Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 52
Ég hef margsinnis komið í Land- mannalaugar að sumri til. Mig hafði alltaf dreymt um að fara þangað um vetur en aldrei kom- ist, einfaldlega vegna þess að fyrstu bílprófsárin mín var ég ekki útbúinn fyrir vetrarferðir. Það var svo um páska 2005 að ég var á leiðinni ásamt ferðafélög- um mínum í Jökulheima og Gríms- vötn. Við urðum frá að hverfa þar sem það var allt meira og minna á floti frá Fellsendavatni og upp í Jökulheima. Þá var ákveðið að reyna við Landmannalaugar. Það var töluvert vatn og mik- ill krapi á leiðinni og ferðin sóttist seint. Svo seint að við ákváðum að gista í bílunum um nóttina. Við höfðum hugsað okkur að sjá til næsta dag, hvernig veður og færð væri. Næsta dag gjörbreyttist veðrið. Það var logn og sólin var farin að láta sjá sig. Okkur fannst við svo sannarlega eiga það skilið eftir erf- iði næturinnar. Það sem eftir var ferðarinnar var mun auðveldara. Nema það var töluvert í ánni inni við Landmannalaugar. Við vorum komin inn í Laug- ar um hádegi og hluti af hópnum nýtti sér það sem eftir var dags í að labba upp á Bláhnúk með skíði og snjóbretti. Um kvöldið var síðan grillað við skálann og farið í laugina. Næsta dag var haldið heim og gekk sú ferð mun betur. Lítið hafði bæst við af vatni og snjórinn hélt bílun- um betur. Leiðin lá í stuttu máli frá Hrauneyjum um línuveg framhjá Eskihlíð og Hnausum. Þaðan í átt að Frostastaðavatni og inn í Laug- ar. Hún hentar bæði til vetrar- og sumarferða þó að sagan hér að framan sé úr vetrarferð. Á veturna er ekki ráðlegt að fara í Landmannalaugar nema á breytt- um jeppa, útbúnum fyrir vetrar- ferðir. Einn eða fleiri bílar ættu að vera með í för. Jafnvel þó færi sé gott eru menn alltaf að taka áhættu með því að fara einbíla. Færðin getur breyst á skömmum tíma. Ef það er lítill snjór þarf að passa sig á hrauni sem er í kringum slóð- ann. Það getur auðveldlega valdið tjóni á ökutækjum, til dæmis með því að rífa dekk. Í rigningum getur krapi hægt verulega á ferðinni eða það getur hreinlega orðið ófært. Árnar við laugarnar eru mis- jafnar og bakkarnir geta verið mjög háir. Því er gott að gera ráð fyrir því að þurfa að vaða á. Meðal merkilegra staða til að skoða á leiðinni eru Hnausar, ljóti- pollur, Frostastaðavatn og svo auðvitað Landmannalaugar. 18 Sigölduhraun í Landmannalaugar Norðurbarmur, Bláhnúkur og Brennisteinsalda blasa við ferðalöngum þegar stutt er í Landmannalaugar. LJÓSMYNDIR: ÓSKAR ANDRIÞessi fjöll kallast Hnausar og eru á leiðinni. LJÓSMYND: ÓSKAR ANDRI ■■■■ { á fjöllum } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ÓSKAR ANDRI EIRÍKSSON Starfar við myndavélaviðgerðir Bíll: Toyota Hilux DoubleCab á 38“ dekkjum { leiðin mín } Það er of algengt að ferðalangar noti ekki bílbelti þegar komið er til fjalla. Skortur á laganna vörðum veitir litla vörn í bílveltum og því ættu allir að vera í beltum allan þann tíma sem bíllinn er á ferð. Einu undantekningarnar eru þegar ekið er yfir ár. Þá ættu allir að losa beltin til að vera sneggri út ef bíll- inn skyldi velta eða stingast á kaf. ekki gleyma... Bílbeltunum MÝRDALSJ0KULL Landmanna- laugar Þóristungur R. Sigmundsson býður upp á öfl- ugasta Íslandskortið í GPS-tæki sem völ er á. Þetta er eina kortið á markaðnum sem er bæði jeppakort og vegleysukort, og er unnið upp úr bestu gögnum frá Landmælingum, bæjarfélögum og gögnum frá jepp- amönnum. Fyrirtækið Hnit hannar og býr til kortið og sífellt er verið að uppfæra það. Kortið gengur í öll nýleg Garmin-tæki sem hafa kortaminni, auk þess sem hægt er að nota það í PC-tölvu. Hálendiskortið er í mælikvarðanum 1:50.000. Á kortinu eru 40.000 örnefni, flest allir sveitabæir, allir þjóðvegir og hver einasti jeppaslóði. Íslenskt kort elísabet vill bara ánægða viðskiptavini Vátryggjandi er Tryggingamiðstöðin hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.