Fréttablaðið - 17.02.2006, Síða 16

Fréttablaðið - 17.02.2006, Síða 16
 17. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ „Hér er nýbúið að halda frábært þorrablót, þar sem var metmæting,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri á Raufarhöfn, sem lætur vel af mannlífinu þar. Hún segir þorrablótsnefnd starfa í þegnskylduvinnu hverju sinni. Kosið sé í slíka nefnd á hverju ári og síðan sé það hennar að sjá gestunum fyrir skemmtiatriðum. „Fólk þarf að semja tveggja tíma skemmtidagskrá, að minnsta kosti, þar sem gert er grín að bæjarbúum á góðlát- legan hátt. Það tókst afar vel núna,“ segir Guðný Hrund. Hvað aðra þætti bæjarlífsins varðar segir hún að starf íþróttafélagsins Austra sé mjög öflugt um þessar mundir. Þá sé íþróttahúsið opið þeim sem vilja á opnunartíma sundlaugarinnar á Raufarhöfn. Börn og unglingar not- færi sér þá aðstöðu mjög mikið og séu nánast daglega að leik í húsinu. Nýlega hafi verið haldið dansnámskeið í grunnskólanum og félagsmiðstöðin á staðnum hafi verið opnuð aftur eftir nokkurt hlé. Guðný Hrund segir að miðstöðin sé opin fyrir alla aldursflokka, en hún hafi fengið andlitslyftingu í kringum jólahátíðina. Spurð um breytingar á bankamálum staðarins segir Guðný Hrund að Sparisjóður Þórshafnar sé að taka við útibúinu á Raufarhöfn af Landsbankanum. „Það verður sama starfsfólk og áður og ég hef ekki væntingar um annað en að þjónustan verði að minnska kosti sambærileg við það sem var, og vonandi eitthvað betri,“ segir sveitarstjórinn. „Landsbankinn hafði skorið hana nokkuð niður fyrir nokkrum árum en við vonum að því dæmi verði snúið við.“ Guðný Hrund segir annars alla þjónustu á Raufarhöfn mjög góða. Þar sé allt til alls. Það eigi við um verslunarþjónustu, heilsugæslu og frábær íþróttamannvirki. Ef eitthvað vanti þá sé það einfaldlega pantað og komi á pósthúsið. „Það er gott mannlíf á Raufarhöfn og hér er gott að vera. Mannfjöldi hér er enda nokkuð stöðugur, miðað við frjálsa fallið undanfarin ár. Vitaskuld munar um hvern og einn. Mesta áfallið var auðvitað 2003 þegar Jökull sagði upp sínu fólki. Síðan fækkar kannski um einn eða tvo á ári. En mér heyrist vera vilji hjá unga fólkinu hérna að koma hingað aftur að lokinni skólagöngu ef það fær eitthvað við sitt hæfi. En það er auðvitað okkar að skapa það.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐNÝ HRUND KARLSDÓTTIR SVEITARSTJÓRI Á RAUFARHÖFN: Metaðsókn á frábært þorrablót TUNGA ÚR SANDI Mikill viðbúnaður er á Copacabana-ströndinni í Ríó de Janeiro í Brasilíu en rokkhljómsveitin Rolling Stones heldur þar hljómleika á morgun. Búist er við að um tvær milljónir manna muni fylgjast með hljómleikunum en aðgangur er ókeypis. Heimamenn hafa gert ýmislegt síðustu daga til að minna á hljómleikana og hljómsveitina og hinn 33 ára gamli Ísak gerði til dæmis þennan sandskúlptúr. Sjá má hið fræga tákn sveitarinnar, varir og tungu forsöngvarans Micks Jaggers. Skammt er stórra högga á milli í Ríó de Janeiro því eftir viku hefst kjötkveðjuhátíðin mikla. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hvað er eiginlega í kvöldmat hjá þér? „Bara ein ferð í Bónus, þar sem ég kaupi það sem ég þarf á strákinn og kvöld- mat fyrir mig, kostar tíu til fimmtán þúsund.“ GUÐRÚN ÁRNÝ KARLSDÓTTIR SÖNGKONA UM KAUPHEGÐAN SÍNA. FRÉTTABLAÐIÐ. Sannir frumkvöðlar „Við felldum marga múra, ég get kvittað undir það að dagskrárgerð í sjónvarpi væri ekki eins og hún er í dag ef við hefðum ekki þurft að fara í gegnum eld og brennistein með okkar þátt.“ SIGURÐUR HLÖÐVERSSON SEM STÝRÐI MEÐ HAUSVERK UM HELG- AR ÁSAMT VALGEIRI MAGNÚSSYNI. MORGUNBLAÐIÐ. Verðlaun Blaðamannafé- lags Íslands verða veitt á Pressuballi á Hótel Borg annað kvöld. Verðlaunin eru nú afhent í þriðja sinn og sem fyrr eru þau veitt í þremur flokkum: Fyrir bestu umfjöllun ársins 2005, Rannsókn- arblaðamennsku ársins 2005 og Blaðamannaverðlaun Íslands 2005. Verðlaunin verða veitt á Pressuballi, sem er eins konar uppskeruhátíð Blaðamannafé- lagsins. Pressuböll þóttu á árum áður fínustu böllin í bænum og mættu gestir í sínu fínasta pússi. Útlend fyrirmenni voru oftar en ekki heiðursgestir en ef ekki voru það íslenskir ráðherrar og skáld. Nú er öldin önnur, engin eru fyr- irmennin og gestir klæðast í takt við tískuna. Það breytir því ekki að matseðillinn er hinn álitlegasti, fiskisúpa í forrétt, lambaframfille í aðalrétt og tiramisu og ferskir ávextir í eftirrétt. Ræðumaður verður Jón Kaldal, aðstoðarrit- stjóri Fréttablaðsins. Á morgun hefst líka árleg ljósmyndasýning Blaðaljósmynd- arafélags Íslands í Gerðarsafni í Kópavogi og verða bestu ljós- myndir ársins 2005 verðlaunaðar. Þá verður sérstök sýning á mynd- um Gunnars V. Andréssonar, ljós- myndara á Fréttablaðinu, en hann á fjörutíu ár að baki í faginu. Blaðamennirnir sem nefndir eru til verðlauna í þetta sinnið koma úr ýmsum áttum og vinna við ólíka miðla. Blaðamenn Morgunblaðsins eru tilefndir til þrennra verðlauna, blaðamenn Fréttablaðsins til tvennra og eina tilnefningu fá blaðamenn á NFS, Ríkisútvarpinu og Ríkisjónvarp- inu. Þá er tilnefnt vegna bókar- skrifa í fyrsta sinn. Verðlaunahafar fá eitthundrað þúsund króna peningaverðlaun. bjorn@frettabladid.is Blaðamannaverðlaunin 2005 afhent á morgun VERÐLAUNAHAFAR 2004 Reynir Traustason, Brynhildur Ólafsdóttir og Sunna og Sindri, börn Agnesar Bragadóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT VERÐLAUNAHAFAR 2005 Kristinn Hrafnsson, Bergljót Baldursdóttir, Ragnar Axelsson og Árni Þórarinsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN TILNEFNINGAR TIL VERÐLAUNANANNA AUÐUNN ARNÓRSSON JÓHANN HAUKSSON SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SIGMAR GUÐMUNDSSON SUNNA ÓSK LOGADÓTTIR DAVÍÐ LOGI SIGURÐSSON GERÐUR KRISTNÝ JÓN BJÖRGVINSSON BESTA UMFJÖLLUN ÁRSINS 2005 Auðunn Arnórsson, Jóhann Hauksson og Svanborg Sigmarsdóttir, Fréttablaðinu, fyrir upplýsandi og vandaða umfjöllun um ýmsar hliðar stjórnarskrármálsins undir heitinu „Stjórnarskrá Íslands endurskoðuð“. Sunna Ósk Logadóttir, Morgunblaðinu, fyrir ítarlega og greinargóða umfjöllun um rekstur og starfsemi Landspítala – háskólasjúkrahúss í kjölfar samein- ingar. BLAÐAMANNAVERÐLAUN ÍSLANDS 2005 Sigmar Guðmundsson, Kastljósinu, RÚV, fyrir að fylgja eftir á vandaðan hátt uppljóstrunum um kynferðislegt ofbeldi sem fram komu í bók um Thelmu Ásdísardóttur. Davíð Logi Sigurðs- son, Morgunblaðinu, fyrir vönduð skrif um Afganistan, alþjóða- samstarf og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Gerður Kristný Guðjóns- dóttir fyrir óhefðbundna blaðamennsku og ítarlegar rannsóknir við skrif á sögu Thelmu Ásdísardóttur „Myndin af pabba“. Jón Björgvins- son, fréttaritari Útvarpsins, fyrir lifandi fréttaflutn- ing af vettvangi heimsviðburða á hamfarasvæðum vítt og breitt um heiminn. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI ANNA G. ÓLAFSDÓTTIR RANNSÓKNARBLAÐAMENNSKA ÁRSINS 2005 JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON SIGRÍÐUR DÖGG AUÐUNSDÓTTIR Jóhannes Kr. Kristjánsson, NFS, fyrir afhjúpandi umfjöllun í fréttaþætt- inum Kompási um sívaxandi hlut „læknadóps“ á fíkniefnamarkaði. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Frétta- blaðinu, fyrir úttekt á einkavæðingu ríkisbankanna og umtöluð fréttaskrif um aðkomu áhrifamanna í aðdrag- anda málaferla gegn forsvarsmönn- um Baugs. Anna G. Ólafsdóttir, Morgunblað- inu, fyrir upplýsandi greinaflokk um fátækt og bresti í íslensku velferðar- samfélagi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.