Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 42
8 Þegar kemur að jeppabreytingum eru Íslendingar í algjörum sér- flokki. Vinsældir hálendisferða gera það að verkum að reynsla og þekking á því hvað virkar er mjög mikil. Segja má að íslensk- ar jeppabreytingar séu sérsniðnar að íslenskum aðstæðum. Í Banda- ríkjunum til dæmis eru breyt- ingar töluvert frábrugðnar enda sjaldgæft að breyttir bílar þar séu notaðir til snjóaksturs. Breyting er samt ekki það sama og breyting. Tegund breytingar fer til dæmis eftir því hvort nota eigi bílinn fyrst og fremst á malbiki eða á fjöllum. Við fengum Reyni Jónsson hjá Fjallasporti til að sýna okkur breyttan bíl og fara yfir það sem búið er að gera til að bíllinn geti talist „fullbreyttur“. Fyrir valinu varð Toyota LandCruiser 120 á 38“ dekkjum. „Það leikur enginn vafi á því að LandCruiser 120 er vinsælasti jeppinn á Íslandi í dag,“ segir Reynir. „LandCruiser hefur líka í áranna rás verið gríðarlega vinsæll til breytinga og hálendisferða og því oftar en ekki verið settur á 38“ dekk til slíkrar notkunar. Frá 1996, þegar LandCruiser 90 kom fyrst á markað, og þar til seint á síðasta ári hefur bíllinn, sem í dag heitir Landcruiser 120, verið hækkaður á yfirbyggingu til að hægt sé að koma 38“ dekkjum undir bílinn. Þetta hefur þýtt það að grind bílsins hækkar ekkert og því hefur snjór átt auðveldara með að safnast undir bílinn og valdið vandræðum í þungu færi.“ Vegna þessa hafa þau hjá Fjalla- sporti hannað nýja 38“ breytingu á bílinn sem felst í því að hækka undirvagn jeppans um 10 cm í stað þess að lyfta honum á yfirbygg- ingu. Að framan eru allir klafar og stýrismaskina síkkuð. Spindilarmar eru síkkaðir og styrktir. Að aftan er hásing færð aftar um 10 cm en um leið færð neðar um 10 cm. „Þessi útfærsla leiðir til þess að LandCruiserinn heldur sínum frábæru akstureiginleikum. Um leið hækkar neðsti punktur grind- ar um 10 cm, sem gerir jeppann mun skemmtilegri og drifbetri í snjó og við erfiðar aðstæður, til dæmis fram af árbökkum og í djúpum skörum,“ segir Reynir. „Að öðru leyti eru breytingar á þessum LandCruiser nokkuð hefð- bundnar: Drif eru lækkuð niður í 4,88:1, klippt er úr brettum og á þau settir brettakantar. Í framdrif- ið er sett ný driflæsing frá ARB en hún hefur ekki verið til í þennan bíl áður.“ Í bílnum er loftdæla frá Quick Air 3. Hún dælir 103 lítrum á mín- útu og er um 2 mínútur að fylla 38“ dekk. 70 lítra aukaeldsneyt- istankur var settur í bílinn ásamt nýju tvöföldu pústkerfi sem setur skemmtilegan svip á afturenda hans. Spilbitar ásamt tjakkfesting- um eru að framan og að aftan, Að aftan hefur verið útbúið geymslu- hólf úr varadekkshlífinni. Að fram- an er komin grillgrind ásamt köst- urum. Húdd- og ljósahlífar verja bílinn fyrir grjótkasti. Í bílnum sem hér er sýndur voru einnig sett ljós í stuðarann, en þau eru ekki staðalbúnaður í LX-útfærslunni. „Nýju 38“ ATZ-dekkin frá Mick- ey Thompson á 15x12,5 Prime álf- elgum tryggja svo að jeppinn kom- ist áfram í snjónum. Þessi dekk eru ótrúlega hringlótt og hljóðlítil,“ segir Reynir að lokum. Nú þegar hefur Fjallasport breytt þremur LandCruiserum 120 með þessari nýju aðferð, sem þykir hafa komið einstaklega vel út. Ekki bara stór dekk Fyrir leikmanninn kann svo að virðast að jeppabreyting felist í því einu að setja stærri dekk undir bílinn. Það er þó ekki alveg svo einfalt. LandCruiser 120 á 38“ dekkjum. Þó að dekkin séu það fyrsta sem gefur til kynna að bíllinn sé breyttur býr margt fleira að baki. Brettakantarnir falla að útliti bílsins. Afturhásingin er færð aftur og niður um 10 cm, vara- dekkshlífinni hefur verið breytt í geymsluhólf og drifbúnaðurinn hefur undirgengist miklar breytingar. Þetta er aðeins brot af vinnunni við að breyta bíl fyrir fjallaferðir. Óneitanlega vígalegur. Kastaragrindin gefur bílnum sterkan svip. ■■■■ { á fjöllum } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.