Fréttablaðið - 22.01.2006, Page 47

Fréttablaðið - 22.01.2006, Page 47
ATVINNA SUNNUDAGUR 22. janúar 2006 15 Sambýli fyrir fólk með fötlun, Barðastöðum Nú þegar vantar fólk til starfa í fullar stöður og hlutastöður á sambýli ungs fólks með fötlun í Reykjavík. Ýmsir vakta- möguleikar eru í boði. Stuðningur, fræðsla og skipulögð aðlögun er fyrir nýtt starfsfólk. Reynsla af vinnu með fötl- uðum, stúdentspróf, námskeið stéttarfélaga, félagsliðanám eða háskólanám sem nýtist í starfi kemur til hækkunar launa. Áhersla er lögð á skipulögð og vönduð vinnubrögð og já- kvætt viðmót.. Einnig þarf starfsfólk að hafa áhuga á starfa í samvinnu við fölk með fötlun, geta sýnt frumkvæði og sjálfstæði auk hæfni í samskiptum og samvinnu. Með umsókn skulu fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf. Upplýsingar veitir Líney Óladóttir forstöðuþroskaþjálfi í síma 587-8550. Upplýsingar um SSR er að finna á slóðinni http://www.ssr.is Hægt er að sækja um á heimsíðunni og á aðalskrifstofu SSR, Síðumúla 39. • Lágmarksaldur umsækjenda er 20 ár • Laun eru í samræmi við samninga ríkisins og SFR • Umsóknarfrestur er til 6. febrúar 2006 • Á SSR er unnið í samræmi við jafnréttisáætlun. Vinnslustjóri (tölvustjórnun) Tæknisvið VISA Íslands/Greiðslumiðlunar hf. óskar eftir að ráða vinnslustjóra til að annast vinnslur á tölvukerfum fyrirtækisins. Helstu ábyrgðasvið/verkþættir í starfinu eru: • Keyrsla runuvinnsluverkefna á megintölvu VISA í samræmi við keyrsluáætlanir. • Undirbúningur og viðhald runuvinnsluverkefna fyrir tölvuvinnslu. • Framkvæma afritatökur samkvæmt keyrsluáætlun. • Eftirlit með að búnaður starfi rétt. • Útprentun gagna. Menntunar- og hæfniskröfur: • Lokapróf á framhaldsskólastigi t.d. af tölvubraut eða sambærileg menntun. • Reynsla af stórtölvuumhverfi og notkun JCL (job control language) æskileg. • Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli. • Góð samskiptahæfni bæði gagnvart samstarfsfólki og viðskiptavinum. • Sjálfstæð og markviss vinnubrögð, nákvæmni í starfi. • Geta unnið skv. léttu vaktafyrirkomulagi og tekið á sig bakvaktir. Um er að ræða krefjandi starf á góðum vinnustað. Laun eru samkvæmt kjarasamningum S.Í.B. og fjármálafyrirtækja. VISA Ísland er reyklaus vinnustaður. Allir einstaklingar, óháð kyni, þjóðerni og aldri, hafa jafnan möguleika á að starfa hjá VISA. Nánari upplýsingar veitir Jónína Haraldsdóttir deildarstjóri, Örn Þráinsson tæknistjóri, og Randver C. Fleckenstein starfsmannastjóri, í síma 525-2000. Áhugasamir vinsamlega fylli út umsóknareyðublað á heimasíðu VISA Íslands, www.visa.is/starf og sendi jafnframt ferilskrá. Umsóknarfrestur er til 3. febrúar n.k. VISA Ísland - Greiðslumiðlun hf. stefnir ávallt að því að verða fyrsti valkostur á greiðslukortamarkaði. Fyrirtækið annast útgáfu VISA greiðslukorta fyrir hönd aðildarbanka og sparisjóða. Þá sér fyrirtækið um samningagerð við sölu- og þjónustuaðila vegna móttöku greiðslukorta. VISA Ísland er aðili að VISA INTERNATIONAL og tengist þannig víðfeðmasta greiðsluneti heims. Í gildi eru 1,2 milljarður VISA korta, sem eru tekin á yfir 21 milljón stöðum um heim allan.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.