiri áhuga á að
halda áfram í námi,“ segir Dofri.
„Með þessu eru unglingarnir ger-
endur í sínu námi. Í mörgum til-
fellum er þetta eini hvatinn fyrir
ákveðna einstaklinga að halda
áfram á réttri braut þar sem þessi
hópur telur að skólinn sé þeim til
trafala.“
Verkefnið hófst sem tilrauna-
verkefni í Vinnuskólanum árið
1994 og hefur það nýst vel þeim
unglingum sem hafa staðið illa
í skóla. Verkefnið fer inn á lang-
flest svið atvinnulífsins og nýtist
vonandi sem gott tækifæri fyrir
unglinga til að fóta sig í lífinu.
johannas@frettabladid.is
Atvinnutengt nám
fyrir unglinga
Atvinnutengt nám er miðað fyrir unglinga sem standa illa í skóla. Markmiðið er að virkja unglinginn og búa hann undir þátttöku í atvinnu-
lífi ásamt því að unnið er með umhverfislæsi nemendanna og sjálfsmynd þeirra er styrkt.
Margir unglingar upplifa skólagöngu sína
sem kvöð og finna fyrir miklu áhugaleysi
gagnvart náminu. Atvinnutengdu námi
er ætlað að vera hvati fyrir unglinga sem
standa illa í skóla, til að halda áfram í námi
á þeirri braut sem styrkur þeirra er mestur.
Samkvæmt upplýsingum á heima-
síðu Hagstofu Íslands, hagstofan.
is, mældist atvinnuleysi 2,7% á
síðasta ársfjórðungi síðasta árs.
Það þýðir að 4.400 manns voru að
meðaltali án atvinnu og í atvinnu-
leit. Hjá körlum var atvinnuleysi
3,0% en hjá konum var það 2,2%.
Fjöldi fólks á vinnumarkaði á
síðasta ársfjórðungi síðasta árs
var 165.900 en þá er bæði átt við
þá sem voru starfandi og þá sem
voru atvinnulausir og er það 81,7%
atvinnuþátttaka. Atvinnuþátttaka
karla var 85,5% en kvenna 77,9%.
Af þeim 165.900 sem voru á vinnu-
markaði voru 161.500 starfandi.
Meðalfjöldi vinnustunda á viku
á síðasta ársfjórðungi síðasta árs
var 41,5 klukkustundir, 47,3 hjá
körlum en 34,9 hjá konum.
Atvinnuleysi 2,7%
í lok síðasta árs
Upplýsingar um atvinnuþátttöku og atvinnuleysi á síðasta árs-
fjórðungi síðasta árs má finna á heimasíðu Hagstofu Íslands.
Atvinnuþátttaka var 81,7% á síðasta árs-
fjórðungi 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Samkvæmt nýjum skatt-
matsreglum fyrir árið 2006 á
einkennisklæðnaður ekki að
teljast starfsmönnum til tekna.
Ríkisskattstjóri hefur fallist á
að einkennisfatnaður ákveðinna
stétta verði héðan í frá undan-
þeginn skatti samkvæmt því sem
kemur fram í frétt á vef BSRB.
Áður var til dæmis einkennisfatn-
aður lögregluþjóna og tollvarða
metinn þeim til tekna. Í skatt-
matsreglum fyrir árið 2006 segir
meðal annars: „Eigi skal reikna
launþega til tekna nauðsynleg-
an öryggis- eða hlífðarfatnað við
störf hans sem launagreiðandi
afhendir honum til afnota þ.m.t.
er sá öryggis- og hlífðarfatnaður
sem launagreiðendum er skylt skv.
lögum, stjórnvaldsfyrirmælum og
kjarasamningum að afhenda laun-
þegum án endurgjalds.“ Skatt-
stjóri fékk ábendingar um þetta
hagsmunamál frá BSRB sem hefur
lagt mikla áherslu á að þessu væri
breytt og fagnar því niðurstöðu
málsins.
Einkennisfatnaður
undanþeginn skatti
Einkennisfatnaður lögregluþjóna telst þeim ekki lengur til tekna. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
BSRB verður með námskeið
fyrir trúnaðarmenn um miðjan
febrúar. Námskeiðið miðar að
því að fræða trúnaðarmenn
um vinnumarkaðinn og laga-
umhverfið.
Fræðslunefnd BSRB ætlar að
halda grunnnámskeið fyrir trún-
aðarmenn fyrirtækja og stofnana.
Meðal þess sem farið verður í á
námskeiðinu er hlutverk trúnaðar-
manns og lagaumhverfi. Rætt
verður um réttindi og skyldur á
vinnumarkaði og um gildi og hlut-
verk verkalýðshreyfingarinnar.
Erna Guðmundsdóttir lögfræðing-
ur hjá BSRB mun fara yfir túlk-
un kjarasamninga og Kristín Á.
Ólafsdóttir leikari mun leiðbeina
um tjáningu.
Námskeiðið verður haldið í
Munaðarnesi og verður háð þátt-
töku. Námskeiðið mun standa yfir
frá hádegi þann 14. febrúar og
lýkur síðdegis þann 15. febrúar.
Námskeið fyrir
trúnaðarmenn
Trúnaðarmenn gegna mikilvægu hlutverki í starfsmannamálum og geta reynst dýrmæt
aðstoð fyrir starfsfólk sem þarf að leita réttar síns innan vinnustaðarins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Vel unnið starf styrkir sjálfsmyndina. Öllum líður betur ef þeir gera
sitt besta í vinnunni frekar en að vinna hana með hangandi hendi.
Starfsmenntun
Starfsmenntaráð auglýsir eftir
umsóknum um styrki vegna
starfsmenntunar í atvinnulífinu.
Til úthlutunar eru 55 milljónir
og rennur umsóknarfrestur út
þann 28. febrúar. Að þessu sinni
verður ekki lögð áhersla á tiltekin
verkefni eða málaflokka. Þau
verkefni sem koma til með að
njóta forgangs verða að fela í sér
frumkvæði og nýsköpun í starfs-
menntun og vera líkleg til að
efla viðkomandi starfsgrein eða
atvinnusvæði. Nánari upplýsingar
má sjá á www.smennt.is
styrkir }
55 milljónir eru
til úthlutunar til
starfsmenntunar í
atvinnulífinu.
NORDIC PHOTO/
GETTY IMAGES