Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 64
 17. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR28 Þann 2. feb. 2006 gerðu fáeinir forystumenn Kennarasambands Íslands og menntamálaráðherra með sér skriflegt samkomulag. Unnið var að því með leynd og með hraði, en almennir félags- menn í KÍ ekki á neinn hátt hafðir með í ráðum, enda kom það eins og blaut tuska í andlitið á þeim, þegar það var tilkynnt fyrirvara- lítið á blaðamannafundi. Það hlýtur að vekja stórfellda undrun að ekki skuli leitað sam- þykkis almennra félagsmanna, þegar skrifað er undir samkomu- lag, sem getur orðið jafn afdrifa- ríkt fyrir menntun í landinu. Hvers vegna þetta pukur og þessi asi? Hvað þoldi ekki dagsins ljós og hvers vegna var ekki leitað álits kennara, áður en samkomu- lagið var undirritað? Kennarar eiga kröfu á forystu sína að þess- um spurningum sé svarað. Sam- komulagið sjálft virðist sakleys- islegt. Það inniheldur að mestu nokkur almenn efnisatriði, sem flestir geta sammælst um, án þess að til þurfi skjalfestan samning. Þó stendur tvennt upp úr. Annars vegar skuldbindur forysta KÍ sig til að vinna með ráðuneytinu að því hvernig staðið verður að stytt- ingu náms til stúdentsprófs. Með þessu er ráðherra gert kleift að halda ótrautt og óhindrað áfram með skerðingaráform sín, enda öllum ljóst að aðkoma forystu KÍ að því máli verður formsatriði og aldrei meiri en ráðuneytinu þóknast. Hins vegar er eina bita- stæða atriði samningsins löggild- ing starfsheitis leikskólakennara, viðfangsefni sem á að vera svo sjálfsagt, að óþarft er að spyrða það saman við skerðingu náms til stúdentsprófs. Slenging þessara tveggja atriða hlýtur því að vekja upp spurningar um hvort hér sé ekki um að ræða hrossakaup af verstu gerð, þar sem prangað er með fjöregg þjóðarinnar, menntun- ina. Forystu KÍ var fullljós vilji framhaldsskólakennara í þessu máli, þegar þeir gengu til leyni- makks síns við ráðherra. Í janúar sl. sátu formenn Kennarasam- bands Íslands og Félags fram- haldsskólakennara fund, þar sem saman komu trúnaðarmenn nær allra framhaldsskóla á suðvestur- horninu, og fram kom eindreginn vilji gegn því að skerðing náms til stúdentsprófs yrði notuð sem skiptimynt í viðræðum við rík- isvaldið. Verður því samkomu- lag forystu KÍ við ráðherra ekki skilið öðruvísi en svo að forystan hafi vísvitandi hunsað vilja fram- haldsskólakennara. Þessum ámælisverðu og ólýð- ræðislegu vinnubrögðum forystu KÍ verður helst jafnað við þá ákvörðun, þegar tveir ráðherrar ákváðu að fara í stríð í umboði íslensku þjóðarinnar. Það er deg- inum ljósara að framhaldsskóla- kennarar styðja ekki forystu sína í gerð þessa samkomulags og enn hef ég ekki heyrt í þeim grunn- skólakennara, sem mælir makk- inu bót. Fyrir vikið ber helst að líta á samkomulagið sem einka- samning þeirra sem rituðu undir. Að mínu mati hafa allir forystu- menn Kennarasambands Íslands, sem að samkomulaginu komu á einhvern hátt, fyrirgert umboði sínu og ættu að sjá sóma sinn í því að segja af sér án tafar. Það er til háborinnar skammar að til forystu fyrir kennara velj- ist skósveinar, sem kjósi að kyssa vöndinn fremur en að starfa fyrir umbjóðendur sína. Höfundur er framhaldsskólakennari. Þrjátíu silfurpeninga samningur UMRÆÐAN SAMKOMULAG KÍ OG MENNTA- MÁLARÁÐHERRA HELGI INGÓLFSSON Þessum ámælisverðu og ólýðræðislegu vinnubrögðum forystu KÍ verður helst jafnað við þá ákvörðun, þegar tveir ráðherrar ákváðu að fara í stríð í umboði íslensku þjóðar- innar. Því er oft haldið fram að kristin trú sé einn af hornsteinum menningar okkar og liggur þessi athugasemd til grundvallar þeirri miklu áherslu sem lögð er á kristna fræðslu í grunnskólum landsins. Á dögunum ræddi ég við nokkra 14 og 15 ára unglinga um nám þeirra gegnum árin og er kristinfræðsla barst í tal lýstu þau yfir frekar litlum áhuga á þeirri fræðslu. Það kom mér í sjálfu sér ekkert á óvart en mig rak í rogastans þegar á daginn kom að enginn þessara unglinga vissi hver Charles Darwin var. Sama var uppi á teningnum þegar ég spurði þau um önnur stórmenni vísinda og hugmyndasögu liðinna alda. Þetta er að mínu viti vísbend- ing um að menntun grunnskóla- barna sé á villigötum. Lítum nánar á málið. Þegar horft er á sögu Vesturlanda undanfarin 200 ár hefur afhelgun samfélagsins, þ.e. minnkuð áhrif trúar á vísindi og samfélag, verið einn mikilvægasti þátturinn í mótun þess þjóðfélags sem við búum við í dag. Þetta er staðreynd sem yfirvöld mennta- mála hér á landi virðast ekki hafa áttað sig á. Kristinfræðslan, sem er öðrum þræði hugmyndasaga, skyggir alfarið á aðra og að ýmsu leyti mikilvægari þætti í hug- myndasögu vesturlanda. Jesú og boðskapur hans hefur vissulega haft mikil áhrif á líf Vesturlandabúa, en ofuráherslan á hann í grunnskólum landsins verð- ur þess valdandi að börnin okkar fá ranga mynd af mikilvægi trúar- bragða fyrir samfélagið í dag. Ekki bætir úr skák að þessari fræðslu er stjórnað af Þjóðkirkjunni sem eðli málsins samkvæmt er alltaf í hlutverki trúboðans, sem reynir að blanda trúnni, oft ranglega, inn í alla þætti tilverunnar. Þetta má berlega sjá í þeim ummælum bisk- ups Íslands að andi Jesú „og áhrif haf[i] reyndar gert mikilvægasta andlegt afrek okkar tíma kleyft, nefnilega raunvísindin ... Einmitt vegna þess að frumforsenda til- verunnar er ekki ... hringrás nátt- úrunnar, heldur hugur, vit, vilji og skynsemi sem að baki býr allri tilveru“. Heimsmyndin sem bisk- up lýsir í ummælum sínum heyrir fortíðinni til, enda endurspeglar hún hugarfar sem kemur fram í vithönnunartilgátunni umdeildu, sem er í mótsögn við grunnfor- sendur raunvísinda samtímans. Ef horft er á kristnifræðsluna sem kennslu í hugmyndasögu ætti hverjum manni að vera ljóst að núverandi áhersla gengur ekki upp. Af hverju læra börnin okkar ekk- ert um þá einstaklinga, s.s. Adam Smith, John Stuart Mill, Charles Darwin og marga fleiri, sem lögðu grunninn að þeirri heimsmynd og þeim lýðréttindum sem við búum við í dag? Það ætti ekki að reynast erfitt að útbúa námsefni um þessa einstaklinga sem, eins og í til- felli kristnifræðslunnar, hentaði börnum frá 6 ára aldri og upp út. Núverandi ofuráhersla á kristna hugmyndasögu gengur hrein- lega ekki upp í nútíma afhelguðu lýðræðissamfélagi og er kom- inn tími til þess að börnin okkar læri eitthvað um þá einstaklinga sem sannarlega mynda hornstein menningar okkar, eins og hún er í dag. ■ Menntakerfi á villigötum UMRÆÐAN KRISTINFRÆÐSLA STEINDÓR J. ERLINGSSON VÍSINDASAGNFRÆÐINGUR Af hverju læra börnin okkar ekkert um þá einstaklinga, s.s. Adam Smith, John Stuart Mill, Charles Darwin og marga fleiri, sem lögðu grunninn að þeirri heimsmynd og þeim lýðréttindum sem við búum við í dag? Fyrir jól var fjallað um umferðina í Speglinum í nokkrum þáttum. Ég fagna þeirri umræðu sem fylgdi í kjölfarið. Ég er þeirrar skoðun- ar að hækka ætti bílprófsaldur- inn uppí 18 ára og myndi vilja að það yrði skoðað nánar. Unglingar verða ekki sjálfráða og fjárráða fyrr en 18 ára og mega ekki kaupa áfengi fyrr en 20 ára. Finnst mér því eðlilegt að þeir séu orðnir a.m.k. 18 ára áður en þeir fá öku- réttindi, sem eru dauðans alvara, en ekki bara bílaleikur eða sjálf- sagður hlutur. Er það svo nauðsynlegt að þau byrji ökunám aðeins 16 ára? Fórn- in er of mikil og fórnarlömbin of mörg. Hvert ár, og hvert manns- líf, er svo mikils virði. Unglingar þroskast mikið á einu ári. Það er staðreynd að ökumenn á þessum aldri valda mörgum umferðar- slysum, þó þeim hafi fækkað. Oft les maður í blöðunum um hraðakstur unglinga stuttu eftir bílpróf. Einnig yrði það til þess að minnka alla þessa bílamergð og umferð sem er orðin of mikil. Er hún svona nauðsynleg? Venj- um börn og unglinga á að nota almenningssamgöngur. Bætum enn betur strætisvagnaferðirnar fyrir þá, sem þurfa helst á þeim að halda og fargjaldið helst frítt eins og í Reykjanesbæ. Foreldrar segjast ekki þora að senda börnin sín gangandi í skólann vegna mikillar umferðar en eins og kom fram í útvarpinu er þetta vítahringur sem foreldr- ar skapa sjálfir, með því að skutla þeim í skólann. Svo skapast annað vandamál, sem er hreyfingarleysi og offita barna. Göngum og hreyf- um okkur meira, en notum bílinn aðeins ef brýn nauðsyn krefur. Þá sláum við margar flugur í einu höggi, stundum líkamsrækt, minnkum mengun, minni umferð og slit á götum. Svo þurfa allir sem komnir eru með ökuréttindi að aga sjálfan sig og fara eftir öllum umferðarreglum. Íslend- ingar eru orðnir svo agalausir og kærulausir. Það telst t.d. til undan- tekningar ef fólk gefur stefnuljós. Fólk virðir ekki hraðatakmarkan- ir og fer jafnvel yfir á rauðu ljósi. Ég hef ítrekað orðið vitni að því að fólk aki á móti umferð á einstefnu- götum. Hefur oft munað litlu að stórslys yrði. Ég mælti með því á sínum tíma að farsímanotkun við keyrslu yrði bönnuð. Fagna ég því að það er komið í lög. Þessi símtöl eru varla svo lífsnauðsynleg að þau geti ekki beðið smástund. Maður sér á aksturslagi fólks ef það er að tala í símann við keyrslu og einbeiting þess minnkar. Það er staðreynd, að notkun farsíma við keyrslu á þátt í mörgum slysum. Lögregl- an þarf að vera meira sýnileg og fylgja lögunum betur eftir. Svo þurfa allir að sýna gott fordæmi og tillitssemi í umferðinni, ekki síst ökukennarar og foreldrar ökunema. Það er ótrúlegt hve margir leggja í stæði fyrir fatlaða, ætla bara að skjótast í eina mínútu (eða tvær), eru að afferma, eða eru bara að bíða eftir einhverjum. En ef allir hugsa svona eru þessi stæði aldrei laus fyrir þá sem þess þurfa. Sýnum hreyfihömluðu fólki meiri virðingu og tillitssemi. Þökkum fyrir að við skulum ekki þurfa að nota þessi stæði. ■ Hækkum bílprófsaldurinn UMRÆÐAN ÞÓRA ANDRÉSDÓTTIR STÖÐUVÖRÐUR SKRIFAR UM UMFERÐARMENNINGU Venjum börn og unglinga á að nota almenningssamgöngur. Bætum enn betur strætis- vagnaferðirnar fyrir þá, sem þurfa helst á þeim að halda og fargjaldið helst frítt eins og í Reykjanesbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.