Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 80
44 17. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
FEBRÚAR
14 15 16 17 18 19 20
Föstudagur
■ ■ LEIKIR
19.00 Þór og Afturelding mætast í
DHL-deild karla í handbolta.
19.15 Fylkir og Fram mætast í
DHL-deild karla í handbolta.
19.15 Valur og FH mætast í DHL-
deild karla í handbolta.
19.15 KA og Vík./Fjölnir mætast í
DHL-deild karla í handbolta.
20.00 Selfoss og ÍR mætast í DHL-
deild karla í handbolta.
■ ■ SJÓNVARP
12.55 ÓL í Tórínó á Rúv. Snjóbretti.
16.00 ÓL í Tórínó á Rúv.
Undanúrslit í íshokký kvenna.
18.20 ÓL í Tórínó á Rúv. Fyrri sam-
antekt dagsins.
23.00 Stjörnuleikur NBA á Sýn.
Bein útsending.
Mörgum stuðningsmönnum handbolta-
liðs Stjörnunnar yljaði um hjartaræturn-
ar sl. miðvikudagskvöld þegar þeir sáu
hinn gamalkunna hornamann Konráð
Olavsson klæðast bláu treyjunni á ný.
Konráð lék þá nokkrar mínútur í jafntefli
Stjörnunnar gegn ÍR og segir hann að
stuðningsmennirnir megi búast við því
að sjá meira af honum í vor. „Ég var eitt-
hvað að sniglast þarna,“ sagði Konráð
hlæjandi þegar Fréttablaðið spurði hann
um endurkomu hans í handboltann, en
í Konráð býr margreyndur landsliðsmað-
ur sem kemur með mikla reynslu inn í
lið Stjörnunnar.
„Ég bý í Garðabænum og hef í
nokkurn tíma verið að þjálfa yngri
flokka hjá Stjörnunni. Í liðinu núna
eru strákar sem ég þjálfaði áður í yngri
flokkunum og einnig leikmenn sem ég
spilaði með á árum áður,“ segir Konráð
og viðurkennir að hann hafi verið undir
nokkurri pressu frá viðkomandi
leikmönnum að snúa aftur. Í dag
er Konráð 38 ára gamall og kveðst
í ágætis formi. „Liðið hefur yfir
frábærum mannskap að ráða
en það vantar kannski örlitla
útsjónarsemi á köflum. Ég
vonast til að geta aðstoð-
að aðeins við það.“
Konráð segist alltaf
hafa vitað að hann væri
meira en velkominn
inn í þennan hóp
en það hafi verið
tímasetningin sem réð
miklu um að hann lét slag standa.
„Ég hef verið í skóla á kvöldin meðfram
fullri vinnu síðustu ár en kláraði hann
um jólin,“ segir Konráð sem þurfti því
að finna sér eitthvað að gera eftir vinnu.
„Ég hef verið að æfa á fullu síðan í
desember. Þetta er ekkert nýtt fyrir mér.
Ég er búinn að spila fyrir Stjörn-
una samtals í næstum áratug og
þekki alla þessa stráka í liðinu.
Að mínu mati er tímabilið í ár
algjört dauðafæri fyrir Stjörnuna,
liðið er frábært en það vantar
aðeins herslumuninn. Mér
verður ekki skipt inn á fyrir Tite
Kalandadze til að skora mörkin en
ég vona að ég geti hjálpað eitthvað
til,“ segir Konráð sem ætlar að klára
núverandi tímabil og sjá svo til með
framhaldið.
HANDBOLTAMAÐURINN KONRÁÐ OLAVSSON: HEFUR DUSTAÐ RYKIÐ AF KEPPNISSKÓNUM
Vona að ég geti hjálpað eitthvað til
FÓTBOLTI Heiðar Helguson hefur
slegið í gegn hjá Fulham í und-
anförum leikjum eftir erfiða
fæðingu hjá úrvalsdeildarliðinu.
Heiðar, eða H, eins og hann er
kallaður hjá klúbbnum, færði sig
um set eftir dvöl hjá Watford og
er nú kominn á hærri stall. Heiðar
hefur skorað átta mörk fyrir sitt
nýja félög og verður vinsælli með
hverjum leiknum hjá stuðnings-
mönnum félagsins.
„Ég hef alltaf verið duglegur
leikmaður og sýnt mínu félagi
hollustu. Ég tel að það sé ein af
aðalástæðunum að ég er hér.
Hollusta og dugnaður hafa alltaf
verið mínir tveir helstu kostir.
Þeir hafa skilað mér þangað sem
ég er í dag,“ sagði Heiðar í viðtali
við opinbert vefsetur Fulham en
eins og áður sagði tók það hann
þónokkurn tíma að festa sig í sessi
í liðinu.
„Ég fékk fyrst bara að spila
í bikarleikjum þegar ég kom til
félagsins. Ég veit að Lincoln er
neðrideildarlið en við mættum
WBA líka. Kannski fékk fólk
smjörþefinn af því hvað ég get
í þessum leikjum. Það tók sinn
tíma að komast í aðalliðið þar
sem Brian McBride var duglegur
að skora, og er enn, líkt og Coll-
ins John,“ sagði Heiðar og viður-
kenndi gremju sína.
„Ég neita því ekki að ég var
orðinn svolítið pirraður á ákveðn-
um tímapunkti. En þegar ég lít til
baka sé ég að það hefði kannski
ekki verið betra að vera hent beint
út í djúpu laugina. Það minnkar
pressuna aðeins að byrja rólega,
það gefur þér tíma til að venj-
ast liðsfélögum þínum og þeim
að kynnast þér og þínum leik, til
dæmis hvar þú vilt fá boltann. Það
hefði ekki hjálpað öllum leikmönn-
um en það hentaði mér vel. Stuðn-
ingsmennirnir hafa líka miklar
væntingar til nýrra leikmanna og
að koma sér fyrir þægilega getur
hjálpað í þeim skilningi líka. Það
verður engum meint af því að
sitja á bekknum í smá tíma og
sjá hvernig hlutirnir eru gerðir,“
sagði Heiðar sem er 28 ára gamall
og hefur því orðið mikla reynslu
en hann er þekktur fyrir að láta
til sín taka á vellinum.
„Því eldri sem þú verður, því
meiri reynslu öðlast þú. Þú gerir
þér grein fyrir því að þú getur
ekki verið alveg á fullu á hverri
æfingu. Ég fer því ekki í hverja
tæklingu á æfingum eins og ég
myndi gera í leikjum, ég held að
það væri ekki sanngjarnt gagn-
vart liðsfélögum mínum,“ sagði
Heiðar en hann og Bandaríkja-
maðurinn Brian McBride hafa
náð vel saman.
„Samstarfið okkar gengur vel,
við erum að skora reglulega. Við
erum tveir sívinnandi leikmenn
og Brian er mjög góður leikmað-
ur með mikla reynslu. Hann hefur
meira að segja spilað á heims-
meistaramóti og því er hægt að
læra mikið af honum. Við erum
líka nokkuð líkir í útliti, sumt fólk
ruglast meira að segja á okkur og
ég hef oft lent í því að fólk kemur
upp að mér og kallar mig Brian,“
sagði Heiðar að lokum.
hjalti@frettabladid.is
Ég var orðinn svolítið pirraður
Heiðar Helguson er búinn að slá í gegn hjá Fulham eftir langa bekkjarsetu í upphafi tímabilsins.
Heiðar segir í samtali við heimasíðu Fulham að oft sé ruglast á honum og öðrum framherja félags-
ins, Brian McBride, en Heiðar segir að þeir nái vel saman.
FÖGNUÐUR Heiðar fagnar mér marki með Tomasz Radzinski á dögunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FJÖRKÁLFUR Heiðar hefur beðið þolinmóð-
ur á hliðarlínunni eftir tækifæri í aðalliðinu
og nýtur sín greinilega vel á vellinum þessa
dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
ÓL Í TÓRÍNÓ Olga Pyleva, sem hafn-
aði í 2. sæti í 15 km skíðaskotfimi
á ÓL í Tórínó, varð í gær fyrsti
keppandinn á leikunum til að falla
á lyfjaprófi.
A og B sýni sem tekin voru eftir
15 km gönguna reyndust jákvæð
og sýndu að Pyleva hafði neytt
Carphedon, sem er örvandi efni
og á bannlista Alþjóða Ólympíu-
nefndarinnar.
Hin þrítuga Pyleva hefur þegar
verið svipt silfrinu sem hún hlaut í
15 km göngunni og dró hún sig úr
7,5 km göngunni áður en keppni
hófst í henni í gærmorgun.
Pyleva þótti þar afar sigur-
strangleg en hún hefur um ára-
bil verið einn öflugasti kvenkyns
keppandinn í skíðagöngu og skíða-
skotfomi og hefur unnið til fjölda
heimsmeistaratitla.
- vig
Rússneskur silfurverðlaunahafi:
Féll á lyfjaprófi
FÓTBOLTI Anton Ferdinand, leik-
maður West Ham, hefur ekki
gefið upp alla von að komast á
heimsmeistaramótið í Þýskalandi
í sumar. Hann vonast til að feta í
fótspor Rio bróður síns sem verð-
ur að öllu óbreyttu í liði Englend-
inga á mótinu.
„Ég yrði ótrúlega glaður ef
ég yrði valinn í liðið. Ef ekki, þá
er ég enn auðvitað bara tvítugur
og á mörg ár fyrir höndum sem
atvinnumaður. Ég ætla bara að
láta fótboltann um að tala fyrir
mig og það sem menn sjá kveður
úr um hvort ég komist á mótið,“
sagði Ferdinand sem hefur aldrei
verið valinn í aðallandslið Eng-
lands.
Bróðir hans Rio verður án efa í
liðinu auk Johns Terry og þá eru
Jamie Carragher, Sol Campbell,
Jonathan Woodgate og Ledley
King allir á undan Anton Ferdin-
and í goggunarröðinni. Það þyrfti
því margt að ganga upp til að
þessi ungi miðvörður komist með
en hann hefur þó spilað feikilega
vel fyrir Hamrana á tímabilinu.
- hþh
Anton Ferdinand, leikmaður West Ham, er fullur af metnaði þessa dagana:
Vonast til að komast á HM
ANTON FERDINAND Á sér draum um að spila við hlið bróður síns á HM í sumar..
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
> Birkir Ívar á leið til Þýska-
lands
Langþráður draumur landsliðsmar-
kvarðarins Birkis Ívars Guðmundssonar
rætist í sumar þegar hann gengur í raðir
þýska úrvalsdeildarfélagsins
Tus N Lubbecke. Birkir
Ívar hefur skrifað undir
tveggja ára samning við
félagið en með því leikur
fyrrum félagi hans hjá
Haukum, Þórir Ólafsson.
Hafþór Ægir meiddur
Hinn ungi og stórefnilegi leikmaður ÍA,
Hafþór Ægir Vilhjálmsson, mun ekki
leika með liðinu næstu misserin vegna
meiðsla. Ekki er vitað hversu alvarleg
meiðslin eru en Hafþór fór í skoðun í
gær og hann fær niðurstöðu úr skoðun-
inni í dag.
Hefur
sé› DV
í dag?
flú
SÆVAR ÓLI HELGASON
RÉðst á
sýslumann í
héraðsdómi
é
2x10--lesin 16.2.2006 20:46 Page 1