Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.02.2006, Blaðsíða 20
 17. february 2006 FRIDAY20 fólkið í landinu �������������� ���������� Ekki eru allir Eyjapeyjar að vinna í slori. En jafnvel þó menn komi ekki nálægt síld, kolmunna, loðnu eða þeim gula þá er afkoman yfirleitt háð því hvernig veiði og vinnsla gengur. Á Strandvegi í Heimaey er tölvutækja- verslunin Tölvun en þó fer mun meira þar fram en ætla mætti í fyrstu en verslunin lætur ekki mikið yfir sér. „Við vorum hér áður með reiknistofu fyrir frystihúsin hér í bænum en þegar þau sameinuðust árið 1993 þá stofnuðum við okkar eigið fyrirtæki,“ segir Davíð Guð- mundsson eigandi. „Við tókum þá alveg yfir tölvurekstur frystihúsanna og buðum jafnframt upp á internetþjónustu. Svo leiddi eitt af öðru og við fórum að selja tölvur og fleira þeim tengt. Svo erum við mikið í gagnaflutningum og settum upp örbylgjunet fyrir bæinn árið 1996 sem er eitt af fyrstu örbylgjunetunum á landinu. Við tengdum allar stofnanir bæjarins við örbylgju og svo á síðasta ári höfum við verið að færa okkur yfir í ljósleiðara,“ segir eigandinn. Guðmundur Ingi Jóhannesson stendur vaktina í versluninni en eina aðra slíka er að finna í þessum fjögur þúsund manna bæ. „Við finnum mjög vel fyrir því hvernig vertíðin er,“ segir hann. „Ef útlit er fyrir að hún verði ekki nógu góð halda menn að sér höndum en svo kemur holskeflan þegar vel- heppnuð vertíð er nýafstaðin og menn hafa meiri peninga og tíma.“ Þó segja þeir kollegar að markað- urinn í Eyjum nægi ekki einn og sér og því hafa þeir fært út kvíarnar. Þeir hafa meðal annars komið bændum, bæjarbúum og sumarbústaðaeigendum á Suðurlandi í þráðlausa net- tengingu. Því fylgir mikið umstang og því eru þeir með starfsmann uppi á landi, stóru eyjunni sem er við Vestmannaeyjar. ATVINNUREKANDINN: TÖLVUN Viðskiptin eru háð vertíðinni Íbúafjöldi í desmeber 2005: 4.175 Íbúafjöldi í desember 1991: 4.923 Íbúafjöldi í desember 1973: 5.303 Helstu atvinnufyrirtæki: Vinnslustöð- in, Ísfélag Vestmannaeyja, Útgerðin Bergur-Huginn, Útibú Hitaveitu Suður- nesja, Hótel Þórshamar. Skólar: Framhaldsskólinn í Vestmanna- eyjum, Grunnskólarnir Hamarsskóli og Barnaskólinn, Listaskóli Vestmannaeyja, Visku-, fræðslu- og símenntunarstöð. Fjórir leikskólar eru í bænum. Vegalend frá Reykjavík: 51 kílómetri til Þorlákshafnar og sigling þaðan með Herjólfi tekur tvær klukkustundir og þrjú korter. Vestmanna- eyjar Það er glaðasólskin í Vest- mannaeyjum og skyggni svo gott að engu er líkara en Eyjafjallajökull standi í túnfæti Eyjamanna. Það er hægur vindur en þó hefur flugferðin hrist upp í Jóni Sigurði Eyjólfssyni og Har- aldi Jónassyni þegar þeir stíga fæti á eyjuna fögru sem á eftir að hrista enn meira upp í tvímenningun- um. Það er mikið um að vera í Vest- mannaeyjum enda loðnuvertíðin í algleymingi. Drekkhlaðin loðnuskip liggja við festar og bíða löndunar og fiskvinnslufólk hefur ekki undan að koma aflanum í frystingu. Það er glatt yfir fólki enda þyngir vertíðin pyngju flestra Eyjamanna, jafnvel þeirra sem koma ekki nálægt slor- inu. En þó tíðin sé góð um þessar mundir minnast Eyjamenn betri tíðar með miklum söknuði þegar verbúðirnar fylltust af fólki sem kom allstaðar að af landinu. Þeir sem ekki upplifðu þessa sælu hafa þó eflaust fengið nasasjón af henni í myndinni Nýtt líf þar sem fylgst var með Þór og Danna sem skelltu sér á vertíð í Eyjum, Víglundi verkstjóra til mikillar mæðu. Við tvímenningarnir komumst þó að því að verbúðarlífið er ekki með öllu horfið, hjá sumum að minnsta kosti. Á vertíð blómstraði menningin „Það er ekki hægt að líkja þessu saman hvernig þetta var fyrir svona tuttugu árum og hvernig þetta er núna,“ segir Tryggvi Sigurðsson, vélstjóri á Frá, en hann sótti margan gleðskapinn í verbúðirnar hér áður. „Þá komu svona um 1.500 manns í bæinn og þegar böll voru haldin var allt fullt enda mörg hundruð manns að skemmta sér. Svo voru partíin flott á verbúð- unum. Reyndar lenti maður nokkuð oft í Frímanni húsverði í verbúð- inni á Vinnslustöðinni þegar hann var að reyna að skakka leikinn. En maður reyndi að leika á hann, sérstaklega ef það voru einhverj- ar stelpur sem maður vildi komast til þá var ýmsum brögðum beytt. Svo lék hann Frímann sjálfan sig í myndinni Nýtt líf,“ segir Tryggvi og lifnar allur við endurminning- una. „Annars er þetta allt saman ein verbúð hérna og við þessir inn- fæddu erum komnir af verbúðar- jöxlum sem hefur dagað hér uppi,“ segir hann og hlær. Verbúðarjaxl í 30 ár Gömlu verbúð Vinnslustöðvarinnar hefur verið lokað en þó eru verbúð- arjaxlarnir ekki með öllu horfnir því enn er Vinnslustöðin með ver- búð í svokölluðu Sælahúsi. Þar býr meðal annara Sigurður B. Ágústs- son en hann hefur búið í verbúð síðan 1976. Verbúðarlífið í Sælahúsi er þó öllu rólegra en hann átti að venjast í gömlu verbúðinni. „Já, það var mikið fjör þarna,“ segir Sigurður sem þekkist vart undir öðru nafni en Siggi easy meðal Eyjapeyja. „Bubbi var þarna meðal annara. Eitthvað var hann nú að gutla á gít- arinn en hann var náttúrlega ekk- ert orðinn frægur á þessum tíma. En þetta var orðið ansi rólegt undir lokin og síðustu árin var ég þarna ásamt nokkrum gömlum körlum,“ segir Siggi. Þór Vilhjálmsson, starfsmanna- stjóri, segir að þegar mest var í ver- búðinni hjá Vinnslustöðinni hafi um 150 til 170 manns búið þar. Fljótlega eftir að kvótakerfið var sett á fór að halla undan fæti og um 1990 var orðið afar fámennt. Loks var stóru verbúðinni lokað árið 1996 og Siggi easy fór þá í Sælahúsið. Hefðunum verður ekki haggað Eyjamenn eru fastheldnir á hefð- irnar og getur það komið aðkomu- mönnum í opna skjöldu. Til dæmis mega konur ekki koma með á lundaveiðar og því missa þær af heilmiklu húllumhæi sem slegið er upp að kvöldi veiðidags í úteyj- unum. Eins heldur netaverkstæðið Net árlega sviðaveislur í desember og hefur gert frá árinu 1963. Engin kona er til frásagnar um það sem þar fer fram enda er þetta karla- veisla. Nokkrar konur, þar á meðal landsþekktur rithöfundur, hafa látið reyna á þessa hefð en var umsvifa- laust snúið á þröskuldinum. Einnig er rík hefð fyrir gælunöfnum í bænum. Jafnvel svo að Eyjapeyjar kannast ekki við manninn sé hann nefndur sínu eig- inlega nafni eins og Jón Sigurður og Haraldur komust að þegar þeir leituðu eftir Sigurði B. Ágústssyni sem fæstir kannast við nema undir nafninu Siggi easy. Ekki þarf mikið til að menn fái slík gælunöfn. Til dæmis vildi svo til fyrir mörgum árum að einn Eyjapeyi sem venju- lega fór aldrei neitt þurfti í tvö skipti með stuttu millibili að sækja erindi til Reykjavíkur. Síðan þá hefur hann gengið undir nafninu Jón flækingur. Sömu meðhöndlun fékk maður nokkur sem brá sér út á lífið og endaði sú skemmtan í Kaupmannahöfn. Nú hefur orðinu „danski“ verið skeytt við nafn hans. Önnur slík viðskeyti sem menn hafa fengið við nöfn sín eru beikon, skinka og rauði en of flókið mál er að útskýra tilurð þeirra. Jón Sigurður og Haraldur ákváðu því að halda heim á leið áður en þeir yrðu fyrir þessari áráttu Eyjamanna og yrði um aldur og ævi minnst með hlægilegum viður- nefnum sem minntu á hremmingar þeirra, útlit eða einkenni. ■ Verstöðin Vestmannaeyjar DAVÍÐ GUÐMUNDSSON OG GUÐMUNDUR INGI JÓHANNESSON STAÐURINN TÖLUR OG STAÐREYNDIR TRYGGVI SIGURÐSSON VÉLSTJÓRI Tryggvi horfir um öxl með söknuði á verbúðarlífið meðan það var og hét Eyjum. GAMLA VERBÚÐIN Í VINNSLUSTÖÐINNI Þarna var kvikmyndin Nýtt líf tekin upp að miklu leyti en verbúðinni var lokað 1996. SIGURÐUR B. ÁGÚSTSSON Á HAUSARAN- UM Siggi easy, eins og hann er kallaður í Eyjum, hefur búið í verbúðum frá 1976. SJAFNAR GUNNARSSON SPRANG- ARI Ekki er sprangað mikið að vetrarlagi í Heimaey en þó stóðst Sjafnar ekki mátið og sprangaði um klettinn. Að sumarlagi láta ungir sem aldnir ekki sitt eftir liggja við þessa glæfralegu iðju, að því er aðkomumönnum þykir. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.