Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 70
 17. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR34 menning@frettabladid.is ! Á morgun verður hin árlega sýning Blaðaljós- myndarafélags Íslands, Myndir ársins 2005, opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi. Á sýningunni verða um 230 íslensk- ar blaðaljósmyndir frá síðastliðnu ári. Sýningunni er skipt í átta flokka: fréttamyndir, íþróttir, portrett, mynd- raðir, daglegt líf, landslag, tímaritamyndir og skop. Þar gefur að líta það besta sem íslensk blaðaljós- myndun hefur upp á að bjóða. Verðlaun verða veitt fyrir bestu myndirnar í hverjum flokki og einnig verða veitt verðlaun fyrir þjóðlegustu mynd ársins. Í dómnefndinni, sem hafði úr um það bil 200 þúsund ljósmyndum að velja, voru þeir Terje Bringe- dal, myndstjóri Verdens Gang í Noregi, Ari Sigvaldason, fréttamaður á RÚV, og Páll Steingríms- son kvikmyndagerðar- maður. Samhliða sýningunni kemur út bókin „Myndir ársins 2005“ og er það Edda Miðlun sem gefur hana út. Á neðri hæð safnsins verður Gunnar V. Andrés- son með sýningina „Í fjörutíu ár á blöðunum“. Gunnar hóf störf á Tíman- um árið 1966 og hefur síðan þá unnið í tengslum við ljósmyndun. Nú starfar hann sem ljósmyndari hjá útgáfufélaginu 365 fjölmiðlun. Hér má sjá ljósmynd sem Gunnar tók þegar breytt var úr vinstri yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Bestu blaðaljósmyndirnar Kl. 20.00 Mugison er gestur KaSa hóps- ins á Tíbrártónleikum í Salnum í Kópavogi þar sem flutt verður bæði splunkuný og gömul tónlist eftir þennan vinsæla tónlistar- mann. Á morgun verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu nýtt leikrit eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann, Hungur, sem fjallar um matarfíkn og matarfælni. „Þetta er þriller um svelti og ofát,“ segir Guðmundur Ingi Þorvalds- son, sem er leikstjóri Hungurs. „Þetta er spennusálfræðitryllir og mjög sérstakt leikrit.“ Sýningin fjallar um lífsbar- áttu fjögurra einstaklinga í heimi þar sem útlitskröfurnar eru svo óraunhæfar að internetið er eini staðurinn þar sem hægt er að uppfylla þær. Hvað gerist þegar tveir anorexíusjúklingar mynda vináttutengsl, og þegar offitu- sjúklingur finnur sér loks maka sem elskar hvern einasta blett á henni? Fjórir leikarar taka þátt í verkinu, þau Helga Braga Jóns- dóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Ásta Sig- hvats Ólafsdóttir. „Helga Braga sýnir þarna á sér nýja hlið í mjög dramatísku hlutverki offitusjúk- lingsins,“ segir Guðmundur Ingi, en vill ekki fara nánar út í sögu- þráð verksins til þess að spilla ekki fyrir áhorfendum. Tónlistin í verkinu er eftir Axel Árnason og setur hún sterk- an svip á sýninguna, enda er hún all sérstæð. „Hann fékk bara að nota búkhljóð í tónlistina, þannig að hvert einasta hljóð sem heyr- ist er ekta búkhljóð. Til dæmis prump, rop og garnagaul,“ segir Guðmundur Ingi. Mikið er einnig lagt í sviðs- myndina, sem er eftir Þórar- in Blöndal. „Hann er búinn að smíða lítið hringsvið, eins konar spiladós sem snýst í kringum áhorfendur. Og svo er hann búinn að tjalda í kringum allt sviðið og varpar þar vídeóverkum sínum. Þar vakir yfir okkur guðinn Sjón- varp.“ Þótt leikritið fjalli um vanda- mál sem verið hefur mikið í frétt- um síðustu misseri, segir Guð- mundur Ingi víðs fjarri að þarna sé einhvers konar fræðslusýning á ferðinni. Þarna er einfaldlega verið að segja sögur af fólki sem tekst á við all sérstæð vandamál í lífi sínu. HUNGUR Helga Braga Jónsdóttir í hlutverki offitusjúklings. Spennutryllir um svelti og ofát Frumsýningu á Pétri Gaut eftir Henrik Ibsen í Þjóðleikhúsinu verður frestað til 4. mars, en til stóð að frumsýningin yrði í næstu viku. Leikstjóri er Baltasar Kor- mákur en með titilhlutverkið fer Björn Hlynur Haraldsson. Pétur Gautur er vígslusýning Kassans, sem er nýtt svið í Þjóð- leikhúsinu. Pétur Gautur er eitt af meist- araverkum Henriks Ibsen, snilld- arlegur ljóðleikur sem aflaði skáldinu heimsfrægðar. Í sýningu Þjóðleikhússins nú verður sjónum beint að Pétri Gaut í nútímanum. Karl Ágúst Úlfsson hefur gert nýja þýðingu á verkinu, um lýsingu sér Páll Ragnarsson og Helga I. Stefánsdóttir gerir bún- inga. Leikmynd er í höndum Grét- ars Reynissonar og leikstjóri og höfundur leikgerðar er Baltasar Kormákur. Pétri Gaut seinkar BJÖRN HLYNUR HARALDSSON Leikur Pétur Gaut í leikstjórn Baltasar Kormáks. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.