Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 38
4
Ein af þeim leiðum sem mér finnst
hvað skemmtilegast að aka sumar
sem vetur er leið sem kallast
Klakksleið. Sögulega séð er hún
kannski ekkert merkileg. Leiðin er
engu að síður ein af fjórum leiðum
sem félagar í Ferðaklúbbnum 4x4
nota til þess að komast í fjallaskál-
ann sinn Setrið, sem stendur undir
Hofsjökli.
Þegar leiðin er ekin er fyrst farið
um Hrunamannaafrétt, upp hjá
kirkjustaðnum Tungufelli. Á Hruna-
mannaafrétti er margt að skoða og
mætti fyrst benda á fallegan foss í
Búðará neðan við slóðina. Búðará
er lítil dragá en á það til að vaxa og
gerðist það við Búðará að þar staldr-
aði Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins
4x4 við lengur en til stóð. Það var
í asahláku og stórrigningu í mars
2004. Lokaðist stór hópur breyttra
jeppa af fyrir innan ána í foráttu-
vexti og var þessi annars saklausa
á sem stórfljót á að horfa. Nokkrir
jeppanna komust yfir við illan leik
en aðrir urðu að bíða í sólahring
eftir að aðeins minnkaði í ánni svo
fært væri yfir.
Næsti áfangi er Svínárnes en
fyrst er komið að Svíná og hand-
an hennar er Svínárnesskáli. Þar
er skemmtilegt að stoppa og fá sér
nestisbita og skoða gamlan upp-
gerðan gangnamannaskála sem þar
stendur.
Frá Svínárnesi er haldið áfram
yfir nokkrar litlar ár og fer þá slóð-
in hratt hækkandi og fer hæst í
rúmlega 800 metra yfir sjávarmáli.
Þegar komið er þar sem leiðin
liggur hvað hæst sést slóð til vinstri
og liggur hún inn með Draugakvísl
að fjallinu Klakki. Undir því stend-
ur samnefndur skáli og er leiðin
þangað greið.
Áfram er haldið og ekið um sand
og mela inn að Kisubotnum. Þar
er komið að miklum brekkum ofan
við Kisubotna. Ofan brekkunnar er
fagurt útsýni inn yfir Þjórsárver og
Hofsjökul. Þegar komið er niður á
eyrarnar fyrir neðan brekkurnar er
hægt að taka á sig smá krók og aka
skemmtilega leið inn Kisugljúfur.
Það er um 800 metra leið.
Frá Kisugljúfri er ekið um eyrar
og að vaði á jökulánni Kisu. Mörg-
um þykir nafn árinnar sérkennilegt
en Kisa hefur einnig gengið undir
nafninu Kísá og Kjálkaversá. Þarna
á eyrunum er ekið yfir ána í þrígang
á nokkuð góðum vöðum.
Að öllu jöfnu er áin vel fær
breyttum jeppum að sumarlagi.
Hún á þó til að bólgna aðeins upp
og getur þá verið óárennileg þeim
sem ekki þekkja til hennar. Sérstak-
lega á það við um austasta vaðið á
henni en þar grefur hún sig meira
niður og geta bakkarnir verið nokk-
uð brattir. Því má segja að leiðin sé
ekki fær minnstu jeppunum, en vel
fær meðalstórum jeppum og er þá
betra að vera ekki einn á ferð. Að
vetrarlagi getur leiðin verið mjög
krefjandi og ekki ráðlegt að leggja
inn á leiðina ef spáin er slæm.
Fyrir nokkrum misserum komst
Klakksleið í sviðsljósið meðal jepp-
amanna. Það var þegar félagar í
Ferðaklúbbnum 4x4 fóru Klakksleið
á leið á Þorrablót í Setrið árið 2003.
Þeir lögðu af stað frá Reykjavík
seinnipart föstudags. Hrepptu þeir
aftakaveður og erfið snjóalög og
voru því ekki komnir á áfangastað
fyrr en klukkan fjögur aðfaranótt
sunnudagsins. Þeir voru því rúma
38 tíma á leiðinni.
Frá Kisu er stutt inn að gatna-
mótum neðan Setursins. Þar er
hægt að velja um tvær leiðir til
byggða. Til vinstri er Illahraunsleið
sem liggur norðan Kerlingafjalla og
á Kjalveg. Leiðin til hægri liggur
um Fjórðungssand og Gljúfurleit
og þaðan á Sprengisandsleið við
Sultartanga.
Hrunamannaafréttur
og Klakksleið
Ferðalangar í Kisugljúfri.
Ferðalangar við Svínárnesskála.
Á leið yfir Búðará.
JÓN G. SNÆLAND
Ritari Ferðaklúbbsins 4x4
Bíll: Mikið breyttur Toyota 4Runner á
44“ dekkjum
{ leiðin mín }
■■■■ { á fjöllum } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Aukaeldsneytistankur gegnir
hlutverki bensínstöðvar í löng-
um ferðum. Flestir jeppar eyða
meira eldsneyti en fólksbílar við
venjulegar aðstæður. Við erfiða
ferðamennsku eykst eyðslan til
muna, reyndar svo mikið að talað
er um eyðslu á klukkustund, ekki
á hverja hundrað kílómetra.
Það er sjaldgæft, en ekki
óþekkt, að eyðslan fari upp í einn
lítra á hvern kílómetra við allra
erfiðustu aðstæður. Það er nauð-
synlegt að vera með varabirgðir
af eldsneyti með sér því aðeins
er ein bensínstöð á öllu hálendi
Íslands.
Aukatankarnir eru yfirleitt
tengdir aðaltönkum bíla með röri
eða slöngu og lítil dæla sér um að
dæla á milli tanka þegar lækka fer
í aðaltankinum.
Helsti gallinn við að bera með
sér aukaeldsneyti er aukin þyngd
en flestir reyna að hafa bíla sína
sem léttasta í vetrarferðum. Hvert
aukakíló getur komið niður á
drifgetu.
til hvers er...
Aukatankur?
HOFSJÖKULL
LANGJÖKULL
Þjórsárdalur
Setrið