Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 45
11 Lóló (low-low) er gælunafn á auka lágu drifi. Það er sett í bíla til að auka niðurgírun. Því lægri sem gírunin er, því hægar snúast hjólin í hlutfalli við snúningshraða vélar- innar. Með því minnka líkur á að bíllinn spóli og því er lóló aðallega notað við mjög þungt færi þar sem ómögulegt er að komast áfram með öðru móti. Niðurgírunin getur verið slík að það taki dekkin nokkrar mínútur að fara einn hring. Sumir hafa líkt lóló við það að vanda sig við að þræða nál. Það gengur betur rólega en ef nálin kemur fljúgandi á 50 km hraða. Til hvers er... Lóló? ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { á fjöllum } ■■■■ Skófludekk og aukabúnaður Jeppar eru stöðutákn í augum margra. Í sumum jeppum felast óneitanlega yfirlýsingar um lífsstíl þeirra sem aka þeim. Í augum margra er jeppi ekki það sama og jeppi. Sumir láta sér ekki nægja hefðbundinn götujeppa eða jafnvel hóflega breyttan jeppa. Sumir kjósa að breyta jeppunum sínum meira en brýnasta nauðsyn krefur. Eins og sjá má á þessum myndum hafa sumir jeppar farið í gegnum hressilega yfirhalningu. Eitt sinn var þessi bíll vafalaust með hefð- bundnu sniði. Núna prýða hann risastór skófludekk og æpandi litir. Þar sem bíllinn er frekar áberandi hefur eigandanum ekki fundist úr vegi að tileinka frelsaranum sjálfum bílinn eins og sjá má. ,,Jesús er vegurinn“, stendur á framrúðu hans. Þessi bíll þarf þó tæpast vegi til að keyra á. Wrangler-jeppar eru glæsilegir. Þetta eintak hefur verið hækkað upp með 44 tommu dekkjum. Þessi glæsilegi Willys-jeppi fæst ekki ókeypis. Bíllinn er með miklum aukabún- aði og kemur fullbúinn til fjallaferða. Þessi sportlegi blæjujeppi frá Jeep er þeim eiginleikum búinn að hann beygir á öllum hjólum sem gerir hann mjög lipran í erfiðum aðstæðum. Dekkjahreinsir er nauðsynlegur fyrir þá sem keyra á ís og snjó, hvort sem er á fjöllum eða í byggð. Tjara og óhreinindi mynda húð á dekkjum, sérstaklega á bílum á suðvesturhorni landsins, og minnkar grip þeirra á snjó og ís til muna. Með dekkjahreinsi eru óhreinindin þvegin af og dekkin ná fyrra viðnámi. Ekki gleyma... Dekkjahreinsi MICKEY THOMPSON 38“ Mickey Thompson er nú kominn með nýja línu í 38“ radial jeppa- dekkjum. Þau eru 38“ á hæð og að minnsta kosti einni tommu breiðari en gömlu 38“ dekkin, þó þau eigi að heita það sama eða 38x15,5R15. Boðið er upp á þrjár mynsturgerðir. ATZ sem eru frekar fínmynstruð, MTZ sem eru milligróf og henta við flestar aðstæður, og loks Baja Claw sem eru mjög grófmynstruð fyrir þá sem vilja taka vel á. Öll þessi mynstur eru einnig fáanleg fyrir 16“ og 18“ felg- ur og eru dekkin þá einnig með 6 striga- laga hliðum, sem tryggir það að þau eru mjúk í akstri og leggj- ast vel við úrhleypingu. Einnig er á dekkjunum hliðarmynstur, svo kall- að „side bides“ sem gefur aukið grip við úrhleypingu og ver einnig hliðarnar ef ekið er á grjót. Dekkin fást hjá Fjallasporti og hjá umboðsmönn- um um allt land. AT405 RADIAL Arctic Trucks hefur hafið sölu á AT405 dekkjum sem eru sérstaklega hönnuð fyrir snjó og bleytu, sem eru séríslenskar aðstæður. Hönnun hófst á dekkinu árið 2000 og byggir á reynslu íslenskra jeppa- manna, en dekkið er hann- að frá grunni af Íslend- ingum. Dekkið er sérhann- að sem vetrardekk og kemur flipaskor- ið. Það stendur 38,1 og er með jafnbreitt mynstur og á gamla Cepek-dekkinu. Hann- að fyrir 12“-14“ breiðar felgur og er 6 strigalaga, 1.365 kr. pr. dekk. Gúmmíið í dekkinu heldur vel eig- inleikum sínum þrátt fyrir hitasveiflur. Ný jeppadekk á markaði Mickey Thompson 38“ dekk og AT405 Radial. Mickey Thompson 38“ dekk. AT405 Radial dekk frá Arctic Trucks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.