Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 86
 17. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR50 SÚR HVALUR 30% afsláttur af harðfiski og hákarli Opið alla laugardaga 10-14 HRÓSIÐ ...fær Ástrós Lilja Einarsdóttir fyrir að halda úti aðdáendasíð- um fyrir Silvíu Nótt og Birgittu Haukdal. Í kvöld verður Idol-keppni Stöðv- ar 2 en hún er að venju haldin í Vetrargarðinum í Smáralind- inni. Eftir að tólf manna úrslitin hófust hafa verið sérstök þemu sem keppendur hafa glímt við og kvöldið í kvöld verður engin und- antekning en þá mun diskóið taka öll völd. Þeir níu keppendur sem eftir eru hafa valið sér sín lög og það er eins gott að velja þau af kostgæfni. Dómnefndin í kvöld er nefnilega skipuð diskókóngi og diskóbana Íslands. Páll Óskar er fyrir löngu orðinn landskunnur fyrir ást sína á þessari tónlistar- stefnu en það sama verður ekki sagt um Bubba Morthens en hann telur diskóið vera „mesta harm sem hefur skollið á tónlistarheim- innn,“ svo notuð séu hans eigin orð. Bubbi sagðist glaður vilja láta hafa þetta eftir sér. „Það var eitt- hvað aumkunarvert við diskóið,“ útskýrir Bubbi og viðurkennir að hann hafi þurft að hlusta núna á diskó í þrjá daga til að undirbúa sig. „Dóttir mín kann vel að meta þetta og ég verð náttúrlega að gera þetta enda ráðinn í verkið,“ segir hann en það má heyra á tónlist- manninum að hann verður feginn þegar þessi þolraun er yfirstaðin. „Þessi tónlist strípaði rokkið sinni karlmennsku,“ bætir hann við. Þótt níu diskó-lög af bestu gerð muni nú dynja á kónginum segist Bubbi ekki ætla að láta persónu- lega andúð sína á tónlistinni ráða mati sínu á frammistöðu kepp- enda sem ættu því að geta stigið á sviðið „óhræddir“. „Þetta byggist auðvitað allt á því hvað krakkarn- ir gera með röddina sína og þetta mun ekki hafa nein áhrif á dóma mína,“ segir Bubbi. „Ég horfi bara fram hjá diskóinu.“ - fgg Mesti harmur tónlistarinnar KLOFIN DÓMNEFND? Hvort dómnefndin muni klofna í kvöld á milli diskókóngsins Páls Óskars og diskóbanans Bubba skal ósagt látið. Það verður í það minnsta forvitnilegt að sjá hvað úr verður. Morgunmatur: Taktu ástina með þér í danska bakar- íið Konditori á Suð- urlandsbraut. Þar fást bestu hornin í bænum og svo eru kökurnar heldur ekki svo slæmar. Skemmtunin: Haltu alvöru Eurovision- teiti á laugardagskvöldið þar sem skilyrðið verður að mæta í búningum í anda keppninnar. Sem gestgjafi er þó sérlega mikilvægt að vera örugglega í flottasta búningnum. Því er mælt með rauðum kjól í anda Siggu Beinteins eða leðurgalla a la Páll Óskar. Hreyfingin: Klæddu þig í gamla skíðagallann og farðu í alvöru vetrar- göngutúr í Heiðmörk. Ekki gleyma kakói á hitabrúsa. Geisladiskurinn: Komdu ástinni á óvart með 100 vinsælum ástarlögum sem raða sér á fimm geislaplötur. Afþreyingin: Blaðaljósmyndarafélga Íslands verður með sína árlegu ljós- myndasýningu en hún opnar í Gerðar- safni á laugardaginn. Þetta er eitthvað sem enginn má missa af. Maturinn: Fáðu þér humar á veitinga- staðnum Rauða húsinu á Eyrar- bakka. Hann bragðast alltaf jafn vel. Gættu þess þó að hafa nægan tíma því þjónustan er ekki sú hraðskreiðasta í bænum. Kvikmyndin: Farðu í Laug- arásbíó og sjáðu kvikmynd- ina Good night, and good luck en hún er tilnefnd til 6 óskarsverðlauna og ætti ekki að svíkja neinn. Helgin... [ VEISTU SVARIÐ ] svarið við spurningu á síðu 8 1 183. 2 23. sæti. 3 Sergei Ivanov. Leikstjórinn Hilmar Oddsson er um þessar mundir að vinna að heimild- armynd í fullri lengd um svissnesk-þýska listamanninn Dieter Roth. Verk eftir hinn virta Roth voru sýnd á Listahátíð í Reykjavík á síðasta ári en hann bjó að hluta til hér á landi frá sjötta áratug síðustu aldar þar til hann lést. Ekki er víst hvort heimildar- myndin verður tilbú- in á þessu ári. Hilmar leikstýrði síðast gamanþáttun- um Kallakaffi við ágætar undirtektir. -fb/þþ Grínistinn og rithöfundurinn Þor- steinn Guðmundsson hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir leik sinn í auglýsingum fyrir KB banka auk þess sem hann er einn af mönnunum á bak við Síma-aug- lýsingarnar með Strákunum og Lottó-auglýsingaherferðina með Jóni Gnarr í hlutverki Lýðs Odds- sonar sem hefur hitt rækilega í mark. Var hún í gær tilnefnd til fernra ÍMARK-markaðsverð- launa af fimm mögulegum fyrir auglýsingar í sjónvarpi, sem er að sjálfsögðu mjög góður árangur. Þorsteinn fékk hugmyndina að auglýsingunni ásamt Degi Hilm- arsyni sem starfar með honum á auglýsingastofunni Ennemm, sem áður hét Nonni og Manni. „Við skrifuðum handritið saman og prófuðum hugmyndina. Við fengum Jón til liðs við okkur og höfðum síðan samband við fram- leiðandann Pegasus,“ segir Þor- steinn. „Hún hefur fengið mjög góð viðbrögð og þetta er mjög ánægjulegt í alla staði og ég veit að það er mikil gleði yfir þessu hjá Lottóinu,“ segir hann. Þrátt fyrir að léttleikinn hafi hingað til verið í fyrirrúmi í aug- lýsingum úr smiðju Þorsteins segir hann að það sé ekkert skil- yrði fyrir góðri auglýsingu. „Það hentar alls ekkert öllum fyrir- tækjum og vörum að vera á fyndn- um nótum. Stundum hentar það og þá er eins og það grípi um sig hrifning og fólk fer að líta á þær sem skemmtiefni. Ég held að fyr- irtæki vilji annaðhvort hafa aug- lýsingar fyndnar eða bara flottar á einhvern hátt,“ segir hann. Þorsteinn vill ekki meina að meiri áhersla sé lögð á fyndni í auglýsingum hér á landi núna en áður. „Það eru einhver sjö ár síðan ég lék í auglýsingu fyrir Tal sem voru fyndnar og náðu í gegn. Mér finnst þetta ekki hafa breyst mikið. Fólk hefur alltaf þörf fyrir að hlæja og það er alltaf gott að hlæja á þessu skeri okkar í skammdeginu. Ég held samt að það sé meira atriði að auglýsingar fari svolítið út fyrir rammann og að þær séu hugsaðar út fyrir þetta hefðbundna svið. Það situr eftir í fólki,“ segir hann. Þorsteinn hefur verið nokkuð áberandi í auglýsingum sínum, bæði í sjónvarpi og á auglýsinga- skiltum út um allan bæ, og gerir sér alveg grein fyrir því. „Ég passa mig á því að vinna við her- ferð á tveggja ára fresti. Ég lék í KB banka auglýsingu tvö ár í röð en ég vona að það fyrirgefist,“ segir hann í léttum dúr. Aðspurður segist Þorsteinn ætla að einbeita sér að uppistandi á næstunni. Þar séu áherslurnar allt öðruvísi en í auglýsingabrans- anum. „Það er mjög skemmtilegt og það er gaman að vera í beinu sambandi við áhorfendur,“ segir hann. „Ég mun halda því áfram á meðan síminn hringir. Hérna í vinnunni horfir maður á tölur og kannanir en í uppistandinu fær maður að vita á sekúndubroti hvort maður er að gera góða hluti eða ekki.“ freyr@frettabladid.is ÞORSTEINN GUNNARSSON: SLÆR Í GEGN Í AUGLÝSINGABRANSANUM Grínið er ekkert skilyrði ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON Þorsteinn er annar af höfundum Lottó-auglýsingaherferðar- innar með Jóni Gnarr sem hefur notið mikilla vinsælda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALI FRÉTTIR AF FÓLKI Íslenskir fjölmiðlungar eignuðust sín „edduverðlaun“ fyrir tveimur árum þegar Blaðamannafélag Íslands fór að verðlauna þá sem þykja fremstir meðal jafningja sinna þegar það kemur að rannsóknarblaðamennsku og vandaðri umfjöllun. Verðlaunin verða afhent annað kvöld en tilnefningar til verðlaun- anna sem og lokaniðurstaða dómnefnd- ar hafa verið umdeildar frá upphafi enda ef til vill ekki við öðru að búast þegar ein sjálfhverfasta stétt landsins berst innbyrðis um upphafningu og viðurkenningu. Tilnefningarnar í ár hafa vakið athygli og umræður á spjallrás Blaðamannafélagsins. Þar fer mest fyrir hártogunum um viðmið dómnefndar og það að Gerður Kristný skuli tilnefnd til verðlaunanna fyrir bók sína Myndin af pabba - Saga Thelmu. Bitrir blaðamenn hafa þó séð sér leik á borði og telja þessa nýlundu, að bók sé tilnefnd til blaðamanna- verðlauna, til þess fallna að þeir geti freistast til þess að fá texta- hlemma sína og blaðagreinar tilnefndar til Íslensku bók- menntaverð- launanna árið 2006. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT: 2 íþrótt 6 kös 8 hjartnæm 9 mælieining 11 hætta 12 eggjarauða 14 korr 16 2 eins 17 kúgun 18 farfa 20 stöðug hreyfing 21 truflun. LÓÐRÉTT 1 magi 3 klafi 4 fugl 5 af 7 sólarblik 10 hylur 13 með öðrum orðum 15 skipta 16 nögl 19 á fæti. LAUSN LÁRÉTT: 2 golf, 6 ös, 8 kær, 9 mól, 11 vá, 12 blómi, 14 snörl, 16 kk, 17 oki, 18 lit, 20 ið, 21 ónáð. LÓÐRÉTT: 1 vömb, 3 ok, 4 lævirki, 5 frá, 7 sólskin, 10 lón, 13 möo, 15 liða, 16 kló, 19 tá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.