Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 2
2 17. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR LÖGREGLUMÁL Manni sem grunaður er um að nauðga konu á fimmtugs- aldri, og beita hana grófu líkam- legu ofbeldi, hefur verið sleppt úr haldi lögreglunnar í Reykjavík. Árásin átti sér stað aðfaranótt sunnudags á heimili mannsins en konan sem hann er grunaður um að hafa nauðgað er fyrrverandi sambýliskona hans. Lögreglan í Reykjavík fékk tilkynningu frá konunni um árás- ina þegar klukkan var 25 mínútur yfir tvö á sunnudag. Lögreglan brást skjótt við kalli konunnar og fór strax á vettvang. Þegar lög- reglan hafði séð verksummerki á vettvangi, í blokkaríbúð mannsins í Grafavogi, var rannsóknarlög- regla kölluð til. Hálftíma eftir að konan hafði hringt eftir aðstoð tók rannsóknarlögregla við rannsókn málsins á vettvangi. Greinilegt var á verksummerkjum að mikið hafði gengið á í íbúðinni. Konan hafði verið í íbúð manns- ins frá því á laugardagskvöld en talið er að maðurinn hafi nauðgað og mismyrmt konunni snemma á sunnudagsmorgun. Konunnni var svo haldið nauðugri í íbúðinni klukkutímum saman. Eyrún B. Jónsdóttir, deildar- stjóri á neyðarmóttöku Landspít- alans, segir ofbeldið sem konan varð fyrir, hafa verið gróft. Kon- ana var með mikla áverka út um allan líkamann. „Konan er enn til meðferðar vegna þeirra meiðsla og áfalls sem hún varð fyrir. Þetta var mjög gróft ofbeldisbrot. And- lega áfallið er ekki síður alvarlegt en þau líkamlegu meiðsli sem fórnarlömb í nauðgunarmálum verða fyrir, og því þurfa fórnar- lömbin oft að vera lengi í meðferð eftir að þau hafa náð sér af meiðsl- unum.“ Hörður Jóhannesson yfirlög- regluþjónn segir rannsókn máls- ins ganga vel. Lögreglan taldi ekki ástæðu til þess hafa manninn í gæsluvarðhaldi lengur. „Gæslu- varðhald er fyrst og fremst rann- sóknarúrræði sem má beita þegar þess er talin þörf. Málið lá þannig fyrir að ekki var talin ástæða til þess hafa manninn lengur í haldi. Hann hafði ekki játað brot sitt en málsatvik eru þó talin alveg ljós í þessu tilfelli.“ -mh ������ ��������� ���� ������ ��������� �� ���������� ������ �� ������������������������������ ������������������������������ ���� ������ ������ ������ ����� ����������������������������� �������� ���� ��������� ������� ��� ������� ��� ������� ������ ���� ���� ����� �������� �������� ��� ���������������������� ����� ������������������������������ ��� ��� ������ ����������� ������ ������� �������������� ��� ���� ���������������������������������� �������� ��� ���������� ���� ���� ��������������������������������� ������������������������������ �� ����� ��������� ����������� ����� ������ �������������� ����� ������������������ ����� ���� �������� ��������� Látinn laus eftir nauðgun Manni, sem grunaður er um að hafa nauðgað konu og halda henni nauðugri klukkustundum saman, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Deildarstjóri neyðarmóttöku segir árásina mjög grófa. FRAMKVÆMDIR Niðurrif húss gömlu Hraðfrystistöðvarinnar í Reykja- vík við Mýrargötu hófst í gær. Húsið hefur staðið autt undanfar- in ár en uppi voru áform um lag- færingar og endurbætur og stóð til að það hýsti íbúðir og vinnu- stofur. Frá þeim áformum hefur nú verið horfið og verður nýtt hús reist á lóðinni. Í því verða íbúðir og segir Magnús I. Erlingsson, talsmað- ur Nýju Jórvíkur sem á húsið og lóðina, að þær verði með öðru lagi en nú þekkist á Íslandi. Vildi hann ekki greina frekar frá hugmynd- um félagsins, en sagði að þær yrðu opinberaðar á næstu vikum eða mánuðum. Upplýsti hann þó að ytri skel hússins yrði með svipuðu sniði og það gamla. „Það á mjög margt skemmtilegt eftir að koma í ljós sem við hlökkum mikið til að segja frá,“ segir Magnús. Reiknað er með að niðurrifið taki fjórar til sex vikur og að því loknu hefjist jarðvegsvinna. Vonir standa til að nýtt hús verði risið fullbúið innan eins og hálfs árs. - bþs Niðurrif Hraðfrystistöðvarinnar við Mýrargötu hafið: Fullbúið íbúðarhús mun rísa á lóðinni HRAÐFRYSTISTÖÐIN RIFIN Húsið var byggt 1941 og var stækkað nokkrum sinnum á árunum þar á eftir. Íbúðarhús mun rísa á lóðinni og segja eigendur að íbúðirnar verði með öðru sniði en þekkist á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Evrópuþing- ið samþykkti í gær frumvarp að Evróputilskipun um frelsi í þjón- ustuviðskiptum á innri markaðn- um. Frumvarpið var útvötnuð útgáfa af fyrra frumvarpi sem var fellt í þinginu í síðasta mán- uði. Markmið þessarar svonefndu þjónustutilskipunar er að draga úr hömlum á frjálsa samkeppni á sviði þjónustuviðskipta yfir landamæri innan innri markaðar Evrópu. Þannig mun tilskipunin einnig koma til með að taka gildi á Íslandi í gegnum EES-samning- inn. Rétt eins og hagsmunaaðilar skiptust þingmenn mjög í tvær fylkingar í afstöðunni til frum- varpsins. Öðru megin voru vernd- artollasinnar og forkólfar verka- lýðsfélaga sem óttast að tilskipunin muni ógna réttindum verkamanna og launþega, hinu megin viðskipta- frelsissinnar, sem lögðu áherslu á að tilskipunin gæti opnað nýja markaði og hjálpað til við að koma hagsveiflunni í álfunni aftur upp úr öldudal síðustu ára. Málamiðlun náðist eftir að tekið var út úr frumvarp- inu ákvæði sem heimilað hefði þjónustufyrirtækjum að stunda rekstur í öðru landi samkvæmt þeim lagareglum sem um slíkan rekstur gilda í heimalandi fyr- irtækisins en ekki í landinu sem starfsemin fer fram í. - aa SAMÞYKKT Þingmenn á Evrópuþinginu í Strassborg greiða atkvæði um tilskipunardrögin í gær. 391 samþykkti en 213 greiddu atkvæði á móti. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Málamiðlun náðist á Evrópuþinginu um hina umdeildu þjónustutilskipun ESB: Þjónusta veitt yfir landamæri EVRÓPUSAMBANDIÐ, AP Samkeppni er mjög ábótavant á orkumark- aði Evrópusambandsins. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem unnin var á vegum fram- kvæmdastjórnar ESB og birtar voru í gær. Neelie Kroes, sem fer með samkeppnismál í fram- kvæmdastjórninni, boðaði ítarlega rannsókn á misbresti á framfylgd Evrópureglna um samkeppni á orkumarkaði, bæði af hálfu fyrir- tækja og stjórnvalda. Kroes sagði að niðurstöðurnar sýndu að grípa yrði tafarlaust til ráðstafana til að ýta undir sam- keppni á raforku- og jarðgasmark- aði í aðildarríkjunum 25. ■ Orkumarkaður ESB: Samkeppninni er ábótavant VIÐSKIPTI Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms að Landsbankanum sé skylt að veita efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra upplýsingar og ljósrit vegna rannsóknar á áætluðum brotum er kunna að tengjast viðskiptum með stofnfjárbréf í SPH. Bankanum er gert að láta af hendi ljósrit af tékka að upphæð 50.529.126 kr. sem hann keypti og upplýsingar um hver fyrirskipaði og/eða framkvæmdi millifærslur að fjárhæð 51.586.125 inn á reikn- ing í Landsbanka Íslands í Lúxem- borg. Tilteknar færslur voru á bankareikningum í eigu tveggja manna. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði séráliti og vildi fella úrskurð héraðsdóms úr gildi. - eþa Viðskipti með stofnbréf SPH: Lögreglan fær afhent gögn EYRÚN BJÖRG JÓNSDÓTTIR Segir að ofbeldið sem konan varð fyrir hafi verið gróft. HÖRÐUR JÓHANN- ESSON Segir ekki ástæðu til að hafa meintan nauðgara í gæsluvarðhaldi. DÓMSMÁL Mál Björns Friðfinnsson- ar ráðuneytisstjóra gegn ríkinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í tíu ár hafa ráðherrar synjað honum um að taka aftur við fyrra starfi sem ráðuneytisstjóri í við- skiptaráðuneytinu og nema kröfur um miskabætur og laun til sjötugs allt að 52 milljónum króna. Valgerður Sverrisdóttir iðnað- arráðherra mun hafa tjáð Birni seint í nóvember að endurkomu hans yrði hafnað þrátt fyrir samn- ing. Hún hygðist auglýsa ráðuneyt- isstjórastöðuna og ráða Kristján Skarphéðinsson. Ef Björn færi í mál yrði svo að vera. Kristján var ráðinn skömmu síðar án þess að staðan hefði verið auglýst. Ráðuneyti iðnaðar og viðskipta eru rekin sameiginlega. Kristján Skarphéðinsson var þó aðeins skipaður ráðuneytisstjóri í iðnað- arráðuneytinu í desember síðast- liðnum en Björn Friðfinnsson er í raun enn forsetaskipaður ráðu- neytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu frá árinu 1988. Krafa Björns um miskabætur nema um 17,5 milljónum króna fái hann ekki starfið aftur. Sú krafa er reist á því að verknaður ráðherr- anna hafi verið til þess fallinn að rýra orðstír hans, starfsframa, æru og starfsheiður. - jh VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR IÐNAÐAR- OG VIÐSKIPTARÁÐHERRA Sagði við Björn að hann fengi ekki að snúa til starfs síns og hún ætlaði að ráða Kristján Skarphéðins- son. Mál Björns Friðfinnssonar ráðuneytisstjóra gegn íslenska ríkinu: Réði í stöðu án auglýsingar BANDARÍKIN, AP Fangabúðunum við Guantanamoflóa verður ekki lokað þrátt fyrir tillögur mann- réttindanefndar Sameinuðu þjóð- anna þar um, að sögn talsmanns Hvíta hússins í Bandaríkjunum. „Þetta eru hættulegir hryðju- verkamenn sem eru þar í haldi,“ sagði Scott McClellan í gær. Hann bætti því við að bandaríski herinn kæmi fram við alla sína fanga af mannúð og að liðsmenn al-Kaída hryðjuverkasamtakanna væru sérþjálfaðir í að blekkja. Nefnd- in lagði til að fangabúðunum yrði lokað og öllum yfirheyrsluaðferð- um sem nálguðust pyntingar yrði hætt. - smk / sjá blaðsíðu 12 Talsmaður Hvíta hússins: Fangabúðum ekki lokað FANGABÚÐIRNAR Inngangur í fangabúðirn- ar við Guantanamoflóa. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Tæplega fimmtugur maður fleygði fíkniefnum sem hann bar út úr bílnum sínum er lögregla nálgaðist. Var hann handtekinn á Elliðavatnsvegi til móts við Hádegishól í Garðabæ haustið 2004. Hann hefur verið ákærður í Héraðsdómi Reykja- ness fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Maðurinn reyndist vera með tæpt gramm af amfetamíni og tæp 20 grömm af hassi. Degi síðar gerði lögreglan húsleit í íbúð mannsins í Reykjavík. Hún fann rúm 84 grömm af marijú- ana í skáp og kommóðu í eldhúsi, rúmt gramm af tóbaksblönduðu kannabisefni á hillu í stofu og tvær kannabisplöntur. Lögreglan gerði efnin upptæk og einnig rúmlega tvö og hálft kíló af sveppum sem hún fann við rannsókn málsins. - gag Ákærður fyrir að eiga fíkniefni: Henti efnum út úr bílnum SPURNING DAGSINS Alfreð, var þetta rafmögnuð stund? „Ja, það fór straumur um mig.“ Alfreð Þorsteinsson, formaður Orkuveitu Reykjavíkur var viðstaddur þegar straumi var hleypt á fyrstu kerin í nýjum áfanga Norðuráls á Grundartanga, sem er knúinn með orku frá OR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.