Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 8
8 17. february 2006 FRIDAY LANDBÚNAÐUR „Það er ekkert í hendi þó að farið yrði út í þetta,“ segir Hákon Sigurgrímsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðu- neytinu, um áskorun sunnlenskra bænda þess efnis að sótt verði um heimild til að flytja inn fósturvísa úr erlendu kúakyni. Hákon kvað málið ekki hafa borist til ráðu- neytisins. „En ef svona umsókn berst vænti ég þess að hún verði send yfirdýralækni og dýralækna- ráði til umsagnar. Ég vil minna á umsókn um tilraun af þessu tagi sem gefið var leyfi fyrir fyrir nokkrum árum. Sú tilraun átti að taka sjö ár,“ segir Hákon, sem minnir á að kúabændur hefðu þá í almennri atkvæðagreiðslu kolfellt það að tilraunin yrði gerð. Ofangreind tillaga var sam- þykkt með meirihluta atkvæða á aðalfundi Félags kúabænda á Suð- urlandi, sem haldinn var nýverið. 23 studdu tillöguna en tíu voru á móti. Þar var því beint til Lands- sambands kúabænda að sækja um heimild til að flytja inn fósturvísa úr erlendu kúakyni til að gera tilraun með kynbætur á íslensk- um kúm. Í greinargerð segir að íslenskir kúabændur séu að verða eftirbátar nágrannaþjóða okkar með kúakyn. Ekki náðist í Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra sem stadd- ur er erlendis. - jss FÓSTURVÍSAR Sunnlenskir bændur vilja flytja inn fósturvísa sem nýttir verða í tilraun með kynbætur á íslenskum kúm. Sunnlenskir kúabændur vilja gera tilraun með kynbætur á íslenskum kúm: Kúabændur vilja fósturvísa VEISTU SVARIÐ 1 Hversu margir hafa greinst með alnæmissmit hér á landi? 2 Í hvaða sæti lenti Dagný Linda Pétursdóttir í bruni á ólympíuleik- unum? 3 Hvað heitir varnarmálaráðherra Rússlands? SVÖR Á BLS. 50 HEILBRIGÐISMÁL Nýleg skýrsla yfirstjórnar og sérfræðinga sjúkratryggingasviðs Trygg- ingastofnunar um notendagjöld í sjúkratryggingum hér á landi er „nokkuð stórorð“ og í henni „stíf- ar fullyrðingar“ sem sumar ber að taka með miklum fyrirvara. Þetta segir Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra. Skýrsluhöfundar fullyrða að einstaklingum sé mismunað með misháum notendagjöldum í sjúkratryggingum til dæmis eftir aldri, heilsu, sjúkdómum og tekj- um. Í skýrslunni segir enn fremur að hér á landi séu notendagjöld almennt ákvörðuð með reglugerð- um sem settar séu af stjórnvöld- um. Þau séu afar mismunandi eftir málaflokkum sjúkratrygg- inga. Skýrsluhöfundar segja að þar virðist bæði skorta samræm- ingu og heildaryfirsýn. Hvað varðar mismununina telja þeir skýringuna felast að einhverju leyti í því að aðgengi einstaklinga og þrýstihópa að stjórnvöldum sé mismunandi. Ein- staklingar í litlum og veikburða hópum, svo sem sjúklingar með sjaldgæfa sjúkdóma, hafi augljós- lega minni möguleika til að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda heldur en sjúklingar í sterkum hópum eða áhrifastöðum. Skýrsluhöfundar benda á að augljóst réttlætismál sé að samræmt afsláttarkort gildi fyrir alla málaflokka sjúkratrygg- inga. Með því yrði meginreglan sú, að því veikari sem einstaklingur- inn sé því meiri greiðsluþátttöku fái hann frá sjúkratryggingum. Einnig telja skýrsluhöfundar að ekki eigi að miða afsláttarkortið við almanaksár eins og nú er gert, heldur verði það hlaupandi á 12 mánaða tímabili. „Ég hef átt fund með Trygg- ingastofnun um þessa skýrslu, þar sem ég beindi því í þann far- veg að farið yrði nánar yfir hana,“ segir ráðherra. „Ég vil hafa þann fyrirvara á skýrslunni stærstan að notendagjöld eru mishá. Það er víðs fjarri að mismunun felist í því, þar sem við höfum lægri gjöld fyrir aldraða, öryrkja og börn. Það er vísvitandi vegna þess að við erum að styðja þá sem hafa lægri tekjur eða standa verr að vígi í samfélaginu.“ Ráðherra kvaðst hafa beðið um að ákveðin atriði yrðu athug- uð, þar á meðal mismunandi gjöld eftir því um hvaða sjúkdóma væri að ræða og hins vegar að gildis- tími afsláttarkorta væri miðaður við almanaksárið. jss@frettabladid.is HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Lætur vinna sum atriði skýrslunnar nánar. TRYGGINGASTOFNUN Sérfræðingar segja mismunun ríkja í notendagjöldum sjúkratrygginga þar sem sumir greiði meira en aðrir. Fólki er ekki mismunað Heilbrigðisráðherra bregst hart við skýrslu sérfræð- inga Tryggingastofnunar. Þar fullyrða þeir að ein- staklingum hér á landi sé mismunað með misháum notendagjöldum í sjúkratryggingum. DANMÖRK Tveir af hverjum þrem- ur Dönum óttast að hryðjuverk muni muni verða framin í landinu fyrr en síðar. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar sem greint var frá á fréttavef Politik- en í gær. Mestur er óttinn meðal kjós- enda Danska þjóðarflokksins. En níu af tíu kjósendum flokksins telja að öfgasinnaðir múslimar muni láta til skarar skríða í Dan- mörku. Lene Espersen, dómsmála- ráðherra Danmerkur, segist ekki geta útilokað að hryðjuverk muni eiga sér stað. Einkum ekki eftir hin ofsafengnu mótmæli vegna Múhameðsteikninganna. ■ Múhameðsteikningafárið: Danir óttast hryðjuverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.