Fréttablaðið - 22.01.2006, Síða 66

Fréttablaðið - 22.01.2006, Síða 66
 22. janúar 2006 SUNNUDAGUR34 baekur@frettabladid.is HALLDÓR GUÐMUNDSSON > SKRIFAR UM BÓKMENNTIR Bókmenntir eiga það sameiginlegt með bröndurum að list þeirra felst ekki endilega í atvikunum sem frá er sagt, heldur í sjónarhorninu. Atburðirnir geta verið gamalkunnir, en sýnin kemur á óvart, einsog í ummælum ameríska ferða- málafulltrúans: Ég vona að þessi uppákoma verði ekki til þess að þér komið ekki aftur til Dallas, kæra frú Kennedy. Gamansögur og góðbókmenntir eiga þetta reyndar sameiginlegt með vísindum, einsog ráða má af þeirri gömlu sögu að Newton hafi uppgötvað þyngdarlögmálið þegar hann fékk epli í hausinn. Bertolt Brecht sagði um Gali- lei að snilld hans hafi verið í því fólgin að þar sem venjulegt fólk sá ljósakrónu sveiflast, þar sá hann hreyfingar pendúls. Góðar bækur geta einmitt vakið með lesendum sínum þennan hæfileika, að sjá eitthvað nýtt í hversdagslegum hlut- um, þær ögra okkur, setja okkur úr skorðum. „Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föður sinn.“ Á þessum orðum hefst Brekkukotsannáll og lesandinn hlaust að hugsa með sér, hvílíkt dómadagskjaftæði! En áhugi hans var vakinn: Hvað kemur svo, hvert á þetta að leiða? Sá leiði sem sest að mörgum þegar þeir hlusta á ræður stjórnmálamanna eða lesa eftir þá greinar á rætur í því að þar er þessu öfugt farið. Margir stjórn- málamenn vilja helst ekki koma á óvart, allavega ekki um of, vilja ekki ögra, heldur umfram allt segja það sem þeir halda að kjósendur vilji heyra. En hjá lesanda eða hlustanda vaknar frá fyrstu málsgrein þessi tilfinning: ég veit hvað kemur næst, hvert þetta leiðir. Í málvísindum er talað um redundance, það sem er umfram: Ef við erum vel að okkur í einhverju tungumáli getum við til dæmis heyrt hvað einhver er að segja, þótt við nemum ekki öll orðin, við pússlum því saman í huganum, útfrá ósjálfráði þekkingu okkar á hljóðfræði og málkerfi. Þetta hafa allir prófað sem hafa fengið símtal þar sem illa heyrist í þeim sem hringir, en við getum samt ráðið í mál hans. En ef sá sem hringir er útlendingur, verðum við að hafa okkur öll við og hlusta grannt eftir. Það er mikið „umfram“ í hefðbundnum greinum stjórnmálamanna, mörg orð sem við þurfum ekki til að vita erindið. Ef við þekkjum til dæmis grund- vallarviðhorf viðkomandi stjórnmálamanns og sjáum orðin: jafnrétti - atvinnu- tækifæri - leikskólapláss - láglaunastéttir, vitum við strax hvert hann eða hún er að fara. Í raun mætti spara gríðarlegt pláss í dagblöðum með því að taka einfaldlega út það sem er umfram í svona greinum, en láta lykilorðin standa. Nema greinarhöfundar tækju upp þann sið bókmenntanna að koma lesendum á óvart, allavega einstaka sinnum. En auðvitað er bókmenntafólk líka oft þessu marki brennt, til dæmis í hinni árvissu umræðu um jólabókaflóðið, ósanngirni þess, auglýsingamennsku, markaðsbaráttu og hávaða þar sem mörg perlan týnist. Þetta er allt satt og rétt, en umræðan um umræðuna leiðir sjaldnast neitt. Þá er betra að segja erindi sitt og láta kyrrt liggja það sem allir vita. Þó kemur fyrir að menn hugsa sig svo skemmtilega út í horn að það hlýtur að hreyfa við lesandanum. Þannig var ágætur greinarhöfundur um daginn orð- inn svo þungt haldinn af Nóbelsleiða, sem Steinn Steinarr kallaði svo, að hann komst eiginlega að þeirri niðurstöðu að Nóbelsverðlaun Laxness hefðu held- ur skaðað íslenskir bókmenntir fremur en hitt. Mætti þá ekki álykta sem svo að Björk hafi bakað íslensku tónlistarlífi tjón, og Eiður Smári rústað íslenskri knattspyrnu (við förum allavega stöðugt neðar í FIFA listanum)? Alltént verður maður hugsi. Einsog við spurningunni: Burtséð frá þessu leiðindaatviki, kæra frú Lincoln, hvernig fannst yður sýningin? List hins óvænta Skeifan 4 S. 588 1818 Um leið og S. fann hnífsblaðið smjúga inn í bakið fór að söngla í höfði hans gamalt viðkvæði af götunum: „Hvað þolirðu mikið kalt stál, kunningi?“ Söguhetja mætir örlögum sínum í einni af smásögum Kristjáns Karlssonar, „Komið til meginlandsins frá nokkrum úteyjum“, sem er að finna í heildarsafni verka hans, Kvæðasafn og sögur 1976-2003, sem kom út í vetur. Hið árlega jólabókaflóð er að baki og hefur skilið eftir ýmislegt til nytja í fjörunni. Því fer þó fjarri að forleggj- arar mæli götur þótt mesti stórsjórinn sé genginn yfir. „Ég held ég hafi meira að gera núna en fyrir jólin,“ segir Kristján Bjarki Jónasson, þróunarstjóri hjá Eddu, þegar blaðamaður forvitn- ast um hvort hvort hann hafi legið með hendur í skauti fyrstu vikur árs. „Ég er á endalausum fundum frá morgni til kvölds. Edda snýst ekki svo mikið um jólabókaflóð- ið, um það bil 20 prósent af veltu okkar verður til í jólabókaflóðinu. Það er þó vissulega mikilvægt því þá kemur út megnið af þeim titl- um sem fjölmiðlum þykir vert að hampa, það er skáldsögur og ævi- sögur.“ Framundan er ný vertíð, það er að segja vorútgáfan. Bækur sem þykja heppilegar til gjafa eru ofarlega á baugi, enda fer að stytt- ast í fermingaveislurnar en auk þess eiga bækur tengdar heilsu góðu gengi að fagna á meðan ára- mótaheitin eru enn í fersku minni fyrstu mánuði ársins. Undanfarin misseri hafa forlögin tekið upp þann góða sið að gefa skáldsög- ur út í kilju fljótlega eftir að þær koma fyrst út og segir Kristján búast megi við helstu titlunum frá Eddu í apríl eða maí. „Ég er annars mest að hugsa um ljós- myndabækur, satt best að segja. Kjörtími útgáfunnar á ljósmynda- bókum er framundan og við erum að gefa út bækur eftir Sigurgeir Sigurjónsson, Pál Stefánsson og Raxa þannig að það er margt að gerast í þeim bransa.“ Hjá Bjarti taka menn hins vegar lífinu með ró á meðan þeir leggja línurnar fyrir árið, en næsta verk á dagskrá er að dreifa nýjustu afurð Neon-seríunnar. „Þetta er bók sem heitir Níu nætur og er eftir brasilískan höfund, Bern- ardo Carvalho að nafni,“ segir Jón Karl Helgason sem í félagi við Snæbjörn Arngrímsson ann- ast Bjart. „Við sendum hana til áskrifenda fyrir áramót, en förum núna á fullt að kynna hana.“ Hann býst annars við að það verði lítið á seyði í vorútgáfunni, þar sem Bjartur hafi jú gefið út um 20 bækur frá september fram í okt- óber, auk þess sem ritröðin Svarta línan verður hvíld í ár „Við gefum út fimm eða sex bækur í Neon- seríunni í ár og þær eru allar í pípunum, en annars höfum við öll spjót úti til að viða að okkar efni til að vinna fram í tímann.“ bergsteinn@frettabladid.is Forlögin eftir flóðið JÓN KARL HELGASON Bjartur gaf út 20 bækur á stuttum tíma rétt fyrir jól og fer sér hægt í sakirnar á nýja árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ GVA KRISTJÁN B. JÓNASSON Jólabókaflóðið skapar um 20 prósent af veltu Eddu og framundan er viðamikil vorútgáfa. FRÉTTABLAÐIÐ/ PJETUR 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI NFS ER Á VISIR.ISNFS ER Á VISIR.IS NFS ER Á VISIR.IS > Bók vikunnar On beauty eftir Zadie Smith. Þriðja og að margra mati besta bók eins athyglisverð- asta rithöfund- ar Breta um þessar mundir. Frábærlega vel skrifuð saga um fjölskyldur, kynslóðir og kynþætti þar sem togstreita og pólitík kraumar undir öllu saman. Í byrjun október kemur út á bók framhaldssaga um Pétur Pan, dreng- inn sem vildi ekki fullorðnast, eftir breska verðlaunahöfundin Geraldine McCaughrean. Útgefandi er breska háskólaforlagið Oxford University Press. Bókin heitir „Pétur Pan á skarlats- klæðum“, en ekkert hefur ennþá verið látið uppi um innihaldið. Þó er lesendum lofað æsispennandi ævintýri. Aðalpersónurnar verða þær sömu og í fyrri bókinni, þau Pétur Pan, Vanda, systkini hennar og foreldrar, álfurinn Skellibjalla og hinn grimmi Krókur kafteinn. Þegar J.M. Barrie, höfundur Péturs Pan, lést árið 1937 ánafnaði hann höfundarrétt- inum til barnasjúkrahússins Great Ormond Street í London. Sjúkrahúsið hefur haft drjúgar tekur af þessari vinsælu bók áratugum saman, en rétturinn til þeirra rennur út árið 2007. Þess vegna greip sjúkrahúsið til þess ráðs að láta skrifa framhald sögunnar. Geraldine McCaughrin hefur skrif- að fjölmargar barnabækur og verið verðlaunuð í bak og fyrir. Hún segist hafa haft óskaplega gaman af því að dveljast í Hvergi- landi undanfarið ár. „Ég hreinlega gleymdi því að vofa J.M. Barrie gæti verið að lesa á tölvuskjáinn yfir öxlina á mér, gleymdi að hafa áhyggjur af því að fólki muni líka við það sem ég skrifa. En það er reyndar góðs viti. Þegar maður hefur gaman af því að skrifa, þá loðir oft eitthvað af ánægjunni við bókstafina og festist á milli blaðsíðnanna.“ Höfundarréttargreiðslum af nýju bókinni verður skipt á milli McCaughrean og sjúkrahússins. Skrifaði framhald af Pétri Pan

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.