Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 4
4 17. febrúar 2006 FÖSTUDAGUR á morgun ! FUGLAFLENSA Engin ástæða er fyrir Íslendinga að hræðast hraða útbreiðslu fuglaflensunnar eins og mál standa nú. Þetta segir Jarle Reiersen, sér- fræðingur í sjúkdómum alifugla hjá Landbúnaðarstofnun. Hann telur þó að úrbóta sé þörf á aðstæð- um alifugla á ýmsum bóndabæjum. „Það eru rúmlega fimm hundruð býli hér á landi sem eru með hænur, endur og jafnvel gæsir í sameigin- legri vist. Stóru alifuglabúin eru almennt í góðu á s i g k o mu l a g i og smitvarnir þar eru til fyr- irmyndar. Það þarf því ekki að hafa miklar áhyggjur af því að fuglaflensan skjóti sér niður í stóru alifugla- býlunum hér á landi, ef aðstæð- ur þar haldast í sama horfi. Það eru litlu býlin, þar sem farfugl- ar eiga auðvelt með að blandast hópum annarra alifugla, sem þurfa að bæta s m i t v a r n i r n - ar til að koma í veg fyrir að f u g l a f l e n s a n blossi upp þar.“ Svo virðist sem Íslend- ingar séu ekki farnir að hræðast fuglaflensuna mikið. Almenningur hefur ekkert minnkað kaup á ali- fuglakjöti og þá hafa skipuleggj- endur sumarleyfisferða til landa þar sem fuglaflensa hefur komið upp, ekki orðið varir við hræðslu hjá fólki. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir greini- legt á fólki hér á landi að umræða um útbreiðslu fuglaflensunnar í Evrópu sé ekki farin að vekja upp ótta. „Við höfum ekki strangari reglur en yfirdýralæknir setur. Við erum auðvitað meðvitaðir um þá hættu sem er á ferðum. Settur hefur verið á starfshópur á vegum Haga, yfirfyrirtækis Bónuss, til þess að fara vandlega yfir þessi mál. En við finnum ekki fyrir því að neyslu- venjur fólks séu að breytast vegna umræðu um fuglaflensuna.“ Helgi Marteinsson, markaðs- stjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals Útsýnar, segir ekkert benda til þess að fuglaflensan sé farin að hafa áhrif á staðarval fólks þegar kemur að sumarleyfum. Úrval- Útsýn býður meðal annars upp á ferðir til Tyrklands en þar í landi greip um sig mikil hræðsla þegar fuglaflensutilfelli komu þar upp. „Við höfum ekki þurft að fella niður ferðir vegna fuglaflensunnar. Þvert á móti hefur sala á ferðum gengið vel. Svo virðist sem hræðsla hafi ekki gripið um sig enda engin ástæða til eins og mál standa nú. Það er vel fylgst með þessum málum hér á landi og við getum gripið fljótt til aðgerða ef yfirvöld í þeim löndum þar sem flensan greinist, og hér á landi, óska þess.“ Rannsóknum á dauðu álftunum, sem fundust í fyrradag á eyjum í Eystrasalti sem tilheyra Dan- mörku, lýkur í dag en fastlega er búist við því að H5N1-veiran, sem veldur fuglaflensu, hafi valdið dauða þeirra. magnush@frettabladid.is Engin merki um að Íslend- ingar óttist fuglaflensuna Ástæðulaust er að hræðast fuglaflensuna þó hún sé farin að breiðast út í nágrannalöndum okkar. Bændur úti um allt land verða þó að huga betur að alifuglum sínum, segir sérfræðingur í sjúkdómum alifugla. SVANIR Í KAUPMANNAHÖFN Nýjasta fuglaflensutilfellið fannst í Danmörku en niðurstöður úr rannsókn á dauðum álftum sem fundust á eyju í Eystrasaltinu verða gerðar opinberar í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁNHELGI EYSTEINSSON Markaðs- og sölu- stjóri Úrvals-Útsýnar. GUÐMUNDUR MARTEINSSON Framkvæmdastjóri Bónuss. Mikilvæg atriði er tengjast fuglaflensu og Íslandi  Líklegast er að fuglaflensa berist hingað til lands með álftum eða gæsum. Mikill meirihluti farfugla sem koma hingað til lands, kemur frá Bretlandseyjum. Fuglaflensan hefur ekki enn borist til Bretlands en líklegt má telja að hún greinist þar í næstu framtíð.  Áhættumat yfirvalda hér á landi miðast við farfugla sem koma frá Bretlandi. Um leið og fuglaflensan greinist þar munu stjórnvöld hér á landi bregðast við.  Alifuglabýli hér á landi eru vel útbúin og uppfylla öll þau öryggisskilyrði sem nauðsynlegt er fyrir þau að uppfylla. Það eru því litlar líkur á að fuglaflensan komist í alifuglabýli hér á landi, af því að fuglarnir eru hafðir innandyra allan ársins hring og eru undir ströngu eftirliti.  Lítill hluti íslenska álfta- og gæsastofnsins hefur vetursetu í Suður- og Vestur- Noregi. Líklegast er að smit berist þaðan, á meðan flensan kemur ekki upp í Bretlandi. Nýjustu fuglaflensutilfellin, í Þýskalandi og Danmörku, benda til þess að flensan breiðist út yfir norðanverða Evrópu með nokkrum hraða. ÍRAN, AP Það mun skaða Banda- ríkjamenn mun meira en Íran ef þeir gera hernaðarárás á landið. Þetta segir varnarmálaráðherra Írans og heitir auknu hatri í garð Bandaríkjamanna og banda- manna þeirra láti þeir verða af árásum til að stöðva kjarnorkuá- ætlun Írana. Varnarmálaráðherra Írans sagði Bandaríkjamenn aðeins vera að reyna að hræða íranskan almenning með hótunum sínum um árásir á landið. Hann ítrekaði þó að Íranar vildu ekki eignast kjarnavopn, eini tilgangurinn með kjarnorkuáætluninni væri að framleiða rafmagn. ■ Íranar vara við árásum: Heita auknu hatri á vestrinu GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 16.2.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 63,68 63,98 Sterlingspund 110,95 110,95 Evra 75,76 75,98 Dönsk króna 10,118 10,178 Norsk króna 9,29 9,344 Sænsk króna 8,04 8,088 Japanskt jen 0,5392 0,5424 SDR 91,28 91,82 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 106,2094 LÖGREGLUMÁL Mikael Már Pálsson, sem grunaður er um stórfellt smygl á amfetamíni, losnar úr gæsluvarð- haldi í dag. Mikael og kærasta hans, Hall- dóra Gunnlaugsdóttir, voru stöðv- uð á Keflavíkurflugvelli þegar þau voru að koma frá París en í fórum þeirra fundust fjögur kíló af sterku amfetamíni. Halldóru hefur verið sleppt úr haldi en hún hefur haldið fram sak- leysi sínu síðan málið kom upp. Mikael Már er einnig í haldi vegna heimabankaránsins svokall- aða. Þá voru peningar millifærðir. -mh Tekinn með amfetamín: Verður látinn laus í dag OFSAVEÐUR Flutningabíll með tengivagn fauk út af veginum við Lómagnúp í fyrrakvöld. Öku- manninn, sem er ungverskur, sakaði ekki en bíllinn er mikið skemmdur. Vegfarendur á austurleið sáu bílinn utan vegar og höfðu samband við Neyðarlínuna frá Freysnesi. Lögreglan á Kirkju- bæjarklaustri fór á staðinn og fann manninn sem þá hafði hafst við í bílnum í þrjár klukkustund- ir. Vindur á þessu svæði fór í 49 metra á sekúndtu þegar hvassast var. Fjöldi fólks þurfti að gista í Vík í Mýrdal og Freysnesi vegna veðurhamsins. -shá Óveður á Suðausturlandi Beið hjálpar í þrjár stundir GLÍMT VIÐ ÞJÓÐVEGINN Það getur verið varhugavert að ferðast um landið þegar veður er vont. MYND/BJÖRGUNARSVEITIN KÁ FÍKNIEFNAMÁL Lögreglan í Kefla- vík fann 22 e-töflur, rúmlega þrjú grömm af kannabisefnum og rúm- lega hundrað töflur af anabólísk- um sterum við húsleit hjá manni á tvítugsaldri í Keflavík. Lögreglan hafði fylgst með manninum um nokkurt skeið og ákvað að láta til skarar skríða um miðnætti í fyrrakvöld. Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Keflavík, sem ekki vildi láta nafns síns getið, segir fíkniefnamálum hafa fjölgað mikið í umdæmi lögreglunnar. Á síðasta ári komu upp óvenju mörg fíkni- efnamál hjá lögreglunni í Keflavík. „Því miður er þessi málaflokkur sífellt að verða umfangsmeiri. Síð- asta ár var metár hjá okkur. Það sem af er ári hafa komið upp miklu fleiri mál en á sama tíma í fyrra.“ Maðurinn sem lögreglan gerði húsleit hjá hefur játað að hafa átt þau efni sem lögreglan gerði upp- tæk. Hann hefur hins vegar ekki játað að hafa ætlað sér að selja efnin. Grunur leikur þó á því að maðurinn hafi ætlað sér það þar sem um umtalsvert magn var að ræða. Maðurinn sem tekinn var með fíkniefnin og sterana hefur marg- sinnis komið við sögu lögreglu og þá aðallega fyrir fíkniefnabrot. -mh Lögreglan fann umtalsvert magn fíkniefna hjá manni á tvítugsaldri í Keflavík: Fundu stera, e-pillur og hass HASS OG AMFETAMÍN Lögreglan fann lítilræði af hassi og töluvert magn e-tafla hjá manninum, en þær eru gerðar úr amfetamíni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.