Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2006, Qupperneq 71

Fréttablaðið - 22.01.2006, Qupperneq 71
SUNNUDAGUR 22. janúar 2006 39 Vináttulandsleikur: ÍSLAND-FRAKKLAND 30-36 (15-17) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 6/2 (6/2), Sigfús Sigurðsson 4 (5), Snorri Steinn Guðjónsson 4/2 (5/2), Ólafur Stefánsson 4/2 (5/2), Einar Hólmgeirsson 4 (7), Arnór Atlason 2 (6), Þórir Ólafsson 2 (3), Róbert Gunnarsson 2 (4), Alexander Petersson 1 (3), Vignir Svavarsson 1 (2). Varin skot: Hreiðar Guðmundsson 12, Birkir Ívar Guðmundsson 6. Hraðaupphlaup: 9 (Guðjón 2, Þórir 2, Snorri 2, Einar, Sigfús, Vignir). Fiskuð víti: 6 (Guðjón 2, Róbert 2, Þórir, Vignir) Mörk Frakka: Daniel Narcisse 10, Luc Abalo 4, Christophe Kempe 4, Olivier Girault 4, Guillaume Gille 3, Joel Abati 3, Jerome Fernandez 2, Geoffrey Krantz 2, Sebastien Bosquet 2, Didier Dinart 1, Michael Guigou 1. Varin skot: Yohann Ploquin 10, Thierry Omeyer 9. DHL-deild kvenna: HAUKAR-ÍBV 36-28 Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 10, Hanna Guð- rún Stefánsdóttir 8/3, Inga Fríða Tryggvadóttir 7, Guðbjörg Guðmannsdóttir 3, Martha Hermanns- dóttir 3, Ragnhildur Guðmundsdóttir 3, Harpa Melsted 1. Varin skot: Kristina Matuzeviciute 17, Helga Torfa- dóttir 3. Mörk ÍBV: Ragna Karen Sigurðardóttir 8, Simona Vintyla 7, Renata Horvath 4, Esther Óskarsdóttir 4, Ingibjörg Jónsdóttir 3, Sæunn Magnúsdóttir 1. Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 12. FRAM-HK 28-23 Mörk Fram: Annette Köble 10, Hildur Knútsdóttir 5, Ásta Gunnarsdóttir 4, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Þóra Stefánsdóttir 1, Elísa Viðarsdóttir 1, Sara Sigurðardóttir 1, Guðrún Hálfdánardóttir 1. Mörk HK: Tatjana Zukowska 12, Ausra Gecinne 2, Arna Pálsdóttir 2, Hjördís Rafnsdóttir 2, Brynja Magnúsdóttir 1, Marta Björnsdóttir 1, Aukse Vysni- auskaite 1. Bikarkeppni KKÍ, karlar: HAMAR/SELFOSS-GRINDAVÍK 74-97 Bikarkeppni KKÍ, konur: ÍS-HAUKAR 63-62 ÚRSLIT GÆRDAGSINS HANDBOLTI Sigfús Sigurðsson var að vonum ekki sáttur við leik íslenska liðsins í gær. „Mér fannst við spila ágætlega í 35 mínútur en síðan einfaldlega skitum við upp á bak, bæði í vörn og sókn. Mér fannst þetta vera voðalega skrítinn leikur. Við vorum að spila frábæran handbolta hérna í fyrri hálfleik en síðan slökum við á í þeim seinni og þeir virðast hirða öll fráköst og skora þannig oft nokkuð ódýr mörk.“ Sigús sagði að það hefði verið hálfgert slen yfir mönnum í síðari hálfleik. „Það leit kannski þannig út á tímabili að menn væru ein- faldlega búnir að gefast upp en samt sem áður voru menn að berj- ast á fullu allan leikinn og fólk sá það að við vorum ekkert að gefast upp.“ - toh Sigfús Sigurðsson: Slen yfir liðinu SIGFÚS SIGURÐSSON Segir leikinn hafa verið kaflaskiptan. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA HANDBOLTI „Við erum með ein- hverja átta til tíu tæknifeila í hvorum hálfleik og það er mjög slæmt. Það er mikið um send- ingamistökum og þar af leiðandi fá þeir ódýr hraðaupphlaup sem er mjög slæmt. Vörnin okkar er ekki að standa og við fengum á okkur 36 mörk. Það er afar erfitt að vinna slíka leiki,“sagði besti maður Íslands, Guðjón Valur Sigurðsson. Aðspurður hvort liðið sé þreytt segir Guðjón að sér finnist það ekki vera. „Æfingarnar eru alls ekki búnar að vera stífar upp á síð- kastið og við eigum í raun að vera mjög ferskir á þessum tímapunkti að mínu mati. Mér sýnist við verð- um að skrifa þennan leik sem einn af þeim dögum þegar ekkert virð- ist ganga upp, því miður.“ Guðjón Valur Sigurðsson: Einn af þess- um dögum HANDBOLTI Það var mikil eftir- vænting eftir leik Hauka og ÍBV í DHL-deild kvenna í gær þar sem um sannkallaðan toppslag var að ræða. Þessi lið skipuðu efstu sæti deildarinnar fyrir leikinn og ljóst að bæði lið myndu selja sig dýrt. Haukarnir byrjuðu mun betur og komust í 5-0 á fyrstu sjö mín- útum leiksins. ÍBV skoraði fyrsta mark sitt eftir um tíu mínútna leik og minnkaði muninn í 7-1. Þessi munur hélst nokkurn veginn út fyrri hálfleikinn og staðan var 17- 12 í leikhléi. Í seinni hálfleik hélst munurinn í fimm til átta mörkum og náði ÍBV aldrei að brúa það bil sem myndaðist í byrjun leiksins, þó að Ramune Pekarskyte, sem fór á kostum í fyrri hálfleik, hafi verið tekin úr umferð það sem eftir var leiks. Sanngjarn sigur Hauka því staðreynd. Með sigrin- um komust Haukastelpur upp fyrir ÍBV að stigum í deildinni og eiga auk þess leik til góða. Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka, var að vonum kátur eftir leikinn og var sérstaklega ánægð- ur með sóknarleikinn. „Við hrein- lega völtuðum yfir þær í byrjun leiks og sýndum að við getum spil- að frábæran sóknarleik. Reyndar fannst mér við ekki leysa það eins vel og oft áður þegar Ramune var tekin úr umferð, en munurinn var orðinn það mikill að þær náðu okkur aldrei. Heildarsvipurinn á liðinu var mjög góður og flestallir leikmenn að standa sig vel Ég er því mjög ánægður með úrslitin.“ Ramune Pekarskyte var algjör yfirburðamaður í liði Hauka og skoraði mörk í öllum regnbog- ans litum auk þess sem Hanna Stefánsdóttir og markvörðurinn Kristina Matuzevicute stóðu sig vel. Hjá ÍBV var það Ragna Karen Sigurðardóttir sem stóð upp úr auk markvarðarins Vigdísar Sigurðardóttur. - toh Haukar unnu öruggan sigur á ÍBV í DHL-deild kvenna í gær, 36-28: Haukar styrkja stöðu sína RAMUNE PEKARSKYTE Dró Haukavagninn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.