Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.02.2006, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 17.02.2006, Qupperneq 74
 17. february 2006 FRIDAY38 tonlist@frettabladid.is 1. SYSTEM OF A DOWNLONELY DAY 2. DIKTABREAKING THE WAVES 3. SHINEDOWNSAVE ME 4. MATISYAHUKING WITHOUT A CROWN 5. NINE INCH NAILSEVERY DAY IS EXACTLY THE SAME 6. DR. MISTER & MR. HANDSOMEKOKALOCA 7. FRÆFREÐINN FÁVITI 8. RICHARD ASHCROFTBREAK THE NIGHT WITH COLOUR 9. DEAD SEA APPLEBEARER OF BAD NEWS 10. CHILDREN OF BODOMOOPS, I DID IT AGAIN X-LISTINN TOPP TÍU LISTI X-INS 977 SYSTEM OF A DOWN Rokkararnir ógurlegu eru komnir í toppsætið með lagið Lonely Day. > Plata vikunnar Test-Icicles: For Screen- ing Purposes Only „Breska sveitin Test-Icicles hefur vakið mikla eftirtekt síðustu mánuðina í heima- landi sínu. Ekkert undarlegt þegar nær skotheldri frumraun þeirra er rennt í gegn. Svona hljómar gott rokk og ról!“- bös Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI Úlpa: Attemted Flight By Winged Men, The Stooges: The Stooges, Pavement: Brighten the Corners, Bonnie „Prince“ Billy: Ease Down the Road og Tom Waits: Blood Money. Cat Power: The Greatest „Á sjöundu breiðskífu sinni er Cat Power studd af undirleikssveit Als Green. Sem fyrr gefur söngkonan hlustandanum örlítinn hluta af sálu sinni og skilar af sér afbragðs plötu.“ BÖS Richard Ashcroft: Keys to the World „Þriðja breiðskífa Richards Ashcroft er eins og hinar tvær. Frekar flöt og óspennandi. Hljómar eins og plata frá listamanni í tilvistarkreppu.“ BÖS Siggi Ármann: Music for the Addicted „Þessi önnur plata Sigga Ármanns er bæði lágstemmd og tilfinningarík og í raun fyrirtaks plástur á brothætt sálarlíf. Munið bara: innri fegurðin skiptir mestu máli.“ FB Stórsveit Nix Noltes: Orkíed- ur Hawaii „Stórsveit Nix Noltes á mikla athygli og ennþá meiri tónleikaaðsókn skilda fyrir þessa hressandi tónlist sem hefur þann þó neikvæða fylgikvilla að henta ótrúlega illa til hlustunar í heyrnartólum.“ BG The Decemberists: Picaresque „Það er ótrúlega upplífgandi að heyra að það séu enn til menn í heiminum sem eru virki- lega að reyna að koma laga- og textasmíðum á æðra plan. Í þeim efnum fáið þið varla betra framlag en þriðju plötu The Decemberists.“ BÖS Stevie Wonder: A Time To Love „Stevie Wonder rýfur tíu ára útgáfuþögn með plötu sem er því miður alltof væmin og löng til þess að hægt sé að njóta hennar almennilega. Sýnir þó að hann er ekki búinn að missa náðargáfu sína endanlega.“ BÖS Konono N1: Congotronics „Konono N1 er ólíkt öllu öðru sem þú hefur heyrt um ævina. Þetta er eldgömul sveit frá höfuðborg Kongó þar sem helsta undirstaðan eru þumlapíanó og ásækinn taktur.“ BÖS SMS UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Tónlistarmaðurinn Mugison, sem var nýverið kjörinn besti flytjandinn á Íslensku tónlistarverð- laununum, heldur tónleika með kammersveit Salarins í Kópavogi, KaSa, í kvöld. Freyr Bjarnason fræddist nánar um þetta óvenjulega samstarf. Með Mugison í kvöld spila þau Áshildur Haraldsdóttir á flautu, Elfa Rún Kristinsdóttir á fiðlu, Helga Þórarinsdóttir á víólu, Sig- urgeir Agnarsson sellóleikari og Nína Margrét Grímsdóttir píanó- leikari. Slagverksleikur er í hönd- um Péturs Grétarssonar. Meirháttar tónlistarmaður Nína Margrét, sem jafnframt er listrænn stjórnandi KaSa ásamt Áshildi, segir að aðdragandinn að tónleikunum hafi staðið yfir í rúmt ár. „Okkur langar alltaf að sækja á ný mið varðandi samstarf, bæði með klassískum listamönnum og úr öðrum tónlistargreinum. Það er mikilvægt líka til að fá fjölbreytt- ari áhorfendahóp. Okkur fannst mjög tilvalið að hafa samband við hann. Hann hafði verið að gera mjög góða hluti og við höfum kom- ist að því að hann er meiriháttar tónlistarmaður, alveg frábær,“ segir Nína Margrét um Mugison. „Það er svolítið sérstakt að vinna með manni sem er ekki bara söngvari og spilari heldur líka höf- undur. Það gefur nýja vídd fyrir okkur sem erum flytjendur að fá smá innsýn inn í lagahöfundinn, í þessu tilfelli Mugison,“ segir hún. Áður hefur KaSa meðal annars starfað með Eivöru Pálsdóttur og rokksveitinni Búdrýgindum með góðum árangri. Nýtt efni frumflutt Nína segir að tónlist Mugison sé fjölbreytt og bæði sé ryþminn og hljómagangurinn mjög flókinn og krefjandi að spila. Engu að síður sé gaman að takst á við þetta verk- efni. Tónleikarnir í kvöld munu spanna allan feril Mugisons auk þess sem hann mun frumflytja nýtt efni. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Hann er fyrsta flokks tónskáld á nútíma mælikvarða og hann hefur greinilega gott næmi til að semja fallegar melódíur,“ segir Nína. „Hann fléttar þeim inn í mikinn polryþma sem kemur rosalega flott út þegar það blandast saman. Einfaldur ryþmi er mjög algeng- ur í popptónlist en Mugison fer lengra en það og gerir kröfur til sjálfs sín. Laglínurnar hans geta alveg staðið sjálfar en hann fer lengra og það sýnir bara metnað- inn í honum.“ Færa út kvíarnar KaSa-hópurinn var stofnaður árið 2001 og er því á fimmta starfsári. Hann hefur spilað víða í Reykjavík auk þess sem hann hefur farið til Japans og Færeyja. Einnig stend- ur til að spila í Kaupmannahöfn í haust. „Við erum smátt og smátt að færa út kvíarnar hvað þetta varðar. Það er mikilvægt fyrir tónlistarfólk að ferðast út fyrir landið og þá koma styrkirnir sem við höfum fengið að mjög góðum notum,“ segir Nína. Uppselt er á tónleikana í kvöld sem hefjast klukkan 20.00. freyr@frettabladid.is Fyrsta flokks tónskáld MUGISON Nína Margrét segir tónlist Mugisons bæði fjölbreytta og margslungna. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA 1 . tb l. 2 9 . á rg . 2 0 0 6 V e rð 8 9 9 k r. m /v s k 10 HEIMILI - MATUR - TÍSKA - STJÖRNUSPÁ LEIÐTOGINN Ásdís Halla Bragadóttir Hvernig er góður stjórnandi? Átta vikna afeitrunarkúr TAKTU ÞIG Í GEGN! ALDREI OF SEINT að skipta um vinnu EINHLEYPAR OG ENGUM HÁÐAR Trend & tíska best klæddu konurnar 2006 UPPSELT HJÁ ÚTGEFANDA! > Popptextinn „If there‘s one thing you can say about mankind There‘s nothing kind about man You can drive out nature with a pitch fork But it always comes roaring back again“ TOM WAITS HEFUR LITLA TRÚ Á MANN- KYNINU Í MISERY IS THE RIVER OF THE WORLD AF PLÖTUNNI BLOOD MONEY. Tónlistarmaðurinn Hjörtur Geirsson hefur gefið út plötuna Searching for a Hit með fimm kántrílögum eftir sjálfan sig. Þrjú þeirra hafa fengið verðlaun í alþjóðlegum lagasmíðakeppnum í Paramount í Bandaríkjunum. Hlaut hann m.a. viðurkenninguna „exellence in songwriting“. Þrjú þeirra hafa jafnframt verið gefin út á safn- plötu í Paramount í Nashville. Hjörtur gaf út sína fyrstu og einu plötu, The Ballads of the Undefined, árið 2001. „Ég er búinn að vera í tónlist frá því ég var unglingur en hætti í ein fimmtán ár þangað til um aldamótin, þá byrjaði ég aftur,“ segir Hjörtur, sem hefur m.a. spilað á bassa með hinum ýmsu trúbadorum. „Ég hef verið að semja og senda lög bæði til Nashville og New Jersey og síðan fékk ég þess- ar viðurkenningar í þessum keppnum,“ segir hann. Þrátt fyrir að Hjörtur sé mikill kántríbolti segist hann ekki hafa haft neinn sérstakan áhuga á kántrí í æsku. „Ég hlustaði aðallega á kántrírokk en ekki endilega þetta „púra“ kántrí. Ég á engan sérstakan uppáhalds kántrítónlistarmann, nema kannski Johnny Cash og Elvis Presley sem átti rætur í kántríinu.“ Hjörtur, sem starfar á líkamsræktarstöð, ætlar að halda áfram að semja lög og æfa sig á hljóð- færi. Hefur hann sent lög í nokkrar lagasmíða- keppnir til viðbótar og er að bíða eftir úrslitum úr þeim. Einnig er hann með- limur í lagasmíðafélagi í Nashville og tekur þátt í starfsemi á þess vegum. Hjörtur segir það vel inni í myndinni að flytja til Nashville eða Las Vegas til að einbeita sér að tónlistarferlinum. Hvað varðar spilamennsku hér heima segir hann að ekkert sé ákveðið í þeim efnum. Fékk viðurkenningu í Nashville
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.