Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1983, Qupperneq 79

Frjáls verslun - 01.02.1983, Qupperneq 79
Hún lumar heldur betur á sér því þetta er enginn vonarpen- ingur heldur ein fullkomnasta farþegaþota fyrir styttri vega- lengdir sem nú er völ á. Hér á landi fer fram síðasti þáttur til- raunaflugsins sem hófst í sept- ember 1981 en bretarnir eru að leita að skilyrðum þar sem ís- myndun á vængjum væri stöð- ug í u.þ.b. 30 mínútur, en slík skilyrði er ekki auðvelt aðfinna fyrir þotu. í janúar 1982 fékk BAe 146 tegundarskráningu (Type Certificate) sem er í samræmi við nýjar staðalreglur um próf- anir á flugförum sem nýlega tóku gildi í flestum löndum Evrópu. Framleiðsla þessara véla er að hefjast um þessar mundir, framleiddar verða 6 vélar af tveimur geróum, þ.e. BAe 146 — 100 og BAe 146 — 200. Munurinn á þessum vél- argerðum er aðeins fólgin í lengd, 200 gerðin er rúmum tveim metrum lengri. Fimm vél- ar verða framleiddar af gerð 100 og ein af 200. Þegar hafa þrjú flugfélög fest kaup á þessum vélum. Danair í Bretlandi tekur tvær í notkun nú í apríl og verða þær í far- þegaflugi félagsins frá London til Genf og Toulon, þær vélar munu taka 80 — 87 farþega. Þá munu tvö flugfélög í Bandaríkjunum taka BAe 146 í notkun innan skamms, Air Visconsin og Pacific Express, hvort um sig meö 4 vélar til aö byrja með. Kröfum markaðarins mætt Stuttar áætlunarleiðir flugfé- laga, innanlands og á milli landa, hafa alltaf verið vanda- mál með tilliti til rekstraraf- komu. Helstu ókostirnir eru: Vegna þess hve vélin er breið er farþegarýmið rúmgott, 87-100 farþegar eftir því hvor gerðin á í hlut, BAe 146/100 eða 200. — Erfið flugvallarskilyrði svo sem stuttar brautir, jafnvel malarvellir og ófullnægj- andi búnaður til þjónustu á flugvélum t.d. við afgreiðslu þeirra út og inn. — Flugleiðir ýmist stuttar eða af meðallengd — Magar millilendingar án eldsneytistöku — Flugvellir í þéttbýli og því ónæði af hávaða frá flug- vélum — Léleg sætanýting — Erfitt að láta nýtísku vélar bera sig á flugleiðunum og því takmörkuð þægindi fyrir farþega Þaö er m.a. þessi vandamál sem British Aerospace reynir að leysa meö smíði BAe 146 þotunnar. Hún er hugsuð sem millistig á milli skrúfuþota og þeirra sem nú eru notaóar í millilandaflugi. BAe 146 er ekki stærri um sig en algengustu skrúfuþotur en ber mun fleiri farþega við meiri þægindi. Hún hefur auk þess meira flugþol þar sem þess gerist þörf (1200—1400 mílur), hún er hljóðlátasta þotan sem völ er á, eldsneytiskostnaður á far- þegamílu og viðhaldskostnað- ur er lægri en margra annarra þota, þægindi farþega eru mikil, hún þarf afar stutta flug- braut og getur notað malarvelli á sama hátt og t.d. F27 vélar Flugleiða. Sé þetta samandregið þá eru aðalpunktarnir sem British Aerospace leggur áherslu á í kynningu á vélinni eftirfarandi: — Eldsneystisnotkun BAe 146 er um 10% minni en á sambærilegum tveggja hreyfla þotum. (Segir sitt þegar eldsneytiskostnaóur nálgast 30% af rekstrarút- gjöldum vegna þotu) — Heildarrekstrarkostnaður á hverja flogna mílu er um 20% minni en hjá sambæri- legum tveggja hreyfla þot- um — Rekstrarkostnaður á sæti og mílu er um 25 — 35% minni en í rekstri tveggja hreyfla skrúfuþotu — BAe 146 er sérstaklega hljóðlát, hávaóinn er ein- ungis um 50% af þeim háv- aða sem tveggja hreyfla skrúfuþota skapar og ekki nema 30% af því sem tveggja hreyfla þota skap- ar. British Aerospace bendir gjarnan á, til gamans, að BAe 146 sé sennilega eina þotan sem fjármálastjórar, flugmenn og flugvirkjar geti orðið sam- mála um. Fjórir litlir hreyflar í stað tveggja stórra Hreyflarnir, sem eru fjórir, eru af bandarískri geró, fram- leiddir af Avco Lycoming Framhald á bls. 84 79
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.